Morgunblaðið - 28.04.1948, Side 1

Morgunblaðið - 28.04.1948, Side 1
JANNA isiands erSsndís . - UTANRÍKISRÁDUNEYTIÐ hefir- tilkynt, að eftirtöldum mönnum hafi verið veitt við- urkenning, sem i æðismerin Is- lands eriendis: í Aarhus: Olaf Lyngbye, Clementstorv 17. í Aalhorg: Niels Erik Christ- ensen, Ved Stranden 7, Aal- borg. í I?ou!ogne snr Mer í Frakk- landi: Robert Mcsset, 15, Rue Charles Butor. Sími 1003, 1004, 1005. í Marscille, Frakklandi: Alf Jochumsen, 15—17 Rue Moliere Símar D. 17-57, D. 76-14 og D. 39-38. Glæsilepr sigur De Gasperi Róm í gærk’veldi. 1 ÚRSÍ/ITATÖLUR hjeðán úr Rómaborg voru birtar í dag. Alcide de Gasperi, forsætisráð herra og foringi kristilega lýð ræðisflokksins, hlaut 185,778 atkvæði, Togliatti, kommúnista foringinn, hlaut 97,328 atkv. og Sósíalistaflokkur Nennis fjekk 57,020 atkv. — Reuter. George VI. Bretakommgur og Elizabeth drottning áttu 25 ára hjú- skaparafmæli á mánudaginn var, eins og getið hefur verið í frjett- um. Þessi mynd var tckin af konungshjónunum í tilefni brúðkaups- afmælisius. Breta vantar sjálfboðaliða. ÞAÐ ER BÚIST við að breska stjórnin muni reyna að fá alt að 100 þúsund sjálfboðaliða til þess að vinna við breskan iðn- að í sumar. Verður fólk þetta aðallega látið vinna við land- búnaðarvinnu, námuvinnu og baðmullarvinnu. — Reuter. Kommúnisfar fá ekki úfvarp- Úlvarpsráð samþykkir að annast sjálfl dagsskrána. KOMMÚNISTAR fá ekki að nota Ríkisútvarpið til áróð'urs fyrir sig 1. maí, eins og þeir höfðu vonast eftir. Hafði stjórn Alþýðu- sambands íslands farið fram á að fá að ráöa ræðumönnum þenna dgg og dagskránni, en á fundi útvarpsráðs í gær var samþykt svofeld ályktun varðandi útvarpsdagskrána 1. maí: „Með því: 1) að kominn er í ljós svo alvarlegur ágreiningur innan Alþýðusambands íslands um 1. maí, ekki hvað sist um það, á livern hátt og al' hverjum dagsins skuli minst í ríkisútvarpinu, að vonlaust má teljast að há- tíðahöldin verði sameiginleg — og með því: 2) að í crindum þeim sem stjórn Alþýðusambands íslands hefur lagt fyrir rikisútvarpið nieð fyrirhug- aðan flutning fyrir augum 1. maí er áróður, sem ekki samrýmist hlutleysisskyldu útvarpsins, sjer útvarpsráð ekki fært að veita stjórn Alþýðu- sambandsins nein sjerrjettindi til þess að minnast 1. maí í útvarpinu og ákveður að annast sjálft að öllu leyti dagskrána þennan dag.“ Ályktun þessi var samþykt með 3 atkvæðum gegn 1 (komm- únistans). Einn útvarps-ráðsmaður. (Sigurður Bjarnason alþing- ismaður) er fjarverandi úr bænum. Bretar og Banda- ríkjamenn semja Washington í gærkv. OPINBERAR fregnir hjer í dag herma, að nýl. hafi komið hingað fulltr. bresku stjórnarinn- ar til þess að ræða við Fore- stall, landvarnarmálaráðherra j Bandaríkjanna, um sameigin- lega baráttu Breta og Banda- ríkjanna gegn Rússlandi, ef svo færi að Rússar gerðu árás á þá, einhversstaðar í" Evrópu. Ennfremur hermdu fregnirnar að samningur þessi hefði verið undirritaður í dag, — Reuter. » Gyðingar skipuleggja - heri sína ' Tilldgur um alþjéðalðgreglu. j Lake Success í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FULLTRÚI FRAKKA í vernda.rgæsluráði Sameinuðu Þjóðanna, Garreau, bar í dag fram tillögu þess efnis, að 1000 manna al- j þjóðaiögreglulið yrði sent til Jerúsalem, til þess að vernda börg- i ina. Creech Jones, nýlendumálaráðherra Breta, sagði, að ekki ; myndi hægt að vernda Jerúsalem, nema því aðeins að vopnahlje kæmist á í Palestinu. — Frá Tel Aviv herma fregnir, að Haganah, varnarher Gyðinga, og hersveitir Irgun Zwai Leumi hafi sam- einast undir eina herstjórn. Mun Haganah því taka þátt í bar- •iögunum við Jaffa, þar sem her Irgun Zwai Leumis hefur banst undanxarna þrjá daga. Frá Cairo herma frjettir, að í Arabaríkj- nnum sje stríðsundirbúningur nú í algleymingi og sje ætlunin að gera innrás í Palestínu þaðan er Bretar láta af umboðsstjórninni 15. maí n.k. Ennfremur að Egyptaland hafi sent her að landa- mærum Palestínu og hyggi á innrás n.k. föstudag. — Þá hafa ckki enn verið staðfestar fregnir um, að Abdullah, konungur Trans jórdaníu, hafi sagt Palestínu stríð á hendur. Samninganefnd fil SKIPUÐ hefur verið nefnd til viðræðna um viðskiftamál við Dani. í nefndinni eiga sæti Sveinn M. Sveinsson, forstjóri, Finnur Jónsson alþingismaður, Óli Vilhjálmsson forstjóri í Kaupmannahöfn og sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, Jak- ob Möller. Þeir Sveinn M. Sveinsson og Finnur Jónsson fara flugleiðis í dag með flugvjel AOA til Kaup mannahafnar. Órói einnkennir finnsk stjórnmál Helsingfors í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. YAJO LEINO, finnski innanríkisráðherrann, flutti útvarpsræðu hjer í dag. Leino, sem er kommúnisti, sagði m. a.: „Það er ein- hver órói, sem hefur einkent finnsk stjórnmál undanfarið, og gætir hans á öllum sviöum stjórnmálalífsins. Þessi órói og hið óeðlilega ásiand, sem hann hefur í för rriéð sjer, er eitthvað ann- að og meira en venjulegur forleikur almennra kosninga (en kosn- ingar eiga að fara fram í Finnlandi í júlí n.k.). Það kunna ein- hverjar óeirðir að vera í aðsigi. Sosiali Demokrati, málgagn'®-------------------------------- sosial-demokrata hjer, skýrði Lögreglan á verði frá því á sunnudaginn, að komm Þá var skýrt frá því hjer í únistar hefðu haft á prjónunum ráðagerðir um að steypa stjórn- inni af stóli, meðan á samning- unum við Rússland stóð. Leino neitaði því, að nokkur fótur væri fyrir þessari staðhæfingu blaðsins. dag, að lögreglan hefði í gær- kvöldi verið á verði gagnvart tilraunum ,,ofstækismanna“ til þess að ná á sitt vald hernaðar- vörumter Finnlandi ber að senda til Rúsklands samkvæmt friðar- sáttmálanum. Lögregluliðið sje skipað sjálfboðaliðum. Verndargæsluráð S. Þ. hefir nú til umræðu tillögu Garreau um alþjóðalögregluliðið. í til. lögunni segir, að lögregluliðið skuli skipað sjálfboðaliðum og ráði þjóðerni engu um það, hverjir verði valdir í það —■ nema, að eins og nú standa sakir, sje auðvitað ekki hægt að taka sjálfboðaliða frá Palestínu. —• Liðið skuli vera undir stjórn eins manns, er valinn verði þeg ar í stað. Sagði Garreau, að Sameinuðu Þjóðirnar yrðu a. m. k. að koma Jerusalem til hjálpar, þó að ógerlegt rejmd- ist fvrir þær að hjálpa Pale- stínu í heild. — Sagði hann ennfremur, að lið þetta yrði að vera vel vopnum búið og bar fram fyrirspurn um það, hvort Bretar myndu ekki fáanlegir til þess að láta því eftir eitt- hvað af vopnum sínum, er þeir hjeldu á brott úr Palestínu. — Creech Jones svaraði því til, að hann teldi það mjög senni- legt. Vilja bætta að berjast, en . . . . Fulltrúar Araba og Gyðinga tilkyntu varnargæsluráðinu í dag, að herir þeirra myndu fús- ir til þess að hætta bardögum í Jerúsalem, en báðir settu slíka afarkosti, að ósennilegt er að nokkurt samkomulag náist. Og þegar Garreau hafði hlýtt á kröfur fulltrúanna, lýsti hann því yfir, að hann væri ekki mjög bjartsýnn á að samkomu- lag næðist. Samþykt að ræða tillögu Bandaríkjanna. Stjórnmálanefnd S. Þ. sam- þykti í dag, að ræða tillögur Bandaríkjanna um vopnahlje í Palestínu. Var það samþykt með 38 atkv. gegn 7, en 7 fulltrú- anna sátu hjá-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.