Morgunblaðið - 03.07.1948, Blaðsíða 2
MORGUTSTiLAÐlÐ
Laugardagur 3. júli 1948- 1
Sigfús formaður Kron mDÉ M
boðar 9Sireinsun4 í ffeiaginu
SIGFÚS SIGURHJARTAKSON
formaður Kron, fer af stað í
Þjóðviljanum s. 1. fimtudag til
að reyna að svara upplýsingum
Morgunblaðsins um fjelagí-
m oinatolu kaupfjelaganna.
Sigfús setur upp mesta sak-
ley .issvip og segir: „Kaup-
fjelögin eru öðrum fjelögum lík
hvað l>að snertir, að fjelags-
mannatal þeiria er ekki með
öllu ábyggilegt og ber t'ennt
til, fyrst það að ýmsir þeir, sem
ganga í f jelögin hætta að skifta
við ] iau og geta þá ekki lengur
talist starfandi fjelagsmenn. þó
eki:i Iiafi þeir sont úrsögn. Ýms-
ar ásíæður geta valdið þessu,
bústaðaskifti, Lreyttar heimilis-
ástæður, óánægja með kaup-
fjelagið eða viðskipti við ein-
hvejja búð þess. — í öðru lagi
er rjett hjá Morgunblaðinu, að
ýmsir eru í fleiru en einu kaup-
fjelagi .
Én svo snýr Sigfús við blað-
inu og segir: „Engin krafa er
uppi um að miða innflutnings-
lcyfí kaupfjelaganna við fjelags
mannatölu.“
Þetta er í fyrsta sinni, aC shk
afneitun á höfðatöiuregiunni
keinur fram frá mönnum eins
og Sigfúsi Sigurhjartarsyni, sem
er formaður þess kaupfjelags á
landiuu, sem telur sjer flesta
fjelaga.
Hjor á árunum voru innílutn-
ing.sleyfi beinlinis veitt í hlut-
fali) við fjelagsmannatölu og
síðan hefur ekki lint kröfunum
um, að það fyrirkomulag yrði
tekið upp aftur. Ár eftir ár hef-
ij’ þessi krafa klingt við í blöð-
um, á fundum og yfirleitt alls-
staðai, þar sem innflutnings-
málín hafa verið rædd af þeim,
sem draga vilja viðskiftin til
kaupfjelaga.
Hvað sagði ekki sjálfur fram
kvæmdastjóri Kron í fjelags-
riú ]>ess fyrir skömmu? Þar
talio- hann um. að 6000 Reyk-
vískum heimilum sje meinað að
kaupa „þurftarvöru“ sínar hjá
KRON. Forstjórinn gerir 6000
heimili úr 6000 fjelag&mönnurn,
eða rnoð öðrum orðum marg-
foMor fjelagal öluna og gerir
sáðan kröfur um aukið vöru-
magn samkvæmt því.
Fmrist nokkrum, að þetta
beri vott um, að engin krafa sje
uppj um að miða innflutnings-
leyfi haupfjelaganna við fje-
lagsmannatðlu, eins og Sigfús
segií?
Sigfú ■ getur sett upp hvaða
sakleysissvip, stm hann vill. —
Haiii) getur brugðið fyrir sig
einni og annarr grímu, ef hon-
utn fmnst rjettara að leyna
svip sínum, eins og hann gerir
nú, þegar fjelagsmannaskrum
KRON og K.E.A. er orðið lýð-
um Ijóst. En sakleysissvipur og
gríi iu duga ekkert. — Sumir
menn háfa svo auðkennilegt
andbt.sfall og yíirbragð, að þeim
dugar ekki að fela ásjónuna bak
við grímu. Þeir þekkjast samt.
Og sal'.Ic-ysissvipur á SigfÚ3i Sig
urhjartarsyni er ekki sannfær-
andj fyi’irbrigði.
KROlT ftarf ekki aö kvarta
Þ'sð er áberandi við skrif
þeir sem telja sig berjast sjer
Afneitar höfðatöiu-
reglunni
staklega fyrir hag kaupfjelag-
anna, að í öðru orðinu er höíð
uppi sár kvörtun um hve þessar
gtofnanir sjeu illa leiknar, en í
hinu er látið mikið yfir því, hve
velgengni þeirra sje mikil. —-
Þegar verið er að setja frarn
kröfur um er.n meiri skerf
handa þessum verslunum. af
hinum takmarkaða vöruforða,
sem úr er að sp'.la, pá eru kaup-
fjelögin illa stæð, þá er sagt, að
á þeim hafi verið „níðst“, og
jaínvel skrifaðar heilar for-
ystugréinar um vöruskort hjá
tilteknu kaupfjelagi, þar sem
allir fjelagarnir eru líka í ööru
kaupfjelagi. En þegar lagðir
eru fram reikningar kaupf jelag-
anna, þá geta iorystumennirnir
ekki komist hjá að benda á, hve
hagurinn hafi Mómgvast og hve
„veita og afkÖ3'.“ fyrirtækjanna
hafi aukist. En þessi- skollaleik-
ur getur engan blekkt, ef betur
er að gáð.
Ef litið er á fjelagsskýrslu
KRON frá þvi í s.l. apríl er
ekki sjáanlegt, að það fyrirtæki
þurfi að kvarta.
Vitnisburður fsleifs
| Þar ritar Isleifur íram-
kvæmdastjóri á þessa leiö um
fjelagið: „Frá érinu 1943, hefur
1 aðalviðfangsefnið verið að
' skapa f jelaginu efr.ahagslega
! tryggan grundvöll og bera reikn
ingar s.l. árs það með sjer, að
þetta hefur tekist vonum fram-
iar. Má nú heita, að fjelagið sje
algerlega óháð lánsstofnunum.
J Samhliða þessum öryggisráð-
stöfunum hefur fjelagið jafn-
1 framt fært út kvíarnar. Mat-
! vörubúðum hefur fjölgað úr 6 í
! 12. Efnagerðin hefur verið end-
urbætt og aukin og fatapressan
i búin fullkomnum tækjum og
'einnig stöðugt aukið afköst sín.
1 Þá hefur vefnaðarvörudeildin
aukið viðskipti sín að miklum
mun“.
Samkv. þessu, hefur KRON
tekist á einum þrem árum að
gera sig „efnahagslega öruggt“,
verða óháð lánsstofnunum og
„samfara þessum öryggisráð-
stöfunum jafnframt fært út
kvíarnar". Þetta er gott og
blessað og betra að öll verslun-
arfyrirtæki heíðu sömu sögu að
segja, en þetta sýnir hinsvegar,
að það er alger óþarfi að hefja
harmagrát út af því, að illa
hafi verið búið að fjelaginu. Að
sjálfsögðu gæti KRON þegið að
hafa meiri vörur — þess vildu
allar verslanir óska sjer — en
hitt getur ekki Iiðið hjá ar.d-
mælalaust, að fjelög eins og
KRON fái sjerrjettindi um stór-
aukna vöruveltu á kostnað ann-
ara á sama tíma, sem skortur
er almennur og tilfinnanlegur.
„Daúðar sálir'
Framsóknarmanna
Sigfús talar um „dauðu fje-
lagana“ í KRON. Það eru þeir,
sem standa á fjelagsmannaiísta
og ekkert versla. Þetta nafn
Sigfúsar á slíkum fjelagsmönn-
um minnir á iússnesku sóguna
um „dauðu sálirnar“. Rússnesk-
ur landeigandi átti miklar jarð-
ir og ánauðuga þræla, sem kall-
aðir voru „sálii“, en þegai átti
til að taka var mikill hluti af
þessum „sálum“ dánar og
grafnar. Sigfús hefur ef til vill
haft sögu Gogjls í huga, þegar
hann skrifaði um „dauðu fje-
lagana“ í KRON.
Sigfús segir líka, að það eigi
að hreinsa „dauðu fjelagana“
burt. í þessu sambandi má minn
ast þess, að þegar kommúnistar
voru að brjótast til fullkominna
valda í KRON stympuðust
Framsóknarmenn á móti og
voru þá miklar smalanir í fje-
lagið.
Framsóknarmenn urðu undir,
hafa þar á eftir kunnað ilia við
sig í KRON, en síðan eru all-
margar „dauðar sálir“ Fram-
sóknarmanna í fjelaginu, sem
enn geta greitt atkvæði á fund-
um, þótt þeir versla þar ekki.
Tal Sigfúsar um „dauðu fje-
lagana“ og brotthreinsun
þeirra úr fjelaginu ásamt þeirri
ályktun, sem gerð var á aðal-
fundinum í vor um að stefna að
því, að „þeir einir hafi fjelags-
rjettindi", sem sanna viðskipti
þar, mun eiga að reka enda-
hnútinn á vist Framsóknar-
manna í fjelaginu og trvggja
einræði kommúnistanna þar tii
fulls. Kommúr.istarnir kæra sig
ekkert um „dauðar sálir“ Fram
sóknarmanna og er það líka
sannarlega fullkomið vorkunar-
mál.
Rússar ráða ekki
norska bvalveiði-
menn
Oslo í gærkvöldi.
RÚSSNESKA stjórnin til-
kynnti norsku stjórninni. að
Rússar hafi ekki þörf fyrir
norska sjerfræðinga í hvalveið
um á fljótandi hvalbræðslunni
Slava.
Ritari fjelags hvalveiði-
manna. Alf Hlundseth, sagði og
frá bví í dag, að rússneska sendi
ráðið hafi tilkynnt honum, að
ekki væri þörf fyrir norska
hvalveiðimenn með rússneska
hvalvéiðiflotanum, sem veiðir í
Suður-íshafinu. — Síðasta ár
unnu 80 norskir hvalveiðimenn
á rússneskum skipum. —Reuter
Verkföll á N. Ífalíu
París í gær.
VERKALÝÐSFJELÖGIN á
Norður-Ítalíu, sem kommúnist-
ar stjórna, fyrirskipuðu í dag
hálfs dags verkföll í öllum
verksmiðjum landsins. Talið er
að fleiri slík verkföll verði fyr-
irskipuð í næstu viku.
—Reuter.
meislsramáHnu.
A FUNDI í Bridgefjelagi
Reylcjavíkur er haldinn var í
fyrrakvöld í Breiðfirðingabúð,
skýrði Árni M. Jónsson fyrir-
liðj, Llehska bridgeliðsins á Ev
rópumeistaramótinu, frá þvi
helsta sem gerðist á móti bessu.
Svo sem kunnugt er fór
bridgemótið fram í Kaup-
mannahöfn. 11 þjóðir höfðu til-
kynnt þátttöku sína, en þegar
til kom hættu Egiptar við þátt-
töku. svo að 10 þjóðir íóku þátt
í meistaramótinu. íslenska lið-
ið var skipað þessum mönnum:
Árni M. Jónsson, Benedikt Jó-
hannsson, Einar Þorfir.nsson,
Gunnar Pálsson. Gunngeir Pjet
ursson, Hörður Þórðarson, Lár-
us Karlsson og Sigurhjörtur
Pjetursson. Varamenn voru
þeir Torfi Jóhannsson og Einar
Ágústsson. Benedikt Jóhanns- í
son gat ekki farið með og sagði [
Árni M. Jónsson, og það væri
skoðun sín, að það hafi verið
mjög afdrifaríkt, en Benedikt
er einn af okkar bestu bridge-
spilurum, sagði Árni.
Island í Bridgcsambandinu.
í sambandi við mótið fóru
fram fundir Bridgesambands
Evrópu. Fyrir þessum fundi lá
inntökubeiðni frá íslapdi um
upptöku í sambandið. Á fund-
inum var Island og Italía, sem
einnig sótti nú um inntöku,
samþ. með öllum greiddum at-
kvæðum, en beiðni Austurríkis
var feld.
Á þessum fundi Brigdesam-
bandsins var samþykkt að
halda næsta Evrópumót í París
og vrði það næsta sumar.
Að kvökli þessa dags, þ. e.
14. júní, var spiluð fyrsta um-
ferð Evrópumeistaramótsins.
Leikreglur kváðu svo á að eitt
land skyldi spila við öll og öll
við eitt og 32 í hverjum leik.
Gefin voru Vínarstig fyrir
hvert spil. Væri mismunurinn
meiri en fjögur stig, eftir þessi
32 spil, þá fjekk sigurvegarinn
2 vinningsstig, en andstæðing-
urinn ekkert. Ef um jafntefli
var að ræða fjekk hvort land
1 stig.
Úrslitin.
Um úrslitin í mótinu sagði
Árni M. Jónsson m. a. þetta:
Úrslitin í mótinu urðu að End-
land ,sigraði með 16 vinnings-
stigum. Þeir sigruðu alla nema
Frakkland og Island, er þeir
gerðu jafntefli við..
Um spilamennsku Bretanna
á mótinu sagði Árni, að þeir
hefðu sýnt mjög gott spilamat,
sagnir þeirra voru snildarlegar
og spilamennska ágæt. — Hjá
þeim var enginn veikur hlekk-
ur. Fyrirliði bresku sveitarinn-
ar var Harrison Gray.
Bretar sterkasiir.
I kveðjusamsæti því sem
bridgesveitunum var haldið,
sagði einn'ræðu mannanna, að
landslið Englendinga, væri
sterkasta sveitin, sem nokkru
sinni hefði unnið titilinn Ev-
rópumeistarar.
Harrison Gray sagði í ræðu,
að bestu íslensku bridgespilar-
arnir væru á heimsmælikvarða
og svo framarlega sem íslend-
ingar sendu sína hestu menn
til keppni á meistaramótum, þá
væri íslandi tryggt sæti meðai
hinna efstu.
Aðrir í keppninni urðu Svíar.
Þeir unnu öll löndin nema Eng-
land. Svíar spila mjög vel og
höfðu einnig jafna spilamenn,
Þriðiu voru Norðmenn. Mjer
fanst þeir engu lakari en Svíar,
sagði Árni, en Norðmennirnir
voru fremur óheppnir. Frakk-
ar voru fjórðu í röðinni. Hjá'
þeim voru menn nokkuð mis-
jafnir, sumir voru ágætir. Þá
komu Hollendingar. Sagði
Árni það vera skoðun sína að
þeir væru næststerkastir. Um
spilamennsku Dana sagði Árni,
að það væri sitt álit, að íslend-
ingar væru þeim mun sterkari,
Irar voru áttundu í röðinni,
Sveit þeirra var skipuð veik-
um mönnum. íslendingar, sem
voru í níunda sætinu spiluðu
mjög misjafnlega. Stundum vel
og stundum illa, að dómi þeirra
manna, sem fylgdust með.
Ísland—Bretland.
Þess má geta hjer, að er ís-
lendingar spiluðu við bresku
sveitina, þá var þess getið í
dönskum blöðum, að íslenska
sveitin hefði sýnt góða spila-
mennsku, en íslendingar gerðu
jafntefli við Breta, eins og sagf
er hjer á undan. í sveitinni,
s_em spilaði við Bretana voru
Árni M. Jónsson, Einar Þor-
finnsson, Hörður Þórðarson og
Láriis Karlsson.
Finnar voru síðastir með 1
stig. Sveit þeirra var álíka veik
og Iranna.
Árni M. Jónsson sagði í sam-
bandi við þessa vinninga-
skýrslu, að íslendingar hefðu
ekki verðskuldað óvirðulegrii
sess. en áttunda til níunda sæti,
Um þátttöku Islands í vænt-
anlegum bridgemeistaramóturn
sagði Árni, að áríðandi væri að
velja jafngóða menn, sem eru
samstilltir og samtaka. En til
þess þurfa menn að læra meira
og læra saman.
Að lokum vjek Árni að mót-
tökum Dana og rómaði hann
þær mjög.
Erlingur Pálsson far-
arsfjóri Olppíufara
ÓLYMPÍUNEFND hefur á-
kveðið að Erlingur Pálsson,
varaformaður Ólympíunefndar,
verði fararstjóri Islendinga á
Ólympíuleikunum í London.
Framkvæmdanefnd Ólympíu
leikanna í London hefir á-
kveðið, að ætla íslensku kepp-
endunum bækistöð til dvalar í
Richmond Park, Kingston,
Surrv..
Frjett frá Ólympíunefnd),
Dónárráðsfefna
í Belgrad
London í gærkv.
BRETLAND hefir komið fram
með þá tillögu, að sendiherrar
Bandaríkjanna, Frakklands,
Rússlands og Bretlands í Júgó-
slafíu fari þess á leit við Tito
marskálk, að hann boði til Dórti
ár-ráðstefnu í Belgrad 30. júlí
n. k. — Reuter.