Morgunblaðið - 22.05.1948, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.05.1948, Qupperneq 1
óo. argangur 120. tbl. — Laugardagur 22. maí 1948. Isafoldarprentsmiðja h.f. Aðsfaða Gyðinga í Jerú saiem vonlaus Iler ,Transjordan liefur sig nú mjög: í framtni í orustnnum um Palesitínu. Á myndinni sjest Abdullah, konuugiii' Trahsjordan, í heimsókn hjá hersvcitiim sínum. Útgáfustarfsemi þjöð- nýtt í Tjekkóslóvakíu Frá frjettaritara vorum í Prag. NÚ ER SVO komið í Tjekkóslóvakíu, að ríkið — þ.e.s. kommún- istafiokkurinn — hefur umráð yfir nær allri útgáfustarfsemi í landinu. Samþykkt hafa verið ný lög um þjóðnýtingu allra prent- smiðja, sem hafa 50 manns og þar yfir í þjónustu sinni. Lög þessi ná einnig til allra myndamótagerða og sterotype-gerða. — Með lögum þessum fær ríkið umráð yfir 254 prentsmiðjum, sem hafa-samtals 15,229 manns í þjónustu sinni. Minni prentsmiðjur, sem Lögin ná ckki til, eru 510 að tölu með 5617 starfsmenn. FLEIRA EN «>- ÚTGÁFUFJELÖG Með lögum j.essum um þjóð- nýtiirgu prentsmiðja fær rikið umráð yfir fleiru en úígáfufje- lögum. Og auk þess voru út- gáfufyrirtæki eitt það fyrsta, sem kommúnistar hreinsuðu til í eftir feörúar-byltingu sína PRENTARAR RÁÐA YFIR ÚTGEFENDUM Vefkalýðssamtökin, en komm únistar ráða yfir jieim, hafa vald -yfir öllum starfsmönnum prentismiðjanna. Innanríkisráðu- neytið, en þar cru kommúnistar einnig einráðir, hefur yfirum- sjón með öllum dagblaðapappír. Þá er efnnig mælt svo fyrir í hinum nýju lögum, áð préntar- arnir skuli ekki einasta sjá um það, áð útgefandinn háfi fengið leyfi til útgáfunnar frá yfir- völdunum, heidur einnig, að hann hafi fengið leyfi til þess frá rjettum sðilum, áð nota pappfr sinn(!). ríkjasambandsins Washington í gær. DR. Alberto Comargo frá Columbíu hefur verfð kosinn aðalritari sambands Ameríku- ríkjanna sem stofnað var efitr Bogotaráðstefnuna. Var þetta gert á fyrsta fundi fulltrúaráðs- ing. Á fundinum var starf Bog- otaráðstefnunnar athugað og skipaðar sex nefndir til þess að fjalla um hin ýmsu störf sam- bandsins. Veitt lausn. WASHINGTON — Truman Bandaríkjaforseti hefur veitt Foster aðstoðar-verslunarmálaráð herra: lausn frá starfi til þess að gerast aðstoðarmaður Harrimans fulltrua Marshallhjálpárinnar í Evrópu. f Þoldu ekki sann- leikann Prág í gær. TJEKKNESKA stjórnin hef- ur nú rekið breska blaðamann- inn Cárl Robson úr lári_di végná skrífa hans. Nasistar ráku Rob- son úr Þýskalandi árið 1936 og árið 1938 var hann rekinn úr Spáni. Tjekkneska stjórnin sagði að hann væfi rekinn af pólitískum ástæðum, en hann mun hafa sagt sannleikáhn Um starfsemi hennar. ’ Þýskum málverkum skilað ' WashingtOn 1 gær. NÚ eru 54 málverk af þeim «202 sem fundust í salfcámunum í Þýskalandi eftir -stríðið og flutt voru til Bándáríkjanna, á leið -til Þýskalánds áftur. Hin sem eftir eru vferða til sýnis í Bandaríkjunum um stuttan tíma- en verða því næst flutt líka til Þýskalánds. Málverk þessi eru eftir marga áf fræg- ustu málurum ^veraldarinnar og hafa til skamms tíma verið til sýnis í Metropolitan safninu í New York þar sem yfir ein miljón manna skoðaði þau. All- ur ágóði af sýningurrf málverk- anna rennúr til stuðnings barna á hernámshluta Bandaríkjanna í Þýskalandi. Banna eyðilegging- ársfarfsemi kommúnista Washington í gær. FULUTRÚADEILD Banda- ríkjaþings samþykti s.l. mið- vikudag frumvarp sem stefnir að útrýmingu spellvirkjastarf- semi kommúnista í Bandaríkj- unum. Voru 319 með, en 58 á móti. Andmælendur frumvarpsins hjeldu því fram að það væri brot á stjórnmálalegu frelsi Bandaríkjanna að samþykkja slíkt frumvavp er meðmælend- ur sögðu að írumvarpinu væri ekki stefnt gegn kommúnista- flokknum sem slíkum, heldur aðeins eyðileggingarsfarfsemi kommúnista: Frumvarpið verð- ur að ganga í gegnum- öldunga- deildina til þess að verða lög. Óska Kínverjum heilla Washington í gær. BÆÐI Truman fhrseti og Marshall utanríkisráðherra hafa sent Chiang Kai-Shek, hinum nýkjörna forseta Kína, og Li Tsjung-Jen varaforseta, árnað- aróskir í sambándi við kosning- arnar. Hafa þeir einnig óskað þjóðinni í heild til heilla og von ast. til að hún megi sem fyrst vinna bug á þeim erfiðleikum sgm hún á við að stríða. Lán handa Japan Washingtori í gær. TRUMAN forsétl hefur sent brjef til forseta fulltrúadeild- arinnar þar sem’hann fer fram á að þingið veiti Japan, Koreu og Ryukyu eyjunum 150 milj. dollára til þess að reisa við fjár- hag þeirra. Bernadotte greifi tekur aðsjer aðsemja um sættir ______ \ Arabar reiðir Bandaríkjunum Jerúsalem í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ALL-HARÐIR bardagar geisa nú um gamla borgarhlutann í Jerúsalem og er almennt talið að Arabar sjeu um það bil að sigra. Fregnir í kvöld hafa verið mjög óljósar sökum þess að allt símasamband er svo til slitið. Egyptskar flugvjelar hafa gert loftárás á nokkrar olíulindir, og mikið ber á bresk- um og amerískum flugvjelum af nýustu gerð i liði Gyðinga. Þá er einnig vitað um að bandarískir og kanadískir flug- menn, margir mjög frægir úr stríðinu, hafi gengið í her Gyðinga. Þingi breska verka- mannaflokksins lokið London í gærkvöldi. Þingi breska verkamannaflokks- ins, sem staðið hefur yfir und- anfarið, lauk í dag og hjelt Bevan, heilbrigðismálaráðherra, ræðu við það tækifæri. — Kvað hann húsbyggingamál Breta betur skipulögð en annarsstað- ar í heiminum og mestu erfið- leikanna um garð gengna. Á þinginu voru gerðar nokkrar samþykktir viðvíkjandi stefnu núverandi stjórnar og var yfir- gnæfandi meirihluti þingfulltrúa fylgjarjdi þeirri stefnu. — Reuter. Úfvegsbændafjelag Keflavíkur ræðir síldveiðarnar Á FUNDI, sem haldinn var í Útvegsbændafjelagi Keflavíkur 20. mai, var eftirfarandi sam- þykt gerð; Fundur haldinn í Útvegs- bændafjelagi Keflavíkur fimtu daginn 20. maí 1948, telur ekki möguleika á því, að búa skip til síldveiða, nema að nú þegar verði ákveðið fast verð á sum- arsíld í bræðslu og salt. Ennfremur telur fundurinn alveg óvióunandi, eftir þrjár mislukkaðár síldarvertíðir og ljelega vetrarvertíð, að tap síld- arverksmiðjanna af vinslu vetr arsíldarinnar, Verði látið hafa áhrif á sumarverðið. ^Bernadotte greifi sáttasemjari. Bernadotte greifi, sá sem samdi um uppgjöf Þjóðverja fyrir Bandamönnum árið 1945, hefur verið beðinn að taka að sjer málamiðlun milli Gyðinga og Araba og hefur hann tekið það að sjer. Hann mun taka formlega við starfinu næstkom- andi þriðjudag en fljúga áleiðis til Palestínu á fimmtudaginn. Arabar reiðir Bandaríkja- mönnum. Arabar eru nú mjög gramir Bandaríkjamönnum fyrir að við urkenna hið nýstofnaða ríki Gyðinga, Israel, og hafa leið- togar þeirra látið í ljósi þá skoð un að þetta kunni að valda því að bandarískir og breskir Gyð- ingar hafi betri tök á að láta trúbræðrum sínum í Palestínu í tje næg vopn og peninga. Til orða hefur einnig komið að'þeir kynnu að stofna sjálfboðaher, skipaðan allt að einni milljón manna og senda hann til þess að verja hið nýstofnaða ríki. Búast þeir við að Gyðingum veitist ljett að birgja her þenn- an bæði vopnum og klæðum. Arabar hafa látið í ljósí andúð sína á aðgerðum Bandaríkjanna á margan hátt og sumstaðar safnast fyrir utan sendiráð þeirra í Arabaríkjunum og bor- ið fram mótmæli. Munu berjast til síðasla manns. Síðustu fregnir í gærkveldi hermdu að hersveitir frá Trans- Jordan hjeldu uppi ákafleg i stórskotahríð á gamla borga; - hlutann í Jerúsalem en Gyðim - ar svöruðu á sama hátt! Fles*- ir telja að engin von sje um að blóðbað þetta endi fyrr en hver Gyðingur í gamla borgarhlutan- um sje fallinn, þar sem líklegt iér að þeir berjist til síðasta manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.