Morgunblaðið - 27.02.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. febrúar 1948. KENJA KONA (Cftir Een .y4m.ee WilL icunó 19. dagur 3. Isaiah Poster. I. Þegar Isaiah Poster kom aft- ur til Bangor frá Ohio árið 1817 var þar dreifð bygð og íbúar ekki nema um eitt þús- und. En Isaiha sá að furuskóg- arnir í Maine mundu verða gulluppspretta, ekki síst fyrir Bangor, því að alt timbrið mundi verða flutt niður fljótið og sagað í sögunarmyllum þar. Hann var sannfærður um það , að Bangor mundi stækka og hann flýtti sjer því að kaupa lönd þar, til þess að geta selt þau aftur sem byggingarlóðir. Hann keypti líka skógarspild ur upp með ánni og varði til þess ágóðanum af verslun sinni og ágóða af timburþjófnaði, sem hann ljet álíka menn og Tim og Ned framkvæma fyrir Hann fór mjög dult með alt þetta í fyrstu, og eftir því sem árin færðust yfir hann varð það venja hjá honum að fara dult með öll fyrirtæki sín og helst að vera á bak við aðra. Hann keypti lóðir og skóga undir annara manna nöfnum og enginn vissi að hann átti þá pema verkstjóri hans. Hann átti líka þrjár sögunarmyllur í Old Town, sem gengu undir nöfpum annara. Eftir því sem hann auðgað- ist fóru viðskipti hans í vöxt. Einu sinni í júní 1827 taldi hanp sextíu og fjögur flutn- ingaskip á ánni og voru öll í trjáviðarflutningum. Þá sá hann að þarna Var fyrirtæki, sem hann hafði vanrækt, og hann byrjaði þegar að kaupa hlutabrjef í skipurn og láta smíða ný skip, en dreifði á- hætt.unni svo kænlega að eng- in hætta var á að hann tapaði. Þannig teygði hann klærnar í allar áttir og hirti gróðann af timburversluninni alt frá því að trjen voru feld í skógunum upp með ánni og þangað til viðurinn var kominn á mark- að í Boston. Hann var nú án efa orðínn einhver ríkasti mað ur um þessar slóðir. II. Isaiah var á besta aldri þeg- ar hann kom frá Ohio. Hann var lítill maður vexti, með þunnar varir og skeggkraga undir hökunni frá eyra til eyra. Eftir því sem árin færðust yfir hann gránaði þessi skeggkragi, en hárið datt af honum svo að hann var nauðsköllóttur. Þess vegna var hann altaf með svarta kollhúfu á höfði til að hlífa sjer fyrir kulda. Tenn- urnar misti hann smám sam- an og eftir því sem þeim fækk- aði eftir því varð hann inn- myntari. Hann bygði sjer verslunar- ' hús við Poplar Street og íbúð- arhús þar rjett hjá. Heimilis- fólkið var ekki annað en hann sjálfur, Ephraim sonur har.s og kona, sem var nefnd frá Wetz- el. Hún var tólf árum yngri en Isaiah, bústin kona og kjark leg.. Hún hafði gerst ráðskona hjá Isaiah skömmu eftir að hann misti konuna í Ohio, og vinnukonur hennar voru ekki lengj að semja hinar Ijótustu sögus af sambúð þeirra. Það er ilt að heita strákur og vera það ekki, og þess vegna lofaði hún Isaiah oft að sofa hjá sjer, ekki af því að henni þætti hót vænt um hann, heldur til þess að hefna sín. Það var einn föstudagsmorg- un fáum árum eftir að þau komu til Bangor, að hún kvart- aði um að hrollur væri í sjer. Daginn eftir leið henni ver. Isaiah stakk þá upp á því að sækja Rich lækni, en frú Witz el vildi miklu heldur að sótt- ur væri maður, sem Nathaniel Oak hjet. Það var skottulækn- ir, sem var nýlega kominn til Bangor, en hafði unnið sjer á- lit og hylli kvenþjóðarinnar í ríkum mæli. Þegar Oak hafði skoðað frá Witzeí, velti hann vöngum góða stund og ráðlagði svo uppsölumeðal. Hann sat yf ir hejmi alla nóttina og gaf henni inn uppsölumeðal á klukkutíma fresti. Um morgun inn var hún nær dauða en lífi. Isaiah mótmælti harðlega þessari lækningaaðferð: „Þjer drepið hana ef þjer haldið þessu áfram“, sagði hann. „Hún þolir þetta ekki. Hún kastar upp öllu innvolsinu áður en lýkur“. En læknirinn sagði aðeins: „Þetta er alveg bráðnauðsyn- Iegt_, herra Poster. Svo er mál með vexti að frú Wetzel hefir einhvern tíma á ævinni tekið inn ópíum og það situr fast í henni ennþá. Þetta meðal sem jeg gaf henni er til þess að ná ópíumeitrinu úr henni. Þegar mjer hefir tekist það, þá mun henni snarbatna“. Isaiah vissi auðvitað ekkert um kvenlega sjúkdóma og það var bví ekki um annað að gera fyrir hann en þegja. Og skottu Ikænirinn dreif enn meira af uppsölumeðali í frú Wetzel. Svo fann hann upp á því að hún þyrfti að fá sjóðandi bakstrá. Hann deif rekkjuvoð ofan í sjóðandi vatn og ljet Isaiah svo hjálpa sjer til að vefja hana innan í þetta. Þetta varð að gerast hvað eftir arm- að, en bó með svo mikilli gætni að hún skaðbrendist ekki. Þessú hjeldu þeir áfram þangað til svitinn bogaði af an'dliti og höndum frú Wetzel, sem út úr stóðu, og hún var við að kafna. Þá fleygði læknirinn rekkju- voðinni og helti ísköldu vatni yfir sjúklinginn. Riett á eftir tróð hann ofan í hana spönskum pípar. „Þetta þarf að gera“, sagði hann við Isaiah, „til þess að halda við hitanum innvortis á meðan maður kælir hana út- vortis. En það er pkki vogandi að láta spanska piparinn vera lengi niðri í henni því að hann getur brent hana upp til agna“. Hann gaf því hinni deyjandi konu nýjan skamt af uppsölu- meðali og þegar það hafði hrif ið tók hann til yið heitu bakstr ana aftur. Hann hjelt þessu á- fram látlaust þangað til á máiiudaginn að hún gaf upp andann. Isaiah var dasaður eft ir alt þetta, ekki svo mjög vegna þess að hann sæi eftir ráðskonunni, heldur vegna þess að hann skyldi hafa tekið þátt í þessum lækningaaðferðum. Það liðy margar vikur áður en hann hafðj náð sjer. • III. Jenny var sjö ára gömul þeg ar Isaiah kom til Bangor, og vegna þess að búð hans var svo nærri heimili hennar, urðu þau Ephraim sonur hans brátt kunnug. Hann var fáum árum yngri en hún. Henni þótti ákaf- lega gaman að því að koma í búðina, en Isaiah var illa við að þau krakkarnir væru að flæk|ast þar og hann rak þau út með harðri hendi. Aftur á móti geðjaðist frú Wetzel mjög vel að Jenny, eins og flest- um konum öðrum. Og þegar þau voru rekin út úr búðinni voru þau því vön að flýja til hennar. Varð Jenny brátt heimagangur þarna. Andúð Isaiah gegn henni fór fljótt af. Þótt hann vairi orð- inn fimtufur, fann hann það brátt að honum geðjaðist vel að henni. Honum varð meira að segja illa við Tim út af því hvað Jenny þótti vænt um hann. Hann rjeði því Tim til sín, aðallega til þess að geta skipað honum fyrir verkum og til þess að mega skamma hann án bess að eiga það á hættu að hinn stóri maður rjeðist á sig. Þegar tækifæri gafst til þess að gera Tim öreiga, greip Isaiah það fegins hendi. Síðan vandi hann Tim á drykkjuskap og hpnum var sönn ánægja að sjá hvernig hinn hrausti og þrekmikli maður varð að skjálf andi drykkjuræfli. Þegar áður en frú Witzel dó var Isaiah farinn að gera gæl- ur við Jenny. Hann bauð hana velkomna í búðina og gaf henoi sælgæti, tók hana á knje sjer og bað hana að kalla sig frænda. Þegar hann skipaði Tim að fara upp með ánni í viðarþjófnaðinn, en Tim ' bar því við að hann gæti ekki skil- ið Jenny eina eftir, þá bauð Isaiah að hún mætti vera heima hjá sjer, og hjá honum var hún. Þá var frú Wetzel dáin og frú Hollis komin í hennar stað. Jenny svaf í herbergi frú Wetzel og borðaði með þeim Isaiah og Ephraim. Og Isaiah var mikil ánægja að því að hafa hana hjá sjer. Seinna, þeg- ar Jenny varð að sækja föður sinn dauðadrukkinn í búðina á kvöldin, slóst Isaahi í för með þeiim, gekk öðru megin við Tim og hnipti í hann, og hjáip aði svo Jenny til að afklæða hann þegar heim var komið. Hafði hann sjerstaka unun að því að hjálpa Jenny við að draga af honum skóna og lepp- ana. Eftir því sem Jenny þrosk- aðist fjekk Isaiah meiri og meiri girnd til hennar. Hanp komr.t að því að Ephraim var líka farinn að gefa henni hýrt auga, og þá komst hann að þeirri niðurstöðu, að mál væri komið til þess að Ephraim sæi sig eitthvað um í heiminum, og sendi hann til Harward há- skóla. Eftir það var Isaiah hálfgerð ur einstæðingur, því að frú Hollis svaf heima hjá sjer á hverri nóttu. Han nsvaf því einn í húsinu og oft hugsaði hann þá um það að gaman hefði nú verið að því að hafa Jenny hjá sjer. ____ _ Ef Loftur getur þaS ekki — Þá hver? OSKABRUNNURINN Eftir Ida Moore, 22. hefur þjónað mjer vel og dygg\lega“, sagði drottningin við Gulfót. Það liðu ekki margar mínútur áður en þær komu aftur, og var sjálf drottningin í fylgd með þeim. Stebbi hafði aldrei á sinni lífsfæddri ævi sjeð neitt eins íagurt og drottninguna. Hún var í sægrænum kjól, samlit- um smarögðunum í hári hennar. Hún brosti vingjarnlega framan í hann, þegar Gulfótur útskýrði fyrir henni, hvernig hann hefði fundið lyklana. „Þjer verður launað fyrir þetta“, sagði hún, og sneri sjer því næst að föngunum tveimur. „Jeg vona, að þið látið dvöl ykkar hjer ykkur að kenningu verða“, sagði hún, og losaði þá báða við keðjumar. Svo klappaði hún Gulfót brosandi á öxlina. „Ef jeg á að segja þjer alveg eins og er, Gulfótur, þá var jeg farin að verða þreytt á frænda þínum. Mjer er það þess vegna ánægja að afhenda þjer aftur lyklana". Gul- fótur tók við lyklunum, og hneigði sig um leið eins virðu- lega og hann gat. „Auðmjúkur þjónn yðar hátignar", sagði hann, og notaði spariröddina. — Pabbi, jeg gerði þetta til þess að geta verið jafnnálægt ykkur báðum við borðið svo þið þyrftuð ekki að vera að rífast út af því. ★ — Er mjer óhætt að trúa þjer fyrir leyndarj^áli? — Já, vissulega, jeg er eins þögull og gröfin. — Jæja, það stendur svo á hjá mjer núna, að jeg þarf nauðsynlega að fá fimmtíu kall lánaðan. — Þú þarft ekkert að óttast, jeg skal láta sem jeg hafi aldrei heyrt þig minnast á það einu einasta orði. ★ — Jeg skal sannarlega kenna þjer að kyssa dóttur mína, sagði faðirinn fokvondur, er hann kom að ungum manni í faðm- lögum við hana í eldhúsinu, og reiddi upp hnefana. •— Þú skalt engar áhyggjur hafa út af því, jeg kann það, svaraði sá ungi. ★ Joseph Chamberlain var heið ursgestur borgar einnar í Bret lan<ji og var honum haldið þar samsæti. Er nokkuð var liðið á kvöldið, sner.i borgarstjórinn sjer að Chamberlain og sagði: — Eigum við að láta fólkið, skemta sjer svolítið lengur eða viljið þjer kanske halda ræðu yðar strax. ★ Tveir feður, sem eiga syni sína í skóla, ræðast við. — Þegar jeg fæ brjef frá syni rr.ínum, sagði annar, verð jeg altaf að leita á náðir orða- bókarinnar. — Þegar jeg fæ brjef frá mínum syni, sagði hann, verð jeg altaf að leita á náðir banka bókarinnar. Frá Hollandi og Belgíu frá Amsterdam 11. mars. frá Antwerpen 13. marz. EINARSSON, ZOÉGA & Co ?h.t. 4 Hafnarhúsinu, Símar 6697 & 7797 \ . \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.