Morgunblaðið - 24.03.1948, Side 6

Morgunblaðið - 24.03.1948, Side 6
6 í MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. mars 1948. Útg.: H.f.; Árvakur, Reykjayík. , '* Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræt.i 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í láusasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Nýr Goðafoss ISLENDINGAR fögnuðu í gær komu stærsta nýsköpunar- skips síns, Goðafoss hins nýja. Flota Eimskipafjelags Islands hefur bæst nýtt og myndarlegt skip. Er það hið stærsta þeirra, sem þetta nafn hefur borið. Nýi Goðafoss er fyrsta skipið, sem Eimskipafjelagið hef- ur látið smíða síðan að siðari heimsstyrjöldinni lauk. Koma þess til landsins er þess vegna merkur atburður í sögu ís- lenskra siglingamála. En við komu þessa nýja skips hlýtur gömlu Goðafossanna tveggja að verða minnst. Annar þeirra strandaði á unga aldri vestur við Strandir. Þar getur ennþá að líta ryðgaðar súðir hans í stórgrýttri fjörunni. Strandið var á sínum tíma mikið áfall fyrir siglingamál þjóðarinnar. En Eimskipafje- lagið eignaðist nýjan Goðafoss. Það skip var mesta happa- fleyta, sem sigldi hundruð ferða umhverfis landið og til út- landa. En örlög þess urðu að lokum þau að verða hræsvelg síðustu heimsstyrjaldar að bráð. Það var einnig mikið áfali. En stjórn Eimskipafjelagsins hefur af framsýni og dugn- aði stýrt þannig málefnum fjelagsins að það hefur reynst þess megnugt að eignast ný skip. Þess vegna hefur nú nýr Goðafoss bæst í flota þess, glæsilegt skip og traustbyggt. Islensku þjóðinni er það áreiðanlega ljóst, hversu þýðing- armikið það er fyrir hana að vera vel búin að skipum til siglinga umhverfis landið og til útlanda. Hún byggir eyland, sem er, þegar ræðir um sjóferðir, fjarlægt öðrum löndum. 1 siglingamálunum verður íslenska þjóðin fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. Það hefur sannast eins greinilega og verða má í tveimur heimsstyrjöldum og þá ekki síður í þeirri fyrri þegar Eimskipafjelagið var nýstofnað og hafði miklu minni flota á að skipa en nú. Siglingamálin eni þess- ari þjóð þýðingarmikið sjálfstæðismál. — Það hefur henni einnig verið ljóst allt frá því er hún gerði Gamla sáttmála við Hákon Noregskonung. En eitt atriði þess samnings var að konungur skyldi sjá um að nauosynleg sigling hjeldist til landsins. Nú semja Islendingar ekki við erlenda konunga um sigl- ingar til landsins síns. Þeir eiga sín eigin skip, sem sigla um heimshöfin og. færa varninginn heim. Hvert nýtt skip, sem bætíst í flota þeirra er merkilegur áfangi og mikill sigur í baráttu lítillar eyþjóðar til sjálfsbjargar. Takmarkið í siglingamálum okkar er að við verðum sjálf- um okkur nógir um skipakost til allra flutninga til og frá landinu. En lengra fram í timanum e.t.v. þó ekki í órafjar- lægð, eigum við annað takmark. Það er að hefja siglingar fyrir aðrar þjóðir og leggja grundvöll að nýjum og arð- vænlegum atvinnurekstri. Til þess hafa Islendingar að ýmsu leyti góð skilyrði. I eylöndum alast upp góðir og traustir sjómenn. Islenskir sjómenn standa erlendum starfsbræðrum sinum áreiðanlega ekki að baki. Það hafa þeir sýnt bæði á fiskiskipum sínum og á skipum verslunarflotans. En í sambandi við komu þessa nýja skips Eimskipafjelags Islands verður ekki komist hjá að minna á þær deilur, sem á undanfömum árum hafa staðið um þá ráðabreytni fje- lagsins að leggja á það allt kapp að efla nýbyggingarsjóði sína til endumýjunar skipum sinum. Allir hinir svokölluðu vinstri flokkar hafa gagnrýnt þá stefnu harðlega. En hvemig hefði þjóðin staðið að vígi nú, ef Eimskipa- fjelaginu hefði verið bannað að safna fje til skipabygginga og skipakaupa? Hún hefði engin ný skip sjeð sigla til landsins til þess að bæta úr samgönguerfiðleikum og flutningaþörf sinni. Nýi Goðafoss hefði ekki lagst við bryggju í Reykjavík í gær, ef stefna þessara gagnrýnenda Eimskipafjelagsins hefði fengið að ráða. Stjóm Eimskipafjelagsins valdi þá leiðina, sem raunhæf- ust var. Hún safnaði í sjóði af arði stríðsáranna og keypti fyrir sjóðina ný og glæsileg skip. Þessum skipum mun verða íagnað á hverri einustu íslenskri höfn, sem þau koma á. — Koma þeirra þýðir bættar samgöngur, au*na sjálfsbjargar möguleika. Þess vegna bjóða allir Islendingar hinn nýja Goðafoss velkominn og áma honum fararheilla, hvar sem ieið hans liggur. \JiLverji iLripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Skcmtunaryfirvöldin í skammarskróknum. SKÖMTUNARYFIRVÖLDIN eru í skammarkróknum hjá kvenfólkinu þessa dagana. Á- stæðan er sú, að vefnaðarvöru- miðnarnir eru látnir falla úr gildi um nsestu mánaðamót. Þetta segja konurnar að sjeu hin mestu ólög og komi hart niður á mörgum heimilum. Flestir höfðu vonast til, að skömtunarmiðarnir myndu all ir gilda úr skömtunartímabil- ið, sem er sex mánuðir. En nú er helmingur vefnaðarvöru miðanan ónýtur, ef þeir eru ekki notaðir fyrir mánaða- mótin. Það hefir lítið fengist af vefnaðarvöru frá því um ára- mót og það litla, sem hefir komið hefir verið rifið út og þeir setíð að vörunni, sem best an hafa haft tíma til að fara í búðirnar og hanga í biðröð- um. Kaupa eitthvað út miðana. ÞAÐ MUN líka hafa bofið á því undanfarna daga, að fólk hefir flýtt sjer að kaupa eitt- hvað. jafnvel það, sem það hef- ir ekki not fyrir, einungis til að nota skömtunarmiðana. Með þessu fyrirkomulagi verður ekki annað sjeð, en að fólki sje þröngvað til að kaupa- ein- hverja vitleysu og varla getur það verið tilgangur skömtun- aryfirvaldanna. Vefnaðarvöruskamturinn ætti að gilda alt árið til þess að almenningur hefði full not af sínum skamti. Það er síður en svo líkindi til þess, að fólk myndi kaupa meira af vefnað- arvöru fyrir það, en ólíkt þægi- legra og rjettlátara væri það. Er ekki hægt að breyta þessu ennbá? Óskabarn þjóðar- innar. EIMSKIPAFJELAGIÐ á rík itök í hugum almennings hjer á landi. Það sást best í gær er Goðafoss hinn nýi kom í höfn. Á undanförnum mánuðum hefjr komið fjöldi nýrra skipa til landsins og þeim hefir ver- ið fagnað vel að vonum. En þegar nýtt Eimskipafje- lagsskip kemur er uppi fótur og fit í bænum. Allir vilja sjá hið nýja skip og fagna komu þess. Eimskipafjelagið er enn í dag óskabarn þjóðarinnar og verður það vonandi um ókom- in ár. Eimskipafjelagið er snar þáttur í sjálfstæðisbaráttu okk ar. Það var m. a. stofnun Eim- Skinafjelagsins og skip þess, sem sýndu okkur að við gátum staðið á eigin fótum. Velkominn Goðafoss og heill fylg.i þjer og Eimskip. • Vörusvik. í ÁVAXTA- og grænmetis- leysinu reynir fólk öll ráð til að útvega sjer og bæta fá- brevtta fæðu með einhverju, sem það telur að sje holt og bæti úr fjörefnaskorti þeim, sem er í íslenskri fæðu. Þegar ávaxtasafi kemur á markaðinn er hann rifinn út til þess að gefa börnum og bæta mat þeirra. En því miður er það sjaldgæft að í verslun- um hjer í bænum fáist ekta ávaxtasafi. Hinsvegar eru seld allskonar gerviefni á flöskum og við því væri í sjálíu sjer ekkert að seg.ia, ef kaupandanum væri gert það ljóst, að um gerfi- efni sje að ræða. En þegar reynt er að fela þá staðreynd ef bað ekki annað en vöru- svik. sem kcma verður í veg fyrir. • Aðalairiðið falið. UM HRÍÐ hefir fengist hjer í bænum lögur á flöskum. Á flösku.m þessum stendur með .stórum stöfum ,,Ávaxtasafi“, eða nánar tiltekið úr hvaða ávexti safinn er. Þetta þykir heldur en ekki fengur. En svo þegar betur er að gáð stendur á flöskumiðanum, undir stóra Ávaxtasafanafn- inu. með litum stöfum, sem varla sjást ,,Artiíicial“ en það er enska nafnið fju-ir „gerfi- efni“. Þetta orð skilja ekki allir og ekki hægt að ætlast til þess. Það verður að gera kröfur til, að begar um gerfiefni er að ræða, þá sje það gefið til kynna á íslensku og með það stóru letri, að það sjáist. Ann- að eru svik við kaupendur. • Páskaegg og barnahjálp. ÞAD VERÐUR lítið eða ekk ert um páskaegg í ár. Bættur sje skaðinn, mun einhver segja og hafa nokkuð til síns máls. En í brjefi til mín er komið með góða hugmynd og hún er sú, að þeir, sem vanir eru að gefa páskaegg láti andvirði þeirra renna til barnahjálpar- innar. Þetta er ágæt tillaga, sem hjer með er komið á fram- færi. | MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . | jr"—■>—■■—■■—»—»-j Eflir G. J. Á. —>———»—»—»—»—■■—»—>*■—■>■—■»■—»—■■—»—»—»—■■—»—■■—■■—»—<* VirðimgarverSur áhugi ferðaskrifstofunnar Fagurt landslag cg góð- ur beini getur verið gcysivcrðmæt „útflutn- ingsvara“. ÞAÐ ER ENGINN vafa á því, að ferðaskrifstofa ríkisins nýtur almennt þess álits, að þar sjeu áhugasamir starfs- menn á ferðinni, menn, sem hafa mikinn hug á því að kynna landið okkar og kynna það vel og rækilega. Eins og einn mað ur ofðaði það við mig um dag- inn: Þeir vinna þó fyrir laun- unum sínum, þessir. Margþætt starfsemi ferðia- skrifstofunnar ber þessum um mælum vitni. Maður þarf ekki annað en líta á sýningu henn- ar í skemmuglugga Haraldar Árnasonar, til þess að gera sjer grein fyrir því, að ef nokkuð skortir á hjá þessari ríkisstofnun, þá er það að minnsta kosti ekki áhugi og góður vilji. • e SKORTIR TÆKI Hitt er svo annað mál, að Ferðaskrifstofuna mun vanta ýmis af þeim tækjum, sem nauðsynleg eru til þess að gera starfsemi hennar sem fjöl breyttasta og árangursbesta. Hún mun þannig ekki enn eiga kvikmyndasýningarvjel, en hef ur orðið að fá vjelar að láni, sjer til mikils óhagræðis, auð- vitað, og margvíslegra leið- inda. Og ekki eru húsakynni í menn munu velta fyrir sjer hennar á þann veg, að þau í skemtiferð til útlanda, að þeim sjálfu sjer sjeu líkleg til að fá útlendinga til að trúa því, að hjer sje þægilegt að ferð- ast og dveljast. 0 0 VERÐUR AÐ AUGLÝSA En hvernig svo sem búið er að bessarj stofnun hjer í höf- uðstaðnum, leikur það ekki tveim tungum, að kynningar- starfsemi fyrir út'Jmdinga á að geta orðið geýsimikilsverð- ur liður í gjaldeyrisöflun okk ar. Það er nú einu sinni svo, að það verður að auglýsa vör- una, og það skiptir engu máli hvort hjer er um að ræða þvottaduft eða Heklu gömiu. Það verður að segja útlend- ingunum frá því, hvað hing- að er að rækja, og það verður að gera það svo rækilaga. að það hverfi ekki með öllu inn- ekki komi Sviss í hug. Og að Svisslendingar sjeu ekki ein- ir um þetta, má meðal annars marka af því, að Gunnar Stef- ánsson, einn af starfsmönnum Ferðaskrifstofunnar hjerna, skýrði mjer fyrir nokkru frá því. að jafnvel norsku ríkis- járnbrautirnar hafi upplýsinga skrifstofu í London. 0 0 EKKI GLATAÐ FJE Ekki%er að efa, að margir íslendingar óttast það, að fje það, sem varið er til prentun- ar á heimildarritum um land og bjóð og sem síðan eru gefin úr landi, sje glatað fje. Prentun er yfirleitt dýr og arður auðvit að ,.óáþreifanlegur“, þar sem upplýsingarit þessi eru látin þeim stqfnunum og einstakl- ingum ókeypis í tje, sem þess æskja. En hinu má heldur ekki ari um hina geysivíðtæku aug- lýsingastarfsemi arinarra þjóða. * <• CNNUR LÖNÐ Syisrlendingum og mörgum öðrum þjóðum er ban.nig löngu glevma, að hverjum einasta út- lendingi, sem sjer þessa ritl- inga, kemur ísland í hug að minnsta kosti, næst þegar hann fer að leggja á ráðin um skemti ferð utan heimalands síns. orðið ljóst. að íagurt landslag og góður beini getur verið geysiverðmæt „útflutnings- vara“. 03 fáar eru þær höíuð- !FJÓRAR milljónir tjekkneskra borgir áreiðanlega í heiminum, j verkamanna voru neyddir til að sem ekki hafa svissneska upp- jvinna kauplaust síðastliðinn lýsingaskrifstofu, en árangur- j sunnudag, „til þess að minnast inn af þessu er svo sá, að íáir ' valdatöku kommúnista“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.