Morgunblaðið - 12.06.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1948, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIP Laugardagur 12. júní 1948. yiðskiptasamningarnir við Breta og Bandaríkjamenn tryggja sjávamlve|iiam . hagkvæma markaði Líti! ielpa verður fyr- Karen Margrelhe Harup lapaSi 409 ir ER ÓLAFUR THORS fyrver- andi forsætisráðherra hafði skýrt frá árangri af samningum sínum í Bretlandi á vegum rík- isstjórnarinnar við heimkomu sína, varð ljóst að tekist hafði í ár að ná hagkvæmari við- skiptasamningum við Breta, höfuð viðskiptaþjóð vora. en nokkru sinni áður. Með samningunum við Breta hefur tekist að tryggja m. a.: 1) Áframhaldandi rjett til löndunar á ísfiski í Bretlandi. 2) Sölu á 8000 tonnum af hraðfrystum iiskflökum fyrir sama verð og í íyrra, sem er um 880,00 hærra pr. tonn en frjálst markaðsverð I Bretlandi. 3) Fast ákveðið hagkvæmt verð á þeim 70.000 tonnum af ísuðum fiski til Þýskalands, sem samið hafði verið um við Banda ríkin og Breta að selja þangað. — Nemur útflutningsverðmæti þessa fiskjar, ef hægt er að afla upp í samninginn til fulls, allt að 70 miljónum króna. Án þessa samnings við Bandaríkjamenn 03 Breta, sem kommúnistar hjer eru ..lltaf að níða, væri ekki hægt að halda nýsköpunartog- urunum úti í sumar, nema með stórtapi, vegna þess hve fisk- markaðurinn í Bretlandi er stop ull á sumrin og Bretar vilja ekki néma vissar fisktegundir, sem mjög erfitt er að afla fullfermis af, að sumar lagi, en samningur inn um fisklöndunina í Þýska- landi tryggir ninsvegar löndun á öllum fisktegundum með á- kveðnu hagstæöu verði. 4) Sölu á 13000 tonnum af síldarlýsisframieiðslunni s.l. vet ur og í sumar fyrir sama verð og í fyrra þ. e. £ 95:0:0 fyrir tonnið og tvö sterlingspund að auki fyrir þau 4500 tonn, sem afhent verða ai' vetrarlýsinu til Breta og einnig £ 97:0:0 fyrir þau 5000 tonn, sem seld voru Bretum til Þýskalands. Upplýst er, að Bretar hafa- keypt af eigin hvalveiðileiðöngr um og öðrum a m. k. jafnmikið magn af hvallýsi á £ 90:0:0 pr. tonn cif og Norðmenn hafa selt fyrir £ 110:0:0 til annara landa. Skv. því hjeldu Bretar því fram, lengi vel, að þeir gætu ekki greitt íslendingum hærra verð fyrir síldarlýsið fob en £ 5:0:0 undir samningsverði sínu á hvallýsinu eða £ 85:0:0 fyrir tonnið cif. En umboðsmanni ríkisstjórn- arinnar, Ólafi Thors tókst að fá Breta tii að hækka verðið um £ 10:0:0 pr. tonn á síldarlýs- inu. 5) Bretar skuldbinda sig til að kaupa alt að 12.000 tonnum af síldarlýsi til viðbótar fyrir £ 100:0:0 pr. tonn, ef íslend- ingar óska að selja það og segja til fyrir 1. okt., en frjálst er ís- lendingum að selja þetta lýsi öðrum ef þeir telja sjer það hag- kvæmara. Er petta ákvæði mjög þýðingarmikið á viðsjárverðum tímum. ★ Það eru engar ýkjur, þótt sagt sje, að viðskipti vor við Breta hafi á undaníörnum ár- um verið höíuð-undirstaðan íyrir aðalatvmnuvegi vorum, sjávarútveginum. Nú í ár hefur tekist með Koma í veg fyrir stöðvun togaraflotans í sumar Kommúnisfar reiðir. samningum við Bandaríkja- ’ menn og Breta að selja ísfisk í svo stórum stíl til Þýskalands, að sjeð er fyrir nýjum markaðs- þörfum hins stóraukna togara- flota landsmanna. Viðskiptasamningarnir við Breta og Bandaríkjamenn eru oss íslendingum að þessu sinni, ennþá þýðingarmeiri en nokkru sinni fyr. Kunna útgerðarmenn og sjó- menn vel að meta það, sem á- unnist hefur með þessum samn- ingum og eru þakklátir þeim, er að samningunum hafa staðið af íslands hálfu. Af öllum, sem til þekkja, er virt að vettugi gjálfur manna eins og Áka Jakobssonar í nafn lausum greinum í málgagni kommúnista um það, að þessir samningar sjeu þeir hneykslan legustu, sem gerðir hafa verið af íslendinga hálfu. íslenskur sjávarútvegur hafði á sínum tíma lítil not af fyrir- heitum þáverandi atvinnumála- ráðherra, Áka Jak., sem hann gaf eftir viðtöl sín við afskip unarmanninn iússneska haustið 1946 um ótakmarkaðann mark- að með hagkvæmu verði á yfir- ráðasvæði Rússa fyrir ísleriskan ísfisk og saltfisk, því að Rússar vildu ekki kaupa svo mikið sem ugga af ísfiski eða saltfiski þeg ar til kom. Fyrverandi atvinnumálaráð- herra Áka Jakobssyni ferst illa að telja £ 95:0:0 verð fyrir tonnið af síldarlýsinu fob. sví- virðilega lágt, þegar þess er gætt, að þegar hann var at- vinnumálaráðherra árin 1945 og 1946 var lýsið selt Bretum fyrir £ 38:8:0 og etpd. 62:10:0 pr. tonn. Enn fráleitara er að segja að ríkisstjórnin hafi vegið aftan að Norðmönnum með sölunni á síldarlýsinu, því að Norðmenn hafa fyrir löngu ráðstafað öllu eða a. m. k. 9/10 hlutum af hvallýsi sínu og þótt þeir hefðu ekki gert það myndi salan á síldarlýsinu til Breta engu hafa spilt fyrir Norðmönnum, þegar á það er litið, að hjer er um víðtæka og mjög hagstæða heild arsamninga að ræða. Hjá kommúnistum er sami leikaraskapurinn gagnvart síld- arverðinu og í lyrra, þá skrifaði ráðherra þeirra fyrst undir lög- in um fiskábyrgðina, sem á- kváðu, að síldarverðið skyldi vera kr. 40,30 á málið sumarið 1947 en reyndi síðan af fremsta megni að fá menn til þess að kollvarpa lögunum, en árangurs laust. _ _ ___ Það er eftirtektarvert, að í sama tölublaði Þjóðviljans og verið er að níða sem mest samn- ingána við Breta, er grein eftir Einar Olgeirsson, þar sem hann leggur til að smíða fleiri nýja togara en þá 10, sem ríkisstjórn- in hefur samið um smíði á í Bretlandi til þess að hagnýta þá markaðsmöguleika, er skap- ast hafa fyrir ísfisk með samn- ingum ríkisstjórnarinnar við Bandaríkjamenn og Breta. Enn eru í sama tölublaði innramm- aðar óskir frá tveim bæjarfje lögum um að þau óski að kaupa 3 af nýju togurunum. Allar eru þessar tillögur og óskir byggðar því, að tekist hefur að gera hagkvæma viðskiptasamninga við Breta og Bandaríkjamenn. Hverjir vildu kaupa skip, ef þeir samningar hefðu misíekist jafnhraparlega og kommúnistar halda fram? Málflutningur þeirra er í þessu sem öðru með þeim hætti, að hvað stangast við annars horn því meir sem þeir \ halda lengur áfram upphrópunum sín- um. SEINNI hluta dags í fyrradag, vildi það slys til vestur á Bræðraborgarstíg, að 7 ára göm ul telpa varð fyrir bíl og slas- aðist. Telpan litla heitir Jórunn ís- leifsdóttir og á heima að Bræðra borgarstíg 14. Yörubílnum E-188 var ekið norður eftir Bræðraborgarstíg og er bíllinn var kominn á móts við húsið nr. 16 við Bræðra- borgarstíg, var bílnum ekið framhjá bíl er stóð við gang- stjettina. Eftir því sem bílstjór- inn á E-188 segir, þá varð hann var við að eitthvað kæmi við afturhjólið á bílnum hans, um leið og bíll hans rann framhjá bílnum, sem stóð. Bílstjórinn stöðvaði bílinn þegar í stað og fór út. Sá hann þá hvar Jórunn litla sat í götunni. Hafði hún skaddast talsvert á öðrum fæti, en virtist vera óbrotin. Hún var flutt í Landsspítal- ann og er þar nú rúmlig'gjandi. Líðan hennar var sæmileg í gær- kvöldi, en hún mun hafa mist talsvert af blóði. Á SUND-meistaramóti Kaup- mannahafnar, sem haldið var nýlega vakti það mikla athygli, að Karen Margrethe Harup tap- aði fyrir Greta Andersen í 400 m. skriðsundi. Andersen synti vegalengdina á 5.15,4 mín., en Harup á 5.30,0. Fritze Nathan- sen varð þriðja á 5.33,8. Greta Andersen vann einnig 100 m. skriðsund á 1.06,7. Nathansen varð önnur á 1.06,8 og Harup þriðja á 1.07,1. Gretha Sörensen vann 100 m. bringusund á 1.26,6 og 200 m. á 3.04,2, en Karen Margrethe Harup 100 m. baksund á 1.19,0 mín. 100 m. skriðsund karla vann Erik Christophersen á 1.02,5 og 400 m. skriðsund á 5.08,5. Kaj Petersen vann 100 og 200 m. brungusund á 1.17,5 og 2.53,4. 100 m. baksund var unnið á 1.15,4. Franski sundmaðurinn L. Zins hefir synt 100 m. baksund á 1.08,2 mín. Síða S.U.S. Telja minkaða Hars- hallaðstoð stórhætlu lega Marshall og Hoffman fyr- ir fjárveifinganefnd Washington í gærkv. GEORGE Marshall, utanríkis- ráðherra, mætti fyrir fjárveit- inganefnd öldungadeildar Banda ríkjaþings í dag, til þess að gera grein fyrir skoðunum sínum i sambandi við íramkomnar til- lögur fulltrúadeildarinnaar um að minnka aðstoðarframlagið til Marshalláætlunarinnar um allt að því 1,000 miljón dollara. Lagði Marshall áherslu á, að allar skerðingar á aðstoðarfram laginu gætu haft stórhættuleg- ar afleiðingar í för með sjer. Skömmu áður en Marshall mætti fyrir fjárveitinganefnd- inni, hafði Hoffman, aðalfram- kvæmdastjóri Marshalláætlunar innar, skýrt nefndinni frá því, að ekki gæti komið til mála að minnka hinn fyrirhugaða hrá- eína-, eldsneytis- og matvæla- útflutning til þátttökulanda Marshalláætlunarinnar. Ef til- lögurnar um minnkun aðstoð- arframlagsins næðu fram að ganga, mundi það hinsvegar ó- hjákvæmilega hafa það í för með sjer, að Marshalllöndin fengju minna af vjelum frá Bandaríkjunum en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Þetta mundi svo draga mjög úr gagn- semi Marshalláætlunarinnar hvað við víkur endurreisnar- framkvæmdum í Evrópu. — Reuter. Framh. af bls. 6. Eirínig getur komið til mála að efnt verði til annarar ferðar um þessa helgi og mun þá verða farið í aðra átt, t.d. norður eða vestur um land. Tveggja daga ferð höfum við að auki þegar ákveðið. Farið verður í Þjórsárdal um eða upp úr miðjum ágúst. í sam- bandi við þessa ferð er einnig gert ráð fyrir að taka þátt í samkomu, sem Sjálfstæðisfélag Gnúpverja mun halda á iaug- ardeginum að Ásaskóla í Gnúp- verjahreppi. í þjórsárdal er víða mjög fallegt, svo sem við Háa- foss, Gjána, Hjálparfoss og svo er það sögustaðurinn að Stöng, svo nokkrir staðir sjeu nefndir. Víða í dalnurn er' gróðursæld mikil, svo að þetta ætti að verða hin ánægjulegasta ferð. Verður farin sumarle.vfis- ferð? Já! Við munum efna til einn- ar sumarleyfisferðar. Væntan- lega mun sú ferð hefjast laug- ardaginn 24. júlí. Verður farið til Siglufjarðar og væntanlega munurmn tekið þátt í samkomu er félag ungra Sjálfstæðismanna þar ráðgerir að halda um það leyti. Frá Siglufirði verður svo haldið til Akureyrar með viðkomu á Hólum í Hjaltadal. Frá Akur- eyri verður ferðinni haldið á- fram eitthvað lengra austur eftir því sem ti'mi og aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að koma heim á mánudagskvöld 2. ágúst, Ég vil að lokum geta þess, að áður nefndar ferðir eru þær ferðir, sem þegar hefur verið ákveðið að fara. Ekkert mælir þó á móti því, að farnar verði fleiri ferðir, ef aðstæður leyfa, annað hvort yfir helgi eða á sunnudögum. Einnig vil ég taka það fram að þetta er heildar yfirlit, sem í framkvæmdinni getur þurft að breyta lítillega. Sumargjöf Framh. af bls. 5. Öll börn hafa gott af því að alast upp í hóplífi. Það kennir þeim að taka tillit til annarra, eflir fjelagsþroska þeirra og andlegan þroska yfirleitt og örvar leikgleðina. Heimilið er takmarkað svæði og yfirleitt miðað við líf fullorðna fólksins. Barnáheimilin hafa betri leik- fangakost, en nokkur heimili geta látið börnunum í tje. Barnaheimilin eru til þess að rjetta heimilunum hjálparhönd ekki til þess að grafa grund- völlinn undan þeim. Með starf- rækslu þeirra er heimilið ekki skert á nokkurn hátt. Þau eru einskonar viðauki við heimilin — þau eiga að bæta borgar- heimilið úpp. Leikskólar heppilegri. Persónulega er jeg þeirrar skoðunar, að leikskólar sjeu heppilegri en dagheimili fyrir börn, sem eiga góð heimili. En á leikskóla og dag- heimili er aðeins sá, að í leik- skólanum dveljast börnin hálf- an daginn — en á dagheimilinu eru þau allan daginn. Það, sem æskilegast er fyrir borgarbarnið er, að það eigi gott heimili og geti dvalist nokkra tíma á degi hverjum í leikskóla í hópi jafnaldra sinna, undir leiðsögn sjerfróðra upp- alenda. - „Refimir" Framh. af bls. 2. Poul Reumert innilega fyrir þann mikla þátt, sem þau hafa átt í því að lyíta íslenzkri leik- list á hærra stig með stórbrotn- um og lærdómsríkum leik sín- um í íslenzku leiksviði fyrr og síðar. Veri þau velkomin! Sigurður Grímsson. Góð aðsókn. — Svo að við víkjum aftur að uppeldisskólanum — hefir ekki aðsóknin verið góð? — Jú, aðsókn hefir verið mikil. Fólk er alltaf að spyrj- ast fyrir um skólann og þegar hafa borist margar umsóknir fyrir næsta ár. Jeg er því mjög vongóð um framtíð skólans. M. I. — Handiðaskólfnn Framh. af bls. 6. skólann, einn og einn vetur. Taldi skólastjóri að slíkar heim sóknir færra manna vera nauð- synlegar fyrir skólann. Að lokum var gestum sýnd sýningin og voru kennarar í fylgd með gestum og leystu þeir vel og greiðlega úr öllum spurn ingum gestanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.