Morgunblaðið - 03.07.1948, Blaðsíða 10
10
MORGUTSULAÐli)
Laugardagur 3. júli J948-
AF SJÚNARHÓLI SVEIT
STLAR
ÞAÐ ER alkunna hversu mjög i
landbúnaðurinn hefur farið hail
oka í baráttunni um vinnuaflið
og fjármagnið í landinu síðan
þjóðin fór verulega að skiptast
í stjettir eftir atvinnuháttum.
Oft hefur sú saga verið rakin og
er hún býsna dapurleg skoðuð
frá sjónarhóli sveitamannsins.
Ekki skal hún rifjuð upp að
þessu sinni. Sumir hafa talið
þessa breytingu-æskilega og eðli
lega. Það væri heppilegra að
þjóðin beindi fjárafla sínum og
starfsorku frekar að því, að
nytja önnur gæði landsins en
framleiða landbúnaðarvörur
eins og t.d. efla skipastóJinn,
byggja upp iðnaðinn, virkja foss
ana o. s. frv. Sjálfsagt hefur
þetta verið rjett að vissu marki.
Og enda þótt það hafi verið
vilji ýmsra að láta þetta ekki
ganga jafnlangt og orðið er, hef
ur það ekki verið kleift í okkar
frjálsa þjóðfjelagi, þar sem fólk
ið fær sjálft að kjósa sjer starfs
svið og búsetu eftir eigin geð-
þótta.
EN NÚ er svo komið um flótt
ann úr sveitunum, að miklum
meirihluta þjóðarinnar mun
vera orðið ljóst, að hjer verður
að segja: Hirigað og ekki lengra,
og að hefja verður samræmdar
og skynsamlegar aðgerðir á
mörgum sviðum til að hægt sje
að standa við það. Allar þjóðir
telja sjer það lífsnauðsyn, bæði
efnahagslega og menningariega
að hafa landbúnaðinn sem sterk
astan og blómlegastan atvinnu
veg. Það gera jafnt þær þjóðir,
sem hafa landbúnaðinn sjá’.fan
að aðalatvinnuvegi og hinar, þar
sem aðrir atvinnuvegir, eins og
t.d. iðnaður, verslun, siglingar
og fiskveiðar, bera uppi þjóðar
búskapinn að mestu leyti. Þessi
afstaða annara þjóða til land-
búnaðarins ætti að færa okkur
heim sanninn um það, hve ríkar
skyldur við höfum við þennan
annan höfuðatvinnuveg okkar.
ÝMSIR þeir innanlands erfið
leikar, sem í Ijós hafa komið
samfara fólksstraumnum úr
sveitunum og sífelt fara vaxandi
ættu líka að sannfæra okkur um
það, hver höfuðnauðsyn þaö er,
að halda nú ekki lengra áfram
á þessari braut. Skulu hjer
nefnd nokkur dæmi þessa.
Gjaldeyrisskorturinn, sem við
stríðum nú við, er ekki að kenna
litlum útflutningi, heldur ásamt
fleiru, síaukinni þörf á gjald-
eyri vegna breyttra atvinnu-
hátta. Atvinnugreinar okkar,
aðrar en landbúnaður, eru svo
gjaldeyrisfrekar að tvísýnt er
hvernig við fáum haldið í rjettu
horfi viðskiptunum við útíönd,
ef hlutföllin milli landbúraðar
og annara atvinnugreina rask-
ast enn frekar en orðið er. Það
hefur verið reiknað út, og ekki
vjefengt, að afurðir sveitanna,
sem neytt er innanlands, mundu
með verðlagi á Norðurlördum
nema næstum 130 milj. kr Út-
flutningsverðmæti sveitanna
nemur tæpl. 27 milj. kr. svo að
alls nemur framleiðsla landbún
aðarins milli 150—160 milp kr.
verðmæti. Þetta er að vísu ekki
ýkja h áupphæð samanborðið
við framleiðslumagn sjávarút-
vegsins en við sjáum hve hún
hefur mikla þýðingu í þjóðar
búskapnum, þegar þess er yætt,
að innflutningurinn vegna land
búnaðarins nemur aðeins 2 tug
um miljóna, svo að í afstöounni
gagnvart útlöndum er hann
sterkari þáttur en marg rr helu
ur, sem einblínir á útflutnings-
verðmætin.
legt en að því reki fyrr en \ arir
með hraðvexti kaupstaðanna að
skortur verði á nauðsynlegustu
landbúnaðarvörurn enn frekar
en orðið er, og við verðum jafn
vel að fara að kaupa kjöt af
öðrum þjóðum. Höfum við þá
tapað því, sem er einhver mesti
styrkur og öryggi í uafkom
styrkur og öryggi í afkomu
hverrar þjóðar: framleiðslu á
landinu sjálfu.
í þriðja lagi mætti svo nefna
það, hve mikil verðmæti fara í
súginn með þessari miklu til-
færslu fólksins í landinu milli
landshluta og atvinnugreina.
Jarðir fara í eyði með sæmileg
um húsum og öðrum mannvirkj
um, einhverri ræktun o. fl. um
bótum, sem kostað hafa talsvert
f je og mikla vinnu. Á öðrum bæj
um, máske stórbýlum, er ekki
nema örfátt fólk, allt niður í
2—3 manneskjur, og segir það
sig sjálft, hve mikið eru nýtt
gæði slíkra jarða eða vel notast
að þeim mannvirkjum, sem. þar
hefur verið komið upp á sínum
tíma yfir margt fólk og fjölda
fjenaðar.
HJER HEFUR verið drepið á
þrennt sem dæmi um það efna
hagslega tjón, sem þjóðin bíður
við fólksstrauminn úr sveitun
um. Þetta er mikið tap, sem
óvíst er hvort við fáum að íullu
bætt með eflingu anr.ara at-
vinnugreina. Þessu er líka sam
fara skaði á menningarlegum
verðmætum. Fleiri og flein eru
það, sem fara á mis við bolla
lifnaðarhætti í sveitunum,' betri
skilyrði til barnauppeldis þar
heldur en í bæjurn og' b'orgum og
mannbætandi áhrif frá samlífi
við náttúruna, svo að nokkur
dæmi sjeu nefnd. Um þessa hlið
málsins skal ekki fjölyrt nú en
til eru þeir, sem leggja á þetta
svo ríka áherslu, að þeir telja
jafnvel tilveru okkar sem sjálf
stæðrar þjóðar telft í fulla tví-
sýnu með jafn hastarlegu frá-
hvarfi frá landbúnaði og sveita
lífi eins og undanfarna áratugi.
hefur átt sjer stað í landinu
MARGAR tillógur og ráða-
gerðir hafa jafnan verið uppi
um það, hvernig hefta skuli
þennan fólks- og fjárflótta úr
sveitunum. Yfirleitt hafa þessar
tillögur og aðgorðir allar mót-
ast af því sjónarmiði, að ríkis
valdinu beri að reyna að efla
landbúnaðinn með fjárhagsleg
um stuðningi til framkvæmda
(ræktun, byggingar) eða oein-
um styrk á framleiðsluvörur
sveitanna. Enn befur petta
vandamál lítið eða ekki verið
tekið upp á öðrum grundvelli.
í þessu efni eins og fleirum hef
ur þjóðin varpað ahyggjurr sín
um upp á hið opinbera, þótt lítt
hafi aðgerðir þess að haldi kora
ið eins og reynslan sannar. Það
vantar að vísu ekki áróöur í
ræðu og riti fyrir nauðsyn þess
að efla landbúnaðinn og halda
fólkinu í sveitunum. Það getur
að vísu verið gott að útlista það
fyrir náunganum hversu hyggi
legt, ánægjulegt og þjóðnauðsyn
legt það sje að búa í sveitinni,
framleiða þar hollar neysluvör
ur, halda þar við traustum þjóð
legum verðmætum og stunda
þann atvinnuveg, sem okkur ríð
ur á að fleiri ræki en r.ú gera
það. En þessir postular sveita-
sæiunnar verða að sýnt trú sína
í fleiru heldur en blaðagreinum
eða skálarræðum. Þeir veröa að
sýna hana í verki. Hugsum okk
ur hvernig það yrði framkvæmt.
KAUPSTAÐABÚAR, sem á-
um, gætu gengist fyrir samtök
um um að taka sig upp af möl
inni og stofna öyggðahve'fi í
sveit í samráði við iandnáms-
stjóra og aðra aðiia, sem um
þau mál fjalla af hálfu ríkis-
valdsins. Átthagafjeiögin væru
ákjósanlegur vettvangur fyrir
slíkar aðgerðir. Því fjölmernari
sem þessi f jelög eru í kaupstöð
unum, því auðari er viðkomandi
sýsla að öllum jafnaði og það
besta, sern fyrir riana er hægt að
gera er að hún fái aftur sem
flest af því fólki sem fiúið er á
mölina. Hópur af slíkum ,,land
nemum“ væri ómetanlegur styrk !
ur fyrir hvert það hjerað sem |
hlyti hann, ekki aðeins efna-1
hagslega, heldur ennþá fremur !
til menningarlegra qg f jelags- j
legra þrifa. Og með slíkum til-!
tektum mundu kaupstaðabúar j
sanna, að allur þeirra sveitaáróð
ur væri citthvað annað en nafn
ið tómt, væri þeim alvörumál,
þeir vildu fylgja fram meo raun
hæfum aðgerðum.
Á SAMA HÁTT þurfum við,
sem í sveitum fcúurn að hafa
með okkur samtök um að gera
allt, sem í okkar valdi stendur
til að koma í veg fyrir brott-
flutning fólksins í hveriu eín-
stöku tiifelli. Sumir yfirgefa
jarðir sír.ar af því að þeir eru
einangraðar og afskekkíar. Er
i ekki hægt að útvega þeim jarð
! næði, sem betur liggur við saia
göngum í sömu -.veit með því
að skipta stórri jö.rð, sem okki
er fullnytjuð? Slæmur húsakost
ur hrekur suma frá býlum sín
um. Geta ekki sveitungar þeirra
haft samtök um að hjálpa þeim
rr.eð nýbyggingu ? Svcna r. ætti
telja íleiri clæmi um þau úrnoði
sem sveitafólkið sjálft á ao
reyna áður en r.ágrannar þess
hverfa burt og tlýja á mclina.
Við eigum að sýna þeim, að við
álítum það mikið tap að rrissa
það, og að við viljum eitthvað
á okkur leggja til að h.iálpa
þeim að ryðja úr vegi þeim örð
ugleikum, sem því finnst vera
á vegi sínum í sveitinni.
Það er haft eftir merkum Ts-
lendingi vestan hafs, að su
króna sein færi ut úr lar.diriu
væri kvödd í síðasta sinn. Eins
eigum við að imgsa um fólkið
sern flytur burt ur s.veitinni okk
ar: Við erum á vissan hátt að
kveðja það í síðasta sinn.
Draumnr Hermalms.
Fyrir nokkru birti
, færing hans býður honum og fylgja
Þj.jðviljinn þeirri sannfæringu sinni fram, eru
grein eftir ungan hagfræðing, sem
staðið hefur allframarlega í flokki
Moskvamanna á íslandi, m. a. verið
i framboði fyrir þá á inóti Jónasi. I
grein þessari afneitaði hagfræðing-
urin'n Rússum, einræði þeirr.i og yf-
irgangspólitík og sagðist muudi vera
sósíaldemókrat; ef hann hæri bú-
settur í Sviþjóð (!!) (Skyldi hann
ekki vera Falankisti, ef hann ætti
heima á. Spáni?) Tímatotrið var
ekki lengi að gleypa við þessari
flugu. Birti hann kafla úr grein hag-
fræðingsins, og sagði, að tálgast
mundi utan af fylgi kommúnista hjer
ef samtök tækjust um markvissa og
heilbrigða umbótapólitik. Ekki er að
efa hvað Tíminn á, lijer við, Það
honum valin hin verstu skammar-
yrði svo sem framangreind dæmi
sýna. Þetta mál •—■ úthlutun jepp-
anna, er máske ekki stórmál, en það
er talsvert hagsmunamál fyrir bænd-
ur landsins, og drengilegar og hisp-
urslausar umræður um það, sem
aflaga hefur farið, hefðu átt að geta
komið i veg fyrir samskonar mis-
tök framvegis, og þau, sem þegar
hafa átt sjer stað. Tímagreinin, sem
að framan ræðir, er nokkurnveginn
eins fráleit og hugsast getur til að
koma að gagni í þeim umræðum. -—
Hinsvegar auglýsir hún mætavel það
sjúklega hatur, sem Tíminn og hans
fólk virðist bera til alls sveitafólks,
sem Sjálfstæðisflokknum fylgir.
hefur lengi verið draumur Hermanns i
að mynda „róttækan umbótaflokk“ ! Úr ýmsum áttum.
innbvrðis í Framsókn ýmsa utanveltu | Páll Zophoníasson hefur skrifað
mer.n í öðrum fiokkum, eins o. t. í mjög flónslega grein i Tímann, um
d. Barða cg Gylfa frá Krötunum og \ prestsetrin. Ekki færri en þrír vigðir
Jónas Haralz og Sigfús Annes frá
kommunum. í slíkum flokki telur
Þá er ekki annað fyrirsjáan-hugamenn væru í þessum efn-
HeSaf annara orða
Framh. af bU. S.
b'ændanna. Franskir bændur
ráða nú yfir 70.000 drátíarvjel-
um, en áítu aðeins 30.000 fyrir
strið. Auk þess hafa stjórnar-
völdin reynt að auka fram-
leiðslu á allskonar landbúnað-
artækjum með því að útvega
framleiðendum þeirra aukið
efni. en þetta. hefir ekki ennþá
borið þann árangur, sem vonir
stóðu til. Síðastliðið ár fram-
leiddu Frakkar þannig aðeins
4.000 dráttarvjelar,- en höfðu
ætlað s.jer að fro.mleiða að
minsta kosti 12,000. Á öilu
þessu verður sjeð, að franskur
landbúnaður á cnnbá lancrt í
land, oe takist stjórnarvöldun-
um ekki að rigrast á þessum
vandræðum, roá búast við bví,
að endurreisnaráætlun Frakk-
lands seinki stórlega. Stiórnar-
völdin gera sjer þetta fvllilega
lióst. því þau vita sem er, að
ekkert land getur staðið lengi
undir þyí, að einn fjórði hluti
útgjalda þess erlendis fari til
kaupa á matvælum.
Hermann sig kjörinn foringia og for-
sædáráChcrraefni. Og við hliðina á
svo glæsilegum framavonum foringj-
menn hafa orðiS til að svara Páli.
Þar er alt of miklu púðri eytt á
ekki meiri persónu.
í vor hneyksluðust íslenskir Stal-
ans fer nú iítið fyrir Eysteini og .í- | insdýrkendur mjög á því, að Banda-
haldssamvinnu" hans. I ríkjamenn skyldu vinna á Keflavík-
j urflugvellinum á föstudaginn langa.
Samanburðtir. Mikil eru orðin kristilegheitin í liði
Það hefur jafnan verið taiið svo, J þeirra Moskvumanna.
að pólitíska flokkabaróttan hjer á j k
landi sje bæði iilvíg o’g eiustök að j Á tímabilinu jan.-mars 1947 öfluðu
því efni, að aldrei sje viðurkent neitt
gott eða r.jett í fari andstæðinganna
hvorki máktnð þeirra cða málflutn-
ingi. Þetta mun satt vera og ólíkt
því, scm tíðkast hjá öðrum þjóðum.
Snemma á vori fóru fram kapp-
ræður rnilii forvígismanna tveggja
andstöðufíokka í Svíþjóð. Leiddu þar
saman hesta sina foringjar jafnað-
armanna og kommúnista. Eftir frá-
sögn blaðsins sem birti ágrin af um-
ræðunum virðast þær hafa fanð
nijög prúðmannlega fram, næsta ó-
Hkt þssí sem gerist r.m orðakast
þeirra Stefáns Jóhanns og Eiixars
Olg., svo að nefndar sjeu hiiðstæður
þessara martra hjor á landi. — Þeir
Svíarnir virðast hafa lialdið sjer ein
göngu við málafnið, sorn ræða skyldi
og persónuieg áreitni eða meiðandi
ummadi ekki korr.ið ti! greiria. Sagt
er svo. að eftir umra'ðurnar hafi má)
gögr. beggjá floJrbauna vcrið é-
nægð með fremmisUiou og málf'utn-
ing bcggja rajðumannanna. Þp.ð
befði verið fróðlsgt að lesa þc-ssai
frásasmir Llaoanna og bcra þær snm-
an við ummæli Alþbl. og Þióðviljan)
nf viðureign ungra lu’ata og lcommo
i Keflavik á dögunum,
Jcppar oa pólit ic.
Fyrir nckkru cíðan birtist hjer í
blaðínu grein cftir bónilo einn á Aust
urjandi. Efni greinarinnar var all-
hörð ádeila á stjóm búnaðarmálanna
fyrir að hofa ekki betur gætt hags-
muna londbúnaðarins í sambandi við
innflutning jeppabíla. Var þessi á-
deila orð i tíma talað. því að þótt
margt þessara bila hafi kornið í sveit-
imar mun einhver talsverður hluti
þeirro hafa fallið í hlut kaupstaðabúa
sem allir munu sammála um, að
hafi haft þsirra minni þörf en bænd
ur landsins. Eru það mistök, sem ber
gð gagnrýna eins og bóndinn aust-
firski gerði í ísafoldargreminni. —
Nú víkur sögunni til Tímans og eins
af ritdólgum hans. Hann svarar grein
bóndans qg er nú ekki að vanda kveði
uiT.ar frekar venju. Segir hann að
bóudinn sje „aumkunarverður“,
„verið notaður til að lijálpa til að
skaða bændur“, „kunni okki að
blygðast sín“, „liggi flatur fjrir
herrum . simim, . bröskuriuuini í
Reykjavík“, „dáist að ójnfnaðar-
mönnum“, sje manntegund, sem
„hvarvetna sje fáanlcg til nð koma
i-iinglani fram“, „hann ætti aö hafa
vít á uð þegja“. Þotta eru nokkur
dæmi um ritháttinn, ækin úr stuttri
Timagrein.
Hver á sökina?
Hver c-r svo sök þessa bónda? —
F.kki sú fíS hafa deilt á ranglega út
hlutun jeppabifreiðo. Nei, hún cr alt
önnur. Hún er sú. að liann var fram
bjóðandi Sjálfstæðisflokksins i síðustu
kosningum! Fyrir það að vera á önd
verðum meið við Tímann i skoðun-
um og fylla þann flokk, sem sann-
íslenskir togarar 22 þús. smál. og
seldu aflann fyrir 14,8 milj. króna.
\ sama tíma í ár öfluðu togararnir
37 þús. mál. og seldú fyrir 26,2 milj.
króna. Þessar tölur tala sínu máli
nýsköpunarinnar.
•k
„Samkoman verður kvikmynduð“
segja Framsóknarmenn, þegar þeir
eru að auglýsa skemtifundi sína út
um sveitir iandsins. Mikið heldur
Hermann að íslensk alþýða sje orðin
hjegómagjörn, og mikið hlýtur hanri
að hlakka til að sjú sjálfan sig á ljer-
eftínu á Framsóknarwhistunum í
Reykjavík í vetur.
•k
Svo segir í Hornstrendingabók: —
I.angt fram á 19. öld var nokkur ótti
meðal IJci'nstrendinga við „hlaup-
ara“, en svo nefndu þeir þá flótta-
og sakamemi, sem þangað leituðu. —
lívað skyidu hlaupagikkir nútímans
segia um þá merkingu orðsins?
íbúB
Glæsileg ný 4 herbergja |
íbúð með öllum þægindum |
rjett utan við bæinn |
(strætisvagnaleið) til leigu \
. Há leiga. Fyrirfram- |
• ereiðsla ekki nauðsynleg. f
Tilboð merkt „Leiguíbúð |
i — 92“ sendist Mbl. íyrir |
mánudagskvöld.
Einbýlishús
; helst með bílskúr óskast í |
; skiftum fyrir 4 herbergi á |
j hæð ásamt 4 herbergjum í i
; rishæð í —nýju húsi við |
i Miklubraut, ásamt snotru |
; íbúðarhúsi utan við bæinn |
| á mjög hentugum stað. |
| Tilbqð sem greini götu og |
| númer leggist in á afgr. |
1 Mbl. fyrir 5. júlí merkt |
[ „Einbýlishús nr 1 — 90“. |
•»llll»l»«»Élll||||l|»»|ltl|||||(||||||«f||||(||||||||*»lt|It»l«Bkt!
iltæki
til sölu, sem nýtt Ford-
Mercury útvarpstæki, á-
samt loftnetsstöng er til
sölu strax. Tækið hefur að
c-ins verið notað um 2ja
mánaða skeið og er því í
1. fl. standi. Verðtilboð
leggist inn á afgr. Mbl. í
síðasta lagi n.k. mánudag,
merkt: „Bíltæki—94“.