Morgunblaðið - 12.06.1948, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.06.1948, Qupperneq 2
2 V ORGV NBLAÐIB Laugardagur 12. júní 1948, J, Leikhúsgestir hylla Frú Onnu Borg og Sjónleikur í 3 jjáttum eftir Lillian Heilmann IT*NÓ gamla virðist ætla að klyi; kja vel út eftir röskra fimm áratuga dygga þjónustu við frú Thalm. Gerist. nú skammt á jTiilii mikilla viðburða á hennar litla leiksviði, því að stutt er síðan við nutum þar göfugrai listpi' okkar ágætu frændþjóð- ár, Norðmanna, er túlkuðu fyr- ir okkur eitt af öndvegisleikrit- um síns mikla skáldsniliings, Henrílcs Ibsens. Og í gærkvöldx stóðu þar á sviðinu þeir gestir. er staxida liug okkar næst og við fögnum af meiri innileik og al- hug en öðrum leikgestum, er að garði ber, ekki að eins vegna hinnar frábæru listar þeirra heldur og vegna þeirrar fölskva- lausu hlýju og ástúðar, sem þau bera til íslands og ísíenzku þjóðarinnar. —■ Á ég hér við Jteumerts-hjónin, leikkonuna miklu og glæsilegu, frú Önnu Borg og Poul Reumert, ,.,höfð- ingja norrænnar og evrópskar leíklistar“, eins og kornist var að orði um hann í gærkvöldi. Að jiessu sinni eru þau hjón- in hingað komin á vegum Nor- ræa félagsins og sýna hér tvö leikrit, með aðstoð nokkurra ís- lenzkra leikenda og auk þess leikur rneð þeim í öðru þeirra (hinu síðara), ungur og mikil- hæfur danskur leikari, Mogens Wieth. Fyvra leikritið ' er hjónin sýju. bér, — ,,Refirnir“, eftir amerísku skáldkonuna Lilliar. Hellinami, var frumsýnt í gær- * kvöldi fyrir húsi þéttskipuðu áhorfendum, er tóku listamönn- unum rneð geisifögnuði. — Leik ritíð er ekki djúpur skáldskap- ur og veldur ckki áhorfendum mikium heilabrotum, en efnis- meðferðín er frá hendi höfund- ar með ágætum, samtölin snjöll og oft leiftrandi og athygli á- horfehda er því vakandi frá byrjun tii enda. , Frú Anna Borg fer með aðal- hlufverkið, hína kaldrifjuðu og blygðunarlausu Reginu Gidd- ens. Er leikur frúarinnar af- burða giæsilegur, — heimsborg- áraleg list, sem er fágæt á þess- unx „fjölum" og verða mun mmnisstæð öllum sem á horfa. Aldrel hef ég heyrt betur sagða og eitraðri setningu, en þá er frúín segir við mann sinn, Hor- ace Gi.ddens í lok annars þáttar: * „fív dör“. Og svo fylgir ofur- lítill, nístandi kuldahlátur — og tjaláið feilur. ' PoAil Reumert leikur annað aðalhlutverkið, Benjamin Hub- bard, eldri bróður Reginu Gidd- ens. Hann er að sumu ieyti næsta ólíkur systkinum sínum, — máske ólíkari, en búast hefði mátt við, — að vísu sami ref- uririn eða öllu heldur meiri ref- ur en hin — en bregðst að jafn- aði allt öðru-vísi við því sem að höndum ber, — er gæddur meiri „hu.mor“ en þau. — En hann -er Iíka veraldarvanari og eldri ,,í íaginu". Um leik Reu- merts eu í raun og veru ekki nema ei'tt að segja: Hann er list í hæzi 3 veldi. Leiktækni hans er fjölþæí i og óskeikul. Ifana er ,,virtuos“, og meira til. því aS hann e; gæddur innsæi og dýpt hin;; nukla listamanns. Leikstjéri: Indrili Waage. Fríi Aniaa Eorg sem frú Giddens og Poul Reumert sem Benjamin Hubbard. Horace Giddens, eiginmann j frú Reginu, leikur Indriöi J Waage. Er það að mörgu ’.eyti | vandasamt hlutverk, en Indriði ^ var því í fyllsfa máta vaxinn. Sómdi hann sér vel í samleik við hina ágætu gesti. enda var^ honum ákaft iagnað af áhorf- j enduirt. Aðrir leikendur voru: Frú ^ Inga Þórðardóttir er leikur j Birdie Hubbard, Jón Aðils, er ( leikur mann honnar, Óskar Hub bard, Robert Arnfinnsson ^ er fer með hlutverk sonar þeirra, jLeos, ungfrú Helga Möller, er Jleikur Alexöndru dóttur þeirra j Reginu og Horace Giddens, ' Ævar Kvaran, er leikur Willi- ' am Marshail og frú Þóra Borg- Einarsson og Guðjón Einarsson ! leika Addie og Cal, svertingja í jþjónustu Giddens-hjónanna. — Allir fara þessir Ieikendur mjög J vel með hiutverk síri og höfðu þeir þó æði nauman tíma til æfirxga. — Einkum var jleikur frú Ingu prýðilegur ífyrstu tvo þættina, en síðri í þriðja þætti Heildarsvipur sýningarinnar var mjög góður — og má með sanni segja. að okkar reykvísku leikarar hafi átt sinn Iofsverða þátt í því. Indriðí Waage hefur sett leikinn á svið og annast leik- stjórnina. Hefur hann leyst það starf prýðilega af hendi. Lárus Ingólfsson hefur málað leiktjöldin af mestu snilld. — Hallgrímur Bachmann sér um Ijósbrigðin af sinni alkunnu smekkvísi og Finnur Kristins- son hefur lagt fram sinn góða skerf til sýningarinnar, sem leiksviðsstjóri. Að leikslokum voru leikend- ur kallaðir fram hvað eftir annað og þeir ákaft h.vlltir af áhorfendum, einkum. sem vænta mátti, frú Anna og Poul Reumert og barst þeim öllum fjöldi íagurra blómvanda. Vil- hjálmur Þ. Gíslason ávarpaði Reumerts-hjónin nokkrum orð- um og bauð þau velkomin, en Poul Reumert þakkaði móttök- urnar með stuttri en snjallri ræðu. Forseti íslands og frú hans voru viðstödd sýninguna. Að lokum v:l ég fyrir hönd allra íslenzkr i leiklistarunn- enda þakka frú Önr.u Borg og Frh á bls. 12. Indriði Waage sem Horace Giddens Poul Reumert ER LEIKSÝNINGU var lok- ' ið í Iðnó í fyrrakvöld voru leikendur kallaðir fram hvað eftir annað. Að því búnu gekk fram á sviðið Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri og ávarp- aði Poul Reumert og konu hans Þakkaði hann þeim kom una og gat þess i að heimsókn þeirra á vegum Norrænafje- lagsins væri liður í skipulagðri starfsemi fjelagsins til að kynna menningu frændþjóð- anna hjer heima og íslenska menningu á Norðurlöndum. Er Vilhjálmur Gíslason skólastjóri hafði flytt ávarp sitt. -tók Poul Reumert til máls. Þakkaði hann hin hlýju orð Vilhjálms skólastjóra í garð sinn og konu sinnar. Hann fullvissaði leikhúsgesti um, að í hvert sinn, sem það kæmi til orða, að þau hjón ættu að fá tækifæri til að koma hingað til lands, þá fögnuðu þau því af einlægum huga. Hann kvaðst nýlega hafa fengið brjef frá Oslo, þar sem því var lýst, hvemig norskum starfsbræðrum hans hefði lík- að að koma hingað. Og þar hefði það komið greinilega fram.' að ánægjan væri ekki minni meðal norskra leikara að koma til íslands. Hvernig sem á því stendur. sagði hann, þá er bað staðreynd, að allir sem koma hingað, verða hrifnir, ve’rða vinir íslands og íslend- inga. Hann vjek síðan máli sínu _ ) að íslenskum leikendum, og ánægjulegu ! samstarfi, serft hann. hefði haft með þeim, bæðl fyrr og síðar.~En einna mest hefði reynt á það samstarf hús þar sem undirbúningstíminH undir leiksýningu þessa hefðj verið svo knappur, að það værj að heita mætti óti’úlegt, að tak- ast, mætti, að koma upp leik- sýningu á svo skömmum tíma, Þakkaði hann einkum leik- stjóranum, Indriða Waage, að svo vel hefði tekist. Mintist síðan á hina fimtíu árá leik- starfsemi hjer í Reykjavík, sem ávalt hefði átt við þröng kjöi’ að búa. Samt væri svo komið, að á hinu þrönga leiksviði, hefðu þegar skapast erfðavenj- ur. Og það væri vissulega á- nægiulegt að sjá á hinu ís- lenslca sviði dóttur frú Stefaníii Guðmundsdóttur og son Jens Waage, leika saman í erfiðum hlutverkum. Að endingu þakkaði hanrs Norrænafjelaginu fyrir að það bauð þeim hjónunum hingað f leikhfeimsókn, benti á hve mik- ilvægt starf það fjelag einmitt hefði um þessar mundir, og bað leikhúsgesti að rísa úr sætum' og hrópa ferfalt húrra fyrin Norrænafjelaginu. Var vel tek- ið undir, En leikendum og þá einkum Poul Reumert og frú hans, voru færðir margir fagrir blóm vendir og ætlaði lófatakinu aldrei að linna. 17. júní-mótið undirbún- ingskeppni fyrir lands- keppnina við Norðmenn FINS og undanfarin ár verður frjálsíþróttamót háð hér á íþrótta- vell. 17. júní, en að þessu sinni hefur þó mótið rokkra sjerstöðu, þar sem það verður tveggja daga mót, heldur áfram þar.n 18. og verður ennfremur uridirbúningskeppni fyrir landskeppnina við Norðmenn í frjálsum íþróttum. Keppt verður á mótinu í ná- kvæmlega sömu greinum og landskeppninni og þeim skipt eins á dagana og þar verður gert. Þátttakendur í landskeppn ina verða svo valdir eftir ár- angri íþróttarnannanna, en í landskeppninni keppa tveir menn í hverri grein frá hvorri þjóð. Fyrri daginn, eða 17. júní, verður keppt x 200 m. hlaupi, 800 m. hlaupi, 5000 m. hlaupi, hástökki, kúlu”arpi, spjótkasti og 1000 m. boðhlaupi. Siðari daginn, 18. júní, verður keppt í 100 m. hlaupi, 400 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, 110 m. grinda- hlaupi, stangarstökki, lang- stökki, kringlukasti og 4xlOC m. boðhlaupi. Þrjú féiög, Ármann, ÍR og KR sjá sameiginlega um mótið og verður þátttökutilkynning að hafa borizt þeim fyrir 12. þ.m. Nýir Fordbílar DETROIT: — 1949 modelin af Fordbifreiðum munu kosta frá 1300 til 2200 dollara. Ferð þrýsfiloftsflug- vjela yfir Aflants- haffð BRESKA flugmálaráðuneytið hefur gefið út tilkynningu um' að snemma í næsta mánuði munl De Havilland Vampire flugvjel- ar, sem eru þrýstiloftsflugvjel- ar fljúga yfir Atlantshafið frá! Bretlandi til Kanada. — Þrjár Mosquito flugvjelar verða þeim til fylgdar. Er þetta í fyrsta sinn, serri þrýstiloftsvjelar fljúga yfir At- lantshaf, og verður flogið í þrem ur áföngum um Island, Græn- land og Labrador. Alls er flug- leiðin um 5500 km. Seint í júlí munu flugvjelar þessar verða á' flugsýningu, sem haldin verður í Ottawa og í ágúst mánuði, munu þær fliúga yfir New York. Síðar taka þær þátt í her- æfingum í Norður-Karólína með bandaríska hernum. — Reuteo

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.