Morgunblaðið - 15.02.1948, Page 7
Sunnudagur 15. febr. 1948
MORGÚN BLAÐIÐ
r
R E Y K
Viðskiftajöfnnðurinn
í janúar.
VIÐSKIFTAJÖFNUÐURINN í
janúar var hagstæður um rúml.
tvær miljónir. Samanborið við
verslunarjöfnuðinn fyrsta mán-
uð ársins í fyrra er þetta gleðileg
byrjun. Því í þeim mánuði árið
sem leið var viðskiftajöfnuður-
inn óhagstæður um rúml. 30
miljónir.
Þessar tölur segja að vísu
harla lítið um fjárhagsútlit og
afkomu ársins. Því það er vita-
skuld tilviljunum háð, hve mik-
ið felst til af útflutningsvörum
í hverjum mánuði ársins.
Og þegar menn kunna að líta
á miljónirnar tvær, sem útflutn
ingurinn gaf fram yfir það sem
í innflutninginn fór, þá er sá
munur harla lítill, þegar borið
er saman við allar þær duldu
greiðslur, sem áætlað er að þjóð-
in þurfi á að halda á árinu, og
nema um 70 miljónum króna.
Síldargróðinn
1 ÚTFLUTNINGNUM í janúar
voru 13 miljónir fyrir síldaraf-
urðir frá vetrarvertíðinni. En
mikið af þeim afurðum eru enn
í landinu. Talið er að síldarafl-
inn geti gefið í útflutningsverð-
mæti um 75—80 miljónir króna.
Vegna þess hve fengur þessi
kom óvænt, hefur mönnum hætt
til að gera of mikið úr honum,
jafnvel haldið því frám í fljót-
ræði, að hann myndi geta ger-
breytt gjaldeyrisaðstöðunni. En
slíkt er hinn mesti misskilning-
ur.
Talið er, að um 25 miljónir
króna muni fara í flutnings-
kostnaðinn einan á síldinni til
vinslustaðanna. Að vísu er sú
gífurlega upphæð ekki öll greidd
í erlendum gjaldeyri. En mikið
af henni fer í leigu erl. skipa.
Það er því eðlilegt, að lögð sje
hin fylsta og mesta áhersla á
að komið verði upp vínnslu á
síldinni hjer nærlendis fyrir
næstu vertíð, í stærri stíl en nú
hefur verið hægt að koma við.
Þegar það dæmi verður gert
upp, hve mikinn erl. gjaldeyri
vetrarsíldin hefur gefið þjóð-
inni í aðra hönd, kemur líka til
greina, ásamt ýmsu öðru, hinn
gífurlegi veiðarfærakostnaður,
sem hefur gleypt allan ágóðann
af síldinni frá surnum skipun-
um.
Tvær verksmiðjur
SKÝRT hefur verið frá því hjer
í blaðinu, að fjelag er stofnað
til þess að koma á fót síldar-
verksmiðju hjer í Reykjavík. —
Eru það fjórir aðilar sem að
henni standa, bæjarstjórnin,
Síldarverksmiðjur ríkisins, Ósk-
ar Halldórsson eða útgerðarfje-
íag hans, sem leggur til síldar-
vinsluvjelar, er hann hefur feng
ið flyttar til landsins og legið
hafa ónotaðar, ög í fjórða lagi
ýmsir síldarútvegsmenn, sem
hugsa til þess að stunda hjer
síldveiðar til þess að Ieggjá afla
sinn í hina væntanlegu verk-
smiðju.
Skýrt hefur verið frá því
hvernig tilhögunín er hugsuð í
aðalatriðum, að fá skíp, og koma
vinnsluvjelunuro, sem fyrir
hendi eru, í skipið, sem verður
' látið liggja hjer í höfninni með-
an vinnslan stendur yfir.
En þó horfið hafí verið að því
ráði að nota vjelar þær sem
þegar eru komnar til landsins
til flýtisauka við stofnun verk-
smiðjunnar, þá er ekki þar með
sagt, að forgöngumenn þessa
J A V í
máls sjeu fráhverfir því, að
komið verði hjer upp síldar-
vinnslu, með þeim aðferðum,
sem lýst var hjer í blaðinu fyrir
nokkru, þar sem afurðirnar full
nýtast og engin úrgangsefni
koma frá verksmiðjunni sem
valda óþægindum í umhverfinu,
eins og þeim, sem mönnum eru
kunnug frá nábýli við núverandi
síldarverksmiðjur.
. Eftir því sem jeg hefi frjett
frá stjórn hins nýja hlutafje-
lags, verður lögð áhersla á að
koma hjer sem fyrst upp síld-
arverksmiðju með hinum nýja
og fullkomnara hætti, sem þá
yrði framtíðarlausn málsins. En
með 25 miljóna flutningskostn-
að þessarar síldarvertíðar fyrir
augura, þá gefur að skilja, að
einskis má láta ófreistað, tíl
þess að stórfeld síldarvinnsla
geti komipt á fót hjer á næstu
vertíð.
Bjartsýnir menn telja að
ekki sje það útliokað, að hægt
verði að koma hjer upp hinni
svonefndu þursíldarvinnslu á
næsta vetri, en það er fyrsta
stigiö við hina fuilkomnari
vinnsluaðíerð. Með því að hálf-
vinna síldina þannig, er mikið
ódýrara a.ð flytja hana langan
veg.
Stjórn hins nýstofnaða f jelags
mun vinna að stofnun tveggja
verksmiðjanna samtímis. Er
með því best sjeð fyrir þessum
málum.
Vilhjálmur Finsen
FYRIR nokkru tilkynti utanrík-
isráðuneytið, að Helgi Briem
yrði skipaður sendifulltrúi ís-
lands í Stokkhólmi, vegna þess
að Vilhjálmur Finsén sendiherra
hefur óskað eftir að fá frí frá
störfum um 6 mánaða skeið.
Vilhjálmur Finsen hefur ver-
ið í þjónustu íslenska utanríkis-
ráðuneytisins í 14 ár, fyrst í
Oslo, en flutti til Stokkhólms
í byrjun síðustu styrjaldar. —
Meðan á styrjöldinni stóð, ann-
aðist hann flest þau erindi og
fyrirgreiðslur fyrir íslensku rík-
isstjórnina, sem hægt var að
koma við, til þjóðanna á megin-
landinu. Átti hann þá oft við
erfiðleika að etja, sem þeim ein-
um var fært að leysa, er bæði
hafði tíugnað, áhuga og útsjón,
til að koma málum fram.
Þegar tekin voru upp viðskifti
við Svía um bátasmíðar og ann-
að hafði Vilhjálmur Finsen þar
mesta milligöngu, þó hann nyti
þar ágætrar aðstoðar sjerfræð-
inga í því, er að eftirliti Iaut.
En áhugi og dugnaður hans, var
rómaður af öllum er til þektu
og þurfti á einhvern hátt á að-
stoð hans að halda.
Fyrir íslendinga sem á styrj-
aldarárunum voru teptir á Norð
urlöndum, var hann hin mesta
hjálparhelta, og annaðist frjetta
flutning frá þeím til skyldmenn
anna hjer heima ,eftif því serrt
frekast varð við komið. Öll þessi
störf vann hánn jneð þéim á-
huga, og alúð, sefn honum er
lág’in. Því hann vill jgfnan hvers-
manns vandræði leysa, eftir. því
sem hann framast getur.
Éftir margra ára annríki hans-
og áhyggjur í sámbandi við
embætti hans, mun hann hugsa
sjer að fara í langferð til fjar-
lægra landa, og kanna ékunn-
uga stigu. En lengi hefur það
vakað fyrir honum, að taka sjer
slíka ferð á hencjur. Hefur hann
dregist á það við Morgunblaðið
að láta það njóta goðs af þessari
ferð hans, með því að senda því
ferðapistla.
K U R B
A3 eyða og afla
HERMANN Jónasson ljet þess
getið í Tímanum fyrir nokkrum
dögum, að nú kæmi ekki til
mála að eyða meiru en aflað
væri. Eyðsla umíram öflun
heyrði fortíðinni til. Þetta var
um sama leyti sem Fjárhagsráð
hafði lokið við innflutningsáætl
un sína, og kvaðst geta gert sjer
vonir um, að útflutningurinn
leyfði alt að 400 miljóna gjald-
eyriseyðslu í ár.
Jeg geri ráö fyrir, að velflest-
ir landsmenn sjeu sömu skoðun-
ar og þessi Fjárhagsráðsmaður
um það að sníða beri eyðsluna
eftir því sem þjóðin aflar. Enda
er sú kenning á engan hátt frum
leg. Við íslendingar höfum jafn-
an þurft að hlíta þessari reglu.
Aftur á móti munu það vera
tiltölulega fáir sem eru þeirrar
skoðilnai, að Fjárhagsráð
myndi hafa getað íært nokkrar
líkur fyrir því, að útflutnings-
vörur landsmar.na myndu gefa
um 400 miljónir í aðra hönd, ef
þjóðin hefði valið þá leið til
sjálfsbjargar, sem Hermann
Jónasson og flokksmenn hans
predikuðu með mestu offorsi
haustið 1944. En þeir litu svo á,
og voru ekki smeykir við, að
halda þeim boðskap að þjóð-
inni, að háskasamlegt væri, að
gera nokkrar~ ráðstafanir til
kaupa á framleiðslutækjum,
fyrri en búið væri að lækka
framleiðslukostnaðinn, kaup og
annað, að miklum mun.
Eí boðskap þessara „búmanna“
hefði verið hlýtt, þá hefði næsta
sporið verið að stöðva sjósókn-
ina á hinum gömlu skipum og
fleytum, sem þá voru til. Og
nota inneignirnar sem þjóðin
átti, í daglegt viðurværi lands-
manna.
En þessi leið var ekki farin,
heldur gerðar ráðstafanir til að
kaupa skip og báta og önnur
framleiðslutæki á meðan hægt
var að komast að slíkum kaup-
um. Nú er ekki hægt að gera
samskonar kaup við hina er-
lendu smíðastöðvar nema að beð
ið sje eftir afgreiðslu langa
tíma, en verðið auk þess mun
Itærra nú en það var þá.
Það myndi vera fróðlegt fyr-
ir Fjárhagsráðmanninn, Her-
mann Jó.nasson og aðra, að gera
áætlun um það, hve mikill út-
flutningur landsmanna gæti
orðið mestur í ár, ef farið hefði
verið eftir ráður Framsóknar-
flokksins haustið 1944.
Utflutningsverðmæti íslend-
inga náði ekki líkt því hundrað
miljónum á ári fyrir styrjöld-
ina eins og allir vita. Hvaða
menn í landinu skyldu treysta
sjer til þess að halda því fram,
að það sje kyrrstöðumönnunum
í Framsóknarflokknum að
þakka og þá fyrst og fremst
Hermanni Jónassyni, að nú er
hægt að gera sjer vonir um, að
hægt verði að hafa um 400 milj.
króna handb’áferar á ári, til þess
áð borga fvrir þárfir þjóðarinn-
ar sem. hún þarf frá útlönd-
um? ....
Kinn mlkli eljunnar
þrótíur
ÞAÐ MEGA þeir eiga sem í
Tímann skrifa, að þá brestur
seint eljunnar þrótt tii þess að
halda fram röngum rnálstað.
sem þeir einu sinni hafa tekið
áátfóstii við. Nú £Íðustú'‘dagá
getur að iíta í_ TímanUm1 Sörriu
staðhæfingar eíns og þar voru
naustið l944 og þar hafa verið
alla stund síðan. Að nýsköpun
atvinnuveganna, ráðstafaniré-
R JEF
ar, sem gerðar voru, til þess
að hægt yrði að margfalaa af-
köst og útflutning þjóðarinnar,
hafi orðið til hinst ófarnaðar.
Ekki er hægt að gera svo
lítið úr blaðalesendum landsins
að ætla beim að hinn síendur-
tekna öfugmælatugga Tímans
geti haft nokkur áhrif á skoð-
anir þeirra. Allra síst. þegar
reynslan, sem menn hafa fyrir
augum talar svo skýru máli
gegn upp á finningum Tíma-
gegn uppáfinningum Tíma-
mannanna kann að vera til fró-
unar fyrir hinar sauðtryggustu
Framsóknarsálir, sem fengar
eru til að endurtaka munnlega
í sífellu fjandskapinn við fram-
farirnar í landir.u og endur-
bætta framleiðsluháttu.
Eyðslan
í ORÐI kveðnu þykjast Fram
sóknarmenn vera mótfallnir
miklum útgjöldum á Fjárlög-
um. Því sú sóun brjóti í bág
við hyggindi þeirra. En sparn-
aðarandinn er vanur að sökkva
í gleymskunnar djúp í sálum
Framsóknarþingmanna, þegar
að því kemur, að ganga frá
fjárlögum þjóðarinnar. Þá ber
altaf rnest á kröium og yfir-
boðum frá þeirra hendi.
Sjerrjettindin
í BARÁTTU Framsóknar-
flokksins fyrir sjerrjettindum
kaupfjelaga í verslunarmálum,
hafa Tímamenn tekið upp þann
hátt, að þykjast ekki skilja ein-
földustu hluti. Hefur einna
mest borið á þessu fyrirbrigði,
síðan þeir fundu upp þá firru,
að þá sje neytendum best trygð
hagkvæm viðskifti, þegar þeir
seldu einhverri verslun mögu-
leika sína til viðskiftanna áður
en sýnt er, hvaða vörur við-
komandi verslun kann að hafa
á boðstólum.
Meðan einokun Dana var í
algleymingi hjer á landi og hag-
ur þjóðarinnar eftir því, var
fyrirkomulagið dálítið öðru
vísi. Þá var landinu, sem kunn-
ugt er, skift í verslunarhjeruð,
og mátti enginn viðskiftamaður
versla nema við þá verslun, er
átti viðskiftin í því hjeraði. Þá
voru landsmenn „seldir á leigu“
og allur ágóðinn af þeim skyldi
renna í vosa ákveðinna manna
eða fjelaga.
Framsóknarmenn, sem berj-
ast fyrir því, að neytendur af-
hendi skömtunarseðla sína á-
kveðnum verslunum fara eins
nærri hinu forna fyrirkomulagi
með verslunarhjeruðin og ein-
okun á mönnum, eins og frek-
ast er unnt, nú á timum. Niður-
deíling viðskiftamannanna fer
ekki eftir landfræðilegum
rnarkalínum eins og í gamla
daga. Heldur er ætlast til, að
hægt verði að fá einstaklingana
hvern fyrir sig að selja sig á
leigu. þartnig að menn láti af
hendi rjett sinn til viðskifta —-•
rjettihn til að velja og hafna
og verði -að sætta sig við þær
■vörur, éða bað verð, sem þeim
ér boðið, þegar þeir afhenda
verslununum skömtunarmiðana
áCur en sjeð er hvaða vörur við
komandi Verslun hefur og
h\-aða kjör hún kann að bjóða.
Þetta kalla Tímamenn að
nPra v^rslunina sem allra frjáls
'asta. En ,,frelsið“, sem þannig
■'Vtipast, or v'issulega ekki í
höndum neytendanna- Heldur
eru það vérslanir-nar sem fá
eignarhald á viðskiftunum við
einstáklingana óg ,,frelsi“ til að
fara með þá eins og þeim sýnist.
[ditgardagur |
14, feferúar
Til þess að geta haldið áfram
að heimta skömtunarseðlana af
neytendunum, til að nota þá
sem innflutningsleyfi, þykjast
Tímamenn ekki skilja svona
einfalda hluti. Af reynslunni
má fullyrða að þeir halda
þetta bindindi gagnvart heil-
brigðri skynsemi alveg út 5 æs-
ar.
NauSsvnleír sátereining
FYRIK vísindamann, sem
kunnugur er afkimum sálar-
Hfsins og krókavegum hugar-'
fars þeirra manna, sem ríkar
hafa hneigðir til að pota sjer
áfram á annara kostnað, væri
sálgreining á Framóknarflokkn
um merkilegt verkefni.
• Margir Framsóknarmenn eru
allra viðkunnanlegustu menn,
og meira m það, ef þeir eru út
af fyrir sig. En þegar þeir koma
í flokk saman, þá er eins og
þeir geti allir úthverfst, og orð-
ið geróiíkir sjálfum sjer. Þetta
er arfur frá fyrri árum flokks-
ýns. Að líkindum stafar þetta af
því, hvernig flokkurinn er til
kominn og samsettur. Flokkur,
sem í eðli sínu er fyrst og
íremst afturhaldsflokkur, en
þykist vera framfaraflokk-
ur um ieið, verður að hálfgerð-
um óskapnaði.
Áíög
Engu er líkara en ýmiskonar
álög sjeu á Framsóknarflokkn-
um. Hánn hefir löngum lág*
megináherslu á að afla sjer
fylgis, með því að skamma og
svivirða einstaka menn, fjelög
og bygðalög. En gert minna að
því, að vekja á sjer traust, með
því að vinna að miklum og aug
Ijósum umbótum. Þetta öfug-
streymi í flokknum hefir jafn-
vel farið í vöxt með árunum.
En mannskemdafýsnin, sem
alltaf hefir verið mjög áber-
andi í starfi flokksins, mun eiga
ríkastan þátt í óförum hans fyr
og síðar og því ömurlega hlut-
skifti. að tilraunir Framsóknar
til niðurrifs á mannorði, hefir
orðið hverjum manni til gagns
og frama, sem fvrir óvild hans
hefir orðið, níði hans og
skömmum.
F ár
í 30 ár hefur Framsóknar-
flokkurinn úthúðað Reykjavík
og haldið fram eða ætlað sjer
að halda íram málstað sveit-
anna. Árangurinn hefur orðið
sá, að lantísfólkið hefur þyrpst
til Reykjavíkur, svo fólksfjöld-
inn hefur hjer þrefaldast á ævi
Framsóknarflokksins. En sveit-
irnar tæmast.
ITolIri samvinnuhreyfingu hef
ur Framsóknarflokkurinn stór-
spilt, með því að taka ílokkslegu
ástfóstri við hana, og gera hana
að skrípamynd, hjá því sem sam
vinnuhreyfingin er, þar sem
henr.i er stjórnað af forsjálum
og samvi&kusömúm mönnum. —
En þar er það eitt af fyrstu
boðorðum samvinnumanna að
halda þeirri fjelagshreyfingu ut
an við hina pólitísku ílokka. —
Þessa alþjóðlegu reglu braut
Framsókr.arílokkurinn um leið
og hann skreið úr eggi.
En sveitunum blæðir út. Al-
drei örar en hin síðustu ár. Eftir
þrjátíu ára stríð Framsóknar-
flokksins eru sumar þeirra einna
verst settar, sem veitt hafa
Framsóknarflokknum eindfégið
þrautargengi öll þessi ár,
Þannig hefur vinátta Frgm*
sóknarflokksins orðið jáfnt
Framh. á bis.:(8