Morgunblaðið - 31.01.1948, Qupperneq 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
Norðvestan stinningskaldi. —
Skýjað en úrkomulaust.
25. tbl. — Laugardaginn 31. janúar 1948.
FRIÐARÞRÁIN stjórnaði öll-
um athöfnum Gandhis. — Sjá
grein á bls. 7. ______
Næturvinna við síldur-
iiutniniuiii tskii
upp uit'ur
Kommúnlsíðr blða afgeran ósígur fyrir
n r ai
EFTIR að sjómer.n á síldveiðiskipaflotanum hqfðu í gær myndað
samtök um að engin vinna færi fram við losun skipa þeirra meðan
næturvinnubann kommúnista í stjórn Dagsbrúnar væri í gildi
tókust samningar milli Landssambands íslenskra útvegsmanna,
Síldarverksmiðja ríkisins, skipstjóra síldveiðiskipanna annars-
vegar, og Dagsbrúnar hinsvegar um að næturvinna við síldarlos-
un og fermingu flutningaskipa skyldi leyfð framvegis sem hingað
til. Hafa kommúnistar beðið algeran ósigur í þessu máli fyrir
sameiginlegri afstöðu sjómanria og útgerðarmanna.
Vinnan lá niðri i 10% klst. -----------------------------
Eins og skýrt var frá í Morg- Qg Voru þá samningarnir undir-
unblaðinu í gær höfðu sjómenn
á síldveiðiflotanum ákveðið að
láta ekki afferma þau skip er
liggja hjer og bíða losunar, fvr
en Dagsbrún ljeti bann sitt gegn
næturvinnunni niður falla. Þetta
mótmæla verkfall sjómanna
kom til framkvæmda þegar er
vinna átti að hefjast í gærmorg
un kl. 8 og var því ekkert unnið
við affermingu síldveiðiskip-
anna í allan gærdag, en vinna
við losun skipanna hófst alment
kl. 6,30 í gærkvöldi. Voru þá
sett „undir" 11 skip. Þegar vinna
hófst voru 62 skip sem biðu
löndunar með samtals 52 þúsund
mál síldar. En flutningaskipin
voru tvö, True Knot og Súðin.
Meðan á vinnustöðvuninni
stóð var unnið að flutningi þeirr
ar síldar, sem geymd hefur ver-
ið í þró, í True Knot.
Samningar hefjast
Skömmu eftir hádegi í gær
hófust samningafundir í skrif-
stofum Landssambands ísl. út-
vegsmanna í Hafnarhvoli. Voru
þcur mættir fulltrúar L. í. Ú.,
fulltrúi Sídarverksmiðja ríkis-
ins og tveir fulltrúar frá skip-
stjórum á sídveiðiflotanum og
stjórn verkamannafjei. Dags-
brúr.ar. Stóð fundurinn þar til kl
að ganga sjö að stjóm Dagsbrún
ar Ijet undan kröfum sjómánna
ritaðir.
Frá kl. 1 y2 til kl. 4 voru 40
skipstjórar á síldveiðiskipunum
mættir á fundi hjá fulltrúum
frá L. í. Ú. Voru þar einriig
mættir fulltrúar frá stjórn Dags
brúnar. — Samkvæmt tillögu
Landssambandsins voru þar
kosnir fulltrúar til þess að
ganga frá samkomulagi eins og
fyrr segir.
Samningarnir
Landssamband íslenskra út-
vegsmanna og Síldarverksmiðj-
ur ríkisins annarsvegar og verka
mannafjelagið Dagsbrún hins-
vegar, hafa komið sjer saman
um eftirfarandi atriði, varðandi
síldarflutninga þá, sem nú fara
fram um Reykjavík:
1. Verkamenn skulu aldrei látn
ir vinna lengur samfleytt en
einn sólarhring í sambandi
við umrædda síldarflutninga.
Hafi verkamaður unnið í
einn sólarhring samfleytt,
skal hann ekki tekinn aftur
í vinnu fyr en eftir sólar-
hrings hvíld.
Til þess að tryggja eftirlit
með vinnutíma þeim, sem
um ræðir hjer að framan
lætur Landssamband ísl. út-
vegsmanna útbúa sjerstök
vinnuskírteini, er sýni vinnu-
stundir verkamanns hverju
sinni.
2. Þegar hefja á lestun síldar-
flutningaskips eftir kl. 8 að
kvöldi, skal ætíð vera búið
að ráða menn til vinnu við
skipið eigi síðar en kl. 8 síð-
degis.
3. Á framanrituðum grundvelli
hafa báðir aðilar komið sjer
saman um að unnið verði við
síldarflutningana allan sólar-
hringinn.
Reykjavík, 30. janúar 1948.
F. h. Verkamannafjelagsins
Dagsbrún
Sigurður Guðnason
Hannes M. Stephensen
Gunnar Daníelsson
Edvarð Sigurðsson
Erlendur Ólafsson
F. h„ skipstjóra síldveiði-
skipanna
Valgarður Þorkelsson
Haraldur Guðmundsson
F. h. Landssambands ísl.
útvegsmanna
Hafsteinn Bergpórsson
Ingvar Vilhjálmsson
J. V. Hafstein
■ F. h. Síldarverksmiðja
ríkisins
Sveinn Benediktsson
SíidvelSlflolinn í Reykfavíkurhöfn í gær
m
ÞANNIG var umhorfs í Reykjavíkurhöfn í gær meðan sjómenn sföðvuðu alla síldarlosun og ákváðu að
fara ekki á mið meðan næturvinnubann Dagsbrún irstjórnar væri í gildi. Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnúss.
„Villu blðð, vinurí"
ÞEGAR kommunista.' sáu í
gærmorgun hvernig sjómenn á
síldveiðiflotanum snjerust við
frumhlaupi þeirra og tilraun-
um til þess að valda stórfeld-
um töfum á síldar.losun og síld
veiðunum í heild, greip mikill
taugaóstyrkur um sig í herbúð
um þeirra á Þórsgötunni.
Var nú það ráð tekið að ýms
ir af áhrifamönnum flokksins
voru sendir í tveimur bilum
með fangið fullt ?.f Þjóðviljan-
um til þess að útbýta fagnaðar-
erindi hans meðel sjómanna í
síldveiðiskipunum, sem lágu í
höfninni. Trítluðu þessir sendi
menn um á hafnarbakkanum og
sumir hættu sjer jafnvel út í
skipin og ávörpuðu hvern sjó-
mann, sem á vegi þeirra varð
á þessa leið:
„Viltu biað, vinur?“
En ekki mun þeim Þórsgötu-
mönnum hafa vcrið ljettilega
tekið við höfnina. Hurfu bif-
reiðar þeirra á burtu með farm
sinn eins fljótt og þær komú.
Trygve Lie fer fil Oslo
Lopdön í gærkv.
TRYGVE LIE aðalritari S.
Þ. lagði af stað njeðan álciðis
til Oslo í stutta heimsókn áður
en hann fer til Bandaríkjanna.
Lie hefur undanfarið ferðast
um Evrópu
Talsímasamband opnað
við Þýskaland í dag
TALSAMBAND við breska og bandaríska hernámssvæðið í Þýska
landi verður opnað í dag, 31. janúar. Samtöl frá íslandi eru leyfð
við alla símnotendur bæði þýska og aðra á þessum svæðum, en í
Berlín þó ekki við Þjóðverja.
Meisarakeppni
Bridgefjelagsins
heisf á
-<♦>
MEISTARAKEPPNI Bridge-
fjelags Reykjavíkur hefst á
morgun kl. 1 e. h. í Breiðfirð-
ingabúð, og keppa átta sveitir.
Má gera ráð fyrir að keppnin
verði hörð og skemtileg.
Á morgun k’eppir sveit Ing-
ólfs Isebarn við sveit Harðar
Þórðarsonar, sveit Ragnars Jó-
hannessonar við sveit Jóhanns
Jóhannssonar, sveit Gunngeirs
Pjeturssonar við sveit Lárusar
Karlssonar og sveit Einars B.
Guðmundssonar við sveit Hall-
dórs P. Dungal.
BRUSSEL — Talið er mjögj lík-
legt, að Leopold Belgíukonuhgur
fari á næstúnni í heimsókh til
Bandaríkjanna.
Frá þessu er sagt í frjettatil-
kynningu sem Mbl. barst síð-
degis í gær. — í tilkynning-
hnni segir ennfremur:
Samtöl frá Þýskalandi eru
takmörkuð við breska og banda
ríska setuliðið þar, þar á meðal
óbreytta borgara á vegum setu
liðana, ennfremur við umboðs-
menn fyrirtækja, sem ekki eru
þýskir svo og viss þýsk fyrir-
tæki, sem vinna að fjárhags-
legri viðreisn Þýskalands.
Talsambandið er opið á sömu
tímum og talsambandið við
Danmörku, kl. 1200 til 1630 ísl.
tími. Afgreiðslan fer fram um
Kaupmanhahöfn.
Trúarofsóknir kommúnista
RÓM —- Vatikan útvarpið hefur
skýrt frá því að Rússar sjeu að
reyna að neyða 6 nlilljón róm-
versk-kaþólska menn til að taka
grísk-kaþólska trú. Segir í til-
kynningurlni að kommúnistar
beiti ofbeldi til þess að fá menn
þessa til að kasta trú sinni.
v