Morgunblaðið - 27.06.1948, Síða 11

Morgunblaðið - 27.06.1948, Síða 11
Sunnudagur 27. júní 1948 VÍKINGUR Fundur annað kvöld, mánudag. — Kosning embættismanna. Frjettir frá Stórstúkuþinginu. — Æ.T. MORGUNBLAÐIÐ 11 ■ aaiBDkjiiœ Tilkynning ZION Samkoma í kvöld kl. 8. — Hafn- arfjörður: Samkoma í dag kl. 4 e. h. Allir velkomnir! Húml. 368 þús. söfnuðust Hjálpræðisherinn ‘ Sunnudag kl. 11: Helgunarsam- koma. Brigadier Taylor og Ofursta- Lt. Jansson. Kl. 4: Otisamkoma. Kl. 8,30: Kveðjusamkoma fyrir yfirfor- ingjana Brigadier Jáne Taylor og Ofursta-Lt. Annie Jansson. — Allir velkonmir! Almennar samkomur. Boðun Fagnaðarerindisins eru á sunnudögum kl. 2 og 8, Austurgötu 6, Hafuarfirði. Kaup-Sala i, PENSLAR. Málara- og listmálarapenslar í boði. Skrifið eftir verði og sýnis- homum. Nordisk Pensel & Börste Industri Carl Johansgade 14, Köbenhavn Ö saaerttm Vinna Hreingerningar. Sími 6223. Sigurður Oddsson. Við tökum að okkur hreingern- ingar, sköffum þvottaefni. Sími 6813. Hreingerni n gastöðin. Vanir menn til hreingerninga. Sími 7768. Árni og Þorsteinn, Hreingerning — Gluggahreinsun. Tökum utanhússþvott. — Sími 1327. Bjöm Jónsson. fiýja Rœstingastoiiin Simi 4413. — Hreingemingar. Tök- tam verk utanbæjar. Pjetur SumarliVason, ■ÆSTINGASTÖÐIN Wiemgerninear — Gluggahreins<m SSmi 5113. Kristián GúSmundsson HREINGERNINGAR Vanir menn. — Fljót og góð vinna. Bikum og málum þök. Alli og Maggi, sími 3331. S-li-i'iJcT l^cT.oA L o-Cj, ha.upjutixluh'rú}v [íurrrLa, hxxraxa, clax^. FRA framkvæmdanefnd söfn- unar til hjálpar bágstöddu fólki í Þýskalandi, Austurríki og Finnlandi, hefur blaðinu bcrist eftirfarandi greinargerð varð- andi söfnun til þessara ’anda og nokkurra annara: Til söfnunar þessarar var boðað af forstöðumönnum ým- issa mennta- og mannúðarstofn- ana, og fengu þeir 5 manna nefnd til að sjá um framkv. Nefndarmenn voru Bjarni Jóns- son, læknir, f. h. Rauða kross Islands, Bjarni Pjetursson, verk smiðjustjóri, f. h. Stórstúku ís- lands, Helgi Elíasson, fræðslu- málastjóri, Leifur Ásgeirsson, prófessor, f.h. „Þýskalandssöfn- unarinnar" og var hann for- maður, og síra Sveinn Víkingur, biskupsritari, f. h. biskups. — Varamaður var Jón N. Sigurðs- son, hjeraðsdómslögmaður. Fjársöfnunin fór aðailega fram á vegum fræðslumálaskrií stofunnar, Rauða kross íslands og biskupsskrifstofunnar. Söfn- uðust alls kr. 537,955,06. — Af þessari upphæð söfnuðu barna- skólar landsins ásamt nokkrum hjeraðs- og unglingaskólum kr. 368,087,58; í Reykjavík nam söfnun skólanna kr. 127,379.28. Söfnun notaðra fata og skó- fatnaðar annaðist R. K. í. — Safnaðist um 6000 kg. Þá hlaut og söfnunin 4 föt lýsis að gjöf og skipafjelög og prentsmiðjur veittu afslátt á flutningum og vinnu. Ennfrem- ur f jekk söfnunin eftirgefin út- fiutnings- og hafnargjöld. Af fje því er safnaðist höfðu gefendur ánafnað sjerstökum löndum sem hjer segir: Þýskaland: krónur 51,162,80. Finnland 13,993,24. Ungverja- land 445,00. Auk þess var ánafnað „Mið- Evrópu“ kr. 1663,00 og 5 öðr- um löndum samtals kr. 583,00, er eigi hefur þótt tækilegt vegna smæðar upphæðanna að verja á umbeðinn hátt. Hluti Ungverja- lands var greiddur nefnd þeirri, er s.l. vetur vann að söfnun fyr- ir það land. Það varð að ráði, að fje því, er ekki var bundið af ánöfnunum, yrði skipt á þau 3 lönd, er þess skyldu njóta, með aðalhliðsjón af íbúatölu. Hafa gjöld söfnunarmnar orðið þessi: Prentun söfnunargagna, aug- lýsingar o. þ. h. kr. 4,632,05. Keypt 467 föt meðalalvsis 409, 333.09. Keyptir 77 ballar (51 bl. I. fl„ 26 bl. II. fl.) þvegmnar vorullar 57,799,70. Flutningur til útlanda og tryggingar 21,944, 13. Umbúðir, vinna og flutning- ar innanlands v. fatasöfnunar 8,260,23. Kostnaður vegna rnót' töku vara í Sviþjóð 182,81. End- urgreitt til Ungverjalandssöfn- unarinnar 445,00. í sjóði 35,358, 05. Samtals kr. 537,955,06. Nefndin hefur sent 471 fat lýsis til Þýskalands og Austur- ríkis, og fóru rúm 50 föt þess til Austurríkis, ullin var send til Finnlands og nokkur hluti fatnaðarins, en meginhluti hans fór til Þýskalands. Viðtókur vara til Þýskalands og Austur- ríkis og úthlutun þar annaðist Rauði kross Svíþjóðar að mestu, en viðtakandi í Einnlandi var barnadeild Rauða kross F;nn- lands. Öllum þeim, er lagt hafa söfn uninni lið, færir nefndin bestu þakkir. Eins og fyrr segir, var þar drýgstur hlutur skólanna. Fje því er eftir stendur verð- ur væntanlega hægt að ráðstafa innan skamms. Hjnnisvarðinn um Áshildarmýrarsam- þykkt afhjúpaður MINNISVARÐINN sem Ár- nesingafjelagið hefur látið reisa um Áshildarmýrarsamþykkt, var afhjúpaðui með viðhöfn s. I. sunnudag, að viðstöddu miklu fjölmenni. Minnisvarðinn stendur í landi Kílhrauns á Skeiðum og sjest hann vel frá þióðveginum, svo og af flestum bæjum á Skeið- unum. Varðinn er fimm og hálf ur metri á hæð, hlaðinn úr hraungrjóti, sem lagt er í sem- ent. Skeiðamenn hlóðu varðann eftir uppdrætti Guðmundar frá Miðdal. Athöfnin hófst við minnis- varðann með því að Guðjón Jónsson kaupmaður, formaður Árnessingafjelagsins hjer í Reykjavík, flutti setningarræðu, en er hann hafði lokið máli sínu gekk kona hans, frú Sigríður Pjetursdóttir að minnisvarðan- um og afhjúpaði hann, en varð- inn hafði verið sveipaður ís- lenskum fánum. Þessu næst flutti Guðni Jóns- son magister, skólastjóri, sögu- legt erindi um Áshildarmýrar- samþykktina, er gerð var árið 1496. Var erindi Guðna Jóns- sonar mjög merkilegt og því vel tekið af áheyrendum, en giskað er á að þeir hafi verið allt að 1000. Tómas Guðmundsson skáld, flutti við þetta tækifæri frum- ort kvæði í tilefni af hátíðinni. Var það mál manna að þar hefði Tómasi tekist afburðavel. Þá var sungið kvæði eftir Maríus Ólafsson. Við hinn veglega minnis- varða, fór fram leiksýning. Leik fjelagið á Eyrarbakka sýndi annan þátt leikritsins: Ljenharð ur fógeti. Þessi þáttur fjallar um ráðagerðir Torfa í Klofa um aðförina að Ljenharði fógeta. En á milli Áshildarmýr- arsamþykktarinnar og dráp Ljenharðs, eru söguleg tengsli. Þótti leikþáttur þessi falla vel inn í athöfnina. Eiríkur Einarsson alþingism. flutti ávarp og Eiríkur Jónsson oddviti í Vorsabæ flutti ræðu, sem Páll sýslumaður Hallgríms son, hafði beðið hann að flytja, vegna fjarveru sinnar. Á milli skemmtiatriða, ljek Lúðrasveitin Svanur úr Reykja vík. Þar fór einnig fram fjölda söngur og tókst hann vel und- ir stjórn Sigurðar Ágústssonar frá Birtingaholti. Um kvöldið var hóf í Tryggva skála. Voru ræður fluttar og á meðal ræðumanna var Ólafur Ólafsson skólastjóri að Þingeyri í Dýrafirði er viðstaddur var .átíðahöldin, en hann var í heim sókn til fornra stöðva. Að lokum var dans stiginn fram eftir nóttu. Þótti athöfn þessi fara sjerlega vel fram og skemmtu allir sjer hið besta. Engir hernaðarsinn- ar í áhrifaslöðum Tokyo í gær. LOKIÐ hefur verið við að reka alla japanska hernaðarsinna úr ábyrgðarstöðum og öðrum opinberum stöðum. Alls hefur 200 þús. mönnum ýmist verið veitt lausn frá starfi, eða þeir hafa verið reknir og þar með útilokaðir frá opinberum stöð- um í íramtíðinni. Sjerstaklega hefur þess verið gætt vandlega, að hejnaðarsinnar sjeu ekki við upplýsingaskrifstofur og út- varp. Hjer með leyfum við okkur að bera fram innilegustu hjartans þakkir til allra , þeirra, er glöddu okkur og styrktu méð peningagjöfum og öðru vegna brunatjónsins, sem við urðum fyrir á Laugaveg 161. Sjerstaklega viljum við þakka starfsmönnum Bíla-> iðjunnar h.f., sem rjettu okkur fyrstu hjálparhönd, og hjónunum, sem við leigðum hjá. Ennfremur sjera Jakobi Jónssyni og dagblöðum bæjarins fyrir þeirra aðstoð og skilning- , , Biðjum við algóðan Guð að launa þessa ríkulegu hjálp á þann veg, sem hverjum kemur hest. Sesselja JónascLóttir, SigurÖur Sigurbergsson og Kristinn S. SigurÖsson, Skipasundi 47, Reykjavik. •nmnwHii Síldarstúlkur Nokkrar síldarstúlkur óskast á söltunarstöð Kaup- fjelags Siglfirðinga, Siglufirði. — Fríar ferðir, gott íbúðarhúsnæði og kauptrygging yfir söltunartímabilið- Uppl. gefa Hjörtúr Hjartar, kaupfjelagsstjóri, Siglu- firði og Magnús Guðmundsson, S.I.S., simi 7080. TILKVNNING um bæjarhreinsun Samkvæmt 86 gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur - er óheimilt að skilja eftir á axmannafæri muni, er válda * óþrifnaði, tálmun eða óprýði. Hreinsun og brottflutningur slíkra muna af bæjar- svæðinu fer fram um þessar mundir á ábyrgð og kostn-'- að> eiganda, en öllu því, sem lögreglan telur lí'tið verð- mæti í, verður fleygt- Ennfremur er hús- og lóðareigendiom skvlt,. skv. 92 gr. lögreglusamþykktarinnar, að sjá um að haldið sj-e hrein- um portum og annarri ábyggðri lóð kring urn hús þeirra eða óbyggðri lóð, þar á meðal rústum. Frestur til að framkvæma hreinsun á portum og lóð- um er ákveðinn til 1. júli n. k. Hafi hreinsun eigi farið fram fyrir þann tíma verður hún framkvæmd á kostnað - og ábyrgð lóðareiganda skv- 96. gr. lögreglusamþykkt- arinnar. Lögreglustjórinn í Reykjavik, 25. júní 4948. JJi^virjón JJlc^uJóóon Skrifstofur vorar verða lokaðar mánudaginn 28. júní. 4 ■ . :■ * : ■ »■: 4 : JJn^^in^aóto^ nun nniótnó 'L Jarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ■ y ömmu, PETRÓNELLU MAGNÚSDÓTTUR, ** fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. þ- m, og ^ hefst með bæn að heimili hennar, Urðarstíg 9, kl. 1,30. ± síðdegis. Jarðsett verður í Gamla kirkjugarðinum. At- höfninni verður útvarpað. i u. • Fyrir mína hönd, barná hennar, tengdabárha og ’ barnabarna. " 1 .1 f. SigurÖur Einarsson. ■ ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.