Morgunblaðið - 24.03.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1948, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Vliðvikudagur 24. mars 1948* Goðtdoss er Imitsl skip og irítt PAÐ var áhrifamikil stunr g er nýi Goðafoss sigldi inn íl íteykjavikurhöfn á fimmtaR tímanum í gærdag. Þúsundir manna höfðu safnast saman við höfnina og um leið og hið nýja skip sigldi inn hafnar- mynnið þeyttu öll skip í höfn- inni flautur sínar, en skip Eimskipafjelagsins í höfninni voru skreytt hátíðaflöggum •og víða var flaggað í bænum, m.a. á flestum opinberum byggingum. Það var auðsjeð, að koma Goðafoss var við- burður í bæjarlífinu. Veður var hið ákjbsanlegasta er hið giæsilega, nýja skip lagðist að gamla hafnarbaklcanum, bjart veður og kyrrt og háflæði, svo skipið bar hátt. — Mátti iieyra á máli manna, að öll- um þótti það tignarleg sjón. Móttökur við Akurey. Goðafoss var væntanlegur á ytri höfnina klukkan rúmlega 2 v. h. Um það leyti lagði dráttar- báturinn Magni úr höfn og voru með honum stjórn Eimskipa- fjelags íslands, forstjóri fjelags- íns, blaðanrenn og útvarps og Lúðrasveit Reykjavíkur. Goða- foss haf ði staðnæmst útaf Akurey og þar mætji Magni skipinu. Var síðan haldið á ytri höfnina og lagst þar við festar um hríð á meðan gestir skoðuðu skipið, en fyrirfram hafði verið ákveðið að Goðafoss legðist uppað um 4 íeytið. Frítt skip og gott. Goðafoss var tígulegur á sjón- iim og ekki urðu gestir fyrir vonbrigðum er um borð kom. Þar var alt heldur betra, en lýsingar, sem þegar hafa birst af skipinu gáfu til kynna. Öllum, skipshöfn og farþegum bar saman um að skipið væri hið besta. Það hafði hreppt versta veður í hafi, eink- um frá Skotlandi, en reynst traust og gott sjóskip og voru allir ánægðir með ferðina. Hingað til hefir borið á því, að mótorskip titruðu og hristust talsvert er vjelar eru í gangi, en komist hefir verið hjá þeim ó- þægindum í Goðafossi og finst varla þótt vjelar þess sjeu settar í gang. Þá er svo haganlega Umbúið skrúfu skipsins. að þótt hún komi uppúr, eins og venja er þegar ilt er íjsjó, verður ekkert vart við þrýsting, því nýr útbúnaður er á skrúfunni, sem dregur úr snún- ingshraða hennar, sjálfvirkt, er hún kemur upp úr sjó og verða því engin óþægindi af þeim á- stæðum. Rúrngóöar vistarverur. Goðafossi hefir áður verið lýst hjer í blaðinu ítarlega og skal ekki endurtaka þá lýsingu hjer. Ea geta má þess, að vistarverur ■eru allar hinar rúmbestu, bjart- ar mjög og vel búnar húsgögnum. Hásetar og vjelamenn búa aft- an í skipinu, en aðrir skipverjar og farþegar miðskips. Þar er svo háttað, að innangengt er í öll herbergi og þaif aldrei að fara út á opið dekk. Sjerstakur sjúkraklefi er í skip inu og sjerstakur símaklefi, en bæði matsalur og reyksalur, eða setustofa farþega eru vistlegar í Letra lagi. Þá er rúmgott úti- dekk (Promenade). Búr fylgir matstofu yfirmanna og annara skipverja, en hrein- fcetisklefar eru á víð og dreif í «kipinu. Að öðrú leyti er skipið búið ■öl}um nýtísku tækjum siglinga- tíákninnar og til þæginda. 15 far- þégar voru með skipinu í þessari íyárstu ferð þess. I skipinu eru um l'SÖO smálestir af vörum og voru þar af 800 smálestir cement. Þúsundir Reykvíkinga fagna komu þess í ísienska höfn Emil Jónsson samgöngumála- ráðherra flutti Eimskip árnað- aróskir ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar ailrar. * Skipsijori sæmdur stóiriddarakrossi. Skipstjóri á. Goðafossiver hinn góðkunni sægarpur Pjetur Björns son, sem er elsíi starfandi skip- stjóri Eimskipafjelagsins og hefir verið í þjónustu þess í 30 ár. Á meðan beðið var á ytri höfninni sæmdi Matthías Þórðarson, for- maður Eálkaorðunefndar skip- stjóra stórriddarakrossi Fálkaorð unnar. Var hrópað ferfalt húrra fyrir skipstjóra að þeirri athöfn lokinni. Pjetur skipstjóri var sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar 1936. Pjetur skipstjóri ljet mjög vel yfir hinu nýja skipi og sagði, að það hefði reynst hið besta í alla staði. Hreppti skipið slæmt veður, sem áður segir og fjekkst reynsía fyrir, ac: það er hið besta skip og fer vel í sjó. Fyrstl maðnrinn, sem dró upp íslenska fánann. Þorvarður Bjórnsson yfirhaf- sögumaður sigldi Goðafossi í höfn. Hann sagði við mig á þessa leið: „Þetta er í senn einkennileg og skemtileg tilviijun, að Pjetur Björnsson skuli koma með fyrsta Eimskipafjelagsskipið eftir styrj- öldina og sem hefir svo tákn- ræna þýðingu fyrir nýsköpunina. Því það var einmitt Pjetur Björns son, sem íyrstur allra íslenskra skipstjóra dró íslenska fiaggið að hún á íslensku skipi, að vísu fjórum klukKustundum of snemma, en sá fyrsti. „Það var í Fieetwcod í síðasta stríði. Pjetur Björnsson var þá skipstjóri á „Borg“ og við lágum í Fleedwood. Jeg var þá annar stýrimaður hjá honum. Kiukkan 8 um morguninn skipaði hann svo fyrir að íslenski fáninn yrði dreginn að hún og var það gert. Er enskir embættismenn komu um borð spurðu þeir hvaða flagg þetta væri og svöruðum við því til að það væri íslenski fáninn. Ljetu þeir bað gott heita og heils- uðu því að herrrannasið“. Þetta sagði Þorvarður Björns- son, yfirhafnsögumaður. Lagst að bryggju. Eins og f-yr er sagt sigldi Goða- foss hinn nýi inn á Reykjavíkur- höfn laust eftir klukkan fjögur. Þegar skipin tóku að flauta til að bjóða hann velkominn varð ein- um farþeganum að orði: „Þetta er eins og á gamlárskvöld“. Mun nokkuð vera til í því, að með komu Goðafoss er gamalt tíma- bil að kveðia í sjóferðasögu okk- ar og nýtt að hefjast. Er landfestar höfðu verið bundnar ávarpaði Guðmundur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri mannfjölda á bryggjunni og er ræða hans birt á öðrum stað hjer í blaðinu. Að ræðu hans lokinni Ijelc lúðras/eitin, „íslands hrafn- istumenn“. Þá tók til máls Emil Jónsson samgöngumálaráðherra. Fagnaði ráðherrann komu Goðafoss og minti á nýsköpunina og kvaðst vona, að Eimskipafjelagið og ís- lensk skipafjelög gætu fullnægt allri flutningaþörf þjóðarinnar áður en langt iði. Að ræðu ráðherrans lokinni hrópaði mannfjöldinn ferfalt húrra en lúðrasveitin ljek þjóð- sönginn. Var þar með þessari hátíðlegu stund lokið. Goðafoss var kominn í íslenska höfn og hinu glæsilega skipi var fagnað af ailri þjóðinni, sem ósk- ar skipinu heilla og blessunar. f. G. Hannes Arnórsson yfirverkfræðingur 3n memoriam Pjelur Björnsson skipstjóri í brúarvæng ,,Goðafoss“. — Kommúnisfar Framh. af bls. 1 ar hefðu getað gert sjer vonir um viðskifti við. í fyrstu umferð í gærkvöldi talaði Jóhann Þ. Jósefsson fjár- málaráðherra og gerði grein fyrir niðurstöðutölum fjárlag- anna og ræddi viðhorf í fjár- málum þjóðarinnar. í annari umferð talaði Pjet- ur Magnússon fyrverandi fjár- málaráðherja. Benti hann m. a. á hversu blygðunarlausum ósannindum hefði verið reynt að dreifa út um star.f og stefnu fyrverandi ríkisstjórnar og hversu óhyggi- legt það hefði verið ef þjóðin hefði á þeim árum haldið að sjer höndum um uppbyggingu atvinnulífs síns. í síðustu umferð umræðn- anna talaði svo Bjarni Bene- diktsson utanríkisráðherra eins og fyr var sagt. Af hálfu annara stjórnar- flokka töluðu ráðherrarnir Stefán Jóhann Stefánsson, Em- il Jónsson, Eysteinn Jónsson og Bjarni Asgeirsson. Athyglisverðasta atriði þess- ara utvarpsumræðna var hin skýlausa yfirlýsing kommún- ista um að Islendingar verði að halla sjer að utanríkisstefnu kommúnista ef þeir ætli sjer að koma í veg fyrir að land þeirra og heimili verði lögð í rústir í nýrri heimsstyrjöld, sem þeir ógna almenningi með að sje að brjótast út. HANNES Arnórsson var fæddur 3, júlí 1898 að Hesti í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Arnór J. Þor láksson, prestur þar, og kona Lans Guðrún E. Jónsdóttir. Stúdent varð Hannes 1918, og cand polyt. 1926. Hann kvæntist 1937 Ethel Ingólfs dóttur og lifir hún mann sinn ásamt þrem sonum þeirra. Dóttur misstu þau unga fyrir nokkrum árum. Ævistarf hans var allt helgað vega- og brúarmálum þessa lands, og var hann skipaður yfirverkfræðingur við vegamálin árið 1946, eftir 20 ára starf. Hann Ijetst óvænt og snögglega þ, 19. þ.m. Nú eru þeir horfnir sjónurn okkar á fám mánuðum, og með stuttu milli bili, þrir: Einar, Þorlákur og Haaines. Sami sjúkdómur varð þeim öllum að fjörlesti. Allir voru þeir á besta þroskaskeiði ævinnar, og mikils starfs af þeim að vænta, hefði þeim orðið lengra' lífs auðið. Er það mikið al- vörumál þessari þjóð, hvað sjúkdóm ur þessi ber víða niður og verður gott til fanga. Allir þessir menn voru frábærir starfsmenn, hver á sinu sviði, og er þjóðarskaði að fráxalli þeirra. Hannes Arnórsson kom ungur í skóla og átti heimili hjá frænda sín- um, Jóni Þorlákssyni og hans góðu konu. Verða áhrif' þau, sem hann varð fyrir þar á mótunarárunum, vart metin til fulls, en engum kunnugum kæmi á óvart þó þau hefðu verið drjúg, og komið honum að haldi síð- ar í lífinu. Hitt er víst, að Jón mun hafa stutt hann til mennta, og er þá ekki ólíklega til getið, að hann hafi einnig verið honum ráðhollur um stöðuval. Minnist jeg þess, er Hannes sagði mjer að hann ætlaði sjer að leggja stund á mannvirkja- fræði, að mjer þótti það ofur eðlilegt, bæði vegna fóstra hans og ijálfs hans. Það, sem mjer fannst einkenna hann, allt frá okkar fyrstu kynnum, árið 1912, var traustleikinn og styrk urinn. Hann var afremdur að afli, bæði líkamlega og andlega. Ganga margar sögur af því meðal skóla- bræðra hans frá Hafnarárunum. Mun styrkur sá og traustleiki vera kynfylgja. Væri ekki ólíklegt, að þessir eðliskostir. ættu vel heima hjá manni, sem velur sjer það að lifj - starfi, að reikna út burðarþol og end ingu mannvirkja, enda er mjer það sagt af starfsbræðrum hans hjer heima, að þetta hafi glöggt komið fram í starfi hans. „Gáfaðri mann og betri verkfræð ing hefi jeg aldrei þekkt“, sagði einn starfsbróðir hans, verkfræðingur, við mig í fyrradag. Mesta starfsgleði mun hann nafa fundið í erfiðum úrlausnarefnum. Þau urðu honum íþrótt, sem átti við hann. Hann var og taflmaður góður og eins spilamaður. Hannes Arnórsson var skarpgáfað ur maður, en nokkuð hljedrægur. En þegar hann setti sjer að leysa ein- hverja þraut, þá var ekki við það komandi að gefast upp. Þetta oý.tdi sig þegar í skóla. Hannes var prúðmenni í fram- göngu, en hleypidómalaus, óálcitmn og óframur, sanngjarn og sáttfús, stiltur, jafnlyndur, og brá manna síst við óvænta atburði. Hann var skemmtilegur og ógleymanlegur fje- lagi í sinn hóp. En það, sem ein- kenndi hann mest, var traustleikinn, sem skein út úr hverju orði Jiant og athöfn, og rósemin. Hann va ákaflega vinsæll. Övildarmann munl hann engan hafa átt, hvað þá óvin, Hann var sjerstæður og óvenjulejj ur persónuleiki, sem aldrei gleymisí þeim, sem honum kynntust. Þegar við hekkjarsystkini lian.j komum saman í vor, á 30 ára ..túcj entsafmæli okkar, þlasir við okkud skarð í hópjjin og gleðina. En það eá sá hrollkaldi veruleiki, sem ekkerj þýðir að fást um. Arni Pjctursson. Benzínsparnaður Washington — Innanríkismála-* ráðuneyti Bandaríkjanna hefuri skorað á bandaríska bifreiðaeig- endur að fara sparlega með benzín. Telur að öðrum kosti ac3 skortur á benzíni geti orðið til- finnanlegur í sumar. til sölu — miðalaust Gretitsgötu 71, II. hæð. IIIIIIIIIIIIIIMllMHIIIIIIIIIIIIIimiflllllMimillMMMI’IHIIUt Vanur íl óskar eftir að keyra bíl. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl., merkt: „Vanur | — 260“. auHiiiiiMMiMiiiiiiiiiitiiiiiiMiiMiimiiimmmHmmiiiiti 11 solu íbúð, 3 herbergi og eldhús | í kjallara, í smíðum, Barmahlíð 37. — Upplýs- | ingar á staðnum. 5 Afvinnn Vantar mann vanan landbúnaðarvinnu, sem getur tekið að sjer bústjórn að Setbergi við Hafnarfjörð. —- Sjeríbúð. Uppl. í síma 9221. UMMMUl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.