Morgunblaðið - 11.03.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. mars 1948. Il I t I Útsr.- H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.). Frjettaritstjóri:-ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ám. Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði inn&nlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura me8 Lesbók. Jan Masaryk EINN af mikilhæfustu og reyndustu stjórnrnálamönnum Evrópu, Jan Masaryk utanríkisráðherra Tjekkóslóvakíu er látinn. Tjekkneska þjóðin á á bak að sjá einum vinsælasta leiðtoga sínum. Jan Masaryk, sem var 61 árs að aldri hafði um áratuga skeið unnið að utanríkismálum þjóðar sinnar. Hann var um tíma sendiherra hins unga tjekkneska lýðveldis í London og síðan utanríkisráðherra í mörg ár. Hann var sonur fyrsta forsetá Tjekkóslóvakíu, Thomas Masaryk, sem fyrir þátt sinn í frelsisbaráttu Tjekka gegn austurríska keisaradæminu, varð þjóðhetja í landi sínu Masaryk yngri fetaði dyggilega í fótspor föður síns. Þegar nasistar lögðu land hans undir sig komst hann ásamt Benes forseta úr landi og settust þeir að i London, þar sem tjekk- nesk rikisstjórn var sett á laggimar. Varð Masaryk utan- ríkisráðherra útlagastjórnarinnar og önnur hönd Benes. Þessir tveir þjóðarleiðtogar höfðu forystuna í frelsisbar- áttu Tjekka gegn þýska nasismanum. Starf þeirra vakti al- heimsathygli og aðdáun. Heima í landi þeirra nutu þeir ein- róma álits og trausts. Hin kúgaða tjekkneska þjóð fylkti sjer undir merki þeirra. Utan lands síns naut Masaryk einnig mikillar virðingar. Áttu hinar mörgu útvarpsræður hans á útlegðarárunum í London ekki hvað síst þátt í því að afla honum vinsælda. Þrátt fyrir hina hógværu framkomu hans var rödd hans sú, sem þýsku nasistarnir hötuðu hvað mest. Þeir vissu að þrátt fyrir alt bann við notkun útvarpstækja í hinum hernumdu löndum hlustuðu miljónir manna á boð- skap hennar og fengu frá henni nýjan þrótt til þess að berj- ast gegn ofbeldinu. Þegar herveldi Hitlers hrundi saman eftir algeran ósigur nasismans komu þeir Masaryk og Benes heim til Tjekkósló- vakíu og var fagnað af miklum feginleik af allri þjóðinni. Masaryk varð áfram utanríkisráðherra. Síðan hefur hann gegnt þeim störfum og jafnan verið fulltrúi þjóðar sinnar á þingum Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann þrátt fyrir óhæga aðstöðu vegna setu sinnar í samsteypustjórn með kommúnistum, aflaði sjer mikils álits. Má óhikað fullyrða að hann hafi verið meðal fremstu nútíma stjórnmálamanna heimsins. Prúðmannleg og hógvær framkoma hans ásamt hinni einlægu trú hans og hollustu við lýðræði og mann- rjettindi vöktu á honum traust, hvar sem hann kom fram lyrir hönd þjóðar sinnar. En starfi þessa stjómmálamanns, sem helgaði líf sitt bar- áttunni fyrir frelsinu er lokið. Jan Masaryk framdi að sögn Pragútvarpsins sjálfsmorð með því að kasta sjer út um glugga niður á hellulagðar stjettir höfuðborgar sinnar. Þau tíðindi voru öllum frjálslyndum mönnum mikið hrygðarefni. En hverjar voru orsakir þess? Um þær þarf ekki að fara í neinar grafgötur. Tjekkóslóvakía hafði verið rænd því frelsi, sem Masaryk og Benes börðust fyrir. Biksvört einræðisstjórn haf^i með fáheyrðu ofbeldi hrifsað undir sig öll völd í landi þeirra. Alment var álitið að kommúnistar hefðu þröngvað Masa- ryk til þess að taka sæti í ríkisstjórn þeirra. Sú skoðun hefur nú verið staðfest. Lát hans er þyngsta ásökunin og kröftugustu mótmælin, sem borin hafa verið fram gegn framferði kommúnista í Tjekkóslóvakíu. En þessi mótmæli kostuðu líf eins ágætasta leiðtoga Tjekka. Mótmæli hans eru ekki aðeins mótmæli tjekknesku þjóð- arinnar. Þau eru ásökun allra frjálslyndra manna á hendur alheimssamtökum kommúnista, sem nú ógna friði og mann- helgi í heiminum. Engin staðfesting hefur fengist á því að sú fregn væri sönn, að Masaryk hafi framið sjálfsmorð. Ýmislegt bendir til þess að hún og sje uppspuni einn, og að hann hafi bvert á móti verið myrtur af mönnum, sem óttuðust vinsældir hans og áhrif meöal tjekknesku þjóðarinnar. Hvort sem það er hið sanna í málinu eða ekki er það þó víst, að hinir kómmúnistisku astækisnenn, sem hafa rænt. hana frelsi, bera alla ábyx’gð á láti hans. 1kltverji óbri^ari UR DAGLEGA Óþolandi mjólkurdreifing-. HINAR LÖNGU biðraðir við mjólkurbúðirnar hjer í bæn- um og öll tilhögun á afgreiðslu mjólkur til neytenda er með þeim endemum, að óvíða mun finnast í landi, sem vill kalla sig siðað þjóðfjelag. Húsmæður og börn verða að standa í biðröðum, oft tímum saman til þess að ná í mjólk- urdreitil til heimilisins. Mjólk in er,mæld úr kyrnum í brúsa og ílát, sem fólk hefir við hend ina og jafnvel þótt fylsta hrein lætis væri gætt í hvívetna fer ekki hjé, því að óhiLinindi kcmist í mjólkina. Það er skömm að þessu öllu saman. • Afturför. FYRIR 15—20 árum var hjer önnur tilhögun í mjólkuraf- greiðslunrþ. I«,í hafði einka- fyrirtæki dreifinguna á hendi o g var kominn sá myndarbrag ur á alla afgreiðslu, að til sóma var. Mjólkin var yfirleitt send heim til manna í luktum flösk um og alls hreinlætis gætt, eins og frekast er krafist, þar sem mál þessi eru í bestu lagi. Stjórnmálaerjur og klíku- skapur drápu þetta fjelag. í þess stað kom einokunarfyrir- tæki — mjólkursamsalan. — Síðan hún tók við hefir dreif- ing mjólkurafurða farið sí- versnandi hjer í bænum. Það er um mikla afturför að ræða og skaðlega. Mjólkin send heim í flöskum. MJÓLKURNEYTENDUR hjer í Reykjavík gera þá kröfu, að nú verði ekki lengur slegið úr og í hvað þessi mál snertir. Þeir vilja ekki lengur hlusta á afsakanir um vjelaskort og tækjaleysi. Þeir krefjast þess, að mjólkin verði send heim til neytendanr)a í tilluktum flöskum, eins og gert er hjá öllum siðuðum þjóðum. Það er ekki til neins að kenna um tappaleysi eða flösku- skorti. Það verður að hætta að dansa í Mjólkurstöðinni nýju og nota hana til þess, sem hún var upphaflega bygð fyrir. • Skítugu peningarnir. NÝJU peningaseðlarnir hafa ekkl verið í umferð nema í rúma tvo mánuði, en samt eru sumir þeirra orðnir svo óhrein ir, að engu er líkara en að þeir hafi verið í notkun árum sam- an og ekki farið um sem þrifa- legasjtar hendur. Það er furðulegt kæruleysi, sem almenningur sýnir pen- ingum, því meðferðir á þeim er fyrir neðan allar hgllur. Það er ekki þrifaverk, að vera gjald keri í banka eða stóru fyrir- tæki á íslandi. Menn vöðla peningaseðlum saman í vösum sínum og pen- ingaveski virðast óþekt fyrir- brigði nema hjá einstaka manni. Oheilnæmt. ÞÓTT EKKI sje jeg læknis- fróður maður, þá hika jeg ekki við að fullyrða að skítugir pen ingaseðlar sjeu hinir verstu sýklaberar og að menn myndu fara þriflegar með þá ef þeir gerði sjer almennt ljóst hver óþverri óhreinir seðlar eru. Þess utan eru peningaseðlar fjemæti, sem menn ættu að læra að fara vel með. Eitthvað mætti ávinna í þessu máli til hins betra með LÍFINU því að skólar brýndu það fyr- ir nemendum sínum, að fara hreinlega og vel með peninga- seðla. Það er hreinasta ómenning að bessum útbreidda sóðaskap. Pasíusálmar og danslög. ÞAÐ ER SIÐUR, sem mörg- um þykir vænt um, að lesið er úr passíusálmunum í útvarp- inu á föstunni. Þannig hefir það verið í nokkur ár og það sýndi best hve vinsæll þessi lestur er meða'l almennings, að er tekið var upp á því í vetur, að lesa Passíusálmana að morgni dags, komu svo mörg mótmæli frá hlustendum, að það varð að flytja lesturinn til kvöldsins á ný. En sagan er ekki þar með öll. Nú kvarta sumir yfir því, að rjett eftir Passíusálmalestr inum sje byrjað að leika dans- lög og fara með allskonar Ijett úð og grín í útvarpið. • Hentug tæki, útvarpstæki. HJER ER gengið feti of lan«t í tilfinningasemi. Þeir, sem hafa ánægju og einhverja sáluhjálparhressingu af því að hlusta á Passíusálmalestur geta gert það, hvað sem kann að yera útvarpað á undan.eða eftir þeim lestri. Viðtækin eru svo haganlega gerð, að það er hægt að loka þeim eða skrúfa fyrir eins og sagt er. Og þeir sem óánægðir kunna að vera með danslög á eftir Pasíusálmalestri þurfa ekkert að hlusta á slíkt. Þeir geta skrúfað fyrir og notið sinnar andlegu hressing ar í næði. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . MeS áslarjátningu um sig miðjan Einkennilegasta aðferðin til að tjá stúlkum ást sína kemur frá Ástra- líu. — ÞAÐ MUN hafa verið breska vikuritið Illustrated London News, sem á stríðsárunum skýrði frá einhverri furðuleg- ustu ;,ástarjé;tningunlTÍ“ sem sögur fara af. Einhver Breti hafði tekið sjer ferð á hendur inn í eyðimerkur Ástralíu og rekist þar á kynflokk, sem enn er á menningarstigi steinald- arinnar. Þetta eru lágvaxnir og grindhoraðir negrar, en| sem þrátt fyrir nekt sína og því nær algeran þekkin/garskort auð- vitað eru gæddir þeim mann- legu hvötum, sem meðal menn ingarþjóðanna venjulega enda í góðu eða slæmu hjónabandi. • • ÁSTARJÁTNINGIN En það var ástarjátning þess ara fugla, sem þó var óskiljan legust af öllum hinum óskilj- anlegu athöfnum þeirra. Negra greyin kunngera sem sagt vin um og vandamönnum eldheita ást sína til einhverrar stúk- unnar með því að reira belti um sig miðja! En máske þetta þurfi nánari skýringar við. Ástarprósessinn er þá eitthvað á þessa leið: • • STUNUR OG VAPP Einn lítill negrastrákur verð ur ákaflega skotinn í negra- steJpu. Hann byrjar að vappa í kringum hana meir en góðu hófí gegnir, gýtyr til hennar hörnauga öllum stundum ög líður að sjálfsögðu allar þær hjartakvalir, sem fróðir menn seg.ia að fylgi þessu sálará- standi. En hann tjáir stúlkunni ekki. ást sína. Hann stynur og byltir sjer svefnlaus á nótt- inr<i, hann Vappar og' gýtur hornauga, hann þylur alskon- ar bænir og særingar — en hon um kemur ekki til hugar að seg.ia stúlkunni hvernig kom- ið sie. I stað þess reirir hann belti um sig miðjan! o • ÁSTÆÐAN Negrastrákurinn gerir þetta, vegna þess að í kynflokki hans hefur það verið siðvenja frá aldsöðli, að auglýsa ást sína með því að binda belti um sig miðían. Og það skemtilegasta við bessa skemtilegu ástarjátn- ingu er það, að negrarnir geta með beltinu sýnt öllum þeim, sem á annað borð hafa áhuga á málinu, nákvæmlega hversu ástfangnir þeir eru. Þetta er of- ur einfalt: Því heitari sem ástin er, þvi fastar er beltið reirt um biðilinn. Þess má geta í þessu sambandi, að með grein inni í Illustrated London New’s fylgdi mynd af einum þessara furðulegu biðla. Hann hlýtur að hafa verið alveg óhemju ástfanginn. Bejtið hans skar hann næstum í tvo hluta. • • SKRÍTNIR „KOSSAR“ Annars eru það fleiri en þessf negrakynstofn í Ástralíu, sem nota einkennilegar aðferðir til að láta í ljósi ást sína og vel- þóknun. I New Zealand munu innfæddir þannig til skamms tíma hafa „kysst“ hvern ann- an með því að snúa saman nefj- um, og enn eru þeir staðir ekki fáir, þar sem heimasæturnar líta á það sem ófyrirgefanlega móðgun, ef biðlarnir borga ekki ríflega fyrir þær. — En mikið skelfing hlýtur vísitalan að vera há á þessum slóðum. r Urslilaleiur í meist- araflokki kvenna ÁRMANN og KR keppa í kvöld til úrslita í meistara- flokkj kvenna, þar sem fjelög- in skiluðu jöfnu, 2:2, eftir tví- framlengdan leik s.l. þriðjudag. Einnig fara fram úrslit í II. flokki karla og leikur í III. flokki karla. I gærkveldi fóru leikar þann ig í meistaraflokki karla, að Ármann vann Hauka með 32:9 og Fram FH með 17:15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.