Morgunblaðið - 18.02.1948, Side 10
10
MORGZJISBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. febrúar 19^8
KENJA KONA
&n LJmee Wil
icunó
ÓSKABRUNNURINN
Eftir Ida Moore«
19.
koma til hugar að fara svona langt til þess að leita hans,
ckki einu sinni Jóni gamla.
Hann þurrkaði framan úr sjer tárin með handarbakinu.
Sólin var að setjast, og nú var vatnið komið alveg upp
að klettinum þar sem hann sat. Stebba fannst sjórinn aldreí
hafa verið jafn ægilegur ásýndum og nú. Og nann tók eftir
því, að það var farið að hvessa. Langt í burtu sá hann litlu
fiskibátana halda í áttina til Iands. Fiskimennirnir komu
snemma heim í dag. Það var ekki góðs viti.
Hann ætlaði að reyna að komast upp á klettinn fyrir
cfan, en hann náði rjett aðeins með fingurgómunum í brún-
ina, og þar hjekk hann.
Eftir stundarkorn var hann orðinn þreyttur í handleggj-
unum og honum var Ijóst, að hann myndi brátt steypast
niður í sjóinn fyrir neðan. Hann lokaði augunum. — Það
myndi auðveldara að detta, ef hann hefði augun lokuð. Þá
sá hann ekki ógnandi öldurnar fyrir neðan.
Svo mundi hann allt í einu eftir Bergmáli. Hann opnaði
augun og sneri höfðinu þannig að hann sá hilla undir berg-
málsklettinn lengst í fjarska. Hann dró djúpt að sjer and-
ann og kallaði í Bergmál.
„Jeg er að drukkna, Bergmál. Komdu fljótt! Jeg get ekki
haldið mjer uppi lengur". En hvinurinn í stoiminum var svo
mikill, að rödd hans drukknaði. Hann heyrir ekki til mín,
muldraði Stebbi með grátstafinn í kverkunum. En svo heyrði
hann rödd Bergmáls endurtaka það sem hann hafði sagt. En
hvað var þetta? Hann þóttist viss um, að Bergmál bætti við’,
„Vertu hughraustur — jeg kem“.
Stebbi vissi ekki, hve lengi hann hjekk þarna. En hann
vildi ekki gefast upp, fyrr en í fulla hnefana, og hann ein-
blíndi á bergmáisklettinn. Hann þóttist viss um að honum
myndi berast hjálp þaðan.
Allt í einu kom hann auga á einhverja dökka þúst, sem
kom fljótandi í áttina til hans. Gat þetta verið bátur? Eftir
dálitla stund sá hann, að þetta var risastór skel. Myndi hún
ná til hans nógu snemma? Hann var nú orðinn dofinn í
handleggjunum, og hlaut að þurfa að sleppa takinu eftir
11. dagur
reyndu að skella allri skuld-
inni á liðsforingja sína. Tim
varð líka aðnjótandi samúðar
vegna þess að Moll hafði hlaup
ið frá honum. Aðrir höfðu mist
vörur og skipð, en hann hafði
mis mest, því að hann hafði
mist konuna, og fyrir þetta
varð hann að nokkurs konar
píslarvætti í augum fólksins.
Fjölda margar góðar konur
buðust til þess að taka Jenny
að sjer. En hann mátti ekki af
henni sjá, því að nokkru leyti
kom hún honum nú í stað móð
ur sinnar, og vegna þess hvað
hún var góð og blíð, saknaði
hann Moll minna.
Þau bjuggu áfram í litla hús
inu og Tim fjekk frú Hollis til
þess að hugsa um heimilið, sig
og Jenny. Frú Hollis var ekkja
og hún átti uppkomin börn og
var hjá einum sona sinna í
Hancook Street skamt frá Tim.
Hún eldaði matinn fyrir þau,
þreif til í húsinu, þvoði og
hirti fötin þeirra, en Jenny
heimtaði það að faðir sinn af-
klæddi sig á kvöldin og klæddi
sig á morgnana. Þetta fanst frú
Hollis hneiksli.
„Það er ekki fyrir þig að
horfa á telpuna bera“., sagði
hún við Tim. „Það er ekki
sæmilegt og jeg tek það ekki
í mál að vera hjerna ef þessu
á að halda áfram“.
En Tim var á móti þessu.
Jenny var honum nú alt síðan
hann misti Moll. Hún var svo
góð og skemtileg. Ef hún vakn-
aði á undan honum þá skreið
hún upp í rúmið til hans og
]jek sjer að því að kitla hann
með því að fitla við hárin
í nefjnu á honum og strjúka
á honum varirnar þangað til
hann vaknaði með andfælum.
Þá var henni skemt, en hann
þóttist vera reiður og flengdi
hana svo að hún þóttist fara
að gráta, og þá varð hann að
hugga hana aftur.
Ep hvað sem þaut í nösun-
um á frú Hollis, þá ljet hún
aldrei verða af því að yfírgefa
þau. Hún aumkaðist yfir Tim
og henni þótti vænt um Jenny.
II.
Moll hafði aldrei farið í
kirkju, en nú fanst Tim það
skylda sín að ala Jenny upp í
góðum siðum, svo að hann gerð
ist meðlimur safnaðar Mr.
Loomis. Hann fór með Jenny
með sjer á guðsþjónusturnar,
sem haldnar voru í þinghús-
inu. Og svo kom hann Jenny í
sunnudagaskólann.
Það var vegna kirkjurækni
sinnar að Tim fjekk írjet ;"r aí
Moll. Það var einn sunnudag
í októbermánuði. Veður var þá
svo kalt að nauðsyn bar til þess
að hita upp þinghúsið. Einn
ofninn var í anddyrinu. Og
undir miðri messu heyrði Tim
cinhvern umgang í anddyrinu
og fann steikarlykt. Og af því
að siera Loomis hafði falið hon
um sjerstaklega að hafa þarna
eftirlit, fór hann fram í and-
dyrið.
Þar var þá kominn Haty
Colson og var að steikja mið-
degismat sinn yfir ofninum.
Tfatv Colson var flækingur,,
meinlcysismaður og einfaldur,
gerði sjaldan neitt, en var þó
vel liðinn. Hann gekk um kring
og sagði hverjum sem heyra
vildi söguna af því hvernig ein
hver Spinny Coldthred hefði
svikið sig, en enginn hafði
heyrt þeiirrar stúlku getið,
Hanjj var smáþjófóttur, en
vegna þess að hann stal aldrei
öðru en mat, sem menn hefði
með fúsu geði gefið honum, þá
tók enginn mark á því.
Tim hefði orðið bálreiður, ef
einhver annar hefði verið
þarna að steikja sjer mat, en
af því að þetta var Haty, þá
áminti hann hann góðlátlega
um það að hann mætti ekki
gera þetta. Haty leit í skjálg
til hans og sagði:
„Jeg sá Moll Hager í Castine.
Kannastu nokkuð við hana?
Langar þig til að frjetta af
henni?“
Þegar Bretar þóttust öruggir
um það að verða, ekki fyrh
neinum búsifjum af skipum
höfðu þeir skilið eftir setulið í
Castine undir forystu Gosselin
hershöfðingja, en flutt flota
sinn til Halifax. Þetta hafði
Tim frjett, en ekki meira. Og
nú komu nýjar frjettir.
„Sástu hana?“ spurði hann.
„Var jeg ekki að segja þjer
það?“ sagði Haty og sneri
steikinni og það hlakkaði í hon
uh. „Jeg fór þangað af því að
jeg átti dálítið erindi við hers-
höfðingjann. Mjer kom það til
hugar þegar jeg var í Belfast
og þeir sögðu mjer hvað hann
heitir. En jeg sagði engum frá
því að jeg ætlaði á fund hans.
Jeg fór bara til Castine og jeg
veltist um í hlátri með sjálfum
mjer út af því hvernig honum
mundi verða við það, sem jeg
ætlaði að segja honum“.
Tim var óþolinmóður: „Hvað
segirðu mjer af Moll?“
„Jeg sá hana ekki fyr en
eftir að jeg hafði farið á fund
hershöfðingjans“ sagði Haty
gramur út af því að gripið
skyldi fram í fyrir sjer. „Held
urðu kanske að jeg hafi farið
þangað til þess að finpa hers-
höfðingjann. Já, jeg fór þangað
og jeg fjekk þá til þess að
fylgja mjer á fund hans ha-ha.
Þeir ætluðu ekki að gera það
fyrst, en jeg gat fengið þá til
þess, ha-ha-ha. Og svo fóru
þeir með mig til hans og jeg
sagði: Eruð þjer Gosselin hers
höfðingi? og hann segir — ha-
ha — hann segir já og hvað
get ieg gert fyrir yður. Það;
sagði hann, ha-ha-ha. Og þá
sagði jeg: Ef þú ert gæslingur-
inn þá fari hún bölvuð gæsin,
sem ungaði þjer út“.
Nú veltist hann um af hlátri
um stund. Svo tók hann steik-
ina og velti henni milli handa
sjer og beit svo í hana. Tim
hló honum til samlætis og
spurði:
„Sástu Moll?
„Já“.
Tim þerraði varirnar á sjer
með handarbakinu.
„Hvernig leit hún út?“ spurði
hann lágt.
„Vel“, sagði Haty. „Hún leit
vel út. Að vísu mundi sjera
Loomis varla segja það. En jeg
hefi aldrei sjeð hana jafn
þokkalega til fara“.
„Hvað var hún að gera?“
„Hún var áð fara ofan í bát“,
sagði Haty. „Hún var bara að
fara ofan í bát til þess að láta
flytja sig um borð í stórt skip,
sem æltaði að fara til Halifax“.
Hann lauk við steikina sína og
þerraði hendurnar á buxna-
skálmunum. „Þá er þessu lok-
ið“, sagði hann. „Þökk fyrir
lánið á eldinum. Nú verð jeg
að fara, því að jeg hefi mikið
að gera“.
m.
Tim komu þessar frjettir
ekki á óvart. Moll hafði sagt
það í Hampden að hún ætlaði
til Halifax. Þó var hann enn
ekki vonlaus um það að hún
mundi koma heim aftur. Því
var ,það, þegar Amos Patten
var sendur til Halifax til þess
að ræða um skaðabætur fyrir
það tjón, er Bretar höfðu gert
í Bangor, að Tim fór til hans
og bað hann blessaðan að fá ein
hverjar frjettir af Moll. Amos
lofaði Því.
Hann kom heim aftur í des-
ember — og hafði orðið lítið
ágengt — en hann hafði þó
frjettir að færa Tim. Meðan
hann var í Halifáx frjettist það
að herskipið Endimyon hefði
ætlað að taka hleypiskútuna
Pirnce of Neufchatel skamt frá
Nantucket í október, en í þeirri
orustu hefði Carruthers liðs-
foringi fallið. En um Moll væri
það að segja ,sagði Amos, að
það væri best fyrir Tim að
gleyma henni.
„Það er langt síðan að hún
gleymdi þjer“, sagði hann. „Jeg
sá hana, Tim, og það er illa
komið fyrir henni. Hún hefir
gleymt þjer og hún hafði líka
gleymt Carruthers áður en hún
frjetti látið hans. Hún hafði þá
krækt sjer í nýjan mann“.
Tim spurði þá einskis frekar.
En í mörg ár braut hann oft
heilann um það hvað mundi
hafa orðið af Moll, og hve djúpt
hún hefði sokkið. En hann
frjettl aldrei neitt af henni eft
ir þetta.
ÞRIÐJI KAFLI.
Jenny varð æ hændari a'ð
föður sínum eftir því sem ár-
in liðu og hann varð einnig
hændari að henni. En fyrstu
árin varð hann oft að vera að
heiman langdvölum. Hann varð
þá að fela Jenny forsjá frú
Hollis á meðan. Hann var þá í
flutningum og meðal annars
flutti hann prentsmiðjuna fyr-
ir Reter Edes frá Augusta, yfir
örgustu vegleysur. Þetta var
fyrsta prentsmiðjan í Bangor,
og þá var farið að gefa úr
fyrsta blaðið þar, „Weekly
Register“.
Þegar stríðinu lauk hófust
aftur samgöngur á ánni og þá
lögðust landferðirnar niður. Þá
fjekk hann atvinnu við það að
aka timbri. Það var erfitt að
stunda búskap þarna, enda var
timbur aðalvarningurinn, sem
þeir í Bangor höfðu að selja.
Þegar skógarnir næst þorpinu
höfðu verið upp höggnir, tóku
menn sjer skóglönd lengra upp
með ánni, og þá fjekk Tim nóg
að gera fyrir sig og dráttar-
uxana sína. Nýjar sögunarmyll
ur voru settar á fót og bátar
fluttu sagaða viðinn vestur á
bóginn. Siglingar um ána fyr-
ir neðan Bangor voru viðsjálar
og T-im fjekk því vinnu við
það að mæla dýpi og merkja
sandrif og hættulega staði.
— Afsaldð, en e kki vilduð
þjer nú gera svo vel og lofa
ihjér að standa hjer af mjer
rigninguna.
★
Maður hafði lent í bílslysi
og hlotið allmikinn áverka á
höfði. Annar, sem horfði á, þeg
ar slysið varð, var kallaður
sm vitni í rannsókn málsins.
Dómarinn spurði, hve stórt sár
ið hefði verið, en vitnið átti
erfitt með að gera grein fyrir
því.
— Var það á stærð við krónu
pening? spurði dómarinn.
— Nei, það var stærra.
— Var það þá á stærð við
tveggja-krónu-pening.
— Nei, það var ekki svo
stórt, sagði vitnið, ætli það
hafj, ekki verið svipað og ein
króna þrjátíu og fimm aurar.
— Heyrið þjer frú mín góð,
jeg fann stoppunál í súpunni.
Matsölukonan: — En hvað
það var gott, en þjer hafið þó
ekki fundið tannburstann
minn. Jeg týndi honum líka.
★
— Er það hjer, sem auglýst
var eftir þjónustustúlku?
— Já, en jeg er búin að ráða
stúlku, sagði húsmóðirin.
— Jæja, jeg bíð þá í einn
mánuð og kem þá aftur.
★
— Það hefir verið leikið á
yður, þetta er ekki málverk eft
ir Rembrandt. Málverkið er
ekki einu sinni 50 ára gamalt.
— Mjer er alveg sama, hve
gamalt það er bara að það sje
eftir Rembrandt.
★
•— Hefir þú nokkru sinni orð
ið þess vör, að maðurinn þinn
liti konu hýru auga?
— Já, einu sinni.
— Hvað gerðir þú þá?
— Jeg giftist honum.
★
— Ef þjer takið við gjald-
kerastöðunni, fáið þjer 1700
krónur á mánuði.
— Maður kemst nú ekki
langt með 1700 krónur.
— Það er heldur ekki mein-
ingin, að þjer farið langt.
AUGLÝSIIVG
ER GULLS IGILD1