Morgunblaðið - 18.02.1948, Blaðsíða 7
/
VEiðvikudagur 18. febrúar 19-18
MORGVNBLAÐIB
¥indttusáttmáli
ssa o
ÞYSKU herirnir sóttu hratt fram
í Póllandi. Miklu hraðar, en Þjóð
verjar sjálíir höfðu gert sjer von-
ir um. Heimurinn stóð í fyrsta
sinn augliti til auglitis við
„blitzkrieg“. 3. september sendi
Ribbentrop eftirfarandi skeyti til
Schulenburg: „Við búumst fast-
lega við að hafa sigrað Pólland
innan fárra vikna. — Gjörið svo
vel að ræða þetta þegar í stað
við Molotov og athugið hvort
Rússar muni ekki telja það á-
kjósanlegt að senda heri sína inn
í Pólland, þegar hin rjetta stund
rennur upp“.
Viku seinna komu fyrstu her-
sveitir Þjóðverja til Varsjá. Rúss
ar, sem fram til þessa höfðu ver-
íð vantrúaðir, urðu nú í senn
óttaslegnir og trúaðir á mátt Þjóð
verja. 10. sept. hittust þeir aftur,
Molotov og Schulenburg, og þýski
sendiherrann símaði heim eftir-
farandi skilaboð: „Molotov sagði
að hin hraða sókn þýsku her-
sveitanna hefði komið rússnesku
stjórninni alveg á óvart“.
Svo sneri Molotov sjer að
stjórnmálalegri hlið yfirvofandi
sóknar Russa inn í Pólland. Hann
sagði Schulenburg, að Sovjetsam
bandið yrði að hafa einhverja
afsökun“ sem rjettlætti afskipti
Rússa í augum múgsins og kæmi
um leið í veg fyrir, að litið yrði
á Rússa sem árásarþjóð“. Schulen
burg skýrði og frá því, að Molq-
tov hefði sagt „að rússneska
stjórnin ætlaði að lýsa því yfir,
að Pólland væri í þann veginn
að liðast í sundur, og þess vegna
hefði verið nauðsynlegt fyrir
Rússa að koma Ukraníubúunum
og Hvítrússunum til hjálpar, þar
eð þeim væri „ógnað“ af Þýska-
landi“.
Skjöl þýska utanríkisráðuneytisins
sanna íeynimakk Hitlers og Stalins
Síðari grein
. p'
Rauði herinn.
Nú var þess skamt að bíða, að
tímabært væri fyrir Rússa að
láta til skarar skríða. Klukkan
2 aðfaranótt 17. sept. kallaði
Stalin Schulenburg á sinn fund
í Kremlin og tjáði honum „að
rauði herinn myndi fara yfir
landamæri Póllands kl. 6 næsta
morgun“. Rússar tóku á sitt vald
eystri helming Póllands.
Þeim virtist míkið í mun að
leysa pólska vandamálið eins
fljótt og unnt væri. 27. sept. kom
Ribbentroo til Moskvu. Þeirri ráð
stefnu lauk að morgni þess 29.
sept.
Svo virtist, sem Rússar hefðu
orðið best úti í þeim samningum.
Leynisamningarnir, sem gerðir
voru 23. agúst komu til fram-
kvæmda, með undantelcningum
þeim, sem gerðar voru í hinu
nýja „leymskjali frá 28. sept.“.
Samkvæmt því, fengu Rússar
yfirráð yfir Lithuaniu, sem Þjóð-
verjar höfðu áður ráðið yfir, og
sem skaöabætur fyrir það voru
gerðar nokkrar breytingar á
þýsk-rússnesku landamærunum í
Póllandi, Þjóðverjum í vil.
Ennfremur gáíu Rússar út
formlega yfirlýsingu, þar sem
þeir veittu Þýskalandi siðferði-
legan stuðning í „friðarsókn“
þeirra. I yfirlýsingunni sagði, að
,,ef svo færi, að stríðið hjeldi á-
fram, þá myndu stjórnir beggja
landanna bera saman ráð sín í
nauðsynlegum aðgerðum".
Ribbentrop var ekki allskostar
ánægður með samningana, þegar
hann hjelt aftur til Berlínar. En
vonin um að „friðarsóknin“
myndi bera góðan árangur, þar
sem nú heíði verið gefið í skym
að Rússar og Þjóðverjar myndu
gera með sjer bandalag, dró úr
þeirri óánægju. Það myndi næg-
ur tími til þess síðar, að skiíta
sjer af Rússlandi.
Viðræðurnar í Moskva höfðu
borið góðan árangur fyrir Rússa.
Þeir höfðu bætt þúsundum fer-
niílna við landsvæði sín. Þeir
höfðu nú frjálsar Iiendur í Eystra
saltslöndúnuhi. enda notfSehðu
þeir; sj er. það von bráðan. tíeir
höfðu hreppt aftúr megnið af.
þeim póisku, lapcýsvssðum. sein
þeir mjsstu , í tjeiiK3-,tyr.iöJdri,ani,
fyrri.íOgiloks,•■fif. Þýskaland rjeð-
STALIN: Verið þið ekkert að opna þenna böggu!. Þetta eru ekki
annað en nokkru kunningjabrjef frá mjer til hans Hitlers sáluga
vinar míns (Morgenbladet).
ist á þá, hbíðu þeir betri aðstæð-
ur til varnr.r cn áður.
I Vináttan kólnar.
| Pyrsta þætti þýsk-rússnesku
j samvinnunnar var lokið. Þegar
I annar þátturinn hófst gætti tor-
tryggni á báða boga. Þýskaland
hjelt uppteknum hætti og reyndi
að fá Vestui’veldín til uppgjaf-
ar, með því að beita sleitulausum
áróðri. Rússar tóku að grípa til
sinna ráða í Eystrasaltslöndun-
um, og vakti það tortryggni Þjóð
verja.
3. október 1939, þegar Molotov
fitjaði upp á því að ákvæði ,leyni
skjals frá 28. sept“, varðandi
Lithuaniu íæru að koma til xram-
kværnda, símaði Schulenburg til
Berlín: „Mjer finnst uppástunga
í Molotovs fráleit, þar eð litið yrði
á okkur sem ræningja á landsvæð
j um Lithuaniu, en aftur á móti
yrði litið á Rússa sem gefendur“.
' Rússar krofðust landssvæða og
j herstöðva af Finnum. Finnar
j neituðu. 30. nóvember rjeðust
j Rússar inn i Finnland. Þjóðverj-
í ar höfðust ekkert að. 1 Frakk-
j landi og Englandi þóttust sumir
sjá sjer leik á borði — að ef þeir
hjálpuðu Finnum, þá myndi haf-
•in sókn er um síðir myndi bein-
ast gegn Þjóðverjum. — Fje og
sjálfboðaíiðum var safnað. Það
þar rætt um ensk-franskan leið-
! angur, er skyldi hjálpa Finnum.
j Þjóðverjum leist harla vel á
þetta. Allt útlit var fyrir að þetta
myndi lækka rostann í Rússum,
í bili a. m. k.
Herförin íil Finnlands.
Rússum varð lítið ágengt í bar-
dögum við Finna um veturinn.
Tjón þeirra var.mikið. Finnar
urðu fyrir tiltölulega litlu tjóni.
Fregnir bárust um það, að vin-
í.tta Þjóðvefja í garð Rússa Væri
heidur tektp að kólna. Í2. mars
1940 gáfust. Finnái- upp.
9. apríj skýrði Schulcnburg
Molotov frá innrásiiini, sem gera'
áttf, þá 11V{k\ : ínprgppiíxp ý. Noreg
og Danmörku. 1 skýrslu Schul-
enburgs um viðræður þær segir,
að „Moloíov hafi óskað Þýska-
landi algjörs sigurs“.
í lok apríl var hernámi Dan-
merkur og Noregs í raun rjettri
lokið. Hitler var reiðubúinn til
þess að stíga næsta skrefið. 10.
maí heimsótti Schulenburg Molo-
tov enn og skýrði honum þá frá
væntanlegri innrás í Holland og
Belgíu, „sem væri nauðsynleg
vegna yfirvofandi árásar Eng-
lendinga og Frakka á Ruhr
hjeröðin, gegnum Holland og
Belgíu“.
„Blitzkrieg“ nasistanna í vestr-
inu vakti undrun alls heimsins.
Snemma í júní varð hið hetju-
lega undanhald Brdta frá Dun-
kerque. 10. júní fór Italía í stríð-
ið. Roosevelt kallaði það „að reka
rýtinginn i bakið *.
Rússar urðu fvrir aivöru skelfd
ir. Þeir höfðu reiknað með langri
og strangri herferð j vestrinu.
Nú leit út fyrir að Hitler væri í
þann veginn að vinna algjöran
sigur og það gat eins farið svo,
að Rússar yrðu næst fyrir barð-
inu á honum.
14. júní símaði Weizsaevker í
utanríkisráðuneytinu Schulen-
burg í Moskvu eftiríarandi leyni
skilaboð:
„Frá loynilegum heimildum,
sem yður Cr kunnugt um, hcfum
við fengið þær upplýsingar, að
rússneski sendiherrann í Stokk-
hólmi, frú Kollontay, hafi nýlega
tjáð belgiska sendiherranum að
það væri sameiginlegt hagsmuna
mál allra Evrópuþjóðanna að
stemma stigu "yrir heimsyfirráða
stefnu Þjóðverja“.
Allar kröfur uppfylltar.
Meðan á herför Þjóðverja stóð,
höfðu Rússar fengið uppfylltar
hiliar • kröHkrnaf;Kl-'éém ■•géíðhf
höfðu vciiið ' 'i i 'stejáíííiu 'éii ú
ágúst. 1939. Lithuaniaqd^itvika' og
Estoniu voru nú rússriesk lanqs-
svbeðitisam. og. Bessapaþia, sej»L
áður, hafði tilhgyj;t Rýmepjei. .
Sumarið og fyrri hluta hausts
1940 stóð „orustan um Bretland“,
þegar Hitler reyndi_ að buga
Breta með loftárásum. Rússar
Tylgdust með af ákaí'a. Myndi
Hitler reyna að gera innrás í
England? Og ef hann gerði það
ekki, hvert myndi hann þá næst
beina c-yðileggingaröflum orustu
vjelar sínnar? Rússland efldi
iðnað sinn, styrkti rauða herinn
og ákvað að vera við öllu búið.
Um miðjan september 1940 var
ijóst að ioftsóknin á hendur
Bretum hafði mishepnast með
öllu. Hitler beindi athygli sinni
á ný í austrið. 12. nóvember gerð-
ist mikilvægur atburður.
Þann dag áttu Hitier og Molo-
tov með sier örlagaríkan fund í
Berlín. Þjóðverjar höfðu lengi
verið að nuuða á Molotov um að
lcoma í heimsókn. Þeir litu svo á,
að það væri sjálfsögð kurteisi að
tvær heimsóknir Ribbentrops
til Moskvu árið áður væru end-
urgoldnar. Það var í fyrsta sinn,
sem Molotov íór í opinbera heim-
sókn utan Rússlands. Það var í
fyrsta og síðasta sinn, sem fund-
um hans og Hitlers bar saman.
Undirbúningurinn undir viðræð-
ur þeirra hafði augsýnilega verið
Ijelegur. Hitler vildi, að Molotov
undirskrifaði samning hinna
fjögurra velda, Þýsualands, ítalíu
Japans og Rússlands, um að þau
skiftu heiminum á milli sín. Molo
tov neitaði. Hann treysti engri
af þjóðum þessum.
Fundur þessi misheppnaðist
algjörlega. MolotoV og Hitler
samdist ekki, hvortti persónulega
nje stjórnmálalega, Síðar lýsti
von Papen, hinn kæni stjórn-
málamaður, því yfir, að Þýska-
land hefði tapað stríðinu á þess-
um fundi.
Leiðirnar skiljast.
I lok ársins 1940 hafði Hitler
borið sigur úr býtum í vestrinu,
að því undanskildu, að honum
hafði ekki tekist að koma Bret-
um á knje. Hvað myndi ske, ef
Rússar rjeðust á Þjóðverja?' Um-
hugsunin um að þurfa að heyja
stríð á tveimur vígstöðvum ljet
Hitler ekki í friði. Hann hugsaði
málið lengi, og tók síðan ákvörð-
un sína. Hann ætlaði að mola
Rússland meðan hann hafði enn
frjálsar hendur í vestri.
18. desember 1940 gaf hann út
leynitilskipan mikla. I henni felst
ein stórfenglegasta hernaðaráætl
un, sém sagan getur um. Sam-
1 kvæmt henni átti að gjöreyða
I rauða hernum á 2000 milna víg-
! stöðvum og hernema allt Rúss-
I land vestan Volgu, með nokkurri
j hjálp frá Finnum og Rúmenum.
Enn var ckki fastráðið hvenær
ætti að láta til skarar skríða.
Ailt var þetta gert með hinni
ýtrustu leynd. ..Það hefir úrsiita-
þýðingu", sagði i tilskipaninni,
„að væntanlegri árás sje haldið
algjörlega ieyndri“.
Aður en bægt mvndi að hefjast
handa, \'arð Hitler að styðja að-
stoðu sína í Baikanlöndunum.
Rússar urðu sífelit tortryggnari
í garð Þjóðverja.
17. janúar 1941 sendi Schulen-
burg eftirfarandi yfirlýsingu frá
Molotov til Berlin: „Samkvæmt
öllum þcim heimiidum, sem fá-
anlegar eru hjer, er nú mikill
uimull þýskra hérmanna í Rúm-
eníu, sem eru þess albúnir að
fara inn i Búlgaríu, Grikkland
og landssVæðin við Bosporus. Það
er vafamál, að England muni
reyna að spyrna á móti þeim að-
gcrðum. Stjórn Rússlands álítur
þí|5 skylð'u Sina i\& benda á,-að
totlrtpmuni. .Uta svaí.á^ að' atyggi
laþ^sin^ sje,s.tejnt í voð.a efc noþkr
ir iherir raðast inn í Búlgáríú .e?ía
lahd'áSv4iðiH Við',Bosþói,u'&“.
) Ititstíentróp , svaraði: ,sÞað:r'fer
óhagganleg ákvörðun Þýskalands
að ieyfa ekki enskum herjum að-
seíur á grísku landssvæði“.
Atburðarásin í Balkanlöndun-
um -var hröð og áreksturinn
hiaut að vera skammt undan.
Rúmenía, Ungverjaland og Búlg-
aría voru þegar á valdi Þjóð-
verja og stöðugt þrengdist hring-
urinn um Júgcslavíu. 27. mars
ráku Júgóslavar stjórn Páls prins
frá völdum. Þeir voru reiðubún-
ir til þess að berjast fyrir sjálf-
stæði sínu.
íiitier og alheimurinn.
Hitler hafði gert áætlanir um
að gjörsigra Rússland og ná
heimsyfirráðum og nú tók hann .
að semja við Japani. 27. mars hóf
hann uniræður við utanríkisráð-
herra Japana, Yosuke Matsuoka,
í Beriín. Hitler hvatti Japani til
þess að gerast virkur aðili í
styrjöidinni, og lofaði stuðningi
sínum ef til átaka kæmi inilli
Bandaríkjanna og Rússlands ann
ars vegar og Japan hinsvegar.
Skýrsla um viðræður þessar sýn-
ir hvaða stefnu hann tók:
„Þýskaland gefur Rússlandi
nánar gætur og er viðbúið öllu
— og þetta ætti Matsuoka að
gera sjer vel ljóst. Þýskaland
mun ekki ráðast á Rússland að
fyrra bragði. En ef Stalin er ó-
sammála Hitler í því, sem Hitler
telur rjett vera, þá mun Þýska-
land moia Rússland“.
Þann 4. apjíl komu Rússar öll-
um að óvörum. Molotov kallaði
Schulenburg á sinn fund og
skýrði bonum frá því, að Rússar
og Júgóslavar hefðu gert með
sjer vináttusamning sem ætti að
undirritast strax. Hann sagði „að
þessi ákvörðun rússnesku stjórn-
arinnar hefði verið tekin ein-
göngu vegna þess að hún vildi
efla friðinn. Stjórnin vissi, að
það væri í samræmi við vilja
þýsku stjórnarinnar, sem vildi
einnig hel'ta útbreiðslu stríðsins“.
„Jeg svaraði Molotov“, skrifaði
Schuienburg, „að mjög óhyggi-
legt hefði verið fyrir Rússa að
gera þennan samning við Júgó-
slavíu eins og nú stæðu sakir.
Stefna júgóslavnesku stjórnarinn
ar væri mjög óljós — hún hefði
jafnvel sýnt Þjóðverjum fjand-
skap“.
Tveimur dögum síðar rjeðust.
Þjóðverjar inn í Grikldand og
Júgóslavíu. Schulenburg skýrði
Molotov lrá því í Moskvu, og
bar um lcið fram hinar venju-
legu afsakanir um að Bretar
hefðu ætlað að ráðast inn í
Balkanlöndin. Hann skýrði yfir-
mönnum sínum í Berlin frá á-
. hrifum þeim, sem frjettirnar
I hefðu. haft á Moiotov.
j „Hann enduirtók hvað eftir
annað, að þeíta væri mjög hörmu
legt — mjög hörmulegt“.
Bregur til úrsiita.
Sá tími nálgaðist nú óðfluga,
að- þessum skollaleik yrði hætt.
Yinskapur Rússa og Þjóðverja
virtist nú aðeins vera nafnið
tómt. Brátt bárust mótmæli frá
Rússum gegn því að þýskar flug-
vjelar væru á flugi fyrir innan
rússnesku landamærin. Þjóðverj-
ar svöruðu með því að segja það
ciaglegan viðburð, að rússneslcar
flugvjelar sæjust innan þýsku
landamæranna.
Nú voru hinar átta vikur, sem
foringinn hafði ætlað til sjer-
staks undirbúnings, senn liðnar.
Lausafregnir bárust um mikinn
liðssafnað bæði Rússa og Þjóð-
verja við iandamærin.
22. júni 1941 náði „vinátta“
þessara tveggja þjóða dramatísku
hámarki. P,.ibbentrop lagði svo
fyrir Schulenburg, að hann færi
á fund Molotov þegar í stað og
afhenti honum mikilvæga yfir-
iýsingu.
I henni var kæra á Rússa fyrir
margvísleg brot á gerðum samn-
ingi milli þjóðanna. Sagði þar að
lokúm: „Foringinn hefir þesSr
vegná skipað svo fyrir að þýskj^ .--
Ixerinn.bægði á brott ógnun þess-
ari,’ meá cilu því afli, sem hanií "
h'efir • yfii1- að fáðá“.
i • Framh. á bls. 8 tnÍ8