Morgunblaðið - 20.02.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.1948, Blaðsíða 10
MORGUTSBLAÐIÐ Föstudagur 20. febrúar 1948. 10 KENJA KONA (Cftír Een L4mee WJiíli icuná 13. dagur Hann fjekk undir eins kaup anda að þessu timbri og verðið var talsvert hærra heldur en hanji hafði fengið fyrir hitt. Báðir kaupendur greiddu hon- um andvirðið í seðlum Bangor- bankans, og Tim var í sjöunda himni. En það fór fljótt af. Þeg ar hann kom í New England bankann og ætlaði að leggja seðlana þar inn, var honum sagt, að Bangor bankinn væri gjaldþrota og seðlar hans yrði ekki teknir. „Hvaða vitleysa11, sagði Tim. „Það getur ekki verið neitt at- hugavert við Bangorbankann. Þetta eru alt auðugir menn, sem að honum standa. Sam Dutton er ríkur og John Bar- ker og Joe Lewitt. Hann er nú svo auðugur að hann gæti keyot bankann hvenær sem hann vildi. Og svo er það Adams, sem aldrei hefir mátt vamm sitt vita“. Hann lamdi hnefanum í borðið til frekari árjettingar. Gialdkerinn brosti að ákefð hans. „Þeir eru of stórir til þess að hugsa um smámuni“, sagði hann gletnislega. „Og þeir hafa verið svo stórhuga að gefa út svo mikla seðlafúlgu, að það er eins og þeir hafi þóst hafa öll auðæfi Bandaríkjanna í höndum. En nú hafa nokkrir af skuldunautum bankans brugðist, og seðlar hans eru nú ekkj meira virði en pappírinn, sem fór í þá“. Tim þerraði varirnar með handarbakinu. „Hvað á jeg þá að gera til þess að fá það sem mjer ber?“ spurði hann. „Mjer er sagt að fundur eigi að vera í Marlboro House og þangað komi allir þeir, sem eins er ástatt um og yður. En þeir geta ekki gert neitt nema tala. Jeg ráðlegg yður að fara heim og gleyma þessu“. Tim gat ekkert sagt. Hann gekk út og var örvílnaður og ráðalaus. Hann fór til þeirra, sem keypt höfðu timbrið af honu.m og bað þá vingjarnlega að borga sjer í gjaldgengri mynt. En þeir ráku hann út. Hann dvaldist svo í Boston þangað til fundurinn var hald- inn í Marlboro House, en það • sem bar gerðist gerði hann enn ruglaðri. Seinast lagði hann á stað heimleiðis eins og hala- kliptur hundur. Skútan fór upp til Hampden og kom þar undir kvöld og ætl aði að liggja þar til næsta dags. Tim gekk þar af henni og lagði á st.p.ð fótgangandi heim. Hann mintist þess er hann hafði geng ið bessa sömu leið fyrir átta árum með Jenny í fanginu. Þá eins og nú hafði hann verið örvílnaður maður og virst lífið óbæriíegt. Það var komið fram á nótt, er hann kom til Bangor. En hann fór ekki rakleitt heim. Hann varð að fá að tala við einhvern. Og hann hafði einna mesta trú á Isaiah Poster. Fór hann því rakleitt þangað og bað hann að leggja sjer heil- ræði. Hann sagði Isaiah upp alla sögu. En það varð honum til lítill'ar hugarhægðar, því að Isaiah sagði með þjósti: „Mikill bölvaður asni varstu að láta þá leika þannig á þig. Engum lifandi manni dettur í hug að taka seðla bankans sem gjaldeyri. Þú hefir mist alt þittj Tim. Rífðu bölvaða seðl- ana sundur og brendu þá. Þeir eru ekki til annars“. Svo varð hann dálítið þægi- legri og sagði: „Hjerna, fáðu þjer í staup- inu. Þú skelfur eins og þú hafir hitasótt“. Tim tæmdi glas, sem hann rjetti honum. Hann hafði nú ekki bragðað romm síðan nótt- ina góðu í Hampden, og hon- um svelgdist á þegar hann ætl- aði að kingja hinum sterka drykk. „Fáðu þjer annan“, sagði Isaiah. „Það gengur betur“. Tim gerði það og var honum þakklátur fyrir. Nú gat hann kyngt. En áhrifin voru ekki eins og áður. Fyrrum var eins og eldur færi um hann allan, þegar hann hann drakk og honujn leið vel, en nú varð hann aðeins daufari í dálkinn en áður. Hann lagði margar spurningar fyrir Isaiah, en hann svaraði honum jafnan hinu sama, að seðlarnir væri bráðónýtir. Að lokum sagði hann þó: „Við erum gamlir vinir, Tim,.og mig tekur það sárt að svona illa skyldi vera farið með þig. Það getur verið að seinna meir greiði bankinn eitt hvað upp í andvirði seðlanna. Þú verður að bíða rólegur — en þú verður að bíða lengi“. „Já, það er ekki um annað gera en að bíða“, mælti Tim dapurlega og rendi úr einu stáupi enn. „En hvað segirðu um það að jeg hlaupi undir bagga með þjer, Tim“, sagði Isaiah. „Ef þú kærir þig um, þá skal jeg taka seðlana með afföllum. En væri það einhver annar en þú, þá mundi jeg ekki líta við þeim. Þjer get jeg gert þann greiða að kaupa þá af þjer fyr- ir tíu af hundraði — láta þig fá tíu cent fyrir hvern dollar — það er að scgja ef þú kærir þig um það“. Lítið var betra en ekkert. Rommið hafði líka gert Tim dómgreindarsljóan. Hann sam- þykti þetta. IV. Það var framorðið þegar Tim lagði á stað heim til sín. Hann var eitthvað undarlegur í höfðinu. Honum sýndist stjörnurnar dansa faldafeyki í loftinu og húsið hans Rich læknis riðaði fram og aftur líkt og dingull í klukku. Frú Hollis hafði sofið í rúm- inu hans á meðan hann var burtu, ásamt Jenny, því að hún var nú orðin of stór til þess að vera í gamla fletinu sínu, Þær voru báðar í fasta svefni, þeg- ar Tim barði að dyrum. Frú Hollis rauk á fætur til að opna fyrir honum. Hún var stór- hneyksluð á því að sjá hvernig hann var á sig kominn. En Tim Ijet sem hann heyrði ekk- ert og svaraði henni engu orði. Hann fór rakleitt til rúmsins og fleygði sjer þar út af í öll- um fötunum og var þegar far- inn að hrjóta. Þegar frú Hollis sá það, að hún gat engu tauti við hann komið, klæddi hún sig í snatri og rauk heim til sín í versta skapi. Tim svaf eins og rotaður til morguns og hann mundi lík- lega hafa sofið allan daginn líka, ef honum hefði ekki fund ist hann vera að kafna. Hann reyndi að bylta sjer og seinast vaknaði hann og varð þess þá var að Jenny hafði gert það af hrekk að taka fyrir vitin á honum. —- „Vertu ekki að þessu, Jenny. Hvað á þetta að þýða?“ Hún hló: „Vaknaðu, pabbi. Það er komin bjartur dagur og þú liggur í öllum fötunum. Hvað færirðu mjer frá Bost- on?“ FJÓRÐI KAFLI. Frú Hollis kom aftur um þetta leyti og hún Ijet skamm- irnar dynja á Tim bæði fyrir drykkj uskapinn og ósiðsemi, að lig'gja þarna í rúminu hjá dóttu,r sinni. Tim var enn svo rykaður að hann reyndi ekki að verja sig. Það þoldi Jenny ekki. Hún rauk fram úr rúm- inu og æpti: „Hættu þessu. Hættu að skamma pabba“. Frú Hollis Ijet sem hún heyrði þetta ekki. „Uxinn þinn“, sagði hún við Tim. „Þú óforbetranlegi fylli- raftur. Jeg á ekki spönn eftir að fara hjeðan alfarin, og hvernig heldurðu að þá fari fyrir þjer?“ Jenny varð nú enn reiðari er ekjcert mark var tekið á henni. Hún rauk á frú Hollis og barði hana með hnúum og hnefum. „Út með þig. Burt með þig“, æpti hún. „Þú hefir ekkert hjer að gera“. Og svo reyndi hún að hrinda frú Hollis út um dyrnar. „Farðu. Snautaðu burtu. Jeg hata þig“. Frú Hollis þótti vænt um telpuna og þetta kom henni á óvart. Hún ávarpaði Tim enn og sagði: „Ætlarðu að leyfa barninu að tala þannig við mig?“ En áður en Tim gæti svarað hafði Jenny gripið steikar- pönnu og veifaði henni yfir höfði sjer eins og hún ætlaði að láta hana ríða á höfuðið á frú Hollis. Það brann eldur úr aug um Jenny, og frú Hollis varð hrædd og flýði sem fætur tog- uðu. • Jenny skelti hurðinni á eftir henni sigri hrósandi. Svo gekk hún til pabba síns og sagði honum að hann skyldi reyna að sofa léngur. Svo kysti hún hann og sagði: „Það er gott að við erum laus við frú Hollis. Við þurf- um ekki á henni að halda. Jeg get sjeð um heimilið fyrir þig“. Klukkustund síðar kom frú Hollis aftur. Hún hjelt að Jenny mundi þá runnin reiðin. Þegar hún kom var Jenny í óða önn gð steikja mat, en Tim lá sofandi í rúminu. Jenny vildi ekki hleypa henni inn. Frú Hollis reyndi þá að koma vit- inu fyrir hana. „Hver á nú að sjá um ykkur, elda matinn, þvo og þrífa til í húsinu?“ sagði hún. „Jeg ætla að gera það sjálf“, sagði Jenny. „Lofaðu mjer að tala við hann pabba þinn“. CiiRyse lextietfabrieken „CllTEr Hollandi framleiða margskonar metravörur úr ull- Sýnishorn fyrirliggjandi Einkaumhoðsmenn A C T I V E « Potta og Pönnur á rafmagnseldavjelar, útvegum við frá Tjekkóslóvakíu Z gegn innflutnings- og gjaldeyrisleyfum- ■ ■ ! Verð mjög lágt. \ Myndalistar fyrir hendi. ■ Jc Sími 5821. Reykjavík Austurstræti 1. • m JóL anneááon & Co. |J íy ií ! ■ ■ Brauðsölubúðir vorar og hakarí verða lokuð kl. 4 síðd. ■ ó morgun (laugard. 21. febr.) í tilefni af 40 ára afmæli ■ Bakarasveinafjelags Islands. Z Fró Breiðfirðingubúð Tökum smærri og stærri veislur. Seljurn út köld horð og heitan veislumat. • n 5 i 1 Smurt brauð og snittur. Bor&ið í Brei&fir&ingabuS. k ■ : liiiiiliiBiiiaiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiRiiiiiiiiaiiiaiiiiiiiii tfWWV ■j ■ H Hjélsagir | með bensínmótor fyrirllggjandi. ARNAR ( (ekki rafmagns) nýkomnir. Austurstræti 14. Sími 6003. M nVjfllllfllKI ilfa ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.