Morgunblaðið - 27.02.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1948, Blaðsíða 2
2 M O R G G Y B L Afílfí Föstudagur 27. febrúar 1945* 9? eJ~eihlwö(d ALT Ýljnn taíhótani 1948: í H Ö N K ÞAÐ var gaman og glatt á hjalla í Iðnó á þriðjud.kvöldið er var við frumsýningu Menntaskólanem- enda á oíangreindu leikriti. Var húsið þjettskipað áhorfendum. er klöppuðu hinum ungu leikendum maklegt lof í lófa. Leikritið er bráðfjörugt og skemmtilegt, sem vænta mátti, því að Noel Covvard er snjall leikritahöfundur og kann manna best að gera góðan leik úr litlu efni. Og meðferð leikendanna á leiknum var yfir- leitt mjög góð og heildarsvipur- inn ágætur. Gerir þó höfundur- inn jafnan miklar kröfur til leik- enda. Lárus Sigurbjörnsson hefur sett leikinn' á svið og haft leik- stjórn á hendi. Lárus hefur fyrr ■og síðar haft állmikil afskifti af skólaleikjum, og nokkur undan- farin ár hefur hann verið leik- stjóri Menntaskólanemenda við góðan orðstýr. Er þó óhætt að fullyrða að aldrei hafi honum tekist betUr í því efni en að þessu sinni. Vil jeg þó í þessu sam- bandi stinga því að honum að lagfæra staðsetninguna (placer- ing) í 2. þætti (samkvæmisleikn- 'um), því að þar skyggir sendifull f;rúinn svo algjörlega á Jacky Coryton, að þeir, sem sitja fyrir miðju húsi, sjá ekkert af henni Camanleikur í þrem þáttum ehir hjöei (Sowarcl fyrf en hún stendur upp. Tekur hún þó sinn þátt í samræðunum. Með aðalhlutverkið, Judit Bliss, fyrverandi leikkonu, fer ungfrú Katrín Thors og leysir það af hendi með miklum ágætum, — svo vel, að maður getur ekki varist þeim grun, að hjer sje á ferðinni efni í prýðilega leik- konu. Raddbrigði hennar og teikkonan og sendifuiltriiinn (Katrín Thors og Hallberg Hall- mundsson). Húsbóndinn og búningsdaman (Sigmundur Magnússon og Guð- xún Stephensen). i látbragð sæma þjálfaðri leik- konu, ekki síst þegar hún „paroderar" leikstjörnurnar og kemst í dramatískan háspenning. Sigmundur Magnússon leikur Davið Bliss, rithöfund og eigin- ■ mann leikkonunnar. Er hann lítt öfundsverður af þeirri stöðu á heimilinu og líklega ekki heldur af hlutverkinu. Leysir hann það þó sæmilega af hendi, en minnir um of á önnur hlutverk, sem hann hefur farið með í skóia-1 leikjum. Börn þeirra Bliss-hjóna, Sorrel og Símon, leika ungfrú Hild- ur Knútsdóttir og Magnús Páls- son. Ungfrúin virtjst nokkuð ó- styrk til að byrja með og talaði nokuð lágt, en hún náði sjer þeg- ar eftir fyrstu setningarnar, og upp frá því var leikur hennar ljettur og öruggur. Magnús fór heldur ekki óhaglega með hlut- ve'rk sitt, þó að þar gætti ekki neinna umtaisverðra tilþrifa. Ungfrú Guðrún Stephensen leikur Klöru, herbergisþernu frú Bliss og vipnukonu þar á heim- ilinu, fjörlega og af góðri kimni. Einar M. Jóhannsson leikur 'Sandy Tyrrel, hnefaleikamann og er mjög „typiskur" sem slíkur. Ungfrú Anna Sigríður Gunn- arsdóttir fer með hlutverk Jacky Coryton. Er leikur hennar yfir- lætislaus og mjög áferðagóður, einkum er á líður. Ungfrú Berg- ljot Garðarsdóttir leikur frú Myru Arundel, og ferst það prýði lega úr hendi. Talar hún skýrt og greinilega, með ágætum áhersl- um og hreyfingar hennar á leik- sviðinu mundu sæma hverri hefðarfrú. — Richard Greatham, sendifulltrúa, leikur Hallberg Hailmundsson. Gerfi hans er á- gætt og hann fer vel og skemmti- lega með hlutverk sitt. Ber hann mjög af karlmönnunum um leik, þó að honum takist ekki að skyggja á „stjörnurnar" í leikn- um, enda verður því ekki neitað, að ungfrúrnar stóðu sig yfirleitt mun betur en karlmennirnir, - hvað sem veldur. Bogi yfirkennari Ólafsson hefur þýtt leikritið á gott íslenskt mál. En leikstjórinn hefur fundið sig knúðan til að gefa leikritinu annað heiti en þýðandinn hafði valið því. Eru það leið mistök, ekki síst þar sem þýðandinn var ekki aðspurður, og nafnið er hvorttveggja í senn málleysa og vitleysa. Að leiklokum hylltu áhorfend- ur hina ungu leikendur með dynj andi lófataki og ótal blómvöndum — og að síðustu var „stjarna11 kvöldsins, ungfrú Katrín Thors' ein kölluð fram og náði þá fögn- uður áhorfenda hámarki sínu. Sigurður Grímsson. Brefar setja nýtf ílugmef London í gær. BRESKUR flugmaður sett í dag nýtt heimsmet í þrýstilofts flugvjel. Flaug hann 560,6 míl- ur á klst. Bretar áttu einnig gamla metið, sem var 542,9 mílur á klst. ;—• Reuter. Öndvegisritsafn um Heklurannsóknir væntanlegt . Merkiiegur þáKur í íslenskri náttúrufræði NÁTTURUFRÆÐINGAR þeir, sem hafa haft rannsóknir á Heklugosmu með höndum, hafa ókveðið, að semja ítarlegt rit um gosið og ait sem máli skiftir í sambandi við það. Höfundar þessarar lýsingar á gos- inu verða fyrst og fremst þessir, Pélmi Hannesson'rektor, dr. Sigurð ur Þórarinsson, Guðmundur Kjartans son og dr. Trausti Einarsson. Fleiri leggja þar hönd að verki. Búist er við að rit þetta komi fwst út á íslensku en verði siðan þýtt á erlend mál og kannski stytt eitthvað í þýðingunni. Að sjálfsögðu verður vandað tii þessarar lýsingar á gos- inu sem mest mó verða. En þegar lokið verður við að semja hina almennu lýsingu snúa þeir vís- indamenn sem hafa haft Heklurann- sókiiir með höndum, sjer að því að semja framhaldsrit um gosið, og rann sóknir, sem snerta Heklu, svo gos- lýsingin sem fyrst verður gefin út, verði upphaf að ritsafni. 1 hinum síð ari bindum safnsins verður hvert ein stakt rannsóknarefni sem gosinu við kemur og eldsumbrotum í Heklu yfir leitt, tekið fyrir og krufið til inergjar. 1 einu þcssara vísindarita verði t. d. lýst Hekluhraunum og gerð grein fyrir efnasamsetningu þeirra og eðlis óstandi. 1 öðru varði lýst gosöskunni. Þá kemur og til greina hinar berg- fræðilegu rannsóknir, jarðeðlisfræði- legar rannsóknir á hraununum og ýmislegt fleira. F’leiri íslenskir vís- indamenn leggja þar til málanna. en þegar hafa verið nefndir, svo sem Tómas Tryggvason, Þorbjörn Sigur- geirsson. Lýsingar og rannsóknir á áhrifum gossins á gróður og dýralíf hafa þeir haft með höndum, Björn Sigurðsson, Júlíus Sigurjónsson og Jón Vestdal. Komið hefir til orða að bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafjelagsins tæki að sjer útgáfu á ritsafni þessu. Islensk jarðfræði í öndvegið. Þegar kemur til sjergreina ritanna munu ýmsir hinir erlendu visinda- menn, sem skoðað hafa Heklugosið, leggja sinn skerf til málanna. 1 grein sem nýlega birtist i „Aftenbladet“ í Höfn er sagt frá samtali, sem blað þetta hefir haft við jarðfræðinginn Noe Nygaard um Heklugosið og hið væntanlega vísindarit. Þar segir hinn danski jarðfræðing ur m. á.: Árangurinn af hinu síðasta Heklu gosi verður m.a. sá, að gefið verður út alþjóðlegt vísindarit, um eldfjallið er mun gera það að verkum, að upp frá því verður Island talið ein aðal- stöð jarðfræðinnar. Það er eðlilegt, segir hann ennfremur, að slíkt vís- indarit verði gefið út á Islandi. Því eldfjallarannsóknir hafa á undanförn um árum farið fram á Hawai i hol- lensku Indíum og ó Vesiiviusi. En íslenskar rannsóknir eiga að vera hlið stæðar þeim sem fara fram á þess- um stöðum Hekla er eitt af merki- legustu eldfjöllum í heimi. Og hinir ungu íslensku vísindamenn, sem unn ið hafa að rannsóknum á gosinu eru mjög duglegir. Noe Nygaard sagði ennfrcmur, að þáttur hans í hinni væntanlegu bók um Heklu yrði sá, eð hann skrifaði um rannsóknir á hinum eldri hraun- um, sem runnið hafa frá Hekiu, efna samsetning þeirra og aldursákvarðan ir. Hann sagði, að menn teldu, að hægt sje að rekja aldur hraunanna 5—6 þúsund ór aftur í tímann. Að endingu sagði hann að vísinda menn þeir, sem ynnu að Heklubók- inni, hefðu mikinn óhuga og ánægju af verki því, ekki síst vegna þess, að Heklurannsóknirnav munu að þessu Ieyti skipa Islandi þann sess, sem því ber, en það er öndvegið. Til álitsauka fyrir íslenska , vísindamenn. I 1 blaðaviðtali þessu minnist Ny- gaard jarðfræðingur einmitt á það sem mestu skiftir fyrir íslenska jarð- fræðinga sjerstaklega, en um leicí þjóðina alla. Að Heklurannsóknirnatl ög það vísindarit, sem gefið verður út um gosið og Heklu yfirleitt, ó acS verða til þess að sanna fyrir vísinda-c mönnum um allan heim, að hjer á landi sjeu duglegir visindamenn, veí hæfir til þess að rannsaka jarðfræði landsins og leggja sinn skerf til vís-< indanna. Verður þetta til styrktar og álíts- auka fyrjr vísindamenn okkar og þjóð ina yfirleitt. Eitt með öðru, seni sannar fyrir umheiminum, að við eig um skilið að heita og vera sjálfstæð menningarþjóð. Nú fyrir skömmu hefir verið ákveS ið að reisa hjer veglegt náttúrugripa safn, og velja hæfustu menn til þess að veita því forstöðu. En í sambandi við safn þetta, verður að vera reki« sjálfstæð vísindastarfsemi, og safniði sem menningarstofnun, verður aS afla sjer álits meðal vísindamaniia. Heklurannsóknimac og þau rit, sem gefin verða út um þær, verða til þess að auka hróður íslenskra jarð- fræðinga og gej-a þeim auðveldaraí fyrir, en ella, að treysta samböncl sin við vísindamenn um ger-vallan heim. Og þeir eiga, eins og próf. Noa Nygaard segir, að þoka Islandi upp i það öndvegi, sem þvi ber meðal ekl- fjallalanda. — Tjekkóslóvakía Frh. af bls. 1. svo um að knattspyrnumeim bregðist ekki hlutverki því, sem þeir geti unnið innan hins nýja þjóðskipulags! Það er dr Cepicka, hinrt kommúnistiski dómsmálaráð- herra nýju stjórnarinnar, sem stendur fyrir framkvæmda- nefndunum. Vesturveldin. Eins og þegar hefur verið skýrt frá, fara Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn ekki dult með það, að þeir álíti stjórnar- riiyndun kommúnista að öllu leyti ólýðræðislega. Ólíklegt er þó talið, að lönd þessi slíti stjórnmálasambandi við Tjekkó slóvakíu, en stjórnmálaritarar telja þó mjög athyglisvert, hversu skjótt vesturveldin hafa í þetta skipti brugðið við. Hitler og kommúnistar. Einstakir stjórnmálamenrt hafa og gert atburðina í Tjekkó slóvakíu að umræðuefni, meðal annars Herbert Morrison, for- seti neðri deildar breska þings- ins, Sagði hann í ræðu í kjör- dæmj sín'u í dag, að fregnirnár undanfarnst daga hefðu komið illa við alla unnendur frelsis- ins, enda minnti atburðarásin sorglega á aðferðir Hitlers fyrir stríð. Hjer væri verið að reyna að grafa undan frelsi Tjekka, en mennirnir sem að því ynnu, lytu stjórn erlends herveldis. «'\ Stúdentar. Tjekkneskir stúdentar hafa gengið harðast fram í að mót- mæla ofbeldisaðferðum komm- únista. Hafa' nokkrir stúdentar verið handteknir í þessu sam- bandi, en einn særðist í gær, ei’ lögreglan skaut á hann. Hreinsun er þegar hafin inn- an háskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.