Morgunblaðið - 15.02.1948, Page 6

Morgunblaðið - 15.02.1948, Page 6
6 morgunblaðið Sunnudagur 15. febr. 1948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: hrrA Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í Iausasölu 50 aura eintakið 75 aura með Lesbófc. Fjötruð list ÞANN 11. ágúst s.l. birtist grein í Pravda, aðal málgagni kommúnistastjórnarinnar rússnesku, sem lýsir greinilega af- stöðu kommúnismans til lista og listamanna. Er þar m. a. komist að orði á þessa leið: „Sovjetlistin getur aðeins þróast í nánu sambandi við hugsjónir Sovjetþjóðanna og á grundvelli hinnar kommúnistisku raunsæisstefnu. Til grundvallar stefnu hennar, listasögu og gagnrýni verða að iiggja hinar Marxistisku og Leninistisku kenningar.“ Síðan heldur blaðið áfram og leggur á það höfuðáherslu að listin eigi fyrst og fremst að vera til þess að rótfesta kommúnismann í hugum Sovjetþjóðanna. öll sú list, sem ekki feli í sjer áróður fyrir hið kommúnistiska þjóðskipulag, sje einskisvirði og hættuleg hagsmunum og öryggi ríkisins. Hlutverk listamanna Sovjetríkjanna sje framar öilu öðru það að túlka boðskap kommúnistabyltingarinnar og stefnu hinna kommúnistisku leiðtoga þjóðarinnar á hverjum tíma. Að loknum þessum almennu hugleiðingum um hiutverk listarinnar lýsir blaðið yfir þeirri skoðun sinni að „raunsæis- myndlist Sovjetríkjanna, sje fremsta list heimsins" og ræðst að því búnu á hina „borgaralegu“ list Vesturlanda. Kemst blaðið m. a. þannig að orði um hana: „Það er algerlega óþolandi að jafnhliða list hinnar komm- únistisku raunsæisstefnu skuli verða vart meðal vor manna, «em telja sig fylgjendur stefnu hinnar hrörnandi borgai’a- legu listar, manna, sem telja hina frönsku formalista, Picasso og Matisse, andlega lærifeður sína. Og þessir „listamenn" kalla hinar formalistisku fettur og brettur sínar, sem ekkert eiga sameiginlegt með raunverulegri list, nýja „vinstri list“! Því miður hafa sumir af listafrömuðum okkar og listamönn- um, ekki komið auga á það tjón, sem það gerir Sovjet list- inni að ekki er til nein áþreifanleg markalína milli listmálara, sem eru í hópi hinna kommúnistisku raunsæismanna, og formalista og naturalista, sem leitast við að draga list vora aftur á bak. 1 heimi Sovjetlistanna eru ennþá óviðruð skúma- skot.“ Þannig farast Pravda orð. — Hvað þýða þau? Þau þýða það að kommúnistar vilja þrælka listina og gera hana síðan að peði á skákborði hinnar pólitísku bar- áttu sinnar. Frjáls listastarfsemi er bönnuð. Sú list ein, sem felur í sjer áróður fyrir kommúnistiskar kenningar er leyfð. Svo grálega hefur Sovjetskipulagið leikið listamenn sína. Það hefur lokað þá inni, bannað þeim að kynnast listastefn- um veraldarinnar, hvað þá heldur að kynna þær fyrir þeirra eigin þjóð. En það alvarlegasta við þessa staðreynd er þó ef til vill ekki það, að rússnesk list hefur verið hneppt í viðjar slíks þrældóms heldur hitt að takmark kommúnista um víða ver- öld er allsherjar ánauð lista allra landa og þjóða. Foringjar þeirra segja að vísu ekki frá því áformi sínu, til þess brestur þá kjark. Þeir reyna þvert á móti að láta líta svo út að þeir sjeu hinir sönnu verndarar allra lista. En þar, sem þeir hafa komist til valda framkvæma þeir stefnu sína eins og Pravda lýsir henni. Eðli hins kommúnistiska þjóðskipulags þolir ekki frjálsa list. Hún er hættuleg valdhöfum þess og sam- rýmist ekki hinni blindu trú á óskeikulleik hins kommúnist- iska einræðispáfadóms. En hvaða áhrif hefur þessi fjötrun listarinnar? Frumskilyrði gróandi listalífs er frelsi, frelsi listamanns- ins til þess að hlýða köllun sinni, þjóna list sinni. Listamað- urinn getur aðeins verið þjónn listar sinnar. Hann getur ekki verið klafabundinn þræll pólitískrar harðstjórnar. Þessvegna hljóta þau skilyrði, sem kommúnisminn býður honum að drepa list hans, eyða öllum f jölbreytileik, bæla hina leitandi þrá að aukinni fegurð og fullkomnun, stöðva allan gróanda. Slíka skelfingu og formyrkvan í andlegu lífi boðar fram- kvæmd hins kommúnistiska einræðis. gl, Ummæli Pravda um Picasso og „fettur og brettur,, „vinstri i' - listarinnar" er kafli út af fyrir sig, kafli, sem engan veginn er ófróðlegt áð kyhriast fyrir ýmsa mæta islenska listamehn, ' íiém trúað hafa á „frjálslyndi" kommúnismans gagrivái’t list þeirra. iJíhverji ilrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Búrið. ÞA-Ð ER VIÐ því að búast, ð íslenskir menn, sem dvalið efa lanedvölum erlendis með menningarþjóðum, hneykslist er beir heyra frjettir að heim- an eins og bæjarblöðin fluttu af skríislátunum á gamlárs- kvöld. Þeir eiga bágt með að skrija slíka framkomu. Þann- ig hefir farið fyrir Kristjáni Albertsyni, sendiráðsfulltrúa í París. Hugmynd hans um búrið á Lsék.jartorgi, þar sem delin- kventin sjeu höfð til sýnis og geymslu til viðvörunar, er góð og rjett er það athugað, að búrið myndi standa tómt eftir örstuttan leik. En það er nú einmitt það, sem stungið hefir verið upp á hjer í þessum dálkum, að þeir dónar og afbrotamenn, sem brjóta af sjer gagnvart almenn ingi sjeu settir i „búr“ til sýn- is fyrir alþjóð. / • Sýningargluggi. EN NÚ er skipulagi miðbæj- arins okkar þannig háttað, að við höfum meiri ástæðu til, að gera þar aðrar umbætur, en að byggja apabúr á almanna- færi og þar að auki er veðrátt- an hjá okkur þannig, að við eigum bágt með að hafa apa- ketti í búrum úti allan ársins hring. Það væri því nær, að láta taka myndir af ólátabelgjun- um og birta þær í sýningar- glugga, eða gluggum víðsvegar um bæinn, ásamt nöfnum þeirra og ,,afrekum“. Ekki er samt víst að þetta puntaði neitt verulega upp á umhverf- ið og þess vegna held jeg að það væri best eftir alt saman, að nota þá aðferð, sem illa hef ir g_engið að fá í gegn, en það er að birta nöfn afbrotamanna hreinlega í blöðunum. Það myndi gera sama gagn og búrið, en vera umstangs- minna. Hollar radtlir. ANNARS ER það holt og gott að heyra raddir frá ís- lendingum erlendis, eins og hr. Kristjáni Albertssyni. Þeir, sem erlendis dvelja, eiga að segia okkur meira frá hinum stóra heimi, sem þeir búa í og hvaða álit þeir hafa á fram- ferði okkar, ekki bara á gaml- árskvöld, heldur allt árið og í hinum ólíkustu málum. Við getum alveg eins tekið mark á þessum íslendingum, eins og við gleypum við hverju orði, sem útlendingar segja um okkur, til hróss, eða lasts. Vonandi að við fáum fleiri greinar frá Islendingum er- lendis í blöðunum um dægur- málin. í lcit cð lögum. SJÚKLINGUR segir ettirfar andi sögu um leit sína að ein- taki af tryggingarlögunum: „Nýlega var jeg á ferð um bæinn og lagði leið mína um skrifstofu „Almannatrygginga" og bað um að fá að sjá „Trygg ingalögin“. Jeg kom nú að vísu að skrifstofunni lokaðri á venju legum skrifstofutíma, en af ein skærri náð og kurteisi var hurðin opnuð í hálfa gátt og mjer þannig tilkynnt, að þar væri ekki til eitt einasta ein- tak af umræddum lögum og var mjer bent á að jeg mundi geta fengið að sjá nefnd lög í Alþýðuhúsinu. Jeg vildi nú ekki að sinni baka þessu greiðvikna fólki meiri fyrirhöfn með frekari spurningum. Með því að jeg á að heita fjelagi í „Dagsbrún“, ákvað jeg nú að leita mjer upp lýsirca á skrifstofu „Dags- brúnar“. En er þangað kom var þar harðlæst. Þess skal geta að jeg hef um lengri tíma ver- ið sjúklingur og síðan þetta gerðist hefi jeg legið rúmfast- ur pg af þeim ástæðum hefi jeg ekki getað haldið áfram leit minpi að þessum huldu lögum Tryggingarstofnunar íslenska ríkisins". • Þörf uppástunga. OG EFTIR að hafa sagt sín- ar farir ekki sljettar kemur brjefritari með ágæta hug- mynd. Hann segir: „Annars tel jeg það sjálf- sagða sangirniskröfu alls al- mennings í lýðfrjálsu landi, sem okkar, að hver einasti gjald andi fengi prentaðar leiðbein- ingar eða stuttan útdrátt úr um ræddum lögum, um leið og try^ingargjaldið er greitt“. Já, ætli það ekki. Annað eins er nú lagt í kostnað af hálfu hins opinbera hjer á landi um þes.sar mundir. Sannleikurinn er sá, að það eru alls ekki margir, sem vita hver rjettindi og hvaða skyldur þeir hafa sem borgarar gagnvart þessum tryggingarlögum, sem mun þó vera ein fullkomnustu alþýðu- tryggingarlög heimsins, að því að fullyrt er af þeim, sem að þeim stóðu. Enginn skotinn cða drepinn. KUNNINGI MINN - skrifaði þessar örfáu línur í gærmorg- un eftir að hafa lesið „Vík- veria“ og sendi mjer: „Jeg var að lesa skýringuna hjá þjer á barnaleiknum „Lög- reglan og útilegumenn11. sem nokkurt umtal hefir vakið í bænum. Þar stendur, að enginn sje skotinn og enginn drepinn í Ieiknum Að hugsa sjer. Þetta hlýtur að vera tilvalinn barnaleikur, 1 úr bví allir komast lífs af“. MEÐAL ANNARA ORÐA | Eflir G. J. Á. I- Vandræði Brefa - Palestína - Rússnesk fóitiisf ERLENDU frjettirnar síðastl. viku voru „daufar“, eins og blaðamenn stundum orða það. Fátt var um stórar ræður, en meira um ýmsar smávægilegar umkvartanir og í raun og veru ekkert um athyglisverðar á- kvarðanir á alheimsmæli- kvarða. Síðastl. hálfan mán- uð hefur verið engu líkara en leiðtogar hinna „fjögurra stóru“ væru að hvíla sig. Ef til vill er þetta lognið á und- an storminum. • e EKKERT NÝTT Breská stjórnin hjelt að vísu áfram að örfa menn til dáða, en sÖngúr hennar er sannast að segja hættur að vera frjetta matur. Það þarf að framleiða svo og svo mikið, til þess að hægt sje að flytja inn svo og svo mikið, að „enn verður að herða á sultarólinni11, ef illa á ekki að fara. Þetta er að vísu ekkert til að skopast að, en Bretland er ekki eitt um erfið- leikana, hálfur heimurinn er undirlagður.y o o PALESTÍNA En .vikan veitti okkur ýms- sr. - „srháfrjettif-; Arabiskir skæruliðar í Palestínu virtust vera búnir að setja upp nokk- urskonar ríkisstjórn í norður- hluta landsins. — Bretar skýrðu PalestímrÝfnd Sam- einuðu þjóðanna frá þessu og gáfu eiginlega í skyn, að . .þarna Stjárn Atlées heldúr á- fram að örfa til áiaka. væru þeir og þarna yrði sjálf- sagt að leyfa þeim að vera“. Palestínumálinu er raunar þannig komið núna, að stjórn- málamennirnir virðast búast við geigvænlegustu atburðum. Þeir keppast að vísu um að lýsa því yfir, að halda beri ákvörðun S. Þ. um skiptingu Palestínu til streytu, en á bak við allt talið leynist vafalaust mikill ótti og óvissa. Eins óg er, er hægt að slá því-föstu, að nákvæmlega engar líkur sjeu fyrir þvi að skipting-Paíe ' stínu geti farið fram á frið- samlegan hátt. o o ÓFAGUR SÖNGUR Skemtifrjett vikunnar barst frá Rússlandi. ,.Lýðræðisást“ Stalins, Molotovs & Co. er orð- in svo mikil, að nú krefjast þeif þess af tónskáldum sín- um, að þau sémji öll tónverk eftir „stranglýðræðislegum" reglum. Szostakowics, sem meðal annars er þekktur fyrir hina frægu Leningradsymp- honíu síha;' mun vera fallinn í ónað ýfkisefni hans á ekki við hin háffínu eyru kommún- istaækkúnriai rússnesku. — í þessú sámbaridi er talsvert gam Framh. á bls. b

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.