Morgunblaðið - 27.02.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. febrúar, 1948r j ■aa 4 Meða! annara orða Frh. at bla. 8. erj í illa pressuðum karlmanns föjtum, en Hitler í gragnum kjól með tötralegt refskinn um hálsinn. ÞÁTTUR EVU OG HITLERS Hitler: Eva, jeg held að jeg fari að gefast upp á þessu öliu saman. Eva: Hvað* áttu við. Hilli minn? Hitler: Nú, það er þessi kjól- drusla til að byrja með. Póst- beraófjetið reynir.að kyssa mig í hvert skipti sem hann kem- ur, og um daginn gerði bresk- ur dáti tilraun til að taka míg á löpp .... sagði að jeg hefði eitthvað svo tryllandi augu. Nei, jeg held jeg þoli þetta ekki öllu lengur, Eva mín. Eva: En það er þó betra eji að láta hengja sig, Hilli minn, elskan . Hitler: Betra! O, nei! Jeg er búinn að hálfhengjast á hverj- um degi yfir öllu þessu bölv- uðu kartöfluáti. Kartöflur, kar- töflur, ekkert nema kartöflur! Þú veist að jeg er jurtaæta af allra fínustu tegund og hefi altaf verið jurtaæta af allra, fínustu .... A hvað ertu að glápa? Eva: Pflsið þitt er missítt. Hitler: Ha! Þjer ferst, sem ert að missa niður um þig bux- urnar. En komdu með póst- kortaskammirnar, það er best að reyna að selja eitthvað af þeim. Ekki svo sem að jeg geri mjer miklar vonir um að heppn ast það. Eva: Og hvers vegna ekki, Hilli minn? Hitler: Hversvegna ekki, seg ir hún! Já, það var einmitt það! Hversvegna ekki! Hvað á jeg oft að þurfa að segja þjer það, manneskja, að fólkið þver neitar að kaupa af mjer? Það er ekki lengra en síðan í gær að ósvífinn strákur fleygði í mig kortunum með þeim um- mælum, að þau væru næstum eins Ijeleg og þessi, sem Hitler hefði málað á sínum tíma! Nei, Eva, jeg held jeg fari að gef- ast upp á þessu ölhr saman. I Samlagni ngarv jel | Rafknúin VICTOR samlagti- | ingarvjel, sem ný, til sölu, ef | viðunandi boð fæst. Tekur °9 S milj. — Tilboð með tilgreindu | verði sendist í pósthólf 341 hið | fyrsta. f - FINIML4IMD Frh. af bls. 7. hefir hann aðállegá látið hand- taka Eistlendinga, sem hafa flú- ið til Finnlands frá Eislandi, en það er hernumið af Rússum, sem kunnugt er. Þetta fólk hefir allt verið dæmt, á þeim forsendum, að það hafi svikið Rússland. — Bersýnilegt er, að þetta hefir ver ið g?rt samkv. fyrirskipunum frá Moskvu. En englhn hefir enn getað sagt um það með neinni vissu, hvert sambandið er á milli Valpo og NKVD i Rússlandi. Kommúnistar og fóstbræður þeirra í Sameiningunni, ráða nú yfir 51 bingsæti af 200. Líklegt er, að þrátt, fyrir hinn sleitulausa áróður þeirra og alla peningana, sem kommúnistar í Finnlandf hafa yfir að ráða, muni þeir missa nokkur af þingsætum sín- um í næstu kosningum. Ein á- stæðan er sú, að þrátt fyrir alla kommúnistana, sem eru í stjórn- inni, hefir henni ekki tekist að uppfylla öll loforð sín. Þá er Finnum sífeit að verða það ljós- ara, eins og fólki víðast hvar í Evrópu, að kommúnisminn er ekki fögur hugsjón, heldur of- beldisflokkur, sem bindur alla, er játast honum, við Moskvu, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Það er líka dálítið * spaugi- legt, þegar Rússar ætla að • fara að gerast lærifeður Finna í þjóð- fjelagsumbótum, þareð Finnar eru langt á undan þeim í öllum slíkum málum. Það hefur samt sem áður eng- in áhrif á styrkleika Rússa í Finn landi þó þeir tapi nokkrum þing- sætum. Rauði herinn við finnsku landamærin verður eftir sem áður sterkasti þátturinn í sam- búð Finna og Rússa. Auk þess eru andstöðuflokkarnir klofnir og skortir þar mjög á öfluga for- ustu. Með ítökum sínum í verka- lýðssamtökunum hafa kommún- istar vald til þess að koma á alls herjarverkfalli Þeir hafa þannig umráð yfir áhrifamesta stjórn- mála yopninu í Finnlandi. Rík- isrekstri hefir þegar verið komið á á ýmsum sviðum. Allsherjar- verkfall myndi lama allt athafna líf þjóðarinnar og gæti auk þess haft þær afleiðingar, að Finnar yrðu á eftir áætlun með skaða- bótagreiðslur sínar til Rússa. Og Rússar hafa hótað þungum refs- ingum, ef þeir ekki stæðu í skil- um með vöruafhendingar sínar. Finnar hafa þegar greitt 42% skaðabóta sinna. Finnar áttu að greiða Rússum sem svarar 300 milj. dollurum í skaðabætur á 8 árum. Þeir hafa þegar greitt meira en 42% af þeirri upphæð á 3 árum þrátt fyr ir það, að fjárhagur þjóðarinnar hefir verið mjög bágborinn vegna þess að Rússar hafa gert sífeldar kröfur um vjelar og stálfram- leiðslu á hendur Finnum, en þeir hafa aldrei áður framleitt slíkt svo að nokkru nemi. Ástæðan til þess, að Rússar hernámu ekki Finnland, er aug- sýnilega sú, að með því að gefa Finnum núverandi „frjálsræði“, geta þeir framleitt meira fyrir Rússa og staðið betur í skilum með skaðabótgreiðslur en ella. Ef þeir hefðu- hernumið landið hreinlega, er hætt við að þeir hefðu ekki átt mikilli samvinnu að fagna þar. Þess vegna gefur Rússland Tauno Tainio frjálsræði að nafninu til og fær finnskar framleiðsluvörur í staðinn og Finnland verður þægilegur sýn- ingargluggi á bak við silkitjald. Leiðrjetting í FRÁSÖGN Mbl. í gær af bæj- arráðsfundinum, þar sem sam- þykt var að framselja h.f. Júpí- ter smíðasamning að fimta bæj- artogaranum höfðu slæðst inn þessar missagnir: 1. Það eru fjórir togarar, en ekki þrír, sem Reykjavík á í smíðum í Englandi. Bæjarstjórn in ákvað í október s.l. að selja einn þessara togara. 2. Hinn umræddi togari verð- ur ekki tilbúinn í sumar, held- ur á næsta vetri, og er sá síð- asti af bæjartogurunum. 3. Það er misskilningur, að h.f. Fylkir hafi afturkallað um- sókn sína, eins og í greininni stóð. ( Austin 8 | : Vil kaupa vel með farinn, lít- 1 | ið keyrðan Austin 8. — Til- j | boðum sje skilað á afgr. blaðs- | = ins fyrir helgi, rnerkt: „Gott r | verð — 448“. luminiHiiiHiinmingiiHnmiiiiiiiHtnnnnnwmw HHiiMHmiinHmiHniininiiiiinnuiiHiiniimmiiii | Ungur maður | sem sjeð hefir um hótel í 2 ór | og reykir hvorki nje bragðar | áfengi óskar eftir þjóns- eða | kokkstöðu á sjó eða landi. — | Tilboðum sje skilað á afgr. = blaðsins fyrir mónaðarmót, Minningarorð um Slgrfói Bjamadóttur 1 DAG verður til moldar bo.in Sigriður Bjarnadóttir er andaðist að heimili sínu, Bergstaðastræti 34, þann 17. þ.m. — Sigríður heitin var fædd að Miðengi í Grimsnesi 25. júlí óríð 1875. Foreldrar hennar voru Bjaini bóndi Sigurðsson, Einarssonar bónda að Gölt í Grímsnesi og kona hans Guðbjörg Þórðardóttir bónda á Hömr um í sömu sveit. Þau hjón áttu ex börn og var.Sigríður Ingunn yngst þeirra. Er Sigríður heitin var fimm ára fluttu foreldrar hennar til Reykja víkur. Faðir hennar bygði ásaint Sig urði bróður sínum Bræðraborg er enn stendur, og éttu þau hjón bar heima eftir það. Sigríður heitin ól allan aldur sinn hjer í bæ. Árið 1905 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Ágústi Eirikssyni skósmið frá Sólheimum i Hrunamannahreppi. Þau hjón eignuðust ekki börn,' en kjördóttur áttu þau, Guðbjörgu Lihil, urðu fyrir þeirrl þungu sorg að missa hana átta ára gamla árið 1914. Jafnan var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Hús þeirra stóð opið fyrir hinum stóra ættingja- og vina- hóp. Þau tóku oft að sjer börn og unglinga til lengri eða skemri dvalar og annaðist Sigríður heitin þau sem væru þau hennar eigin börn. ' Með Sigríðú.heitinni er horfin ein af þeim myndarkonum er voru full- trúar hins besta í þeirri kynslóð sem nú er að hverfa. Heimili hennar var fyrirmynd að myndarskáp og reglu-> semi og hún mótti í engu vamm sitt vita. Þau hjón voru einkar samhent í öllu. Sigríður heitin var hrein og bein í allri framkomu og sagði jafn- an skoðun sína 'án manngreinarálits. Henni fylgdi ætíð glaðværð þar sem hún kom. Hún var trygg í Jund og raungóð, en fyrirleit hverskonar flysj ungshátt og ómensku. Margir munu þeir vera, sem eiga hugljúfar endur • minningar fró heimili þeirra hjóna og minnast með söknuði húsmóður- innar i litla snotra húsinu með fall- ega blómagarðinum við Bergstaða- stiginn. J. B. BEST AÐ AUGLfSA í MORGUNBLAÐUW | merkt: „Duglegur 5,00 —447“ niHiiunifiiiiiiMiimifiiaHiiiiunmiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiu fimm mínútna krossgáfan SKÝRINGAR Lárjett: — 1 þáttur — 6 eld- ur — 8 eins — 10 tónn — 11 yfirhafnir — 12 ending — 13 mynt — 14 lipur — 16 ílát. Lóðrjett: — 2 fyrstir — 3 vikublaðið — 4 eins — 5 lik- amshluti — 7 ræfla — 9 fugl —10 skip — 14 íþróttafjelag — 15 fyrir utan. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 stela — 6 ána — 8 au — 10 ee — 11 skáldið — 12 ku — 13 R. JJ. — 14 enn — 16 lydda. Lóðrjett: — '2 tá — 3 Eng- land — 4 la — 5 vaska — 7 leðja — 9 uku — 10 eir — 14 ey — 15 N. D. I Dívan | 5 2ja manna til sölu. Tækifæris- | : verð. — Uppl á Suðurgötu 18, 1 { i : Hafnarfirði (Prentsmiðjunni). | i iinimniiiiniiiiiiiiiiiiniiimiiimiiimimiiiiiiiiiiHim* | Kdpa | Svört kápa með ref á ermum, i : til sölu, miðalaust, Máfahlíð' \ = 22, 1. hæð. tiiiiiiiiiiiiiniiifiiiiiiiiiiiiHiiiiiiimiNiiimiimumuHMH 14ra manna [ bíl! i óskast til kaups. — Uppl. í £ í sima 7340 kl. 12—1 og eftir | ! kl. 5. 1 1 r I X-9 FWIL, W0W DID NOU LEARN THAT I HAP TAKEN AN A^lóNMENT? m M: mnm & I SAW N0U AT TWE OROJID CLU0 TONIGHT í rr COULPN'T HAUE 0EEN COiNClDENCE, £0 I CUMBED ON TH6 L0N6- Dl^TANCE WIK6... /' THE FRONT OFFICE V TOLD A1E THAT NOU WER6 ÚATHEP1N6 0ACKÖROUND EVIDENCE ON "HAND£" gROWNWELL, ^UEPECTEC OF 1NTER5TATE LARCENV AND RAOCETEERIN6 Effir Robert Sform PHIL, I DIDN'T TELL THE OFFICE THAT I KNEW V0U.0R THAT WE WERE IN L— ... THAT l£, WE'LL 60INTO TH.AT 'S LATER, WILDA! RlöHT NOW WE'VE 60T TO P00L OUf? FFFORTf?, PECAUEE fKTH 01- Uý. ARE AFTER ‘Th'.t man ; Wilda: Hvernig vissurðu að jeg vann hjá lögregl- unni, Phil? Phil: Jeg sá þig á Orkiduklúbbnum í kvöld og vissi að það var ekki af tilviljun, svo jeg hringdi á yfirmann lögreglunnar til þess að vera viss. Copr. 1947, King Fcati Þar f jekk jeg að vita að þú værir að grenslast eftir fortíð Fingralangs, sem þegar er grunaður um ýmis- konar glæpi. Wilda: Ekki segja yfirmönnunum að við þekkjumst eða að við vorum einu sinni ást . . . Það er að segja að við . . . Phil: Við skulum tala um það seinna Wilda, en nú verðum við að vinna saman því við erum bæði á eftir sama manninum. finrmmiiimnniii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.