Morgunblaðið - 12.06.1948, Side 14
MORGUNBLA91B
Laugardagur 12. júní 1948.
KENJA KONA
4
Cftir Een
mee
mó
101. dagrur
►J’jor skuluð ekki taka yður
þetta nærri, Linc. Verið þjer
alveg rólegur og svarið spurn-
ingum Spree blátt áfram. Jeg
skai sjá um að hann gangi ekki
of nærri yður“.
En þegar rjetturinn var sett-
ur draup angistarsvitinn af
Pittridge þar sem hann sat.
Jenny kom inn í salinn á eftir
hönum og gekk rakleitt fram
hjá honum. Þá komu tár fram
í augu hans og blinduðu hann.
Þegar hann fjekk sjónina aftur
sá hann hvar hún stóð í vitna-
stúkunni, einbeitt og róleg að
sjá og horfði hugdjörf á þá sem
viðstaddir voru. Og þegar
Spree fór að spyrja hana svar-
aði hún rólega og ákveðið
Þegar fyrstu rjettarspurning
um var Iokið sagði Spree:
,,Vegna þess að þjer voruð
ekkí hjer í morgun, frú Evered,
þá vil jeg skýra yður frá því,
að fjórtán menn hafa borið það
að niaður yðar hafi á sjer orð
fyrir slæmt siðferði. Hvað seg-
ið fejer um það?“
„Jeg segi að það sje and-
stýgð“.
„Eigið þjer við það“, mælti
hann, „að maðurinn yðar hafi
andstyggilegt orð á sjer?“
Jenny svaraði alvarlega:
„Jeg á við það, að það er
andstygð að nokkur maður
skuli geta látið sjer annað um
tnunn fara en að John sje af-
hragðsmaður og laus við öll
fýti“.
Þótí hún væri veikluleg bar
hún sig svo hetjulega að hjart-
að í Pitíridge barðist ótt af að-
dáun og vorkunnsemi. En jafn-
framí nísti hann tönnum í
bræði út af því að John skyldi
hafa lagt þetta á hana.
„Jeg skil. En hvert er álit yð_
ar á siðgæði hans?“ spurði
Spree.
„Hann er í einu og öllu sá
vandaðasti maður, sem jeg hefi
þekt'Vsvaraði hún svo hátt og
skyrt að heyra máttj um allan
salínn.
„I'.að er fallega mælt. En á
hveriu byggið þjer þetta álit
y.ðar á honum?“
Jenny brosti: „Á tíu ára
reynslu í sambúð okkar“.
„Auðvitað. En hvernig hefir
sú sambúð verið?“
„Eins og annars staðar þar
sem hjónin elska hvort annað“.
„Þið sofið þá auðvitað í sama
♦i;rbergi?“
Jenny hikaði andartak við
svarið.
„Nei, ekki sem stendur",
sagði hún svo vandræðalega.
Spree ljest verða undrandi. I
„Getur verið að hjón sem
clskast svona mikið sofi ekki í
sama herbergi?" sagði hann. i
„Já“.
„Hvað er langt síðan að þið
íkilduð að sæng?“
„Nokkrir mánuðir“.
„Og hvernig stóð á því að
þið gerðuð það?“
Jenny svaraði rólega:
„Jeg átti bágt með svefn. Jeg
Scf betur þegar jeg er ein?“
„Bar ykkur nokkuð á milli
áður en þið skilduð að sæng?“
„Nei, við töluðum um þetta
fclátt áfram, og hann fjelst und
ir eins á það því að hann vill
altaf alt fyrir mig gera. Jeg
Svaf betur upp frá því og þess
vegna höfum við ekki breytt
um aftur".
„Var engin önnur ástæða —
enginn grunur hjá yður að
hann hegðaði sjer ekki eins og
hann átti að gera?“
„Vissulega ekki“.
„Skilduð þið að sæng áður
en eftir það að þjer urðuð vör
við að maðurinn yðar var að
ásækja Mattie Hanson?“
Jenny svaraði kuldalega:
„Jeg hefi aldrei orðið vör við
það“.
„Jæja. En konur grunar nú
stundum margt. Grunaði yður
ekki neitt í þá áttina?“
„Nei, jeg hefi altaf treyst Mr.
Evered fullkomlega“.
Spree sneri sjer þá þangað,
sem Johr. sat og hneigði sig fyr
ir honum: „Jeg samgleðst yður,
Mr. Evered“.
Svo sneri hann sjer aftur að
Jentiy:
„Þjer viðurkennið, að þótt
þjer elskið mann yðar, þá haf-
ið þið nú samt skilið að sæng?“
„Já“.
Þá sagði Spree að hún mætti
fara, en Saladine dómari
mælti:
„Má jeg leggja fyrir þig eina
eða tvær spurningar, frú Ev-
ered? Hafið þjer lesið yfirlýs-
inguna?"
„Já, jeg las hana sama dag-
inn sem blaðið kom út. Jeg
hýddj Mr. Lebbeus þá um dag-
inn“.
Lebbeus fitjaði upp á trýnið,
en áheyrendur brostu.
„Hvað gerði maðurinn yðar
kvöldið sem um er rætt í yfir-
lýsingunni?“
„Hann snæddi kvöldverð
heima með mjer og börnunum.
Við töluðum svo við börnin
þangað til þeírra háttatími var
kominn“.
„Hvenær' hátta þau venju-
lega?“
„Mat háttar fyrstur klukk-
an hálfátta. Venjulega eru þeir
allir háttaðir klukkan átta“.
„En þetta kvöld?“
„Nei; þá' fóru þeir ekki jafn
snemma í rúmið og vant er,
vegna þess að faðir þeirra var
að segja þeim sögu. Það var
nokkuð löng saga og þeir höfðu
gaman að henni og jeg líka.
Klukkan var orðin hálfníu þeg
ar við buðum þeim góða nótt“.
„Hvað gerði maðurinn yðar
þá?“
„Hann fór til borgarinnar“.
„Ríðandi eða gangandi?“
„Pat Tierney ók honum
til ....“.
„Við skulum láta Pat sjálfan
segja frá því. Sáuð þjer þegar
maðurinn yðar fór?“
„Já“.
„Vissu nokkrir fleiri um það
hvenær hann fór að heiman?“
„Já, Pat og McGow“.
Pittridge hugsaði með sjer að
þau mundu bæði segja ósatt
eins og Jenny — til þess að
bjaroa John, eins og hún hafði
sagt. Annaðhvort þeirra Johns
hafði eflaust fengið þau til að
bera hið sama og hún.
„Hvenær kom hann heim
aftur?“
„Jeg fór að hátta rjett fyrir
tíu. Hann kom inn til mín rjett
á eftir til þess að bjóða mjer
góða nótt“.
Pittridge leit þangað sem
John sat. John beit á vörina og
var náfölur, en hann ljet það
við gangast að hún skrökvaði
þannig til að bjarga sjer. Og
reiðin sauð í Pittridge er hann
hugsaði um það, Þá hafði Sala-
dine lokið spurningum sínum,
en Spree tók til máls:
„En þrátt fyrir alt — og má-
ske vegna alls — þá sofið þið
hjónin sitt í hvoru herbergi.
Er ekki svo?“
Þegar Jenny heyrði þessa
ítrekuðu spurningu varð hún
náföl. Hún riðaði á fótunum og
hneig niður. Þeir John og Sala-
dine hlupu til hennar. Stuttri
stund síðar gekk Jenny fram
hjá Pittridge og studdist við
arm Johns. Hún var náföl enn
og draup höfði. Þau John
gengu út úr salnum.
VIII.
Meðan hann stóð í vitnastúk-
unni itók hann alls ekki eftir
því að salurinn var fullur af
fólki. Hann sá ekkert annað en
refslega andlitið á Mr. Spree
og við hliðina á því þóttist
hann sjá andlit Jenny náfölt
eftir þá meðferð er hún hafði
sætt Johns vegna. Hann heyrði
þó spurningarnar og hann
heyrði sjálfan sig svara með
rámum rómi.
„Þjer eruð kunnugur Mr.
Evered?“
„Já“.
„Hafið þið þekst lengi?“
„Jeg hefi verið honum ná-
kunnugur í tíu ár, kyntist hon-
um rjett eftir að hann kom til
Bangor“.
„Og þið hafið verið vinir?“
»,Já“.
„Hefir honn nokkuð minst á
það við yður að mannorð sitt
hafi biðið hnekki við yfirlýs-
inguna?“
„Hann sagði að enginn mundi
trúa henni“,
„Ef það væri satt, þá hefði
hann ekki biðið neitt tjón á
mannorði sínu?“
„Auðvitað hefir mannorð
hans ekki biðið neinn hnekki“.
„Hjer hefir farið fram vitna-
leiðsla um það hvert mannorð
hans er. Hlustuðuð þjer á það?“
„Nei“.
„Vitið þjer hvaða orð hann
hefir á sjer?“.
„Jeg þykist fara nærrj imi
það“.
„Hefir nokkur maður talað
um bað við yður?“
Pittridge svaraði ekki. Hann
vildi ekkert um það segja, því
að þá fanst honum að hann yrði
að nefna Jenny. Hún hafði tal-
að illa um mann sinn, en hann
mátti ekki segja það. Þá spurði
Spree:
„Hvaða álit hafið þjer á Sið-
gæði mr. Evered?“
„Jeg er hræddur um að það
sje slæmt“, sagði Pittridge og
fann sjálfur um leið hvað þetta
var alvarleg ásökun og vakti
mikla undrun.
Það varð dauðaþögn í saln-
um. Hafi þetta komið Spree á
óvart ljet hann ekkert á því
bera. Eftir íitla stund kinkaði
hann kolli og sagði: „Þetta er
nóg“.
Svo settist hann og leit sigri
hrósandi á Saladine. En um
stund var Saladine svo forviða
að hann kom ekki upp neinu
orði Seinast sagði hann góð-
látleea:
„Jeg þarf ekki að leggja nein
ar spurningar fyrir — hinn
góða vin Johns“. i
'sroiafe
NJÓSNARARNIR.
Eftir M. CATHCART BOBKS
14.
vörun — en það gat aðeins verið um stundar sakir. Verið
gat, að þeir hefðu í fórum sínum annað senditæki. Þeir
stóðu allir í einu homi kjallarans og ræddust við í hálfum
hljóðum. Þeir voru að leggja á ráðin um eitthvað.
Alt í einu var dyrunum fyrir ofan kjallaraþrepin hrundið
upp og hópur lögregluþjóna kom hlaupandi niður stigann.
Það var ekki lengi gert, að taka njósnarana höndum og
leysa böndin af börnunum og ungfrú Standing.
„Hvernig fóruð þið að því að finna okkur?“ spurði ungfrú
Standing.
„Spyrjið Mahmoud," sagði einn lögregluþjónninn og brosti.
Og nú komu þau auga á Mahmoud.
„Jeg sá yður, ungfrú Standing — og telpurnar tvær, sem
hröðuðu sjer á eftir yður. Vitanlega kom mjer það ekkert
við — en sú hugsun ljet mig ekki í friði, að þið mynduð
vera í einhverri hættu. Jeg heyri margt í búðinni minni, og
þegar jeg hafði gert nokkrar fyrirspurnir og sent son minn
á eftir ykkur ákvað jeg, að leita til lögreglunnar."
„Þjer hafið hjálpað okkur úr mjög slæmri klípu,“ sagði
ungfrú Standing. „Við munum ekki gleyma'því. — Og þið
stóðuð ykkur líka mjög vel,“ bætti hún við og snjeri sjer
að börnunum.
„Okkur tókst að eyðileggja senditækið — og koma í veg
lyrir, að þeir sendu aðvörunina — annað gerðum við nú
ekki,“ sagði Dick, og vildi gera lítið úr öllu saman.
„Já, þið stóðuð ykkur mjög vel,“ sagði fyrirliði lögreglu-
mannanna. „Þið hafið vissulega stuðlað eftir bestu getu að
sigri okkai.“
Svo sneri hann sjer að Vitali, sem nú var heldur aum-
ingjalegur á svipinn.
„Þú getur sent vinum þínum skeyti á morgun og sagt
að breski herinn hafi þegar hafið sókn sína,“ sagði hann.
„Þeim finnst kannske frjettin koma dálíljð of seint — en
við því verður ekkert gert.“ t
• ENDIR.
— Viljið þjer líka að jeg yddi
blýtanthm?
★
Hjer er saga af því, þegar
Mussolini kom til himna. Tekið
var á móti honum með mikilli
viðhöfn. Milljónir engla flögr-
uðu í kringum hann og sungu
honum lofgjörðir. Hann var
krýndur kórónu, sem var stærri
en sú, er Guð almáttugur bar.
Jafnvel Mussolini blöskraði
þetta og skildi ekki almennilega
í því. Hann snjeri sjer því að
Guði og spurði hann hverju
þetta sætti.
„Þú ert meiri en jeg,“ svaraði
guð með lotningu, „jeg ljet þjóð
þína fá einn dag til föstu á
viku, en þú hefur fengið henni
sjö. Jeg gaf henni trú. Þú hefur
tekið hana frá henni. Þú hefur
gert það, sem mjer var ekki
mögulegt."
★
Þegar Nevills Chamberlain,
fyrrum forsætisráðherra Breta,
var að fara af Múnchen-ráðstefn
unni frægu/ sagði Hitler við
hann: • *
„Herra Chamberlain, viljið
þjer sýna mjer þá vinsemd að
gefa mjer regnhlífina yðar sem
minjagrip?“
„Nei, nei,“ sagði Chamberlain
„það get jeg ekki gert.“
„Já, en herra Chamberlain,
þetta er mjer svo mikið áhuga-
mál. Jeg bið. yður enn um að
gera það.“
„Mjer þykir það Ieitt, en jeg
get ekki gert yður þetta til hæf-
is,“ svaraði Chamberlain.
Hitler, sem hafði vanist því
að óskir hans væru uppfylltar,
varð reiður og sagði: „Jeg skipa
það.“
„Nei,“ sagði Chamberlain á-
kveðnari en áður, „það er ó-
mögulegt. Þjer sjáið — jeg á
regnhlífina.“
★
Þegar John Marshall Harlan
lá banaleguna, sagði hann við
þá, sem stóðu við rúm hans:
„Verið þið sæl. Mjer þykir það
leitt að hafa látið ykkur bíða
svona lengi.“
★
— Hvað sagði maðurinn þinn
þegar hann kom heim kl. 3 í
nótt?
— Hik.