Morgunblaðið - 09.05.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.1948, Blaðsíða 6
6 íftiitSk ! MORGVNBLAÐIÐ Simnudagur 9. maí 1948. / tJíg.: H.f. Árvakur, Reykjavík, • Fxamkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.), Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson, Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson, . Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbófe. Rafmagnsmálin ÝTARLEG greinargerð um virkjunarmál Reykjavikur og nálægra hjeraða, birtist hjer í blaðinu í gær, í viðtali við Steingrím Jónsson rafmagnsstjóra. Ýmislegt af því, sem i þar var sagt, hefur birst hjer áður. En þessi virkjunarmál [ eru svo flókin, og margþætt, að almenningm kann að gteyma I því, sem sagt hefur verið, sje það ekki tekið fram oftar en einu sinni. , Meðal þess, sem vakti sjerstaka athygli í frásögn rafmagns stjórans er þetta: Bygging hinnar nýju varastöðvar við Ell- iðaár, er ekki þannig til komin, að þar hafi verið valið á milli þess, hvort auka ætti við raforkuna hjer með vatas- afli, eða með eldsneyti. Hin nýja stöð er eðiileg viðbót við orkuverin, sem rekin eru með vatnsaflinu, m. a. végna þess, að með þessari eldsneytisstöð notast vatnsaflið við hinai stöðvamar betur en ella. 7,500 kílówött, sem framleidd ei*u í varastöðinni, auka notagildi vatnsaflsstöðvanna um rúm- iega 14 miljónir kilówattstunda á ári. Svo notagildi þessarar stöðvar verður þrefalt á við það, sem þar er beinlínis fram- leitt með hinu aðkeypta eldsneyti. En þessi viðbótarorka gerir mönnum færara, að auka nú í næsta skrefi Sogsvirkjunarinnar, rafmagnið, sem framleitt er með fossaflinu úr tæpiega 20 þúsund kílówöttum,, í rúm- lega 60 þúsund kílówött. Fundið hefur veríð að því, að Rafveitan hafi verið of smátæk í framkvæmdum sínum. Heimilin og atvinnurekst- urinn hafi oft orðið að búa við rafmagnsskort, af þeim or- sökum. Eftirspumin eftir raforkunni, bæði til heimilanna og til atvinnurekstursins, hafi aukist svo ört, að Rafveitan háfi átt erfitt með að hafa undan, með nauðsynlega virkjun. Með fyrirhugaðri þreföldun á raforkunni frá fallvötnun- Um, verður stigið svo stórt spor í þessum málum, að þær hyggðir, sem Sogsrafmagnið nær til, fá meiri orku á mann en Norðmenn hafa, og eru þeir allra þjóða best settir í þessu efni, venjulega. Endaþótt misbrestur hafi orðið á þessu síðastliðið ár, er mörg orkuveranna þar urðu að láta sjer nægja vatnsrennsli, aðeins hlut^ úr hverjum sólarhring, og almenningur að sitja í myrkri, þær stundir, sem orku- verin störfuðu ekki. Það er víðar en á Islandi, sem „haust- rigningar geta brugðist." Á undanförnum dýrtíðar og styrjaldarárum hefur verð- lagið á rafmagni hjer verið mjög hagstætt fyrir almenning, bæði til iðnaðar, og heimilisnota, samanborið við verðlag á öðrum nauðsynjum, og í samanburði við rafmagnstaxta með oðrum þjóðum. \ Samt hefur það tekist, að koma fjárhag Rafveitunnar þannig fyrir, að skuldimar eru í raun rjettri ekki svipað því eins tilfinnanlegar, og þær voru fyrir 8 árum. Og fjárhags- legur grundvöllur undir rekstrinum er orðinn það traustur, að hægt verður að ráðast í þá þreföldun orkunnar, sem nú stendur fyrir dyrum. Þá hefur og stundum veríð að því fundið, að Rafveitan hefur ekki verið það vel stæð, að hún hafi getað haft vara- vjelar til taks, þegar einhver vjelasamstæðan hefur bilað, og Reykjavík hefur verið í myrkri vetrarkvöldin, þegar leiðslan austan frá Sogi hefur slitnað í stórviðrum. En með þessari þróun málanna, sem yerið hefur, og nú er fyrirhuguð, fæst varanleg bót á þessum ágöllum, sem aldrei hafa verið annað en eðliiegir byrjunarörðugleikar. Rafvjelar verða í notkun eða tiltækilegar, svo öflugar, að _ það þarf ekki að snerta rafmagnsnotendur, þó einhver sam- stæða biii um stundarsakir. En þó línurnar rofni að aústan, þá er altaf hjer varastöðin við Elliðaárnar, sem getur bætt ' að nokkru úr þeim vandræðum, sem leiða af sambandsleysi ' við Sogið. , En meginkosturinn við hina rtýju stöð hjer við árnar, verður sá, í framtíðinni, að þar verður hægt að snerpa svo á hitavatninu, þegar kaldast er, að hægt verður að láta Hita- veituna ná til mikið fleiri heimila en ella, og spara með því kolakyndingu eða aðra upphitun á fleiri og fleiri heimilum í hinum þjettbýiu bæjarhverfum. Hjer hefur þá í stuttu máli verið rakið það helsta, sem fram kom í greinargerð rafmagasstjórans. DAGLEGA LÍFINU Sæigætisát skólabarna. MENN, SEM fylgst hafa með sælgætisáti skólabarna í þess- um bæ, hafa af þvi hínar þyngstu áhyggjur. Foréldrar vita ekki hvað þeir eiga til bragðs að taka. í hverjum einustu frímínútum fyllast verslanir í nágrenni barnaskól ana af börnum, Sem ryðjast til að kaupa sjer sælgæti og gos- drykki. Stundum hefir það gengið svo langt, að fullorðið fólk. sem erindi átti í verslan- ir bessar í frímínútum varð að bíða þar til hringt var inn í skólann og barnasskarinn var farinn. Hvar unglingarnir fá alla þá peninga.^em þeir eyða í sæl- gæti. er raörgum hulin ráð- gáta og ekki síst þeim, sem næstir þeim standa. ■ •" Ótrúlegt peningaflóð. ; *,ÞAÐ ER ALVEG ótrúlegt, hváð unglingar hafá mikið af peningum handa á' milli. Pen- ingaflóðið er svo mikið, að það þykir lygilegt að foreldrar láti börn sín hafa svo mikið fje handá á milli. >En þó mun það því miður vera svo, að skotsiífur er ekki sparað við unglínga nú til dags, á mörgúm •heimilum að minsta kosti.- , Ðg hin börnin. sem ekki fá peninga nema til brýnustu þarfa, vilja ekki vera minni og útveea sjer f je á einhvem hátt* er þá skamt öfganna á milli, og erfitt fyrir óharðnaða ungl inga að þræða hinn mjóa veg- inn. • Gagnráðstafanir. ÞAÐ ER reyndum mönnum og greindum ljóst, að til mesta ófarnaðaf horfir er börn og unglingar venjast á, að eyða fje í óhófi, svo ekki sje minst á óhollustu ofáts sælgætis og að eitthvað er hoilara fyrir unga maga, en að þemba þá upp á lituðu sykurvatni. Og menn spyrja hvað skal til bragos taka? Eitt er ráð, sem kynni að dúga nokkuð og það er að hlepna börnum ekki út af skólalóðinni á meðan á skóla- tíma stendur og fylgja þeim í hópum áleiðis heim, að lokn- um skóla. Það er algengt erlendis, að eldri menn, sem hættir eru að þola erfiðisvinnu, hafa þann starfa að fylgja skólabörnum í hÓDum. Er það gert vegna um ferðarhættunnar, en rhætti taka hjer upp í því skyni að forða tvöfaldri hættu. Það er ekki sagt, að þetta myndi fýrirbyggja í öjlu. sæl- gætisósiðihn og búðárhangs barna og unglinga. En víst mætti það hjálpa nokkuð. ' Tollað fvístumia- föndur. IINGUR frímerkjasafnari heíir áhyggjur af því, að rík- issjóður seilist djúpt í vasa hans til áð tolla frístundafönduí hans. Iljer er brjef hans: „Kæri . Víkverji. Einu sinni- sá ieg í dálk þínum, að brjef frá æskufólki væru velkom- in. Jeg Pr frímerkjasafnari og skipti við erlenda frímer-kja- safnara. Þetta þjálfar mig í tunyumálum, sem er gott fyrir námið, en nú undanfarið hafa flest brjef, sem jeg hef feng- ið, komið gegnum tollinn og jeg þurft að borga af því toll, þó r*S sum merkin sjeu ekki þess virði, sem metið er. Jeg hef spurt t%Uþjóna hversvegna tollUr væri tékinn af þessu, ér þeir hafa því til svarað, að það sje í tolllögunum að það megi taka toll af frímerkjum. • Hart að gengi'ð. ,,EN ER ÞAÐ svo nauðsyn- legt að taká toll af þeim, sem hafa þetta sem ,,Hobby“ og nota það ekki í gróðaskyni. Jeg skil ekki hversvegna byrj- að er á þessu, sem jeg sje ekki neinn hagnað í fyrir tollinn. Það er kanske ofur skiljanlegt að það sje tekinn tollur af þeim sem hafa þetta að atvinnu og flytja inn erlend frímerki í stórum stíl og brúka þau í gróðaskyni, en af þeim er ’ ó- mögulegt að kaupa svo að jeg sje ekki annað en jeg verði að hætta að safna erlendum frímerkjum og einnig að skrif- ast á, en einhver mundi nú kahnske segja að það væri al- veg óþarfi að skiptast á frí- merkjum, jeg gæti bárá skrif- ast á, en það er nú ekki svo. Því að frímerkjaskiptin gera brjefaskiptin miklu skeriiti- legri og áhuginn e'r miklu meiri“. t ; Já. það má nú sogja. að lítið dregur vesælan, ef ríkið' þárf að taka toll af þessari skemt- un. ■ • Vonbrigði ungs íþróttamanns. UNGUR ÍÞRÓTTAMAÐUR. í Vestmannaeyjum kvartar yf ir þvi, að aldurstakmark skuli haaf verið sett í rítgerðasam- kepni um íþróttagrein, sem Morgunblaðið og World Sports gengst fyrir. Samkeppni þessi hefir að vonum vakiö mikla athygH um land alt. því fyrstu verðlaun er ókeypis ferð' á Olympíuleikana í London í sumar. Hinum unga íþróttamanni skal gefin skýring á þessu, en hún er sú, að yfirleitt er far- ið eftir sömu reglum í þeim fjölda mörgu löntíum, þar sem þessi samkepni fer fram og þótti ekki ástæða til, að við færum að skera okkur út úr í því efni. MEDAL ANNARA ORÐA .... - " - - Eftir G. J. A. ■■ - ■ • ■ - - ■■ - - - - ■ - ■ —- ■ ■ ■ ■ ■» Bandaríki Evrópu á dagskrá. ÞEGAR Winston Churchill var kyntur á ráðstefnunni, sem hófst í Haag á föstudag, komst ræðumaður þannig að orði, að enginn einn maður hefði gert jafn mikið fyrir mannkynið og þessi fyrverandi þreski for- sætisráðherra. Þetta kann að vera nokkuð djúpt tekið í ár- ina, en þó verður því ekki neitað, að þeir menn eru fáir uppi, sem í dag hafa jafn mik- il áhrif á almenning og ein- mitt Churchill. Þessvegna er það, að maður fylgist með talsverðri athygli með ráðstefounni, sem nú er hafin í. Haag um bandaríki Evrópu,^ Maður hefur það á tilfinningunni, að þær ráðstefn ur vfirieitt, sem Churchill er viðriðinn, sjeu meira og ann- að en venjulegt „málfundafje- lag“, maður veit það, að hvert það mál, sem Churchill stend- ur á bak við, hlýtur að minsta kosti að verða rekið af elju og festu. • • EVRÓPURÁÐ Ráðstefnan í Haag er kölluð saman naeð það fyrir augum, að stofnuð verði nokkurskonar bandaríki Evrópu. Hugmyndin er sú, að Evrópuþjóðirnar ekki einungis þjóðir Vestur- Evrópu, heldur álfunnar allr- ar — skipi ráð, sem verði hæst ráðandi um flest málefni þeirra og æðstráðandi um allt það. sem telja má að skipti þær allar. Algert jafnrjetti er kjörorð þessara samtaka. H , myndin á bak við þetta er jafn gömul og Evrópa sjálf. Mennirnir, sehi fara fram á þessa bandaríkjastofnun. virð- ast nokkurn veginn sammála um, að álfan okkar hafi „drep Churchill vill handaríki Evi-ópu. ið“ sjálfa sig með þeim stöð- ugu „innanlandsdeilum“, sem ríkt hafa í henni frá því sög- ur fyrst voru skráðar. Með þessu hafi þjóðir Evrópu ekki einungis níðst á sjálfum sjer, heldur komið í veg fyrir það, að þær gætu gætt þess hlut- verks, sem þeim rjettilega ber, nefnilega sem forystuþjóðir veraldarinnar allrar. DEILUMÁLIN Churchill og fjelagar hans, mennirnir, sem nú vilja þeita sjér fyrir því að bandaríki Ev rópu verði að veruleika. leggja megináherslu á það, að þessi bandalagshugmynd geti ekki borið árangur nema gömlu deilumálin verði. lögð á hill- una Þeir vilja líka, að allur þjóðarrembingur verði kveð- inn niður og að Evróputíúar hætti • að líta á landamæralín- urnar á kortinu sem einhvei-ja heilaga og órjúfaníega girð- ingu. Þeir vilja, að Evrópu- búar byrji að líta á sjálfa sig sem Evrópubúa, ekki Breta eða Hollendinga eða Júgóslava. Ráðstefnan í Haag um banda ríki EVrópu Íeggur mikla á- herslu á, að með hugmynd Framh. á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.