Morgunblaðið - 18.02.1948, Page 2

Morgunblaðið - 18.02.1948, Page 2
3 MORGUPiBLA ÐIÐ Miðvikudagur 18. febrúar 1948 Hallgrímur Benediktsson: Vinnumiðlunarskrifstofan Hverfir hafa forrjettindin? rjeði rúml. 4000 manns TJNDANFARNA mánuði hefur verið haldið uppi látlausum áróðri gegn innflytjendum í blöð- um Framsóknarflokksins „Degi“ ■og „Tímanum” og þó einkum því eíðarnefnda. Hefur þar fallið margt misjafnt orð, en -í stuttu máli má segja að innihald þessa taumlausa áróðurs hafi verið, að þau yfirvöld, sem ráða innflutn- dngsmálunum, afskipti SÍS og kaupfjelögin, en ívilni öðrum inn flytjendum almenningi til ó- heilla. Þessi blöð eru ekki myrk í máli um að öll heildverslun önnur en sú, sem SIS fer með, eje óþörf og til þess eins fallin að halda uppi verðlagi í landinu. Vitaskuld hafa þessi blöð ekki fundið orðum sínum stað á nokk urn hátt, en því miður vill oft fara svo, að sjeu ósannindin end- urtekin na.'gilega oft, þá fara ýmsir að trúa og einkum þeir, eem ekki haf« nokkrar aðstæður til að vita hið sanna og skilja Jivernig í málunum liggur. Þann 11. þ. m. minnist „Tím- inn“ á mlg ásamt tveim öðrum nafngreindum mönnum, sem það í þann svipinn telur sjerstak- lega ástæðu til að ausa auri. Blaðið segir um okkur þrjá: „Þessir menn hafa náð stórum hluta af innflutningi ýmsra vöru- tegunda og haldið honum í skjóli innflutningshaftanna. Þessum tiLuta innflutningsins vilja þeir tialda, ekki aðeins fyrir sam- vinnufjelögunum, heldur og öðr- tim kaupmönnum, sem kyiinu að •geta boðið betri kjör“. Hjer er „Tíminn" svo tvöfald- ■ur í roðinu, að hann þykist ekki ■einvörðungu bera hagsmuni sam- vinnufjelaganna fyrir brjósti, heldur annara kaupmanna líka. Það trúa því víst fæstir, að „Tím- tnn“ hafi áhuga fyrir hag kaup- manna, og læt jeg þessvegna annað eins og slíkt sem vind um eyrun þjóta. En hinu vildi jeg «kki láta ósvarað, að jeg hafi í ■«kjóli hafta rekið Verslun, sem eje viðskiftavinum mínum í ó- tiag- eða haldið innflutningi fyr- tr kaupfjelögunum, sem gætu boðið betra verð. Það er mikið ritað um það í T'ímanum, að alt verðlag yrði tniklu lægra, éf kaupfjelögin fengju að sitja sem mest ein um hituna. Mjer dettur ekki í hug að stæla við Tímann um þetta atriði. Mjer virðist rjettara að taká skýrt dæmi og láta tölur tala. Tíminn getur haldið sinni aðferð að vega aftan að, jeg kýs heldur hitt. að segja á hreinan og beinan hátt það, sem jeg ætla ,að bera fram, úr því að jeg á annað borð tel rjett að virða blaðið svars. II. Þegar jeg hóf verslun, seint á árinu 1911, var það cement og eteypustyrktarjárn, sem jeg m. a. lagði sjerstaka áherslu á að flytja inn. Oll árin síðan hafa þessar tvær vörutegundir verið meðal þeirra vaTa, sem verslun- in hefur flutt mest af til lands- ins. Þegar Tíminn talar um, að jég hafi aflað mjer mikils inn- flutnings, má ætla, að blað.ið eigi ekki síst við þessar vörur, eb á það skal því blaði bent, •að eins og áður er sagt, var inn- flutningsstarfsemi okkar í sam- bándi við járn og cement hafin þó nokkru áður en SÍS varð til, hVað þá heldur meira,. og því ekal bætt við, að um langt ára- bil hefur þess alls ekki gætt, að SíS legði nokkra áherslu á að ffytja cement hingað til Reykja- víkur, og ekki er vitað, að SÍS bæðist leyfis til slíks innflutnings í.mörg ár og einmitt ekki þau és í styrjöldinni, þegar innflutm- ijigurinn var sem mestur og öll- Úfn opinn. Verslun okkar hcfur fyrir löngu reist hús til geymslu á ce- menti íil þess að þeir, sem byggja ^eti' alt árið um kring gengið að Vopn Timamanna snúasf gegn þeim sfálfum óskemdu cementi Cement erwfekk tvo farma af cementi til vandgeymd vara, ef það á að liggja lengi. Það hefur viljað svo heppilega til, að verslun okkar hefur haít i þjónustu sinni sömu mennina i langan tíma, suma jafnvel tvo til þrjá áratugi. — Þessir menn vita til fulls hver handtök þarf til varðveislu á ce- mefitifiu, og frá afgreiðslu okkar er lögð áhersla á, að láta ekki nokkurn poka af cementi nema ógallaður sje. Viðleitni okkar hef ur beinst í þá átt. að skapa þá sjerverslun með cement og járn, sem gegni því hlutverki sem best að bjóða góðar vörur. Verslun okkar hefur ekki öðlast það traust, sem hún góðu heilli hef- ur notið, vegna þess, að hún hafi starfað „í skjóli hafta“, eins og Tíminn orðar það, heldur þvert á móti. Höft og hömlur, eins og þeim hefur verið beitt hjer á landi, hafa einmitt oftsinnis kom- ið mjög ílla við sjerverslanirnar, því yfirvöldin hafa á liðnum haftatímum iðulcga ekki gætt þeirrar skyldu sinnar nógu ræki- lega að hlynna að því, sem heil brigt var, en hafa oft vanmetið það, sem bygt var með miklu erfiði og jafnvel lagt það í rúst- ir af pólitískri öfund eða mis- skilningi effa hvorttveggja. Jeg tók það fram áður, að versl un okkar hefði stundað allmikil viðskifti með cement og járn, og skal það þegar tekið fram, að mjög verulegur hluti af þessum vörum hefur verið afgreiddur beint til fjölda margra hafna um- hverfis landið, auk þess sem mik ið hefur vérið selt utan Reykja- víkur, til sveita sunnan lands og vestan og hafa þeir kaupendur, sem hjer eru næst, tekið cement og járn úr geymsluhúsi okkar í Reykjavík. Slíkt var til mikilla þæginda fyrir þá, sem ekki höfðu geymslur og notfærðu kaupfjelög sjer það hagræði ekki síður en aðrir. Kaupfjelögin og kaupsýslu menn austanfjalls töldu sjer, til dæmis, mikil þægindi að geta tekið cementið jafnóðum, þar eð bifreiðar þeirra yoru í stöðugum flutningum til bæjarins og kom sjer þá vel að geta tekið. flutning austur, eftir því, sem þörf gerðist og ástæður voru til. . Svo vikið sje aftur að cements- innflutningi SÍS hingað til Suð- urlandsins, skal þess getið, að fyrsti cementsfarmur þess, sem jeg veit um s.l. 5 ár, kom hingað 29. ágúst .1947, og því ekki fyrr en byrjað var aftur að takmarka innflutning á cementi. Þessi farm ur var rússneskt cement flutt frá Stettin í Þýskalandi og var 2240 srrtálestir. Þetta cement var lagt á land í Reykjavík og var selt hærra verði en samskonar cement frá okkur. Brátt kom í ljós, að þörf SÍS íyrir allt þetta cement handa sjer og sínum viðskifta- mönnum var alls ekki fyrir hendi, en þá voru menn neyddir til að kaupa cement þar, þótt betri kjör byffust annars staðar. Fjárhagsráð skamtar alt cement eins og kunnugt er, og gaf Fjár- hagsráð út innkaupsleyfi fyrir cementi til einstakra aðila hjer í bænum og nágrenni og voru leyfin stíluð þannig, að viðkom- andi leyfishafa bar skylda til að kaupa cementið hjá SÍS. Ekki mun jeg að sinni rekja þessa sögu um hið þýsk-rúss- neska cement SIS frekar, en ef kringumstæðurnar krefjast þess síffar, að sú saga sje öll sögð, skal það gert. Það hefði þótt trúlegt, að ekki yrði SÍS veitt loyfi til að flytjá cement til Reykjavíkur fljótlega aftur, en það fór á aðra leið. SÍS Reykjavíkur, annan með m.s. „Hvassafeil“ þ. 10. okt. s.l. og hinn með e.s. , Se]foss“ 18. nóv. s.l. og voru þessir farmar alls 1581 smálestir. Cementið úr „Hvassa- felli“ var flutt hihgað frá Ála- borg, en úr „Selfossi“ frá Lon- don. Verslun okkar hefur einn- ig haft samskonar cement á boð- stólum, og mætti ætla, að ekki væru önnur eða verri kjör boðin af SlS en okkur. En reyndin varð sú, að verffið á því cementi, sem SÍS flutti frá Danmörku og Eng- landi varð kr. 316.96 hver smá- lest, en við seljum samskonar ce- ment á kr. 271.10 smálestina, eða kr. 45.86 ódýrar hver smálest, og þó er hjer um að ræða sömu vöru, keypta hjá sama aðila og á sama tími. Menn munu spyrja: Hvernig má þetta ske? Er ekki sífelt talað um, að sá eigi að flytja inn vöru, sem ó- dýrast selji í landinu? Hvaða ástæður geta því legið til grund- vallar, að þrátt fyrir reynsluna af þýsk-rússneska cementinu og þrátt fyrir það, þótt SÍS takist ekki betur en sVo um flutning cementsins frá Danmörku og Eng landi en það, að það selur sína vöru um 45 krónum dýrari smá- lestina en annar verslunaraðili, að þá skuli SlS eiga auðveldar en aðrir með að fá frekari leyfi til cementskaupa. Og slíkt skeð- ur á sama tíma, sem verslun okk- ar hefur verið að berjast fyrir að fá leyfi til að flytja 1000 smá- lestir af cementi til Reykjavíkur frá Englandi, en hafði í lengri tíma fengið neitun og því borið við, að Viðskiftanefndin hefði enga heimild til að veita innflutn ingsleyfi fyrir cementi. III. Það sem hjer er drégið fram, er ekki ritað í því skyni, að stofna til úlfúðar við Samband íslenskra samvinnufjelaga, eða hnekkja tilkalli þess til innflutn- jngs, þar sem það er eðlilegt og sjálfsagt. Ef SlS finst miður, þá hefur það við Tímann að sakast, því það má vera forráðamönnum SlS ljóst, að ekki er í það óend- anlega unt að þegja við þrálátum árásum og persónulegum dylgj- um frá blaði, sem vitað er, að gefið er út með tilstyrk SÍS og kaupf j elaganna. Meðal verslunarstjettarinnar er síður en svo nokkur tilhneig- ing til að troða illsakir við SÍS. Það er ekki annað sjáanlegt, en að SlS og aðrir innflytjendur gætu haft eðlilega og heilbrigða samvinnu um að leysa friðsam- lega þau vandamál í viðskiftum, sem þessir tveir aðilar gætu leyst á hverjum tíma, en þau vanda- mál éru mörg. Reynslan hefur einnig oft og einatt sýnt þetta, en út í það verður ekki farið nánar að sinni. En það verða forráðamenn SÍS að hafá í huga, að verslunarmönnum er tæplega ætlandi að taka hvers kyns ó- hróðri úr dálkum Tímans, án allra athugasemda. Einnig verður að taka það Skýrt fram, að verslunarmenn munu ekki gera samkomulag um effa sætta sig við þá skipan inn- flutningsmálanna, að hagur neyt- enda sje fyrir borð borinn og nokkrum einum aðila veitt for- rjettindi. Sex falla í Columbia BOGOTA: — Nýlega fjéllu sex menn og margir særðust þegar óeirðir brutust út á landamærum Columbiu og Venezuela. Ekki er vitað um orsök óeirðanna. til vinnu á árinu 1947 Fiestir menn voru í vinnu hjá Reykjavíkurbæ 1 SKÝRSLU Vinnumiðlunarskrifstofunnar, fyrir árið 1947, segifl írá því, að á árinu hafi enginn verið skráður atvinnulaus, þar eð skrifstofunni tókst að útvega öllum þeim atvinnu, er til hennaí leituðu. Alls voru skráningarnar á árinu 4271. Um mikla atvinnU var að ræða hjer í bænum, bæði í landi og í sambandi við útgerð* ina. i Mikil eftirspurn var um menn® " 1 til sjósóknar og rjeði skrifstofan hátt á fjórða hundrað mánna. Er leið fram á árið snerust ráðn ingar hennar mest megnis um síldveiðarnar og varð eftirspurn in svo mikil að oft á tíðum tókst ekki að fullnægja eftirspurn- inni. Flugvellirnir og landbúnaffurinn Á árinu voru allmargir menn ráðnir til A. O. A.-flugfjelags- ins til starfa á Keflavíkurflug- velli og unnu þar að ýmsum störfum 100 menn. Á Reykja- víkurflugvelli unnu um 70 menn. í byrjun maímánaðar hóf Ráðningaskrifstofa landbúnað- arins starfsemi sína í sambandi við Vinnumiðlunarskrifstofuna. Eftirspurn var mikil eftir fólki til sveitavinnu, bæði framan af sumri og eins um heyskapar- tímann. Ráðningar voru alls 250. Byggingarvinna Byggingarvinna fór minkandi upp úr áramótum og bar þar aðallega tvent til, óhagstætt veð ur og efnisskortur. Þessi vinna fór þó vaxandi er leið á árið. Fór svo að meginhluti þeirra verkamanna er skrifstofan rjeði frá vorbyrjun til veturnótta, hvarf að byggingarvinnu, enda voru miklar byggingarfram- kvæmdir hjer í bænum, bæði á vegum hins opinbera og einstak- linga. Þessi vínna fór þó minkandi er kom fram á haustið. Stærsti atvinnuveitandinn Hjá Reykjavíkurbæ og fyrir- tækjum hans var mikil vinna og er hann samkvæmt skýrslunni stærsti atvinnuveitandinn. Unn- ið var m. a. við lagningu hinn- ar nýju vatnsæðar frá Gvendar- brunnum. Segir skrifstofan að Reykjavíkurbær hafi á árinu veitt að öllu jöfnu 900 til 1000 manns atvinnu. Hjá hinum ýmsu skipaaf- greiðslum, Eimskipafjelagsins, Skipaútgerðarinnar og hjá Sam- einaða unnu að meðaltali 400 manns, alt árið. Einnig var mik- il vinna við togaraflotann. Ríkið Hjá Landssíma og bæjar- unnu um 100 menn alt árið, m. a. við að grafa fyrir jarðstrengj um við Gufunesstöðina og víðar. •— Hjá vegamálaskrifstofunni unnu um 20 manns að viðgerð og viðhaldi á vegum o. fl. Iðnaðurinn Um mikla vinnu var að ræða á árinu hjá hinum ýmus vjel- smiðjum, bílaverkstæðum, skipa smíðastöðvum og blikksmiðjum. Á þessum stöðum hafa unnið svo hundruðum skiftir ófag lærðra verkamanna. Mun látai nærri sanni, að við þessar iðn- aðarstöðvar hafi unnið 1200 verkamenn og iðnaðarmenn. Allmargir menn hafa skapað sjer fasta vinnu við hreingern* ingar og gluggaþvott. Ráðning* ar skrifstofunnar í þessa vinnu nema á annað þúsund. — Tií þvotta og ræstingu voru 300 ráðningar á árinu. f i I Síldveiðarnar 1 í þessari skýrslu Vinnumiðl* unarskrifstofunnar segir m. a, um síldveiðarnar að um mánaðá mót nóv. og des. hafi síldveiðl verið stunduð af 27 skipum hjeí úr bænum með 450 mönnum og af 213 mönnum sem voru á ut* anbæjarskipum. Hafa því 660 menn stundað síldveiðar urc( þetta leyti. Mikil vinna var fyr* ir verkamenn í sambandi vi9 fermingu síldarflutningaskip* anna. Einnig hafi mesti fjöldl vörubílstjóra vinnu við síldiná og auk þess trjesmiðir við inn* rjettingu í lestum síldarflutn- ingaskipanna. Þá segir að Iokum í skýrsl* unni, að allmargt fólk hjeðad úr bænum hafi leitað atvinnu út úr bænum, einkanlega til síldar- verksmiðjanna, og orkuveranna, „Kölltirinn sleginn 1 úrlunnunni"áAkur* eyri 1 Akureyri, mánudag. 1 GÆRDAG gekkst Hestamanná fjelagið „Ljettir“ á Akureyri, fyrir því, að „kötturinn vær| sleginn úr tunnunni“, af mönn* um á hestbaki. Kl. 1. e. h. safnaðist hópur* inn saman í innbænum, 27 pilt- ar og tvær stúlkur ,allt í lit- klæðum Þá var lagt af stað ríffi andi úr bænum og út á Þórs- völlinn. Var þar tunna hang- andi í gálga, fagurlega skreytt með kvæsandi kattamyndum, Var riðið í stóran hring um- hverfis tunnuna og greiddá kapparnir henni þung og stón högg með kylfum. Brotnaði húu brátt og hjekk þá þar nakinrt hrafn eftit Var þá tekið til sverðanna og ráðist að hrafnin- um, sem svo fjell til jarðar. „Tunnukóngur" varð Halldói; Bárðarson, járnsmiður, ea „Kattarkóngur“ Magnús Jón- asson, lögregluþjónn. Veður var hið besta, og hafðj safnast að vellinum mikiljí fjöldi fólks. Um kvöldið gekkst Hesta- mannafjelagið fyrir dansleik a3 Hótel KEA til ágóða fyrir hið! nýja sjúkrahús, sern er í smíð- um. Var þar margt manna. ! —H. Vald. ]

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.