Morgunblaðið - 20.06.1948, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1948, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. júní 1948. MORGUNBLAÐI Ð 3 1 ,Engin norræn samstefna í utanríkismálum6 ÞREF OG ÞÓF eru þau tvö orð, sem tiltækilegust eru þegar lýsa skal utanríkismálaumræðum þinna miðlægú Norðurlanda- þjóða, Dana, Norðmanna og Svía. íslendingar og Finnar hafa sjerstöðu í þeim þætti ut- anríkismálanna, sem mest er þrefað um, hermálunum, því að Finnar hafa hernámssamning við Rússa en Islendingar hafa engan her. — En um hermálin hafa miðlægu þjóðirnar aðal- lega þrefað: afstöðuna til aust- urs og vesturs eða hið algera hlutleysi, sem Undén utanríkis- ráðherra Svía hefur gerst tals- maður fyrii: samband hinna þriggja þjóða um að verða sá klettur, sem allar öldur brotni á virkið í norðri, ef svo mætti segja. • Það er nú útsjeð um, að sú samvinnuhugmynd getur ekki komist í framkvæmd. Danir — og þó einkum Norðmenn — hafa enga trú á því, að þjóð- irnar þrjár gæti varið hlutleysi sitt, ef Ameríkumenn eða Rúss- ar rjeðist á Skandinaviu og heimtuðu þar bækistöðvar eða herfylgi. — Stjórnir þessara tveggja landa segja það full- reynt úr síðustu styrjöld, að þær 15 miljónir, sem byggja löndin þrjú, gætu ekki staðist stóru herþjóffunum snúning, eða varið lönd sín nema stutta stund, og telja það barnaskap hjá Svíum að ganga upp í þeirri dul, að þeir hafi nokkra trygg- ingu fyrir að geta setið hjá í nýrri styrjöld, þó að þeir slyppi við þá síðustu. Þær stefna ein- dregið vestur, þó að þær hafi , hinsvegar alls ekki tekið skýra afstöðu til þess hvort þær eigi að gerast aðilar að væntanlegu bandalagi Vestur-Evrópu. Að svo komnu telja þær UNO hinn eina fjelagsskap, sem þær vilji starfa í að alþjóðamálum. En það er fleira en hermál, sem Norðurlandaþjóðirnar þuffa að ræða um sín á milli. Á þeim mörgu fagurgalafund- um, sem forsætis- og utanríkis- ráðherrar hafa haldið síðan stríðinu lauk til þess að ræða um norræna samvinnu, hefur margt borið á góma. Aukna verslun innbyrðis og jafnvel tollmálasamband. Allir eru sam mála um það ,,æskilega“ í þess- um efnum. En þegar á reynir, virðast örðugleikarnir óyfirstíg anlegir, og öll fögru orðin verða lítið annað en sápufroða. Halvard Lange, utanríkisráð- herra Noregs, flutti um mán- aðamótin síðustu erindi í Malm ö, um norræna samvinnu í fram kvæmd. Þetta er engin skála- ræða, heldur raunsæ skoðun manns, sem komist hefur að niðurstöðu og þorir að segja \ frá henni. Þess vegna skal ræða þessi rakin nokkuð ítar- lega hjer. Inntakið er í stuttu máli þetta: „Það er eins gott að játa það opinskátt, að í dag er engin sameiginleg norræn lína í aðal- greinum utanríkismálanna, að minsta kosti ekki hvað nálæg- ustu tíma snertir. Vafalaust er það þó svo margt, sem við lít- um sömu aiigum á, þó að mis- munandi orðalag sje notað þeg- ar sjónarmiðunum er lýst, að við megum ekki glata voninni um að okkur sie möeulegt að vinna saman. Við hliótum að geta talað saman í fullri hrein- skilni, og enginn okkar getur þurft að gera ráð fyrir öðrum hvötum hjá hinum, en óskinni um að komast að þeirri úr- lausn, sem málefnislega sjeð — segir norski utanríkisráðherrann, Halvard La.nge tryggir best frið og fre-lsi þjóða vorra, og stuðlar best að því að efla friðsamlega samvinnu allra þjóða, innan hinna samein uðu þjóða. U tanrí kisráðher r ann by r j aði á því að tala um fjárhagslcga samvinnu. Athugunun á at- vinnuvegunm í hverju landi um sig leiðir í ljós að við getura aðeins fylt hver annars þarfir að mjög takmörkuðu leyti og á ýmsum mikilsverðum svið- um verðum við að halda áfram að vera keppinautar. En þó að möguleikarnir sjeu takmarkað- ir, vegna landshátta og af sögu- legum ástæðum, ætti það að sjálfsögðu að vera sameiginlegt áhugamál að halda áfram á sam vinnubrautinnk Samkvæmt norskum skiln^- ingi er það aðallega tvent, sem er tímabært í þessu efni. Ann- að er það að koma betra sam- ræmi á afstöðu okkar út á við aagnvart öðrum löndum. Og að hinu leytinu verður samvinnan að stefna að aukinni verkaskift ingu og auknum vöruskiftum milli norræhu landanna inn- byrðis. Utanríkisráðherrann drap á, að í sumum greinum, t. d. trjá- vinsluiðnaoinum (trjákvoðu- og pappírsgerð m. m.) væri þegar farin að komast á sam- vinna um sölu á framleiðslunni. Líka ætti að vera mögulegt að hindra óþarfa samkeppni um verð (undirboð?) milli land- anna. Slík samvinna skiftir miklu máli ekki aðeins að því er snertir iðnaðarvörur, heldur líka fiskveiðarnar, en á því er Norðmönnum sjerstaklega mikilsvert að ná samvinnu við Island, sagði ráðherrann. Hann benti líka á dollargjaldeyririnn og þá hörðu baráttu, sem nú væri háð um dollarinn milli norrænu landanna innbyrðis. Eitt besta dæmið um sam- keppni væri járnmúrarnir, en bæði Norðmenn og Svíar hefði mikil áfrom á prjónunum þar. Ef við getum orðið sammála um að taka upp sjerframleiðslu á ákveðnum tegundum járn- og stálvöru, getum við fullnægt þörfum Norðurlanda miklu bet ur en nú, og jafnframt verða norrænu járnnámurnar óháðari markaði annara landa. Annað dæmi um þörfina á samræm- ingu í fjárfestingu er köfnun- arefnisframleiðslan. Hjer er ekki spurning um hráefnið held ur um ódýra raforku. Noregur framleiðir langódýrustu rafork una á Norðurlöndum og hefir líka gnægð af óvirkjaðri orku. F.járfesting til köfnunarefnis- framleiðslu í einum eða fleiri af hinum norrænu löndunum væri því ekki heilbrigð fjár- hagspólitík, sjeð frá- sameigin- legu norrænu sjónarmiði. Samskonar sjónarmið teljum við Norðmenn að gildi um hval veiðarnar. Af Dana hálfu sjerstaklega hefir spurningin um innflutning raforku frá Noregi verið ofar- lega á baugi. Túllasamband. í umræðunum um fjárhags- lega samvinnu Norðurlanda, hef ur spurningunni um tollmála- samband oft verið hreyft. Það er vafalaust þarft !að haf- ið hefur verið starf til þess að rannsaka þetta mál og kryfja það til mergjar, þannig að srnátt og smátt fáist hentug lausn á því. Hinsvegar held jeg, að mað ur verði að gera sjer ljóst, að tollasambandið í sjálfu sjer getur ekki leyst úr ýmsum þeim samvinnu við.fangsefnum, sem lönd okkar horfast í augu við. Mörg þeirra. svo sein járii- vinslumálin, er aðeins hægt að leysa með beinni samúinnu um hvert efni sjerstaklega? Ef hægt á að vera að framkvæmda þá hugsjón, sem liggur til grund- vallar fyrir tollasambands- hugmyndinni, þá felur þetta í raun og veru eigi aðeins það í sjer að tollmúrarnir hverfi, held ur og hitt, að samræma verður til fullnustu alla fjárhagsmála- stefnu þjóðanna. Eigi að koma tollmálasambandi fram verður um leið að samræma fram- leiðslustyrki, og framleiðslu- og sölusamninga í hverri grein um sig, og ennfremur fjármála pólitík hlutaðeigandi landa, fyrst og fremst óbeinu skattana sem teknir eru með vörugjöld- um. — Slík samræming gæti reynst að verða óþægilegur fjötur um fót hverri þeirri stjórn, sem vill haldá fram þeirri atvinnustefnu, sém miðar að sem mestri atvinnu fyrir alla og sem mestri framléiðslu og sem rjettlátastri skiftingu arðs ins milli þegnanna. Þess vegna er það mikilsvert að hin nor- ræna samvinna einbéiti sjer ekki að því að undirbúa toll- málasambandið. hvaða leiðir beri að fara til þess að mæta þessum hættum og til þess að leggja fram okkar skerf til þess að afstýra stríði í fram- tíðinni. Og það er líka augljós skoðanamunur á því, milli land anna, hve miklar líkur sjeu til þess að við getum setið hjá, ef sú mikla hörmung sem við allir teljum mest um vert að reyna að afstýra, dyndi yfir heiminn eigi að síðUr.----- -------’ Þetta er í sem stystu máli ræða utanríkisráðherrans. Hún hefir vakið feikna mikið umtal í löndunum þremur, sem hjer eiga aðallega hlut að máli, og eins og geta má nærri, hafa Svíar tekið henni fálega. Milli Svía og Norðmanna — og enda Dana líka — virðist hjer vera um að ræða það djúp, er ekki verður brúað, og um hernaðar- legt hlutleysisbandalag getur ekki orðið að ræða um sinn. •— Sænsku blöðin fylgja flest Un-- dén að málum, nema Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning, Eskilstuna-Kurieren og ýms blöð í hinum minni bæjum í Svíþjóð. En þó að ekki blási byrlegar en þetta í hinum hagnýtu mál- um, þá breytir það engu um hin menningarlegu samskifti. Þau hafa aldrei verið meiri milli Norðurlandaþjóðanna en í ár, og þar eru það ekki þrjár miðlægu þjóðirnar heldur allar fimm, er tak.a virkan þátt í starfinu. Sk. Sk. Finnskur söngkvartett kemur hingað á vegurn Norræna fjelagsins EINS OG ÁÐUR hefur verið sagt frá kemur hingað í næstu viku á vegum Norræna fjelags- ins finnskUr kvartett „Kolleg- arna“ frá Helsingfors. Þeir munu koma með flugvjel til Keflavíkur á fimtudagskvöld og kvöldið eftir þann 25. júní syngja þeir í Austurbæjarbíó. í kvartettinum eru Erik Lind holm 1. tenór, Herrick Arvid- son 2. tenór, Valdemar Helén 1. bassi og Kurt Lönnroos 2. bassi. Þessir fjelagar hafa sung ið saman frá því á skóla og á stúdentsárunum hafa þeir hald ið áfram að syngja. Og þótt háskólanáminu sje lokið halda þeir áfram að syngja og hafa sungið opinberlega í Finnlandi oft og mörgum sinnum og feng ið ágæta dóma fyrir hinn ljetta, góða og glaða söng sinn. Þetta er í fyrstá sinn sem nokkrir söngmenn koma hing- að frá Finnlandi og ekki er að efa að þeir verði aufúsugestir, í för með sjer öllum þjóðunum sem margir vilja hlusta á. Fara Utanríkismálin. Það er, þegar komið er að hinum eiginlegu utanríkismál- um og afstöðu okkar til öryggis og hervarnamálanna, sem erfið- leikarnir gera vart við sig fyrir alvöru. Ollum hlýtur að vera ljóst, að hagfeld samræming her- varna hinna þriggja landa á friðartímum hefir mikla kosti til handa. Varnarþol það, sem samræmdar hervarnir þjóðanna þriggja hefði, yrði miklu meira en samtala varnarorkU hverrar þjóðarmnar um sig. Þcssvegna held jeg, að hermálasamvinna milli Danmerkur, Noregs og Sví þjóðar, í einni eða annari mynd — jeg á hjer ekki fyrst og fremst við beina hermáíasamn- inga, heldur praktiska samræm ingu — hljóti að ryðja sjer braut með sínum eigin þunga. En ekki tjóar að reyna: áð dylja að sú mismunandi reynsía semi hin þrju lönd fengú á stríðs árunum hafi haft í för.með sjer ólíkán hugarfarsgrundýöll und- ir áfstöðuna til hinna aðkall- andi aðal utanríkismála í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku. Þar við bætist raunverulegur mun- ur á landfræðilegri hernaðar- stöðu hinna þriggja landa. — Bæði þessi atriði, munurinn á skoðanagrundvellinum og raun verulegri aðstöðu leiðir af sjer ólík sjónarmið þegar dsema skal um hætturnar, sem við stöndum andspænis, — hættum dagsins í dag og í nánustu framtíð á hinum alþjóðlega stjórnmála- vettvangi, og ólíkt mat á því, hjer á eftir nokkur ummæli um söng þeirra. Um einn af hljómleikum Kollegarnar skrifar prófessor Klemetti: Kvartettinn hefur unnið sjer mikla hylli alment og annars er varla hægt að vænta. Afrek hans er í raun og veru list á háu stigi. Kolleg- arna eru með fáum orðum sagt fyrsta flokks listamenn og verður ekki hjá því komist að veita starfsemi þeirra í hljóm- listalífinu eftirtekt. Otto Ehrström í Hufvudstads bladet: Þeir stóðu sig frábærilega vel og höfðu gott prógram. Á því voru eingöngu norræn ljóð og söngvar, nema tvær undan- tekningar. í miðju prógramm- inu voru Bellmans-söngvar og samsöngurinn var fullkominn með silkimjúkum mezzavoce. Hljómfall og hraði var svo gott að sjerstaka eftirtekt vakti. Fjörlegur hraði, engin væmin meðférð, aðeins það sem söngv- arnir kröfðust. Pröfessor Leo Funtek í „Svenska Pressen“: List þeirra (Kollegarna) er framúrskarandi, blæbrigði öll fín og fáguð, nákvæmni í sam- söngnum var fullkominn. Kvartettinn syngur finnsk og önnur norræn lög, meðal ann- ars mun hann syngja eitt eða tvö íslensk lög. Eftir þeim dómum sem kvartettinn hefur fengið má gera ráð fyrir að það verði ánægjulegt að hlusta á þá. Ovíst er hvort hjer verð- ur nema þessi eini samsöng- ur, bar eð söngvararnir gera ráð fyrir að fara norður í land. Landsfundur Kvenn- rjeftindafjelags íslands SJÖUNDI landsfundur Kven rjettindafjelags íslands hófst í gær kl. 2 með messu í kapellu Háskólans. Síðan var fundur settur af formanni Kvenrjett- indafjelagsins, frú Sigríði Mqgn ússon og að þeirri athöfn lok- inni var settst að sameigiplegri kaffidrykkju. í gærkveldi sátu svo fundarkonur hóf í Tjarnar- kaffi. Fundurinn stendur til 24.. þ. m. Fulltrúar hvaðanæfa af landinu, sitja hann. Til ,um- ræðu verða m. a. skattamál, tryggingamál, atvinnumál og útgáfustarfsemi Kvenrjettinda- fjelagsins. Auk þess verða flutt erindi um ýms önnur hags-. munamál kvenna. Rætf um verndar- gæslu í Palestínu Cairo í gær. EITT af blöðunum h.ier í Cairo skýrði frá því í morgun, að ef Bernadotte greifa tækist ekki að sætta Araba og Gvð- inga í Palestír.u meðan á vopna- hljeinu stendur, muni hann gera það að tillögu sinni við Sam- einuðu þjóðirnar, að landið verði sett undir verridargteslu. Blaðið bætir því við; að áætlun muni þegar hafa verið gerð um sex mánaða verndargæslu í Palestínu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.