Morgunblaðið - 27.02.1948, Blaðsíða 6
G
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 27. febrúar 1948.
Út|t.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.).
Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson
Auglýsingar: Ám. Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsiagar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið 75 aura me8 Lesbók.
Málað andlit
ÞAÐ ER alkunna að sumar konur, sem komnar eru af blóma
skeiði eyða í það miklum !tima og fje að sljetta úr andliti
sínu með því að bera það litum, ef ske kynni að það mætti
verða til þess að gera þær eftirsóknarverðari.
Framsóknarflokknum er svipað farið og þessum konum á
örvæntingarárum. Þegar mikils þykir við þurfa og meiri-
háttar pólitískir dansleikir standa fyrir dyrum reyna foringj
ar hans að sljetta andlit gömlu Framsóknar og gera það
ofboðlítið geðþekkara en það raunverulega er.
Á nýafstöðnum miðstjórnarfundi gerðu limir Framsóknar
gömlu uppreisn innbyrðis. Kenndi hver öðrum um ógæfu-
iegar framtíðarhorfur. Hermanni Jónassyni þótti lítill mann-
dómur í kvennahlutverki Eysteins í ríkisstjórn, en Eysteinn
taldi sig hafa bjargað miklum matarforða fyrir hálfsoltna
bitlingahjörð. Þakklæti óbreyttra liðsmanna beindist í ýmsar
áttir. Allir voru þó sammála um nauðsyn þess að stofna nýj-
an flokk því maddama Framsókn mundi ekki getað lifað
öllu lengur í núverandi gervi sökum margvíslegs krank-
leika.
Orræði hinna sundurleitu afla varð svo það að slá striki
yfir misfellurnar og bera fagra liti yfir hið hrukkótta andlit
maddömunnar.
Það er sú mynd, sem birtist í Tímanum s.l. mánudag og
ber heitið „stjórnmálaályktun". Lítur myndin svo glæsilega
út að enginn viðvaningur á sviði stjórnmálanna mundi þekkja
að Framsókn gamla gæti dulist undir svo fögru skinni. —
Væntanlega verður þessi mánudagsmynd ekki til mæðu.
En svo illa vill þó til að kunnugir menn sjá í gegn um farð-
ann. Augnabragðið leynist þeim ekki þó málarinn hafi gert
það torkennilegt.
Nú þykist sú gamla ætla að „hefta óhófseyðslu fjármuna
og vinnuafls og koma á heilbrigðri fjármálastjórn ríkisins,
bæja- og sveitafjelaga".
Hún segist ætla að „stuðla að almennri velmegun og efla
þegnskap, þjóðrækni og fjelagslyndi".
Utan stjórnar og í stjórnarandstöðu segist hún ætla að
verða „ef rangt sje stefnt í meginatriðum“ að hennar dómi.
Um allt þetta má segja að „batnandi manni sje best að
3ifa“ því allt er þetta í æpandi ósamræmi við líferni Fram-
sóknar á meðan hún lifði við betri heilsu og var yngri að
árum.
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur gleymst að
nefna eignakönnunina og eignaaukaskattinn meðal afrek-
anna. Má vera að það bendi til afsláttar af hálfu Eysteins
Jónssonar því honum ber heiðurinn af þeim happasælu hug-
myndum. Er líklegt að sumum flokksmanna hans hafi eigi
þótt áhrif þessara tiltekta giftusamleg á verðbrjefamarkað-
inn, lánsfjárstarfsemina eða sparnaðarviðleitni almennings.
Nýsköpun alla segist gamla konan hafa viljað styðja og efla
og á því hafi hún einnig mikinn hug framvegis. Sýnir það
gleðilegan vott um iðrun og afturhvarf því allur landslýður
minnist þess greinilega að tvö fyrstu ár nýsköpunarinnar
barðist hún af alefli gegn allri nýsköpun atvinnulífsins, svo
sem togara- og vjelskipakaupum, verksmiðjubyggingum, inn-
flutningi vinnuvjela o. s. frv. af því að ekki var fullnægt
hennar meginkröfu, lækkun kaupgjalds og vöruverðs, áður
en tækin væru pöntuð. Er virðingarvert að nú skuli vera
kominn nokkur lyftingur í maddömuna í þessum efnum. En
þeir, sem þekkja ævisögu hennar, vita, að ef hún hefði fengið
að ráða, hefðu ennþá engin nýsköpunartæki verið keypt
eða. pöntuð. — Framleiðslugeta þjóðarinnar væri alt að
helmingi minni en hún nú er. Andvirði tækjanna, sem keypt
hafa verið, hefðu orðið að eyðslueyri i innanlands ófriði.
Framleiðslutæki, sem pöntuð Væru nú mundu fást eftir 3—4
ár við miklu hærra verði og yrðu að eins keypt fyrir láns-
íjel Dýrtíðin væri auk þess sú sama eða jafnvel meiri en
liún er nú.
Nei, Það hefur tekist illa fyrir Framsókn gömlu þegar
hún fór að mála sig. 1 gegn um andlitsfarðann sjest í hina
ótútlegu skorpinskinnu. Málningin er ekki nógu þykk.
verp
ÚR DAGLEGA LlFINU
Umbúðaskortur.
MIKILL skortur er á um-
búðapappír hjer á landi og er
ekki útlit fyrir, að úr rætist
að neinu verulegu leyti í
bráð. Enda er rjettara að eyða
gjaldeyrinum í eitthvað þarf-
ara en pappír til umbúða ut-
an um vörur, sem venjulegast
er skotist með milli húsa.
Ástandið er orðið ákaflega
erfitt í þessu efni í mörgum
verslunum og þó sjerstaklega
kjötverslunum. Þar eru vörur
seldar, sem ekki er hægt að
setja utan um nema nýjan og
ónotaðan pappír, en öðrn máli
gegnir með sumar aðrar vöru-
tegundir, sem oft er óþarfi að
vefia í umbúðir.
Einn af kjötsölum bæjarins
sagði mjer í gærmorgun, að
hjá sjer væri ástandið það al-
varlegt vegna umbúðapappírs-
skorts, að hann sæi ekki fram
á ar.nað, en að hann neyddist
til að loka verslun sinni, ef
ekki rættist úr, eða viðskifta-
vinirnir aðstoðuðu hann.
•
Fólkið getur hjálpað.
ALMENNINGUR getur hjálp
að mikið til að bæta úr um-
búðapappírsskortinum, einkum
með því að hafa með sjer um-
búðir sjálft, t. d. körfur, eða
þar til gerða hentuga poka. í
rauninni ætti hver einasta hús-
móðir að eiga slíkt innkaupa-
ílát og margir eru þegar farn-
ir að nota þau og gefst vel.
Það er ólíkt þægilegra, að
halda á mörgum pökkum með
því að setja þá í körfu, eða poka
en að vera með lausa pakkana.
Og það sem mest er um vert
eins og stendur á, það sparar
umbúðapappír.
Mikið verðmæti í
súginn.
ÓHEMJU MIKIÐ verðmætí
fer hjer árlega í súginn fyr-
ir umbúðapappír. Tugir þús-
unda í erlendum gjaldeyri.
sem hægt væri að nota til ann
ars og nauðsynlegri hluta fer
þannig til einskis.
Og ekki er pappírinn notað-
ur vel, eða nýttur. Það sjest
í sorpílátum bæjarins, sem
venjulega eru full af papppír
og meira, en af matarleyfum
og öðrum úrgangi.
Á þessu sviði er vissulega
hægt að spara meira en gerí
er og óvíða í heiminum mun
vera farið eins illa með um-
búðapappír og hjer nema ef vera
kynni í Ameríku. -— Umbúða-
pappír þekkist ekkj í þeirri
mynd, sem hann er notaður
hjer í Evrópulöndum og hefir
ekki verið til síðan fyrir strið,
Það er því um hreint óhóf
að ræða, sem ætti að leggjast
niður.
•
Væri hægt að nýta betuv.
ANNARS má það furðulegt
teljast, að ekki skuli vera kom
in hjer upp stofnun, sem nýt-
ir úrgangspappír. Það hljóta
að vera tiltölulega einfaldar
vjelar, sem þarf til þess.
En nú þegar er mikið tal-
að um, að nýta beri sorp í bæn
um og gera úr því peninga.
Ætti að hugsa um úrgangspapp
írinn um leið.
Tekið vel untlir.
VIÐSKIPTANEFNDIN tók
fljótt er vel undir þá uppá-
stungu, sem borin var fram í
þessum dálkum, að auglýsa
bæri hið nýja og góða fyrir-
komulag' hjá nefndinni í sam-
bandi við viðtalstíman. En
nefndin hefir eins og áður er
sagt tekið upp þann sið, að þeir
sem vilja tala við nefndarmenn
fá númer og eru svo teknir
inn eftir röð.
Heppilegt var það og hjá
nefndinni, að hafa sjerstakan
viðtalstíma fyrir utanbæjaf-
menn, sem nú geta gengið að
honum vísum og hagað ferðum
sínum hingað til bæjarins eftir
því.
Það er vel þegar opinberar
stofnanir taka ábendingum og
vilja hafa störfum sínum þann
ig að sem þægilegast fyrir al-
menning.
Hiálpsöm Reykja-
víkurbörn.
LNÝJU KVENNABLAÐX .er
skýrt frá hjálpsemi drengs hjer
á götu í Reykjavík dag nokk-
urn er hált var á götunum og
erfitt var að fóta sig. Þessi
ungi drengur í sögunni hjálp-
aði konu og leiðbeindi henni
að komast yfir götu.
Sannleikurinn er sá, að slík
atvik koma daglega fyrir hjer
á götunum, að börn og ungling
ar sýna hjálpfýsi og kurteisi.
En hað er sjaldan sagt frá slík-
um atvikum. Þau þykja ekki
í frásögur færandi, eins og
óknyttirnir. — En það á ein-
mitt að segja frá því, sem vel
er gerL ekki síður en hinu, sem
miður fer. Það örvar unglinga
til bess að gera eitthvað gott.
Mætti haida sögum um góðu
börnin meira á lofti en geit
hefir verið.
Þessir d.álkar vilja gjarna
stuðla að því, að slíkar sögur
komist til eyrna almennings
með því að birta stuttar sögur
um hjálpfýsi, eða fallega fram
komu Reykjavíkurbarna. Er>
ef einhverjir vildu senda slík-
ar sögur verður að fylgja nafn
og .heimilisfang heimildar-
manns þótt að sjálfsögðu verði
nöfn ekki birt, ef annars er
óskað.
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
----s-| Eftir G. /. A. I ——--—--------- -,.4
Hifier og frú eru enn í irjeftunum
SKOMMU eftir að Hitler og
Eva ljetu splæsa sig saman í
Berlín og — eða svo er haldið
að minsta kosti — frömdu
sjálfsmorð innan um rústir
þýsku höfuðborgarinnar, birt-
ist í bandarísku blaði skopmynd
af hjúunum, þar sem þau stóðu
saman við Niagarafoss og dáð-
ust að þessu furðuverki skap-
arans. Skopteikning þessi kann
að hafa farið ofan garðs og
neðan hjá ýmsum, en grínið við
hana átti að vera það, að Nia-
garafoss er sá staður í Banda-
ríkjunum, sem frægastur er fyr
ir heimsóknir nýgiftra hjóna.
• •
FURÐUFREGNIR
Enda þótt lítill sem enginn
/afi sje á því, að Hilli einræð-
sherra og frú sjeu jafn dau?
g G.öring sjálfur, berast altaf
>ðru hvoru fregnir af því, að
lskendurnir sjeu bráðlifandi á
inum eða þessum staðnum
'ftast fylgir það sögunni, að
Tilli dúsi við það dag og nótt
1 leggja á ráðin um endurheimt
gu nasistaveldis síns og Eva
tla Hitler sje honum hin trygg
ta eiginkona.
• •
SÚ BESTA
Ein frjettin í þessum dúr kom
fyrir allöngu síðan frá Argen-
tínu, en þar áttu einhverjir að
hafa'sjeð einræðisparið. Þuc
fylgdi fregninni, að þýskur kaf
bátur. hefði flutt hjónin til
Argentínu skömmu eftir upp-
gjöf Þýskalands, og að Eva
hefði verrið klædd karlmannsföt
um, þegar hún steig á strendur
fyrirheitna landsins.
Þetta. með karlmannsfötin
hennar Evu er annars svo af-
káralegt, að það eitt ætti að
nægia til að'gera frjettina að
sæmilegri skopsögu: Eva Braun
sem sáralítið var vitað um í
Þýskalandi og annarsstaðar,
gengur dulbúin, en eiginmað-
Sumir segja að Hitler og F.va
sjeu í Argentínu.
urinn, sem jafnvel negrarnir {
Congo hljóta að kannast við af,
myndum, strunsar upp og nið-
ur Argentínustrendur með yf-
irskegg og allt tilheyrandi.
Nema þá að þeim, sem „frjet.t-
ina“ skrifaði, hafi láðst að geta
þess, að einræðisherrann hafi
sjálfur verið dulbúinn, og bá
væntanlega í einhverjum kiól-
anna hénnar Evu.
• •
HUNDALÍF
Sannast að segja er þó ekk-
ert leiðinlegt að stytta sjer
stundir með því að velta fyrir
sjer, hvernig búskap heria og
frú Hitlers mundi háttað, hefði
þeim auðnast að komast burt
frá Berlín og fá inni einhvers-
staðar í Evrópu. Fáir munu
neita því, að líf þeirra mundi
vera sannkallað hundalíf. Jeg
hugs^ mjer þetta eitthvað á
þessa leið:
Hitler er búinn að raka af
sjer skeggið og klístra það
miklu af olíu í hárið að það
hangir ekki beint fram á nef-
ið á honum. Hann og Eva búa
í kiallaraherbergi í Hamborg,
en Jyar hefur einræðisherrann
tekið unn fyrri iðju sina og
reynir að hafa ofan af fyrir sjer
með því að mála. Efa fjeg styðst.
hjer við „frjettina" fyrnefndu)
Framh. á bls. 8.