Morgunblaðið - 20.06.1948, Page 7
MORGL \ BLAÐIÐ
Sunnudagur 20. júní 1948.
7
Aukinn fiski-
iðnaður.
i ■■
AÐALFUNDUR SölumiðstöSv-
ar hraðfrystihúsanna hefur stað
ið yfir hjer undanfarna daga.
Samkvæmt upplýsingum, sem
formaður stjórnar sölumiðstöðv
arinnar, Elías Þorsteinsson gaf
á fundinum, hefur heildarút-
flutningsverðmæti þeirra 54
hraðfrystihúsa. sem eru i þess-
um samtökum orðið um 70 milj
króna árið 1947. Samtals mun
útflutningsverðmæti allra hrað
frystihúsanna á landinu á því
ári, hafa numið um 80 milj.
króna. Heildarútflutningur okk
ar árið 1947 nam hinsvegar 290.
milj. kr. að verðmæti og er and
virði freðfiskjarins þannig
meira en fjórðungur alls út-
flutningsverðm. Má af því
marka hversu þýðingarmikill
liður i þjóðarbúskapnum, fiski-
iðnaður okkar er orðinn.
En margt bendir til þess, að
nauðsyn beri til þess að efla
hann mjög og það eins fljótt og
unt er. Það er auðsætt að sá
hluti aflans, sem landað er í
hraðfrystihús eða aðrar fiski-
vinslustöðvar á landinu hlýtur
altaf að afla miklu meiri verð-
mæta í þjóðatbúið en sá hluti
hans, sem fluttur er óunninn
úr landinu. Með vinslu svo sem
hraðfrystingu er fiskurinn ekki
aðeins gerður að miklu betri
vöru en sá fiskur, sem seldur er
ísvarinn í erléndum höfnurn og
þá oft ekki í sem bestu ásig-
komulagi, heldur fæst með
vinslunni erlendur gjaldeyrir
fyrir alla þá geysimiklu vinnu,
sem fram fer við verkun hans
hjer heima.
Vaxandi mark-
aðsmöguleikar.
MEÐ BATNANDI samgöngum
og byggingu geymslna fyrir
hraðfrystan fisk og aðrar hrað-
frystar matvörur í viðskifta-
löndum okkar. ættu möguieik-
arnir til þess að selja freðfisk
að fara mjög vaxandi. Öll þró-
un matvælaiðnaðarins í heim-
jnum á síðari árum hefur greini
lega beinst í þá átt að fram-
leiðandinn fullvinni matinn,
pakki honum í hentugar um-
búðir og skili honum þannig á
markaðinn til dreifingar að
neytandinn þurfi sem minst að
hafa fyrir tilreiðslu hans.
Til þess að ná því marki, eig-
um við íslepdingar ennþá, því
miður mjög langt í land á flest-
um sviðum framleiðslu okkar.
Hraðfrystingin er aðeins byrj-
unin en fl^ii a þarf til að koma.
Fiskiðnaðurinn þarf að verða
stórum fjölbreyttari og afkasta
meiri. Hjer þurfa að rísa upp
stórar og vel skipulagðar verk-
smiðjur til annarar vinslu úr
sjávarafurðum. Við höfum enn
ekki getað hafið útflutning svo
nokkru nemi á niðursoðnunf
fiskafurðum þrátt fyrir það, að
við eigum að geta verið fylliiega
samkeonisfærir á þessu sviði.
Á MEÐAN við höfumst lítt
að um eflingu þessa iðnaðar,
auka aðalkeppinautar okkar,
Norðmenn, stöðugt framleiðslu
sina og útflutning á niðursoðn-
um fiskafurðum. Á s.l. ári fluttu
þeir út niðursoðinn fisk og síld
fyrir miklu hærri upphæð en
nokkru sinni fyr eða um 110
milj. norskra króna. Voru Bret-
3and og Bandaríkin langstærstu
kaupendur þessara vara.
Hafa Norðmenn nú í undir-
búningi ennþá stórfeldari efl-
ingu þessa iðnaðar.
F J Æ R
Laugardasjiiiv
19. júmí
Stórar verksmiðj
ur nauðsynlegar.
Þy\Ð vQfður þó að hafa í huga
að á heunsmnrkaðinum fyrir
niðursoðnar fiskafurðir, er hin
harðasta samkeppni og verður
þessvegna að skipuleggja þenn-
an iðnað vel, rf hann á að geta
þrifist. Srrév^rksmiðjur, með
cfullkomnum vjelum geta ekki
framleitt samkepnishæfa vöru,
heldur þurfa þessi framleiðslu-
fvrirtæki að vera búin hinum
fullkomnustu sjálfvirkum vje)-
um og tækjum til þess að vinslu
ko«tnaður v.erði sem lægstur.
Við Islendingar höfum bætt
veiðiskipaflota okkar af mikl-
um stórhug undanfarið og höf-
um í undirbúningi að stækka
b'"^n v"n með kaunum á fleiri
n’-inn tovurum. Með byggingu
hraðf—c*’v>úe,''T’r>i og síldar-
verksmiðjanna höfuro við einn-
is last grundvöll að eflingu fisk
iðnrðarins. En hann þarf að
verða stórum fjölbreyttari. Við
eivnm t.d. ekki aðeins að breyta
,,silfri hafsins“, síldinni í mjöl
og lýsi. Við eigum að framieiða
úr benni niðursuðuvörur fyrir
milióna tugi í erlendum gjald-
eyri eins pg frændur okkar
Norðmenn gera. Það <=r tíltölu-
iega skamt siðan við íslend-
ingar kevptum gaffalhita og
aðrar síldarniðursuðuvörur af
Norðmönnum, sem oft höfðu
veitt þessa síld við strendur ís-
lands. Það er ekkert dvrara en
að vera fátækur. En við höfum
ekki efni á því til lengdar að
flvtja meginhluta aðal útflutn-
ingsvöru okkar lítt unninn úr
iandi. Við þurfum að tryggja
okkar eigin fólki atvinnu við
að gera hana verðmætari og
skana okkur jafnframt auknar
gjaldeyristekjur.
Hekluhraunið
eínn miljarður
rúmmetra.
FYRIR NOKKRUM dögum
hitti jeg einn af okkar færustu
vísindamönnum, dr. Trausta
Einarsson próf. Hann er flest-
um mönnum fróðari um ,,að-
”kil janlepar náttúrur“ íslenskra
hvera og eldfialla. Var það
fyrir hans atbeina, sem Geysir
á sinum t.ima var vakinn af
svefni til nýrra dáða.
Dr. Trausti segir, að hraunið
sem rann úr Heklu þá 13 mán-
uði, sem siðasta gos hennar stóð
sie áætlað um það bil 1 kúbik-
kílómeter. eða samtals 1000
miiiónir rúmraetra. Þyngd þess
meffi áætla 2V2—3 þúsund milj.
tonna. Ef reiknað sie með að
hraunið sie að meðaltali 50 m
bvkkt. þá hvlii það um það bil
20 ferkm. af landi.
Mest allt hefur þetta nýia
Hekluhraun runnið yfir ógróið
land. Þó hefur nokkuð af beit-
arlandi Næfurholts orðið und-
ir því. En tvær jarðir í Rang-
árvallasýslu lögðust í eyði af
vöi'j’um ö«kufalls.
Um daginn. sem Hekla bætti
að viósa. er ekki hægt að full-
vrða nákvæmlega. Á sumardag-
i^n fvr-ta rann hraunið enn úr
gígum hennar En á sunnudag-
inn fyrstan í sumri hafði það
stöðvast. Því hefur þess vegna
lokið annað hvort föstudaginn
eða laucardaginn fvrstan í
surnn. TT\7o-n davinn bað hefur
verið, liggja ekki fyrir heim-
iidir um.
Hekla er lögst til svefns að
nýju. Ef til vill sefur hún næstu
hundrað ár, ef til vill bregður
hún blundi fyrr. En öllum þeim
börnum 20. aldarinnar, sem sáu
hamfarir hennar árin 1947 og
1948, mun standa sú sjón ljós-
iifandi fyrir hugskotssjónum til
æviloka. Minningin um mátt
og tign, ógn og hrikaleik elda
hennar og hraunelfa stendur
eftir ógleymanleg þótt kyrrt sje
um Heklutind.
Framsóknar-
píanó og æðri
tónlist.
VIÐSKIFTANEFND hefur
lýst því yfir að rannsókn verði
látin fara fram á því, hvernig
stendur á því. að Framsóknar-
frambjóðandi í Vestmannaeyj-
um skuli í vor hafa flutt inn
frá Englandi píanó og fleiri vör
ur, sem öllum öðrum hefur ver-
ið bannaður innflutningur á. —
Er það vel farið, að skýringar
verði gefnar á því fyrirbrigði.
Það væri nefnilega mjög ein-
kennileet að á sama tíma, sem
t. d. Ríkisútvarpið verður að
sætta sig við r,ð þreyta þjóðina
með því að leika sömu hljóm-
plöturnar óhæfilega oft vegna
þess að það fær ekki gjaldeyri
til þess að endurnýja og auka
safn sitt, skuli Framsóknarfram
bjóðandi í Eyjum flytja inn pí-
anó. Það er að vísu hugsanlegt
að úr þessum Framsóknarpían-
óum fáist einhver æðri tónlist,
sem upphefji allar reglur um
innflutning og gjaldeyrissparn-
að. Verður það þó að teljast
fremur ólíklegt.
En það er best að sjá, hvað
rannsóknin leiðir í Ijós.
Tímarnir breyt-
ast og mennirnir
með.
FYRIR 10—15 árum hjeldu
íslenskir kommúnistar þeirri
skoðun hiklaust. fram, að virð-
ingin fyrir þjóðfánanum, þjóð-
söngnum og öðrum þjóðlegum
táknum væri ein hinna
fornu dygða, sem löngu væru
úreltar og bærf að kasta á glæ.
Þessari kenningu sinni fylgdu
kommúnistar þannig fram, að
margir þeirra neituðu að taka
ofan höfuðföt sín þegar þjóð-
söngurinn var leikinn og fyrir
kom, að það var haft að skemti-
atriðum á fundum þeirra, að
traðka á íslenska fánanum eða
rífa hann í tætlur. Hvorttveggja
þessara þjóðlegu tákna voru,
sögðu kommúnistar, tákn kúg-
unar hins kapítalistiska þjóð-
skipulags og arðráns vinnandi
fólks.
Þetta sögðu nú kommúnist-
arnir þá. Með þessa skoðun fóru
þeir ekki í neina launkofa.
En tímarnir breytast og menn
irnir með. I biaði kommúnista
á þjóðhátíðardaginrt, þann 17.
júní, er því haldið fram, að
eiginlega ættu allir alþingis-
menn nema þingmenn komm-
únista. að láta vera að sýna sig
á götum höfuðborgarinnar
þennan fagnaðardag þjóðarinn-
ar. Kommúnistablaðið hryllir
við þeirri óvirðingu, sem lýð-
veldinu, fána þess, þjóðsöng,
minningu Jóns Sigurðssonar o.
s. frv., væri sýnd ef einhverjir
aðrir af fulltrúum þióðarinnar
á löggjafafsamkomu hennar, en
þingmenn kommúnista sæjust
á ferli þennan dag!!
Svona mikið elska kommúrt-
istar íslenska fánar.n, þjóðsöng-
inn og lýðveldið. Til sanninda-
merkis um það, hafa margir
þeirra sett mynd af Jóni Sig-
urðssyni á bijóst sjer.
Hver getur efast um þjóð-
hollustu kommúnista eítir allt
þetta?
En hvað sögðu þessir menn
fyrir 10—15 árum um fána og
þjóSsöng, segir einhver.
Það er ekkcrt að marka það.
Við lifum á allt öðrum tím-
um nú. Fimmtán ár eru langur
tími, ný viðhorf skapast. Menn
hætta að rífa fána og amast við
þjóðsöngvum og setja mynd af
þjóðhetjum á brjóstið á sjer í
staðinn, þá er allt í lagi. Hver
trúir ekki slíkum „frelsisvin-
um?“ N
En vesalings litla islenska
lýðveldið, svo sannarlega veitir
því ekki af að gæta sín fyrir
þessum ,,vinum“ sínum sem
vilja einir eiga götur höfuð-
borgar þess á þjóðhátíðardag-
inn.
Afnám dauða-
refsincrarinnar í
Bretlandi.
Á S.L. vetri var borin fram
tillaga um það í breska þinpinu
að afnema dauðarefsingu tvrir
morð í Bretlandi um fimm ára
skeið. Tillaga þessi hefur vakið
mikla athygli og um hana hafa
staðið háværar deilur. Niður-
staðan varð samt sú að Neðri
málstofa þingsins samþvkkti til
löguna með nokkrum atkvæða-
mun. Meirihluti þingmanna
hennar var fylgjandi því að til-
raun yrði gerð til þess að sjeð'
yrði, hvernig afnám dauðarefs-
ingarinnar verkaði.
En þegar til Lávarðadeiidar-
innar kom varð niðurstaðan
önnur. Fyrir nokkrum vikum
feldu lávarðarnir tillöguna með
yfirgnæfandi meirihluta atkv.
Lávarðadeildin snerist þannig
gegn hinu tímabundna afnámi
dauðarefsingarinnar. — Kemur
málið því aftur til kasta Neðri
málstofunnar en ekki er ennþá
vitað, hvernig hún snýst við af-
stöðu lávarðanna.
Breska blaðið Daily I’ele-
graph, sem er talið meðal áreið-
anlegustu dagblaða Bretlands,
efndi til skoðunarkomtunnar
um þetta mál meðal bresku
þjóðarinar. Færustu sjerfræð-
ingar í skoðunakönnunarað/erð-
um voru fengnir til þess að
stjórna henni.
Lagði blaðið eftirfarandi
spurningar fyrir þá, sem spurð-
ir voru: Fyrri spurning: Hafið
þjer heyrt að í ráði sje að af-
nema dauðarefsingu fyrir morð
í fimm ár? — Síðari spurning:
Hvernig lýst yður á afnám
dauðaref singar ?
Eins og sjest af þessum spurn
ingum var reynt að haga þeim
þannig að ekki fælist í þeim
nein tilraun til þess að hafa
áhrif á þá, sem spurðir voru,
en þeir voru úr öllum stjertum
og stjórnmálaflokkum.
Niðurstaða skoðanakönnunar
innar varð sú að yfirgnæfandi
meirihluti var á móti afnámi
dauðarefsingarinnar.
Skiptust svörin við spurning-
unum þannig að 69 af hverju
hundraði þeirra, er spurðir voru
voru fyrirvaralaust mótfallnir
afnámi, 13 af hundraði voru
fyrirvaralaust með afnámi, 4 af
hundraði vissu ekki um að til-
laga hefði komið fram um af-
nám dauðarefsingar fyrir morð,
an aðrir voru á ýmsum áttum.
Þessi skoðanakönnun, sem
framkvæmd er eftir fullkomn-
ustu vísindalegum aðferðum á
þessu sviði,'er af mörgum talin
óyggjandi vottur þess að mikill
meirihluti bresku þjóðarinnar
sje mótfallinn því að gera nú
tilraun til þess að afnéma
dauðarefsingu.
Helstu rökin, sem þf ir færa
fram, sem mótfallnir eru af-
námi eru þau að í þvt felist
þjóðfjelagsleg hætta að gera
slíkt nú. í kjölfar styrjaldar-
innar hafi siglt mikill glæpafar
aldur í Jandinu.. Afnára dauða-
refsingarinnar segja þeir, vey»wH
ýta undir glæpahneigðina.
Þeir, sem aínámið rtyðja
segja hinsvegar afi' bresku hjóð-
inni geti ekki \ erið mciri h.rtta
búin af þessum orsökum en • jöl-
mörgum öðrum mensningarþjóð-
um, sem afnumið hafa daaðá-
refsingu úr hegningarlöggjöf
sinni. Þeir benda einnig á það
að innan við 50 af hundraði
þeirra manna, :ern fremj^ t»orð
í Bretlandi sjeu tekr.tr af líti og
að s.l. 20 ár hafi 112 mcrðingjar
verið látnir lausir úr breskum
fangelsum eftir að hafa af-
plánað refsingu sína. Ifin að-
eins 1 þessara manna hafi
framið morð að nýju og 5 gerst
sekir um aðra glæpi. *
Óvísí um úrslitin.
A ÞESSU stigi máisins er
ekki vitað, hver verða úrsbtin í
þessu deilumáli. Líklegast er að
ekki Táist þingfylgi til þess að
samþykkja afnám dauðarefsing
arinnar í bili. Andstaða Lávarða
aeildarinnar mun þó hleypa
auknu kappi í þingmenn Neðri
málstofunnar, sem una því ilia
að láta lávarðana tefja löggjöf,
sem hlotið hefur rneinhluta
fylgi meðal hinna kjörnu full-
tfúa þjóðarinnar.
En þróunin hefur undanfarna
áratugi yfirleitt gengið t þá átt
að meðal siðmenntaðra bjóða að
afnema dauðarefsingu. Sumstað
ar hefur hún hó verið tekin upp
aítur til bráðabirgða í ciyrjald-
arlokin.
Hjer á íslandi var tlattðarefs-
ing afnumin með lögum nr.
51 frá 1928.
Síðasti dauðadómurinn, sem
kveðinn var upp hj.er á landi,
mun hafa verið kveðinn upp
árið 1913. En hinn dæmdi var
náðaður og dauðartefsingunni
brevtt í fangelsisvist. Háfði þá
um langt skeið tíðkast að breyta
dauðarefsingu með náðun í
fangelsisvist.
Jerúsalem í gær.
MEIR EN 300 vörubílar
hlaðnir matvælum komu í
morgun til Jerúsalem frá Tel
Aviv. Fulltrúar frá Sameinuðu
þjóðunum voru með hílalest-
inni, en þetta er fyrsta stóra
matvælasendingin, sem kem-
ur til Jerúsalem á tveimur
mánuðum.
Bæði Gyðingar og A^abar
greiddu götu lestaiinnar frá
Tel Aviv og unnu meðal ann-
ars að því í sameiningu að
grafa upp jarðsprengjur og
ryðia í burtu götuvígjum, sem
voru á leið bílanna.
—' Reuter.
Missa borgaraijetíintli
WASHINGTON — Sendiherra
Póllands í Washington hcfur
skýrt frá hví, að þeir Pólverj-
ar, sem ganga i Bandat íkjahcr,
yerði sviftir borgararj cttindiun.