Morgunblaðið - 27.06.1948, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. júní 1948
Kaupfjelögin
Framh. af bls. 5.
niður það fjelag, sem eitt af
fáum hefði altaf staðið í skilum
við S. í. S. Var það mál útrætt
þar með. Umhyggjan hjá for-
kólfunum fyrir Kaupfjelagi
Svalbarðseyrar er nýleg. Lík-
lega stafar hún mest af því að
hægt er að nota hinar tómu
hillur þess fjelags, sem býr í
tvíbýli við K. E. A„ í áróðrin-
um 'fyrir svikamyllunni í inn-
flutningnum og vörudreyfing-
unni.
„Óglögg mörk“.
Samband ísl. samvinnu-
fjelaga hefir auglýst óspart
að fjelagar í kaupfjelögum
væru 27 þúsundir. Þegar „Dag-
ur“ upplýsti að K. E. A. teygir
sig inn á fjelagssvæði annara
kaupfjelaga eða hefir jafnvel
alveg lagt svæðin undir sig, eins
og háttað er um Kaupfjelag
Svalbarðseyrar, gerði Mbl. þá
athugasemd að auðveldara væri
að skilja töluna 27 þúsund
fjelagsmenn, ef haft væri í huga
að þeir menn væru þar tvítald-
ir eða þrítaldir, sem eru í fleiru
en einu kaupfjelagi, en slíkt er
alls ekkert einsdæmi, síður en
svo. „Dagur1 viðurkennir að um
tvítalningu gæti verið að ræða
en hún hlyti að vera óveruleg.
Tvítalning gæti aðeins átt sjer
stað, segir ,,Dagur“, þar sem
væru „óglögg mörk“ milli fjel-
aga eins og í Suður-Þingeyjar-
sýslu, þar sem K. E. A. hefur
rutt sjer inn vegna nálægðar
sinnar við hið fámenna kaup-
fjelag Svalbarðseyrar og fjár-
hagsvandræða Kaupfjelags Þing
eyinga á árunum. „Dagur“ seg-
ir að þessi óglöggu mörk „raski
ekki að neinu ráði fjelagatöl-
unni“!
Við þessu er ekki annað að
segja en það að yfirleitt eru
„óglögg mörk“ hjá ,,Degi“ milli
þess, sem er blekkingar eða
hreinskilni, sanngjarnt eða ó-
sanngjarnt, satt eða ósatt. Ferill
blaðsins, frá upphafi, ber vott
um þessi óglöggu mörk.
Það er ekki vafi að hingað
til hefir hinum pólitísku klík-
um orðið allmikið ágengt með
slíkum og þvílíkum áróðri.
En hitt er annað mál hvort
þeim á að haldast það uppi öllu
lengur. Hjer verður að taka í
taumana.
— Meðal annara orða
Framh. af bls. 6.
borganna, og iðulega er lei‘að í
bifreiðum og öðrum farartækj-
um. Finnist matvæli á einhverj
um ferðamanninum, eru þau
þegar gerð upptæk, jafnvel þótt
hann sverji og sárt við leggi að
þau hafi verið gjöf skyldmenna
sinna í sveitinni. Skyldmennin
eiga að afhenda rikiseftiílits-
mönnunum framleiðslu sína svo
að sveitin eða þorpið geti full-
nægt sínum hluta Áætlunarinn-
ar.
- Dewey
Framh. af bls. 7.
stoðaráætlun handa Evrópu og
Asíu.“ Dewey var frá upphafi
fylgjandi hjálp til handa Grikkj
um, hann hefur ætíð verið yfir-
lýstur stuðningsmaður Marshall
áætlunarinnar og hann var einn
af þeim fyrstu, sem kröfðust
þess, að aðstoðaráætlun Marsh-
alls yrði látin ná einnig til Kína
— Hann hefur hvað eftir annað
mælt með vægari bandarískri
innflytjendalöggjöf til hjálpar
flóttafólki í Evrópu. Hann er
fylgjandi stofnun bandaríkja í
Evrópu. Og hann trúir á mikil-
vægi þess, að herstyrkur Banda
ríkjanna verði efldur.
Ummæli Bidauif
um Barlín
París í gær.
BIDAULT, utanríkisráðherra
sagði í dag í franska þinginu, að
ástandið í Berlín væri að verða
mjög ískyggilegt og gæti haft
hinar alvarlegustu afleiðingar.
—Reuter.
- Eldsvoði
Framh. af bls. 1
vert brunnið. Einnig hafði
hann hlotið brunasár víða á lík
amann. Jón Pálsson var flutt-
ur í Landsspítalann og var líð-
an hans í gær eftir atvikum
góð.
Komust ekki niður.
Strax og Jón var kominn upp
úr vjelarúminu, ætluðu skip-
verjar að komast niður, ef vera
mætti að þeir gætu ráðið við
eldinn, en hann var þá svo
magnaður ,að þeir komust ekki
inn fyrir dyrnar að stiganum
niður í vjelarúm. Slökkviliðinu
hafði verið gert aðvart og kom
það fljótlega. Þegar slökkvilið-
ið kom, var eldurinn svo magn
aður, að logarnir voru komnir
út um dyrnar að vjelarúminu
og ljeku logarnir um yfirbygg-
ingu og stoðirnar sem halda
upp bátapalli. Slökkviliðið
gekk mjög rösklega að verki, en
ekki var hjá því komist að rífa
upp þilfarið stjórnborðsmegin,
yfir olíugeymum skipsins, en
byrjað var að loga í kringum
þá. I vjelarúminu urðu ekki
mjög miklar skemdir. — Hins-
vegar urðu nokkrar skemdir á
íbúðum yfirmanna, en þangað
komst eldurinn á svipstundu.
— Eftir um það bil klst. var
búið að ráða niðurlögum elds-
ins.
Um upptök eldsins var ekki
kunnugt í gærkvöldi.
Akureyringar og !$-
firðingar keppa
SlÐASTLIÐINN miðvikudag
heimsóttu nokkrir ísfirskir í-
þróttamenn Akureyri og kenptu
við íþróttamenn þar í kiatt-
spyrnu og frjálsíþróttum.
í frjálsíþróttum var keppt i
5 greinum og hlutu Akureyring-
ar 27 stig, en ísfirðingar 23.
100 m. vann Guðm. Her-
mannsson, í, á 11,5 sek. Bald-
ur Jónsson, A, var með 11,6. —
Langstökk: 1. Geir Jónsson, A,
6,43 og 2. Guðm. Hermannsson
6,40 m. — Hástökk: 1. Eggert
Steinsen, A, 1,63 m. og 2. Guðm.
Guðmundsson, í, 1,63 m —
Kringlukast: Guðm. Hermanns-
son, 1, 36,02 m., og 2. Marteinn
Friðriksson, A, 34,55 m. —
Spjótkast: 1. Ófeigur Eiríksson,
A, 50,80 m. og 2. Þórólfur
Egilsson, í, 42,22 m.
í knattspyrnunni sigruðu Ak-
ureyringar með 4:1,
Enn um hrakniga
.Bjargar
ÞEGAR vjelbáturinn ‘Björg,
lenti í hrakningum milli jóla
og nýárs, var þess getið í frá-
sögn skipverja bátsins, að sex
skip hefðu siglt fram hjá, án
þess að sinna neyðarmerkjum,
og í þremur Reykjavíkurblað-
anna var það tekið fram að skip
þessi hefðu verið breskir tog-
arar.
Málið hefui verið rannsakað
í sjórjetti á Eskifirði og stað-
festu skipverjar það, að nokk-
ur hinna umræddu skipa hlytu
að haf sjeð til ferða bátsins og
áttað sig á því, að hann væri í
nauðum staddur. Hins vegar
kváðu þeir sig aldrei hafa getað
gengið úr skugga um þjóðerni
þessara skipa, og væru öll um-
mæli um að þau hefðu verið
bresk, ranglega eftir þeim höfð.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
- Bændaför Kjalnes-
inga
Framh. af bls. 2.
karlakór Reykdæla söng fyrir
gestina:
Næsta dag var farið um Húsa
vík, yfir Reykjaheiði til As-
byrgis. Ásbyrgi skoðað undir
leiðsögu Erlings Jóhannssonar.
Þar voru ræður fluttar og sung
ið, síðan haldið upp á Hólsfjall,
gist á Grímsstöðum og fleiri
bæjum. Síðan haldið sem leið
liggpr til JökuLdals og inn að
Valþjófsstað í Fljótsdal. Páll
Hermannsson fyrrverandi al-
þingismaður, tók á móti gestun
um við Lagarfljótsbrú og fylgdi
þeim um hjeraðið.
Á Valþjófsstað fagnaði Gunn
ar Gunnarsson sunnan mönnum
með snjallri ræðu. Sagði hann
meðal annars, að þar um slóðir
væru svo mörg eyðibýli, að
hver bóndi, sem væri í för þess
ari, mundi geta fengið eitt
þeirra fyrir sig, ef hann vildi
reisa þar bú. Síðan var haldið
niður á Hjerað, gist að Egils-
stöðum, Ketilsstöðum og Eið-
um.
Daginn eftir skoðaði ferða-
fólkið meðal annars Hallorms-
staðaskóg undir forustu Gutt-
orms Pálssonar, skógarvarðar.
Gist var síðan á sömu bæjum
næstu nótt og næsta dag haldið
til Mývatnssveitar. Þar var
ferðafólkinu skipt niður á 17
bæi til gistíngar. — En þaðan
kom ferðafólkið til Akureyrar
á föstudag og hjelt áfram heim
leiðis eftir skamma dvöl þar.
Olafur Björnsson sagði að þátt
takendum ferðarinnar kæmi
saman um, að enda þótt þeir
hefðu búist við hinu besta af
ferð þessari, þá hefði hún yfir-
leitt farið fram úr hinum bestu
vonum.
NEW YORK — 10,000 slökkvi-
liðsmenn frá New York og New
Jersey komu saman á 35 ársþing
slökkviliðsmanna þessara borga.
LANDSKEPPNIN MILLI
IMOREGS OG ISLANDS
heldur áfram í dag kl. 4 á íþróttavellinum
KAUPIÐ MIÐA TÍMANLEGA — FORÐIST ÞRENGSLI
X-9
Eftlr Roberi Siorm
M15 BLINP-
/ AND £0 ARE LGVERS'
^ TH11' LANe= |v BLINJ, .
PHIL. .»> A LOVERf?' LANE! I L™",,
. 7HE K!ND USED BV A
8EAU AND HiS yifJTj.
^low!
i
f A NUM8ER 0F CAR0 HÁVE T $0ME TRUCK
BEEN IN HERE...TIRE MARK£ DRIVER COULD
ARE INDIÍ-TINCT — BUT 7HERE'£
A WiDEi DEEP IMPRE^ION
UKE THAT MADE BV A
double-tired truck!
HAVE PULLED
1N,T0 CATCH
A FEW
WINK£!
m
-
Bing: „Petta er bhncíbraut. Hún endar niður við
vatnið. Svona staði sækja kærustupörin á“. X-9:
„Já, ástin er blind og þetta er blindbraut. En, ha?
hvað er þetta? Það hafa margir bílar farið hjer um,
'N.i'' 1
rr-
^ MAVBE...LET'é* FOLLOW
THE LANE... 17 CAN'T G0
FAR — THE LAKE l£
JU£T AHEAD!
HMMl AN0 7HE
DIA6RAM pA:C’ 7H.&T
7HE lAXe WA4 cEEP
AT TAl$ POint;
litlir bílar og förin eftir þá sjást ógreinilega En
þarna er augljóst far eftir stóran vörubíl, líkast því
að það sje tíu hjóla trukkur, sjáðu bara. Bing: Það
getur vel verið að vörubílstjóri hafi farið inn á
'* «.!»'»*t.í .. .
brautina til að hvíla sig. X-9: Hver veit? — En eig-
um við ekki að fara eftir stignum. VatniS er rjett
fyrir framan. Bing: Umh, og á uppdrættinum stóð,
að vatnið væri hyldjúpt fyrir framan. ,