Morgunblaðið - 31.01.1948, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 31. janúar 1948.
mAnadalur
Si álJiacfa eýtir Jiach cJJondon
t LÚ./'^T.. *'•
j JEs»s^í}mjIWí®w^ t
ÓSKABRUNNURINN
118. dagur
„Þær eru miklu meira virði“,
sagði Billy. „En við skulum
ekki rífast um það. Láttu mig
fá þrjú hundruð dollara ávís-
un“.
„Ræningi ertu“.
„Hægan, hægan“, sagði hann.
„Þú leggur mikla áherslu á að
hafa alla þína reikninga rjetta.
Jeg hefi ekki haft neitt gagn
af Hazel og Hattie langa lengi,
þú hefir notað þær í þína þágu.
Og ef þú vilt halda rjetta reikn
inga þá verðurðu að reikna
hestunum kaup“.
„Þetta eru þínir hestar“,
sagði hún. „Jeg hefi ekki efni
á því að eiga folaldsmerar, Það
verður nú bráðum að taka þær
frá vagninum og þá þarf aðra
hesta í þeirra stað. Jeg skal
gefa þjer ávísun fyrir þá, þeg-
ar bú kemur með þ^, en þú
færð engin ómakslaun eða um-
boðslaun hjá mjer“.
„Eins og þjer þóknast", sagði
Billy. „Jeg tek aftur við þeim
Hazel og Hattie en þú verður
að greiða mjer leigu fyrir þær
þann tíma, sem þú hefir notað
þær“.
„Ef þú ætlar að pína mig til
þess, þá læt jeg þig borga fyr-
ir fæðið“, sagði hún þung á
svip.
„Ef þú ætlar að þröngva mjer
til þess að borga fæðið, þá læt
jeg þig greiða mjer vexti af
því fje, sem jeg hefi lagt í
fyrirtækið“, sagði hann.
„Það getur þú ekki“, sagði
hún og hló, „því að þetta er
fjelagsbú“.
Hann gretti sig eins og hon-
um kæmi þetta illa.
„Þar ljekstu á mig“, sagði
hann. „Þessu get jeg ekki svar-
að. En ósköp var þetta fallega
sagt hjá þjer. Fjelagsbú, fje-
lagsbú“, endurtók hann hvað
eftir annað. „Þegar við giftum
okkur hugsuðum við okkur ekki
hærra en að eignast nokkra
leppa og húsgögn, sem yrðu
hál.fsjitin áður en við gætum
greitt þau að fullu. Það er alt
saman þjer að þakka að til er
nokkuð, sem við getum kallað
fjelagsbú“.
„Hvaða vitleysa er nú að
. heyra til þín“, sagði hún. „Hvað
ætli jeg hefðl getað gert án
þín? Þú veist sjálfur að þú
aflaðir allra þeirra peningá,
sem við áttum þegar við kom-
um hingað. Þú greiddir Kín-
verjunum kaup og Hughie
gamla og frú Paul — það: er
þú sem hefir gert allt saman“.
Hún strauk blíðlega um öxl-
ina og handlegg hans.
„Það var þetta, sem rjeði
úrslitum, Billy“, sagði hún.
„Vitleysa“, sagði hann. „Það
voru gáfur þínar sem rjeðu úr
slitum. Til hvers hefði allir
líkamskraftar mínir verið ef
heilann hefði vantað til þess
að segja þeim hvað þeir áttu að
gera? Jeg var svo sem fær um
að berja á verkfallsbrjótum og
öðrum og hanga í knæpu. Hið
eina skynsamlega, sem jeg hefi
nokkru sinin gert á ævi minni
var það að jeg skyldi krækja
í þig. Fyrir það er jeg orðinn
að manni“.
,,Vitleysa“, hermdi hún eftir
. honum, en það þótti honum
ætíð svo skemtilegt. „Hvernig
heldurðu að jeg vær.i stödd
núnav ef þú hefðir ekki frels-
að mig úr þvottahúsinu? Jeg
hefði aldrei komist þaðan af
sjálfsdáðum. Jeg er varnarlaus
og úrræðalaus stúlka. Jeg stæði
enn við það að jsljetta lín, ef
þú hefðir ekki bjargað mjer.
Frú Mortimer byrjaði með
fimm þúsundum dala, en jeg
byriaði með þjer“.
„Konur geta auðvitað ekki
hjálpað sjer sjálfar eins og karl
mennirnir“, sagði hann dálítið
drýgindalega. „Og jeg skal
nú segja þjer það, að okkur
hefði aldrei tekist þetta ef við
hefðum ekki hjálpast að. Við
höfum verið eins og hestar,
sem beitt er fyrir sama vagn.
Ef svo hefði ekki verið 'stæðir
þú enn við þvottinn og jeg væri
enn hjá gamla húsbónda mín-
um, ef vel hefði gengið fyrir
mjer — hefði ekið á daginn og
farið á píuböll á kvöldin“.
Saxon stóð undir madrono-
trje.nu og horfði á eftir þeim
Hazel og Hattie er þær drógu
þungt hlaðinn grænmetisvagn
burt frá bænum. í sama bili
kom Billy þeysandi og teymdi
jarpa hryssu. Það gljáði á belg
inn á henni.
„Hún er fjogurra vetra, fjör-
ug og ólm og hrekklaus“, sagði
hann. „Hún er falleg í hár-
bragði og mjúkur er á henni
flipinn. Og svo er hún afar
þrekmikil. Hún heitir Ramona
— bað er spanskt nafn og hún
er líka komin af spönsku reið-
hestakyni11.
Saxon þóttist afdrei hafa sjeð
fallegri rejðskjóta.
„Er hún til sölu?“ mælti hún
lágt.
„Til hvers heldurðu að jeg
hafi komið með hana heim,
nema til þess að lofa þjer að
sjá hana“, sagði Billy.
„Hvað á hún að kosta?“
spurði Saxon og henni fanst
það óhugsandi að hún mundi
nokkru sinni eignast svo fall-
egan hest.
„Það kemur þjer ekkert við“,
sagði Billy. „Það er tígulsteina-
verksmiðjan sem á að borga
hana, en ekki grænmetisrækt-
unin. Þú mátt eiga hana ef þú
vilt_ Hvað segirðu um það?“
„Þú skalt bráðum fá að heyra
það,“ sagði hún og ætlaði að
stökkva á bak, en hryssan varð
hrædd og stökk út undan sjer.
„Varaðu þig“, sagði Billy.
„Hún er óvön kvenfólki, það
er alt og sumt“.
Hann hjálpaði henni á bak.
„Þú mátt ekki halda of fast
við hana“, kallaði hann á eftir
Saxon um leið og hún þeysti á
stað. „Farðu gætilega að henni
og tajaðu við hana. Þetta er vit-
ur skepna, skilurðu það?“
Saxon kinkaði kolli og
hleypti á sprett. Hún re.ið fram
hjá Trillium og veifaði hendi
til frú Hastings um leið. Svo
hjelt. hún- áfram upp að Wild
Water.
Rarhona var sve,itt þegar þær
komu aftur. Saxon reið bak við
húsið og hænsahúsin og upp í
brekkuna, þar sem Billy sat og
reykti smávindling. Þar stóðu
þau bæði þögul um stund og
horfðu niður á engið, sem ekki
var engi lengur. Því hafði ver-
ið skift niður í marga reiti af
mikilli nákvæmni og voru með
mismunandi grænum lit eins og
grænmetisgarðar eru. Þeir Gow
Yum og Chan Chi gengu þar
um kring með sína stóru strá-
hatta á höfðinu og voru að setja
niður lauk. Hughie gamli var
að aVauga áveituskurðina og
laga þá, ýmist að loka þeim
eðá opna þá. Ur skemmunni
hinum megin við hlöðuna heyrð
ust hamarshögg. Þar var Carl-
son að negla saman kassa utan
um grænmetið. Inni í cldhúsi
var .frú Paul að hræra egg og
söng við vinnu sína og barst
söng/rrinn út um opinn glugg-
ann, Einhvers staðar gjammaði
Possum í ákafa, hún var að
eltast við íkornana, þótt hún
næði aldrei neinum þeirra,
Billy bljes frá sjer reykjar-
strók. Saxon sá að hann var
ekki fyllilega ánægður. Hún tók
þá blíðlega í hönd hans. Hann
stundi og leit á hana.
„Portugalarnir í San Lean-
dro geta ekki kent okkur mik-
ið núna viðvíkjandi garðrækt“,
sagði hann eins og hann vakn-
aði af svefni. „Líttu á lækinn
þarna. Það er svo fallegt í hon-
um yatnið að mig langar stund
um til þess að leggjast niður
að því til að teyga það.“
„Já, og hugsaðu um hverja
þýðingu það hefir að hafa nóg
.vatn í öðru eins loftslagi og hjer
er“, sagði Saxon.
„Það er heldur engin hætta
á því að hjer verði vatnslaust“,
sagði Billy. „Ef regn.ið skyldi
bregðast þá höfum við lækinn,
og burfum ekki annað^en setja
þar dælustöð“.
„Þess þurfum við ekki“, sagði
Saxon. „Jeg átti tal við Red-
wood Thompson fyrir skemstu.
Hann, hefur átt hjer heima síð-
an 1853 og hann seg,ir að allan
þann tíma hafi aldrei brugðist
uppskera vegna þurka. Hjer
rignir altaf nægilega mikið“.
„Eigum við ekki að fá okkur
einn sprett?“ sagðj hann alt í
einu. „Þú hefir nógan tíma til
þess“.
,,Já, en þá verðurðu fyrst að
segja mjer hvað að þjer geng-
ur“.
Honum hnykti við.
„Það er ekkert“, sagði hann.
„Og þó —■ þú verður að fá að
vita það fyr eða síðar. Þú ættir
að sjá Chavon gamla. Hann er
nú svo beygður að hann styður
hökunni á hnjen þegar hann
gengur. Gullnáman hans er að
verða að engu“.
„Gullnáman?“
„Já, leirnáman á jeg við.
Hann fær tuttugu cent fyrir
hvern meter af henni hjá tígul-
steinaverksmiðjunni“.
,,Nú, og það þýðir sama sem
að samningur þinn við verk-
smiðjuna fer út um þúfur“,
sagði Saxon hrædd, því að hún
sá hvað þetta gat haft alvarleg
ar afleiðingar. „Hvað segja
verkamenn verksm,iðjunnar?“
( Kvenbliíssur (
1 Barnakjolar 1—4 ára
\ Barnabolir ull 1—3 ára i
i Gammosiubuxur 1—5 ára \
| Barnasokk'ar ull og
| ísgarn.
Verslunin IIOLT h.f.
Skólavörðustíg 22C.
iiiiniiimiimiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiininiuB
Eftir Ida Moore.
11.
„Þetta er líklega ágætis náungi,“ sagði Stebbi, pegar Gul-
fótur var horfinn sjónum, svona til þess að ségja eitthvað.
„Já, hann er ekki sem verstur. Hann er bara altaf með
einhver fíflalæti“. Bergmál virtist eitthvað hnugginn í
bragði.
Svo mundi Stebbi eftir skeljunum.
„Heyrðu — fyltir þú föturnar mínar af dýrindis skeljum
i dag?“
„Já, víst gerði jeg það, bara af því að jeg kendi í brjósti
um þig. Mjer sýndist þú eitthvað svo einmanalegur. En af
vangá ljet jeg í föturnar mjög dýrmæta skel, sem jeg býst
við að hafi mölbrotnað“.
„Nei, jeg held nú síður! Jeg hef hana hjer í vasanum“.
Það hýrnaði yfir Bergmáli.
„Áttu við að hún hafi ekki brotnað aftur? Jeg var rjett
að enda við að líma hana saman — og límið var ekki einu
sinni orðið þurt.“
Dvergurinn kom óg settist hjá Stebba á girðinguna. Stebbi
rjetti honum skelina. Bergmál tók við henni og skoðaði hana
gaumgæfilega.
„Þjer skal verða launað þetta ríkulega,“ sagði hann.
„Er það nokkuð sjerstakt, sem þig langar til þess að gera?“
„Já,“ hrópaði Stebbi. „Mig langar til þess að sjá álfana
dansa kringum óskabrunninn i tunglsljósinu.“
„Það skaltu fá — og það strax í kvöld! Komdu með mjer!“
Dvergurinn stökk niður, og Stebbi á eftir. Þeir klifruðu
upp í klettana og settust niður þar sem skugga bar á. Þaðan
var ágætt útsýni yfir óskabrunninn.
Enn var alt rólegt þar niðri. Svo kom tunglið í Ijós á milli
skýjanna.
Frá sjer numinn af hrifningu horfði Stebbi á ótal litla álfá
í marglitum klæðum sem dönsuðu yndislega kringum gamla
brunninn. Það glitraði á vængi þeirra í tunglsljósinu.
„Þetta er dáSamlegt,“ muldraði Stebbi. Hann lokaði aug-
unum andartak, en þegar hann opnaði þau aftur sá hann sjer
til mikillar furðu að hann var heima í rúmi sínu og morgun-
sólin skein inn um gluggann.
— Þjer hafið víst ekki fata-
miða, sem þjer vllduð selja.
★
Þjónninn: — Af Ijettum vín-
um höfum við aðeins hvítvín
og rauðvín. Hvort viljíð þjer
heldur.
— Mjer er alveg sama, jeg
er hjblindur.
★
Astarsorg.
Margar sögur eru sagðar um
það, hvernig ástarsorg lýsir-
sjer. Ein sú nýjasta, sem heyrst
hefir, er um prentnema einn.
Unnustan hafði yfirgefið hann,
og fann hann þá upp á því að
setja nafn hennar með smálet-
urstöfum, og gleypti þá síðan.
Læknar hafa nú sjeð fyrir
því, að stafirnir í nafni henn-
ar hafa eninig yfirgefið hann.
★
— Heldurðu að bílarnir eyði-
leggi ekki ungu kynslóðina?
— Nei, þvert á móti, það er
unga kynslóðin, sem eyðilegg-
ur bílana.
★
Ungur maður, sem var að
lejta að atvinnu, hafði náð tali
af forstjóra í stóru fyrirtæki.
Forstjórinn: — Hafið þjer
sett yður eitthvað takmark í
lífinu?
Ungi maðurinn: ■— Já, jeg
hefi strengt þess heit að hætta
ekki fyrr en jeg er búinn að
koma yður burt úr þssu sæti
og setst í það sjálfur.
■ik.
— Nú verð jeg að fara heim
og búa til matinn.
— Er konan þín veik?
— Nei, en hún er svöng.
★
Vindlasalinn: — Vill frúin
sterka vindla? i
Frúin: — Já, eins sterka og
þið hafið. Maðurinn minn kvart
ar alltaf undan því, að þeir.
brotni í vasa hans.
llllltllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllllllllM
1 Bílamiðlunin !
c 3
* Bankastræti 7. Sími 7324. |
I er miðstöð bifreiðakaupa. g
uiiiuaiuuiiiiiiuiiiinuMiiiiiuiMiiiiuiuiiiiaxiunnnH