Morgunblaðið - 20.02.1948, Side 12
VEÐUKÚTLITIÐ: Faxaflöi:
Austan og suð-austan gola.
Skj'iað, cn víðast úrkosnulaust.
44. tbl. — Föstudagur 20. febrúar 1948.
SKÝRSLA um afla síidveiði-
skipanna er á b!s. 2._____________
Bresk fiufsveif á Reykjavflcurflugvelii
LiJÓSM M>RL: ól. K. MAGNÚSSON.
Sex af sjo bresku flugvjeiunum, sem komu á Eeykjavíkurflugvöll í gær. Vjelarnar cru á ieið í fs-
hafsflug og munu fara hjeðaii í nótt norður á bóginn.
t
lýjasta skipið
Hckla sett á flat
Flugu á 10 klst. frá
Gihraltar til Rvíkur
I DAG, föstudaginn 20. febr., um
hádegi eftir ísl. tíma verður hið
nýja strandferðaskip ríkisins sett
á flot í skipasmíðastöðinni í Ala-
borg. Forsetafrú Georgía Björns-
son gefur skipinu nafnið Hekla.
Samgöngumálaráðherra Emil
Jónsson verður viðstaddur, enn-
fremur margir þektir Islending-
ar og Danir. Annað kvöld efnir
skipasmíðastöðin til veislu í
þessu tilefni á kaffihúsinu „Kild-
en“. Hekla, sem er nokkru stærri
en Esja, er 220 fet á lengd, 36
fet á breidd og Í3.6 fet á dýpt.
Skipið hefur rúm fyrir 166 far-
þega, og ganghraðmn á að verða
16 mílur. Vonast er eftir, að skip-
ið verði tilbúið maí—júní í vor,
ef ekki stendur sjerstaklega á
aðalvjelum skipsijjs, en þær eru
keyptar í Svíþjóð
Hrísgrjónaræktun Burma
aukin
RANGOON: — Burmastjórn er
rtú að skipuleggja tveggja ára
baráttu fyrir aukinni hrísgrjóna-
ræktun og er ætlunin að rækta
alt að fimm miljón torm á ári og
verða tvær milljónir tonna flutt-
ar út.
Breska flugsveifm fer tijeSan í ishafs-
fiug í Róft
SJÖ BRESKAR Lancasterflugvjelar úr breska flughernum lentu
hjer á Reykjavíkurflugvelli síðari hluta dags í gær eftir 10 klukku
stunda flug frá Gibraltar. Eins og áður hefur verið skýrt frá er
flugsveit þessi í æfingaflugi norður í íshaf. Fara flugvjelarnar í
nótt, sennilega um 2 leytið og verður flogið til Bjarnareyjar, ef til
vill til Jan Mayen og síðan heim til Skotlands. Ekki verður flogið
til Norðurpólsins í þessari ferð.
Óttast um eina vjelina
Fyrsta flugvjelin lenti hjer á
vellinum um kl. 3,30, en síðan
komu þær hver af annari með
nokkru millibili, þar til þær
voru orðnar sex, en þá sjöundu
vantaði. Þær höfðu ailar lagt af
stað með þriggja mínútna milli-
bili frá Gibraltar um morgun-
inn, en ekki flogið í röð, þótt
þær hefðu samband sín á rnilli.
Leið klukkustund frá því að
fyrsta flugvjelin lenti og sú sjö-
unda sást loksins yfir bænum.
Hafði leki komið að bensíntank
í flugvjelinni og eitthvað orðið
að radartækjum hennar. Vissi
flugstjóri vjelarinnar ekki með
vissu hvar hann var staddur um
tíma, en alt fór vel að lokum og
þessi vjel lenti heilu og höldnu,
eins og hinar.
Skólaflug
Morgunblaðið hitti foringja
fararinnar, Wyatt, flugstjóra,
sem snöggvast að máli, eftir að
vjelarnar voru lentar. — Hann
sagði, að ferðin hefði gengið að
óskum. Vjelar þessar væri frá
flugskóla breska flughersins og
væri hjer eingöngu um æfinga-
flug að ræða. Upphaflega hefði
verið ráðgert að fljúga um
Norðurpólinn til Kanada, en það
hefði orðið að hætta við þá fyr-
irætlun af ýmsum ástæðum.
Mikill fólksfjöldi
Allmikiil íólksfjöldi var sam-
an kominn á flugvellinum til að
sjá bresku flugvjeiarnar lenda.
í hverri vjel er 9 manna áhöfn,
en þar af eru einn blaðamaður
frá Reuter, annar frá breska út-
varpinu og loks ljósmyndari.
Áhafnir flugvjelanna búa á
Ritz-hótelinu á vellinurn.
Brunabótamal húsa
samræmí
NEFND manna, sem falið var
að samræma brunabótamat á
húsum hjer í bænum, hefur nú
skilað tillögum sínum.
í þessari nefnd var hagfræð-
ingur bæjarins, dr. Björn
Björnsson og Tómas Vigfússon
byggingameistari. ásamt nokkr-
um dómkvöddum virðingamönn
um.
Borgarstjóri skýrði frá þessu
á fundi bæjarstjórnar í gær. —
Gat hann þess, að mikið ósam-
ræmi hefði verið á brunabóta-
mati húsa, en mötin eru frá ýms
um tímurri, eða allt frá 1917. En
sem kunnugt er, hefur mikil
verðbreyting orðið á þessu tíma
bili. í ráði er að fram fari fulln-
aðar endurskoðun á brunabóta-
mati húsa í bænum, en það hef-
ur ekki verið hægt að fram-
kvæma það hin síðari ár. Slíkt
útheimtir mikla vinnu sjer-
fróðra manna í byggingamál-
um.
Nefnd þessi leggur það til,
að hús, sem virt hafa verið til
brunabóta, fyrir árið 1940, fái
vísitöluna 600, en virðingarverð
húsa frá þeim tíma verið hækk
að mismunandi, miðað við bygg
ingarkostnað cg matsverð á hin
um ýmsu árum.
Fulltrúi frá Fasteignaeigenda
fjelaginu og Almennum trygg-
ingum h.f. fylgdust með störf-
um nefndarinnar og hafa báðir
tjáð sig samþykka tillögunum.
velrarsiMin
bárusi 180
í SKÝRSLU Fiskifjelags íslands, um síldveiðarnar í Kvalfirði
er það birti í gærkvöldi, segir að frá 1. til 15. febr. hafi borist' á
land rösk 180 þúsund mál síldar. Þar af voru flutt ísvarin ti!
Þýskalands 3100 mál. Þann 15. febrúar var heildarafli haust og
vetrarsíldarinnar 1715 þús. hektol., eða í málum 1.143.332.
--------------------*—•
FlutniRgur síld-
arinnar kostar
20—25 miijómr
JÓHANN Hafstein skýrði frá
því á fundi bæjarstjórnar í gær,
að í gærkvöldi hefðu 2 fulltrú-
ar hf. Hærings farið til Banda-
ríkjanna, til þéss að athuga um
kaup á skipi fyrir hina væntan-
legu síldarverksmiðju.
Menn þessir eru þeir Jón
Gunnarsson framkvstj. og Ól-
afur Sigurðsson, skipaverkfræð
ingur.
Svo sem kunnugt er, hefir
verið áætlað að síldarbræðslu-
skipið kosti 7 til 8 miljónir.
Bráðlega ættu að liggja fyrir
ákveðin tilboð í skip og breyt-
ingu á því og er þá'stærsti lið-
urinn í kostnaðinum fyrir fram
ákveðinn. Annars má minna á
það, að svo gífurlegur kostnað-
ur er nú við síldarflutningana
norður, að kost mun um 20—
25 milj. kr. að ílytja 1 miljón
mála, en síidarverksmiðjuskip-
ið ætti vel að geta skilað slíkum
afköstu.m á vertíðinni.
Á FUNDI bæjarstjórnar í
gær, var rætt um frumvarp það
til laga um breyting á lögum
um heilbrigðisnefndir og heil-
brigðissamþykktir, er bæjar-
ráðsmenn sem sæti eiga á þingi
bera fram sameiginlega.
í bessu frumvarpi er m. a.
gert ráð fyrir að sú breyting
verði á starfi heilbrigðisfull-
trúa. að embættisheiti hans
verði, borgarlæknir. Skal hann
starfa undir stjórn bæjarstjórn
ar.
í umræðum um þetta mál,
var borin fram áskorun til Al-
þincjs að samþykkja frum-
varp þetta.
VerklftóasnbjéSandi
sigraði
London í gærkvöldi.
ÚRSLIT eru nú kunn í auka-
kosningunum, sem fram íóru í
cinu skosku kjördæmanna í gær.
Hjelt frambjóðandi verklýðs-
flokksins sæti sínu og hlaut
2,000 fleiri atkvæði en við síð-
astliðnar kosningár. — Reuter.
úDFíl-unðÁst2— •
I heildartölunni er innifalin
síld, er var söltuð, fyrst tii
beitu, soðin niður og flutt út
ísvarin. Á tímabilinu 1. jan.
—15. febr. veiddust tæpir 8ÓÖ
þús. hl.
Hæstu skip.
Enn sem fyrr, er aflahæsta
skipið, Fagrlklettur frá Hafri-
arfirði, skipstjóri Jón Sæmunas
son. Fagriklettur tók þátt í vetr
arsíldveiðinni hjer í Faxaflóa
frá því seint í janúar 1947 og
aflaði til 9. mars 7698 mál. Á
sumarsíldveiðunum við Norður-
land aflaði Fagriklettur 9700
mál, og nú á s.l. hausti er síld-
veiðin hófst og til áramóta
17.279 mál. Hefur Fagriklettur
þannig aflað 34.677 mál á ár-
inu 1947. — Frá 1. jan. þ. á.
til 15. febr., er skipið búið að
fá 13.489 mál. Við vetrarsíla-
veiðarnar er nú standa yfir,
hefur Fagriklettur 30.768 mál.
Næst hæsta skip síldveiði-
flotans er Rifsnes frá Reykja-
vík með 22.618 mál og þriðja
hæst er Helga frá Reykjavík,
með 18.525 mál.
Skýrsla um afla einstakra
síldveiðiskípa er birt á öðrum
stað í blaðinu.
ialur slasasf á
"i
Kaplaskjólsvegi
í GÆRMORGUN vildi það
slys til á Kaplaskjólsvegi, að
maður er var á leið til vinnu
sinnar fjell fram af reiðhjóli
sínu og slasaðist.
Meður þessi heitir Ragnar
Bjarnason járnsmiður hjá
Hjeðni, til heimilis að Granda-
skjóli 17. Slysið mun hafa vilj-
að til með þeim hætti að fram-
gaffall reiðhjólsins brotnaði og
stakkst Ragnar þá fram af því
og kom niður á andlitið.
Hann var fluttur í Lands-
spítalann. Kom þá í ljós að við
fallið hafði hakan og kjálkinn
brotnað. Ennfremur hlaut hann
skurð í andlitið. Líðan hans
var eftir öllum vonum.
HandfcnafSleiksméfið:
Víkingur og KR
unnu
Á MIÐVTKUDAGSKVÖLDIÐ
fóru fram tveir leikir í hand-
knattleiksmeistaramóti karla
og áttust þá við Víkingur og
Fram og KR og Haukar.
Leikar fóru þannig, að Vík-
ingur vann Fram með 28:21
og KR vann Hauka með 21:13.
Næstu leikir mótsins fara
fram á þríðjudag í næstu viku,
og keppa þá Ármann og FH
og ÍR og Valur.