Morgunblaðið - 12.06.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1948, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Laug'ardagur 12. júní 1948. — Skítugur leir Framh. jf bls. 9. ■ æði -sögunnar annað en leir — og hann „einna líkastur göml- um hundaskít’, ef satt skal segja? Svo er það forsætisráðherr- ann, sem vill selja landið, per- sónugerving landsölumannanna, með honum er komið að sjálf- um kjarna sögunnar. Hlýtur ekki skáldið að hafa viljað taka á allri sinni list til þess að gera þessa mannlýsingu sannfær- andi og eftirminnilega — og bregða þar með skæru ljósi yfir sálarfræði og heimspeki land- ráðamennskunnar? En Laxness nær engum listartökum á efni sínu. Það er eins og hönd hans um pennaskaftið visni og lamist þegar hann kemur að landráða- manninum, af því að hann veit að nú er allt sem hann skrifar tóm ósannindi — og að ellur þessi reyfari um næturheim- sóknir laumulegra ameriskra herforingja, sem eru að kaupa landið, til stjórnmálamanna, sem eru óðir í að selja það íyrir ekki neitt, er ekki annað og get- ur aldrei orðrið annað en skít- ugur leir. Þess vegna kemur ekki eitt orð, sem hafi merkingu út úr þessum ráðherra, sem skáldið er að lýsa, heldur ein- göngu hreinn þvættirgur: „Hvað er ísland fyrir íslend- inga? Ekkert. Vestrið eitt skift- ir máli fyrir norðrið. Við lifur fyrir vestrið; við deyjum fyrir vestrið; eitt vestur. Smáríki — skítur". „Þó þeir flengi mig op- inberlega á Austurvelli og fleygi mér til andskotans út úr ríkis- stjórninni þá skal eg samt selja mitt land“. Svona er allt hans tal, tómt kolsvart brjálæði, af flötustu tegund. „Eg vil ^elja mitt land, orgaði forsætisráð- herrann; allt fyrir þetta eina. Þeir mega draga mig á hárinu um allan bæinn — “. „Eg er for- sætisráðherrann. Stalín er ekki eins gáfaður cg eg. Dollarinn skal standa“. O.s.frv. Mitt í þessu rausi grípur mág- ur ráðherrans inn í samtalið; „Vinur, við skulum ekki hugsa upphátt. Það er fólk á gangi. Ef við tölum getur misskilist hvað við hugsum; og jafnvel skilist, hverju guð forði“. Þetta er þó ástæðulaus ótti af því sem ráð- herrann segir getur aldrei skil- ist hvað hann hugsar. Orð hans eiga ekkert skylt við hugsun. Hið eina sem getur skilist af orðúm ráðherrans, er alger skortur skáldsins á þeim sann- færingarkrafti. sem er hverjum pólitískum níðritara nauðsynleg- ur, ef árás hans á að verða ann- að og meira en máttlaust spark út í loftið. 6. Sumarið 1933 kom ítölsk flug- heimsókn til Reykjavíkur. Um hundrað ítalskir flugmenn voru gestir landsins í eina viku, svnir þeirrar þjóðar, sem frægust er fyrir kurteisa og ljúfmanniega framgöngu. Það vildi svo til að eg átti flestum fremur kost á að veita þessum mönnum athygli. Fyrir beiðni ríkisstjórnarinnar varð eg handgenginn foringja fararinnar, Balbo ráðherra og var með honum -og mönnum hans nálega frá morgni til kvölds meðan þeir stóðu við. Balbo var maður tigkimann- lega stilltur, algerlega blátt á- fram í viðmóti, hæverskur og vingjarnlegur við háan sem lág- an. En þessir menn voru fulltrú- ar fascistastjórnar. Það varð að segjá eitthvað misjafnt um þá. Og það tók Laxness að sjer. Hvergi var þess getið í blöðum, að þeir hefðu komið öðru vísi en vel fram á íslandi. Þessu var hægt að ráða bót á í skáldsögu. Og Laxness settist við og skrif- aði söguna um „Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933“, þar sem hann lætur flugmenn- ina vera fulla af rembingi og foringja fararinnar hrokagikk og fífl, sem lendir í handalög- máli við sendisveininn á Hótel Borg, sem skellir honum. Eg hef orðið var við það að sumum kommúnistum þykir þetta ágæt fyndni. Hefði það verið jafnfyndið ef Stalin hefði komið til Reykjavíkur og í- haldsrithöfundur logið því upp frá rótum að hann hefði hagað sér svo spjátrungslega á Borg- inni að sendisveinninn hefði lagt hann? í nóvember var hleypt upp bæjarstjórnarfundi í Reykjavík, út af deilum um atvinnuleysis- styrki, leikurinn barst út á götu og sló í bardaga með bareflum milli lögreglu og uppþotsmanna. Það var við þetta tækifæri, sem Héðinn Valdimarsson átti að hafa rjett verkamönnum stól- fætur úr um glugga í fundar- salnum — frá því segir Lax- ness í smásögu, sem hann skrifar um bardagann, og þar með er sagan ekki lengur skáld- skapur einn, óháður sögulegum staðréyndum, heldur verður höfundur skuldbundinn til rjettrar, sannsögulegrar lýsing- ar á ákveðnum atburði. Sagan segir frá gömlum verkamanni, sem fær þungt kylfuhögg á höfuðið, er fluttur blóðugur á sjúkrahús og bur.dið um sár hans, en að því búnu fer hann aftur í bardagann, með reifað höfuð, og fær þá enn á ný högg ofan í kollinn — því að, segir Laxness, lögreglan leitaðist sérstaklega við að slá menn þar sem sár voru f.vrir, sem hafði verið bundið um. Eg horfði á þennan sorglega götubardaga, ofan úr gluggum Alþingis, sá hann hefjast fyrir utan templarahúsið, þar sem fundur bæjarstjórnar hafði staðið, og berast út að dóm- kirkjunni og út á Kirkjustræti. Bardaginn stóð í svo sem fimm mínútur, í hæzta lagi nokkrum mínútum lengur. Það var ger- samlega óhugsandi, eða með öðrum orðum, það eru hrein ósannindi, að nokkur maður hafi getað særst þar, verið flutt- ur á sjúkrahús. fengið þar sár sín þvegin og bundið um bau, en síðan komið aftur í bardag- ann og þá verið sleginn cðru sinni af lögreglunni ofan í sár sín. Það má vera að þetta þyki tilvalin saga einhversstaðar yzt í vinstri herbúðum. Væri hún jafngóð ef því hefði verið logið á verkamenn, að þeir hefðu sér- staklega leitast við að berja of- an í sáraumbúnaðinn á höfðum lögreglumannanna. Eru það goðar bókmenntir, samræmar íslenzkum siðahug- myndum, sem taka að sjer að falsa sögulegar staðreyndir í svívirðingarskyni ? Ef til er á íslandi heilbrigð og einörð bókmenntaleg gagnrýni, þá er henni skylt, eftir síðustu tók Laxness, að taka afstöðu til eftirfarandi spurningar: Nú er pólitískur rithöfundur óánægður yfir því, að atferli andstæðinga hans er ekki eins heimskulegt eða hlægilegt eða glæpsamlegt, og hann hefði langað til að það væri — skal honum þá teljast heimilt að bæta úr því með skáldsögum, þar sem hann lætur þá fremja þau heimskupöi-, þau skammar- strik og smár.arverk, sem þeir ekki hafa gerst sekir um? Hverjum getur dulizt hinir nálega ótakmörkuðu möguleik- ar til rógs og lyga, sem hin pólitíska lykilsaga hefur fram yfir blaðagreinar, vegna þess að lykilsagan þarf ekki að nefna hina ofsóttu eða svívirtu með réttu nafni, og getur þó látið skiljast við hvern er átt? Er íslenzkri siðmenningu gróði að slíkum bókmenntum? París 17. maí 1948. Kristján Albertson. EIN AF skýldunum, sem ís- land tókst á hendur með inn- göngu í Bernarsambandið, er greiðsla til erlendra útgefenda, tónskálda og erfingja þeirra fyr ir opinberan flutning tónverka. Um leið opnast möguleikar á gagnkvæmum viðskiptum í þess um efnum milli íslands og ann- arra landa. Tónskáldafjelag Is- lands og STEF (Samband tón- skálda og eigenda flutningsrjett ar) og hlutafjelagið Landsút- gáfan beita sjer fyrir þvi að skapa viðskiptajöfnuð, safna rjettindum og rjettindaumboð- um erlendum sem innlendum og greiða fyrir opinberum flutn ingi íslenskra tónverka erlendis. Jón Leifs, formaður Tón- skáldafjelagsins og Stefs, er ný- kominn hingað úr ferðalagi um Norðurlönd í þessum erindum. í Osló sat hann fund Norræna tónskáldaráðsins og lagði fyrir fundinn tillögur Tónskáldafjel. íslands um ílutning íslenskra tónverka á norrænu tónlistar- hátiðinni þar í haust. Ráðið sam þykkti að láta flytja verk eft- ir sex íslensk tónskáld, — nærri hálfrar annarrar stundar dag- skrá. Ennfremur undirbjó Jón Leifs gagnkvæma rjettindasamn inga Stefs og Landsútgáfunnar við hliðstæðar stofnanir á Norð- urlöndum. Tónskáldafjelag íslands. , Fréttlr frá ISÍ 3x100 m. boðsund kvenna 4: 20,4 mín. Glímufjel. Ármann. Sett 9. maí 1948. 100 m skrið- sund 1:00,5 mín. Ari Guðmunds son (Æ). Sett 9. maí 1948. 200 m. bringusund 2:45,1 mín. Sig urður Jónsson (HS.ÞÞ.). Sett 9. maí 1948. 100 m. skriðsund 1:15.3 mín. Kolbrún Ólafsdótt- ir (Á). Sett. 11. maí 1948. 3x100 m. boðsund karla 3:37,7 mín. Sundsveit íslands. Sett 11. maí 1948. 100 m. baksund 1:26,7 mín. Kolbrún Ólafsdóttir (Æ). Sett 11. maí 1948. 400 m. skrið- sund 5:09,6 mín. Arj Guðmunds son (Æ). Sett 11. maí 1948. 100 m. bringusund 1:15,7 mín. Sig urður Jónsson (KR). Sett 13. maí 1948. 50 m. baksund 34,0 sek. Ari Guðmundsson (Æ). 13. maí 1948. 50 m. baksund 38,6 sek. Kolbrún Ólafsdóttir (Á). Sett 13. maí 1948. 100 m. bringusund 1:32,0 mín. Þórdís Árnadóttir (Á). Sett 13. maí 1948. |r.m-Ka stjórnin fær ekkj traustsyfirlýsingu. Teheran: — Iranski forsætisráð- herrann, Hakimi, fór fram á að fá traustsyfirlýsingu þingsins. Meiri- hluti þingsins greiddi atkvæði á móti traustsyfirlýsingu og hefur iáðuneyt- ið beðist lausnar. Heimkomnir þýskir stríðs- fangar eru óánægðir með móttökurnar Strniir vilja hverfa affur frá Þýskalandi Eftir John Peet, frjettaritara Reuters í Berlín. MARGIR stríðsfangar, sem heim koma til Þýskalands, vildu í dag gjarnan snúa aftur til baka til stríðsfangabúðanna, sem þeir komu frá. Það færist stöðugt í vöxt, að stríðsfangarn- ir — en allir þýskir stríðsfang- ar eiga að hafa verið fluttir heim í árslok 1948 — kvarti yfir þeim móttökum, sem þeir fá í Þýskalandi. Sjerstaklega eru umkvartan- ir þeirra stríðsfanga áberanai, sem koma frá Vesturveldunum. Þeir, sem frá Síberíu koma, eru flestir hverjir svo fegnir því að vera lausir úr prísundinni, að þeir mótmæla heldur lítið því lífsviðurværi, sem flestir jþeirra verða að sætta sig við í Þýska- landi nútímans. Fangarnir, sem látnir eru laus ir, en margir þeirra hafa setið í fangabúðum 1 allt að fimm eða sex ár, vita fyrirfram, að matvæla, klæða og íbúðará- standið er sjerlega slæmt í Þýskalandi. En það er ekki aðal lega yfir þessu, sem þeir kvarta mest, heldur miklu fremur yf- ir samúðarleysinu og skilnings- leysinu, sem þeir eiga að mæta hjá þýskum embættismönnum. Athyglisverð dagbók. Þetta sjest best á eftirfarandi tilvitnunum í dagbók fyrver-1 andi stríðsfanga, sem nýlega kom til Þýskalands frá Frakk- landi: „11. mars. Er að fara yfir landamærin. Loks kominn til Þýskalands. 12. mars. Móttökubúðunum í Ulm er vel stjórnað. Á morgun mun hefjast nýr þáttur í lífi okkar — við erum loks búnir að öðlast frelsi. Eitt hefur þó varpað skugga á gleði okkar — farangri fimm fjelaga okkar hefur verið stolio. 13. mars. Kominn heim. til fjölskyldunnar. Við erum öll að bollaleggja fxamtíðina. 15. mars. Fór á lögreglustöð- ina til að fá skömmtunarseðla ng láta skrásetja mig. Þar er mjer sagt, að jeg verði fyrst að fara á húsnæðisskrifstofuna, og þar hefi jeg beðið um viðtal á morgun. 16. mars. Húsnæðisskrifstof- an segir, að jeg verði að snúa mjer til flóttamannanefndar- innar. 17. mars. Skrifstofa flótta- mannanefndarinnar er lokuð í dag, miðvikudag. Þetta hljóta þeir að hafa vitað á húsnæðis- skrifstofunni Hvað ætli mjer takist mikið lengur að fram- fleyta lífinu á 50 mörkunum, sem jeg fjekk, þegar mjer var sleppt úr fangabúðunum, og án nokkurs skömmtunarmiða? 18. mars. Flóttamannanefnd- in sendi mig til baka til hús- næðisskrifstofunnar". Næsta vika fór í það að ganga á millj þcssara skrifstofa. Önn- ur skrifstofan ljet, „sem sjer- stakan greiða“, þennan heim- komna stríðsfanga fá skömmt- unarseola til þriggja daga. í Eftir tvær vikur. „24. mars. Jeg hefi nú verið 14 daga í Þýskalandi. Til þess að verða ,,löglegur“, verð jeg að láta skrásetja mig hjá lög- reglunni. Það get jeg aðeins gert með leyfi húsnæðisskrifstofunn ar. Húsnæðisskrifstofan neitar að gera nokkuð í málinu, án samþykkis flóttamannanefndar innar, og flóttamannanefndin neitar að aðhafast nokkuð án leyfis húsnæðisskrifstofunnar. Fimmtíu mörkin eru gengin til þurðar, og jeg hefi aðeins haft skömmtunarseðla til þriggja af undanförnum 14 dögum. Jeg er nýbúinn að lesa í blöð- unum um ,,þá ólöglegu“, sem búa í loftvarnabyrgjum og í bið sölum járnbrautarstöðvanna, en framfleyta lífinu án skömmt- unarseðla, með því að afla sjer peninga á svarta markaðnum. Jeg- vil ekki leggjast svo lágt. Jeg er ungur cg hraustur. 25. mars. Jeg er búinn að taka ákvörðun. í tvær vikur samfleytt hefi jeg lifað á skömmtunarseðlum annars fólks. Ef jeg sel á svörtum markaði það, sem jeg kom með frá Frakklandi, ætti jeg að geta greitt þessu fólki það, sem jeg skulda því. Að því loknu mun jeg yfirgefa Þýskaland og fara aftur til Frakklands, þar sem jeg get auðveldlega fengið verka mannavinnu'1. Kröfur fanganna. Þessi fyrverandi stríðsfangi kann að hafa fengið sjerstak- lega vonda útreið, en hundruð annarra heimsendra fanga hafa sömu sögu að segja. Að því und- anskyldu, að stríðsfangarnir krefjast þess, að þeim verði gert auðveldara fyrir að verða „lög- legir“, eru þeir flestir hverjir þeirrar skoðunar, að þeir eigi kröfu á betri matarskammti en nú, að minnsta kosti í nokkrar vikur, meðan þeir eru að átta sig á hlutunum. Svo er og kom- ið, að yfirvöldin í Berlín hafa til athugunar háværar kröfur um, að annars flokks skömmt- unarseðlar — seðlar verka- manna — verði látnir heim- komnum stríðsföngum í tje, fyrsta mánuðinn, sem þeir dvelja í heimalandinu. Þá er og verið að réyna að koma því á, að allir fyrverandi fangar fái fata- miða. Því næstum allir heim- komnir stríðsíangar eru enn í einkennisbúningum sínum, og þeir, sem sátu í rússneskum fangabúðum, eru tíðum ennþá í sömu tötralegu einkennisklæð- unum, sem þeir voru í, er þeir voru teknir til fanga fyrir nokkrum árum síðan. Bifrelðaútflutninpr eyksf ÚTFLUTNINGUR enskra smá bifreiða hefir aukist mikið á síðustu vikum Hafa nú nýlega verið sendar af stað til annara landa sendingar, sem alls nema 15000 bifreiðum. Fyrir þessar bifreiðar fá Bretar gjaldeyri, er nemur hálfri miljón sterlings- punda. Bifreiðarnar hafa verið send- ar aðallega til Bandaríkjanna, Ástralíu, Java og Finnlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.