Morgunblaðið - 28.04.1948, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLABIÐ
Miövikudagur 28. april 1948.
KENJA KONA
(Cftir &n Wlmee Wilii,
iami
65. dagur
Þegar birti höfSu menn orð-
ið þess varir að Mary Ann hafði
farist. Og þótt veður væri enn
vont voru bátar sendir úr landi
út á Coetue til þess að grensl-
ast um hvort enginn hefði kom-
ist lífs af. Mennirnir fundu lík
Brocks, þar sem hann lá á
ströndinni. Þeir fundu einnig
lík beirra Willie og Obeds skip-
stjóra. Þaðan röktu þeir slóð
þeirra Evereds og Jenny þang-
að til þeir komu að heyinu inn
á flóum Coskata.
Um miðjan dag voru þau
Jenny og Evered komin heilu
og höldnu til Nantucket. Jenny
var svo lasburða að hún var
ekki sjálfbjðrga. Hún hjelt
stöðugt í hendina ó Evered og
mátti ekki hugsa til þess að
hann skildi við sig eitt andar-
tak.
„Jeg dey, John, ef þú yfir-
gefur mig“, kjökraði hún.
„Jeg skal aldrei yfirgefa
þig“, sagði hann.
Hann hafði gjörsamlega
gleymt öllu, sem Ephraim hafði
sagt honum. í mannraununum
um nóttina höfðu þau orðið eitt.
Um kvöldið voru þau gefin
saman. Hann stóð við rúmstokk
inn hennar, alveg eins og Isaiah
hafði gert forðum þegar hún
giftist honum.
Eftir vígsluna voru þau tvö
ein, og Evered hjelt henni í
faðmi sjer alla nóttina, alveg
eins og móðir væri með sjúkt
barn. Og hann vjek ekki fet frá
henni í marga daga þar á eftir.
II.
Þremur vikum seinna fóru
þau frá Nantucket. Jenny var
þá enn svo lasin að það varð
að þera hana um borð í skip-
ið. Evered hafði fyrir löngu
skrifað Black hershöfðingja og
fengið brjef frá honum aftur,
þar sem Black óskaði honum
innilega til hamingju með
hjónaband.ið. í brjefinu stóð
með^l annars þetta:
„Jeg þekki frú Poster ekki
nemg af afspurn, en jeg vissi
að hún var heiðvirðasta konan
í Bangor, og einnig sú ríkasta.
Þjer hafið sannarlega verið
heppinn. Saladine dómari og
ungfrú Saladine senda ykkur
líka hjartans kveðjur og sam-
gleðjast ykkur fyrir það,
hvernig þið sluppuð úr lífs-
háskanum og með hjóna-
ban.dið“.
Hann var svo vænn að geta
þess líka að John lægi ekkert
á, hann skyldi vera rólegur, en
hitta sig í Boston í febrúar-
mánuði.
Þau þurftu því alls ekki að
fara til New York, en Jenny
vildi það endilega.
„Við megum ekki gleyma
Ephraim nje Ruth Green“,
sagði hún. „Ruth á von á barni
í mars, en það er nógur tími
enn ef vio getum fundið hann.
Jeg vil lí’ca að við tölum bæði
við Ephraim út af því sem hann
sagði þjer um mig“.
„Jeg var asni að jeg skyldi
trúa honum“, sagði John. „Og
þó trúði eg honum ekki meir
en sv.0. Hann var fullur og vit-
laus þegar hann sagði mjer
þetta og vissi ekki hvað hann
var að segja.
„Jeg vona að okkur takist
að finna hann — og hjálpa hon-
um til að finna sjálfan sig“,
sagði hún.
En þau fundu Ephraim ekki.
Jennv var svo lasin eftir volk-
ið, að hún varð að liggja í rúm-
inu, svo að John fór einn þang-
að, er Richardson hafði vísað
honum. Og þegar hann kom
þangað var hann því feginn að
Jenny var ekki með. Negra-
st.elpa tók á mótj honum með
fleðulegu brosi og bauð honum
inn.
„Jeg held að engar af ungu
stúlkunum sje vaknaðar enn“,
sagði hún. „Það er óvanalegt
að fá heimsókn herra á þessum
tíma dags“.
Everéd spurði hvort Mr.
Poster væri hjer.
„Jeg er vinur hans“, sagði
hann, „og mjer var sagt að jeg
mundi geta hitt hann hjer“.
Hún brosti svo breitt að skein
í mjallhvítar tennurnar.
„Alveg rjett, herra minn“,
sagði hún. „Hann átti heima
hjerna. Hann var sá fjörugasti
maður, sem jeg hefi nokkru
sinni þekt, það er að segja á
meðan fje hans entist. En nú
er hann farinn“.
„Vitið þier hvert hann fór?“
„Jeg býst við að hann hafi
farið til fjandans", sagði hún.
„Hann átti sýnilega ekki langt
eftir ólifað. Það þurfti fjóra
menn til þess að koma honum
út, bótt hann væri bæði lítill og
visinn“.
Svo sagði hún honum frá því
að Ephraim hefði orðið vitlaus,
og mellumóðirin hefði sent eft-
ir lögreglunni og hún hefði far-
ið á burt með hann.
Evered þakkaði henni fyrir
upplýsingarnar og gaf henni
nokkurt fje að launum. Svo fór
hann til lögreglunnar. Þar var
honum skýrt frá því að Eph-
raim hefði dáið úr brennivíns-
brjálsemi tíu dögum eftir að
hann var tekinn.
John þorði ekki að segja
Jenny frá þessu fyrst í stað.
Hann var hræddur um að þessi
sorglegu tíðindi mundu falla
henni svo þungt. Hún var fár-
veik og orðin hræðilega mögur.
Handleggirnir voru eins og mjó
ar pípur og viðbeinin sköguðu
langt fram. Hún-"hafði ekki
haft neina matarlyst, og' ef hún
reyndi að gera það fyrir hann
að borða, þá kastaði hún öllu
upp aftur.
„Mjer þykir fyrir þessu,
John“, sagði hún eins og til þess
að afsaka sig, „Jeg vil borða,
jeg vjl verða feit og sælleg þín
vegna. En jeg er svona altaf þeg
ar eitthvað kemur fyrir mig.
Þannig fór fyrir m.jer þegar
faðir minn dó, og þannig fór fyr
ir m.jer upp úr veikindum Isa-
iah. Mjer þykir ákaflega fyrir
þessu, elskan mín, en jeg get
ekki að þessu gert“.
„Hafðu engan áhyggjur af
því“,. sagðj hann. „Þú ert lif-
andi og þjer batnar með hverj-
um deginum sem líður. Bráðum
verðyr þú albata“.
„Jeg veit að þetta er þungur
reynslutími fyrir þig, John“,
sagði hún. „Jeg er þjer ekki
eins og eiginkona á að vera. En
það kemur að því bráðum“.
„Þú skalt ekki hafa neinar
áhyggjur mín vegna“, sagði
han.n.. „Jeg er ánægður ef þjer
getur liðið vel“.
Þetta var alveg satt. Hann
hugsaði um það eitt að hjúkra
henn sem best. Hann fór með
hana eins og brothætt gler.
Hún var svo þróttlítil, að þegar
hann kysti hana gerði hann það
með hálfum huga. Honum fanst
hún vera eins og sápubóla, sem
brestur hvað lítið, sem við hana
er komið. Aldrei hugsaði hann
um það, sem Ephraim hafði
sagt honum. Það var gleymt
eins og hvert annað drykkju-
skaparrugl, og það var ekki
neinn flugufótur fyrir því. Það
var þó ekki ástin, sem hafði
blindað John, heldur hitt að
hann fann að þau Jenny höfðu
orðið eitt í mannraununum og
að nú var hún konan hans. Og
konuna sína varð hann að
vernda og annast og bera um-
hygpju fyrir, hver svo sem æfi-
ferill hennar hafði verið.
Og það var vegna þessa að
hann vildi ekki segja hennj frá
hinum hörmulega dauða Eph-
raims. En þegar henni fór að
batnp gekk hún á hann og með
æ meiri ákefð, þangað til hann
varð að láta undan og segja
henni alt.
Þegar hann hafði lokið sögu
sinni greip hún hönd háns eins
og hún vildi hugga hann.
„Veslings John minn, ó hvað
jeg samhryggist þjer. Þetta var
besti vinur þinn“.
„Jeg kenni í brjósti um ves-
lings stúlkuna", sagði hann.
„Við skulum gera alt sem við
getum fyrir hana“, sagði hún.
„Máske við getum fundið góð-
an mann handa henni“.
Og eftir stundar umhugsun
sagðj hún:
„Við verðum að fara nú þeg-
ar til Bangor1*.
Hann minti hana á það, að
Black hershöfðingi ætlaðist til
þess að hann kæmi til Boston.
Hún kinkaði kolli.
„Þá förum við til Boston**,
sagði hún brosandi. „Það getur
vel verið að það sje ekki heppi
legt að við förum til Bangor
fyr en seinna. Það getur verið
að blessuðu fólkinu þar finnist
að jeg hafi ekki syrgt Isaiah
nógu lengi. Fólkið vill að mað-
ur bíði. En ef jeg hefði átt að
bíða eftir þjer John þá hefði
jeg ekki afborið það“.
Svo sneri hún við blaðinu:
„Hvar eigum við að setjast
að, John. Hvar á framtíðarheim
ili okkar að vera?“
„Hvar viltu helst vera?“
„í Bangor“, sagði hún. „Jeg
hefi altaf verið þar. En jeg læt
þig ráða. Þar sem maðurinn
minn. vill vera, þar vil jeg líka
vera“.
Hann hló ánægjulega.
„Þetta lætur vel í þííum
munni“, sagði hann. „Maðurinn
minn, já, og þú ert konan mín“.
„Jeg verð konan þín“, sagði
hún. „Ó, John, jeg skal vera
þjer svo góð kona að engin sje
eins".
„Black hershöfðingi vill að
jeg setjist að í Bangor1*, sagði
hann. „Þjer verður því að ósk
þinni“.
Augu hennar tindruðu af
gleði.
„Æ, þá ættum við að byggja
okkur nýtt hús þar — viltu
það ekki, John?" sagði hún.
„Mig langar ekki til þess að
eiga heima í liúsi Posters. Jeg
var aldrei ánæcð þar, en nú vil
jeg vera ánægð hjeðan af, og
við bæði“.
Eftir M. Catheart Borer.,
14
i samband við hermálaráðuneytið. Nasistarnir hlutu að hafa
gert umboðsmönnum sínum í Englandi aðvart um komu
hans skömmu eftir að hann lagði af stað frá Frakklandi.
Það var farið með hann til Applestone sama kvöldið og
það var hrein tilviljun að í sama þorpinu bjó Hardys-fjöl-
skyldan. Nasistamir í Englandi höfðu áður uppgötvað Tan-
dýs húsið og komist að þeirri niðurstöðu, að það myndi vera
öruggur staður.
„Þarna höfum við skýringvma á því, hvers vegna Weimar
var nærri dauður úr hræðslu þegar við sögoum honum að
þorpið hjeti Applestone", sagði Palli.
„Já — það hljóta að hafa verið dálítið slæmar frjettir
fyrir hann,“ sagði faðir hans og hló við.“ Og þegar hann
hafði fengið að vita, hvað þorpið hjet, þá gat hann ekki
staðist þá freistingu að fara og sjá hvernig Tandýs-húsið
liti út — þar eð hann vissi, að Hugo var fangi þar. Þar er
skýringin á þvi, af hverju hann fjekk skyndilega höfuðverk
og þurfti að fá sjer göngutúr."
„En hvað skyldu þeir hafa ætlað að halda hei-shöfðingj-
anum lengi hjer?“ spurði Tommi.
„Sennilega þangað til búið var að strádrepa bresku her-
sveitimar í Frakklandi,“ svaraði Hardy ofursti. „Þá hafa
þeir sennilega ætlað að flytja hann yfir í annan landshluta
og láta hann þar lausan. Það hefði verið of áhættusamt að
reyna að myrða hann. Við eigum ykkur mikið að þakka,
drengir", hjelt ofurstinn áfram. „Þið hafið*kki aðeins bjarg-
að Hugo hershöfðingja, heldur er mjög líklegt að þið hafið
bjargað lífum mörg þúsund breskra hermanna."
„Og jeg sem sagði, að menn hjerna hefðu sennilega varla
hugmynd um, að við ættum í stríði,** sagði Tommi.
„Já — þetta hefur verið ágætt páskafrí,** sagði Palli og
hló við. „Kannske eigum við eftir að lenda í enn meiri æfin-
týrum.“ i,
endir'
Brjefritari
Stúlka, sem getur tekið að sjer brjefaskriftir á ensku og :
dönskú, óskast sem fyrst. j|
«|
CJ. UevLecíildáion & Co. :
Hamarshúsinu. ■!
Upplýsingar ekld gefnar í síma.
Iftiskis steinhús í austubænum I
m
100—120 ferm., tvær hæðir með kjallara, óskast. Má ■
vcra í byggingu. Til greina gæti komið skipti á góðu *
timburhúsi á eignarlóð nálægt Miðbænum. Listhafend- :
ur leggi nöfn sín með lýsingu af húseigninni á afgr- :
blaðsins fyrir 1. maí, merkt: ,,Austurbænum“. í
I Nýr
SUMARBÚSTAÐUR
| til sölu í strætisvagna- | |
| leið, rúmir 30 ferm. 2 her ! \
| bergi, eldhús og stór |
| geymsla, björt forstofa, |
I miðstöð. Ennfremur nýtt |
| bíltæki. Allar upplýsing- i
| ar í kvöld og á morgun |
| frá 7—9 e. h. á Víðimel
i 30, kjallara. *
Barnavagn
óskast! — Nýlegur ensk-
ur barnavagn óskast keypt
ur. Uppl. í síma 4708.
BEST AÐ AVGLtSA l MORGVNBLAMNU