Morgunblaðið - 28.04.1948, Side 6

Morgunblaðið - 28.04.1948, Side 6
6 ■ilfHGVÍSBLAÐlB Miðvikudagur 28. apríl 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson,, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlanda, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Sellur Gottwalds Á ÖÐRUM stað hjer í blaðinu í dag, er i fám orðum lýst störfum hinna svokölluðu „Framkvæmdanefnda", sem á 5 dögiun sópuðu burtu lýðræði og frelsi þjóðarinnar í Tjekkó- slóvakíu. Sú lýsing, sem þar er gefin, verður ekki vjefengd, Svo margar samhljóða fregnir hafa borist þaðan, síðan kommúnistar frömdu valdarán sitt. Frásögn sú, sem birtist hjer mun vekja athygli, vegna þess, að hún opnar augu manna fyrir því, að hjer á landi eru nú þegar, og hafa lengi verið starfandi samskonar „nefnd- ir“ og þær, sem sviftu tjekknesku þjóðina frelsi sínu. Hinar svonefndu „sellur“ kommúnistaflokksins. Almenningi hefur fyrir löngu verið kunnugt um þessa smá- hópa innan flokksdeildar kommúnista hjer á landi. Margir munu hafa álitið, að starfsemi þeirra væri fyrst og fremst sú að fræða meðlimi þeirra um kommúnismann. Eftir reynslunni frá Tjekkóslóvakíu er alt annað komið á daginn. „Sellumar" sem halda fundi sína, hvort heldur hjer i Reykjavík, ellegar annarsstaðar á landinu, ellégar með öðnun þjóðum, eru allar tilvonandi „Framkvæmdanefndir.“ Menn hafa tekið eftir því, að þessir smáhópar innan kommúnistaflokksins, sem tilheyra sömu „sellunni“, eru oft frá sama verkahring. Skiftast ekki eftir aldri á milli hópa þessara, eða eftir því hvar menn eiga heima. Heldur eftir þvi, hvaða atvinnu þeir stunda, eða hvaða starfsemi. Nú er það greinilegt, að þetta er engin tiíviljun. Alt er þetta með ráði gert, og þó sennilega alveg eins hjer á landi, eins og annarstaðar. Þegar miðstjóm einhverrar kommúnistaflokksdeildar hef- ur ákveðið að fremja valdarán í landi sínu, þá verður hún að hafa dygga flokksmenn sína til taks, til að setjast í allar áhrifastöður í þjóðfjelaginu. Póstur og sími t. d. verður að halda áfram að starfa, svo dæmi sjeu tekin. Tryggir kommúnistar verða að vera viðbúnir að taka þar alla yfir- stjóm. Og eins útvarp og þjóðbankann o. s. frv. Bankinn verður í sarria augnabliki að hafa einhvern nýjan banka- stjóra. Þó aldrei hafi hann komið nálægt bankastjórn. Og eins er með öll þau fyrirtæki, sem kommúnistar hugsa sjer að taka í sínar hendur, stór og smá. 1 Tjekkóslóvakíu voru það „sellurnar" eða meðlimir þeirra, sem allir komu í einu fram í dagsljósið. Ekki sem venjulegir þjóðfjelagsþegnar. Heldur sem ,,valdamenn“ er öllu skyldu ráða. Af því þeir höfðu boðist til þess, að verða verkfæri í höndum hins alþjóðlega kcmmúnisma og til að vinna gegn hagsmunum og frelsi þjóðar sinnar. Vafalaust er það einmitt þessi vitneskja um „sellux'“ kommúnistaflokksins, marggreindan undirbúning þeima og framtíðarhlutverk,'sem hefur svo að segja í einu vetfangi breytt afstöðu alls almennings í Vestur-Evrópu gagnvart meðlimum kommúnistaflokksins. Valdaránið i Tjekkósló- vakíu hefur verkað eins og vekjaraklukka á vesti’ænu þjóð- ii’nar. Margir menn í ýmiskonar stöðum með vestrænu þjóðun- um hafa verið farnir að venjast því, að sitja að störfum með yfirlýstum kommúnistum, og talið að þeir kommúnistar gætu sameinað tvent í eigin persónu. Að vera löghlýðnir þegnar og áhangendur eða aðdáendur hinnar austrænu stefnu. En alt í einu kemur í ljós, að þetta tvent sami’ýmist ekki. Hver sá maður, sem er virkur þátttakandi í sellustarf- semi kommúnista, hann er boðinn og búinn til að brjóta lög landsins, á hverju því augnabliki, sem honum er skipað að breyta „sellunni" í „Framkvæmdanefnd“. 1 því augnabliki er hann orðinn virkur Quislingur gagnvaii; þjóð sinni, og þægt verkfæri í höndum erlendra og innlendra ofbeldis- manna. Þessvegna t. d. hafa Bi’etar nú gert ráðstafanir til að menn, sem eru í kommúnistaflokknum, verði ekki í mikilsverðum trúnaðarstöðum þjóðarinnar. Því aúgljóst er, að hvenær sem breslia þjóðin er í vanda stödd, og þarf á þeim eigin- leika sínum að halda, sem Einar Benediktsson lýsti, að „eiga eina sál,“ þá vita menn sem er, að sá þjóðarstyrkur er ekki til þar sem kommúnistar mega sín nokkurs. Því sál þeirra er ’ekki sál þjóðarinnar, heldur sál ofbeldis og kúgunar. DAGLEGA LÍFINU Óheppni soldátinn, sem vill verða Islendingur. LESANDI „Daglega lífsins“ í Oderse í Danmörku sendir mjer úrklippu úr ,,Fyns Tid- ende“, þar senr'sagt er frá ó- heppnurri herskylduhermanni, sem vildi fara til Islands, en mátti til að halda á- fram að vera í hernum næstu þrjá mánuði vegna þess að hann dró eitt lægsta númerið í hlutkesti. Það er nógu gaman að heyra hvað þessi ungi maður segir í viðtali við blaðið um ís- landsdvöl sína og fyrirætlanir í því sarabandi • f Ákveðinn að verða Islendingnr. HERMAÐURINN heitir Knud Garp og hefir unnið garðyrkju- störf á íslandi. Hann kom hing að til lands 1 &46 til að leita gæfunnar. „Það er indælt land“, segir Garo. ,,Og jeg fer þangað strax oe jeg er laus úr herþjónustu. Mjer þykir það verst vegna g a rð y r k ju rn a n ns in s, sem jeg vann hjá, að geta ekki komið til íslands 1. maí, eins og um var talað. Jeg er ákveðinn að verða Islendingur. Þar eru miltl ir möguleikar, einkum fyrir menn í mínu fagi. Hverirnir veita ótrúlega möguleika til ræktunar. Það er meira að segja hægt að rækta banana og láta það borga sig“. láta það borga sig“. (Það er nú svo!) * " m ”---------* Verðlag og brennivín. „ÞAÐ ER rjett“, segir soldát inn óheppni, ,,að verðlag er hátt á Islandi, en þar sem kaupgjald ið er samsvarandi hátt skiítir það ekki miklu máli. Það er aðalatriðið, að þar eru mögu- leikar til að verða sjálfstæður og bað er ekki hægt annað en að komast áfram, ef maður gæt ir þess að halda sig frá brenni- víni og sparar. Hið fyrnefnda er engum erfiðleikum bundið, þár sem áfengi er svo óskap- lega dýrt. — ísland er líka ný- tísku land. í Revkjavík er sund höll, leikhús og íþróttavellir .. og spáný .,do])arabros“ (Þar mun vera átt við bíla) akáéftir vegunum. Jeg hlakka til að fá farseðil eftir þrjá mánuði“. • Góð áminning. ÞESSI UNGI danski piltur gefur íslenskum jafnöldrum sínum, sem sífelt eru að nöldra um að hjer á landi sje engir möguleikar, þarfa áminningu. Ef erlendur piltur lítur svo á, að hjer eigi hann framtíð fyrir sjer með sparueytni og .r.egju- semi, ,þá ætti það síst að vera erfiðara fyrir innlenda pilta. En.það er eins og svo oft áð- ur, að við þurfum að láta út- lendinga segja okkur nokkur sannleiksorð, áður en við trú- um á okkar eigin framtíðar- möguleika. FJugleiðis. ÞEIR, sem fá brjef erlendis frá í flugpósti hafa vafalaust tékið eftir því, að umslögin eru skrautlegri en venjuleg sendi- brjefsumslög og að á mörgum brjefum eru allavegalitir og vel teiknaðir miðar, sem gefa til kynna, að þrjefið eigi að fara flugleiðis. Pósthúsið hjer hefir einnig slíka miða. Það eru fölgrænir ferhyrningar, sem á er letrað á íslensku og erlendu máli, að brjefið eigi að fara með flug- pósti En það hefir verið valin ódýrasta leiðin, að prenta með svörtu letri á mislitan pappír og fegurðarsmekkur kemur ekki þar til greina. Munu fá lönd hafá svo ósmékklegá miða á flugbrjefum 'sínum; sem við íslendingar. Ónotaðir möguleikar. HJER ER ónotaður möguleiki til að auglýsa land og þjóð., Og enn hefir ekki verið tekið upp það fyrirkomulag, sem margar þjóðir nota með góðum árangrj, að stimpla brjef með einhverj- um börfum hvatningarorðum, eða auglýsingum fyrir gott mál efríi. Einhver fjelagsskapur tók upp á því fyrir nokkru að nota merki á brjef og hefir það gef- ist vel. Nú hefir Olympíunefndin ís- lenska einnig fengið sjer slík merki. Smekklega gerð og prentuð í litum. Munu merki þessi vekja athygli erlendis. og heima . Sannleikurinn er sá, að við íslendingar erum íhaldssamir og seinir til að taka upp nýj- ungar — því miður. MIÐAL ANNARA ORÐA . . . . ——1F “ Eftir G. J. Á. ... ■■ - ..— Það er eins og sumir reyk- vískir húseigendur sjeu að reyna að fela húsin sín fyrir borgurunum. NÝLEGA var minst á það í einu Reykjavíkurblaðanna, að leið- inlegt væri, hversu grá og drungaleg sum hverfi höfuð- borgarinnar eru, og meðal ann- ars stungið upp á því til úrbóta, að reykvískir húseigendur tækju rögg á sig og hættu að1 vera svona íhaldssamir með húsamálninguna. Þetta er hverju orði sannara og orð í tíma talað Það er ekki einleikið,’ hversu „skuggahverf- in“ eru orðin mörg í þessari borg, ekki vegna þess, að húsin sjeu ekki yfirleitt traustbygð og góð, heldur hins, að eigendur þeirra hafa hagað sjer eins og hershöfðingjar á ófriðartímum, það.er að segja, þeir hafa reynt að dylja og fela bækistöðvar sínar á sem allra rækilegastan hátt. • • AFTURHALDSSEMI Þetta er ekkert nema aftur- haldssemi og á ýmsan hátt ó- skiljanlég afturhaldssemi. — Klæðnaður kvenfólksins að ninsta kosti, kemur manni til ð ætla það, að íslendingar sjeu kkert feimnari við fallega og berandi liti en aðrar þjóðir, g ekkiAeru vetrarmánuðirnir að bjartir hjerna, að við get- m ekki ósköp vel þolað skær- n liti en þann gráa og dökk- xrúna, UNDANTEKNINGAR Til allrar hamingju eru þó undantekningar frá þessari lit- fælni Reykvíkinga Á stöku stað 1 bænum getur jafnvel að líta heilar húsaþyrpingar, þar sem eigendurnir hafa sagt hvers- dagsleikanum stríð á hendur, og hresst upp á steinvegginn með smekklega máluðum glugg um og dyrum. Og þessi hús skera sig úr líkt og sóleyjar frá illgresi — án þess þó á nokk- urn hátt að særa fegurðartil- finningu manna. Maður hefur það á tilfinningunni, þegar lit- ið er á þessi hxis, að eigendur þéirra sjeu stoltir af þeim og þess vegna aleerlega fráhverfir því að eera minstu til-raun til að fela þau. ♦ * VÍGGIRÐINGÆR En það er fleira. sem er ein- kennandi fvrir húsbygginvar Reykvíkinga oe raunar pllra Islendinva. Þn+ta eT’u virkisgarð arnir, sem þeir hlaða í kring um hús sín — ge'rsisterkir, þvkkir steinveggir, sem um- lykia hús okkar á aria vegu. Það er eneu íikara en mareur maðnrinn haldi siv v°ra irónj á þeim tímum. þegar búast mátti við árás á hverri stundu sól- arhringsins og envinn maður var óhultur, nema hann hjeldi sig næturlangt innan ramgerra virkisvevgja hall&r sinnar eða þoros síns. Jeg held, að við ætt- um að reyna að losa okkur við þetta að einhverju leyti. Jeg held, við ættum að hafa vegg- ina fyrirferðarminna að minsta kosti, þótt seint gangi sjálfsagt að bola þeim burtu með öllu, eiris og víða hefur verið gert erlendis. Því auk þess, sem stein girðingarnar eru hreint ekkert fallegar, er vitað, að kostnað- urinn við veggjagerðina er mik- ill. — Og borgin okkar yrði áreiðanlega fallegri, ef nokkru af þeim peningum, sem eytt er árlega til að reisa stærstu víg- girðingarnar, yrði varið til að skreyta gráu húsin með dökk- brúnu þökunum í „skugga- hverfunum“. Queens Park Rang- ers í II. deild London, mánudag. QUEENS PARK RANGERS tryggði sjer í dag sigurinn í IIL-deild (í Suður-Englandi) með því að gera jafnteíli við Swansea Town, en fjelagið skor aði eitt. stig til þess að, vera öruggt með vinninginn. Q, P. R. verður því annað þeirra tveggja fjelaga úr þriðju deild, sem flytst upp í Il.-deild. Hitt fjelagið, sem flytst upp, er það sem vinnur í Ill.-deildar- keppninni í Norður-Englandi. —Reuter. Vöm skæruliða þven-andi. LAMIA — Hringur sá sem stjórn arherinn hefir slegið um 1200 skæruliða hjer fer nú alltaf mink andi og koma þeir litlum vörn- ura við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.