Morgunblaðið - 03.07.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1948, Blaðsíða 14
M0RGVNBLAÐ19 Laugardagur 3. júlí 1948* 11 9T~. KENJA KONA (Cftir &.n LlUams Gesturinn hvíti 118. dagur Mjer finst það svo mikið órjett læti' gagnvart honum“. „Hann skilur þetta alt sam- an“, sagði Will með spekings- svip *,Jeg hefi skýrt þetta ait saman fyrir honum“. Enda þótt W.ill væri yngri en Dan, var hann svo fullorðinslegur í út- liti og tali, að Dan fanst ekkert óeðlilggí við það, að hann gæti frætt föður þeirra á einhverju. Eftir þetta var Dan enn ást- úðlegri við móður sína. En Tom var_altaf jafn óstýrilátur og sýndi lienni enga þolinmóði. „Og þó að henni líði stund- um illa“, sagði hann. „Öiium líður eiiihverntímann illa, en það er c*»gin ástæða til þess að allir aðrir verði óánægðir fyr- ii því. Jeg nenni ekki að dekra við hana lengur“. Samt sem áður sat hann á sjer, þangað til dag einn seinni part^pjk í júlí. Þau sátu öll sam an vfð kvöldverðarborðið. Jenny hafði verið hreykin af rósagarði sínum í mörg ár, og lagt.mikla rækt við hann. Þetta Ifvöld var hún venju fremur ó- lundarleg á svip. „John, það er búið að stela mörgum rósum úr garðínum hjá mjer. Jeg taldi að minsta kosti elleftu stilka, fpi-r< sem rósirnar hafa verið skornar af“, sagði hún. „Það var sannarlega leiðin- tegt, Jenny“, sagði John fullur samúðar. Svo bætti hann við til að, bæta fyrir henni missinn: ,,Þú ált ábyggilega fallegasta ffósagarðinn í Bangor. Einhvern ungan og ástfanginn mann hef •i langað til að færa unnust- imni sinni fallegar rósir og dott éð- í hug að fá nokkrar hjá fcjer“r „Jeg er að hugsa um að fá mje.r liaglabyssu til að hræða ♦íæsta þjóf“, sagði Jenny. John fór að hlæja. „Það get- ur.. nú. verið hættulegt. Ef til vill heíir það líka verið ein- frn-«r' clreitgjanna, sem’ tók rós- *<nar“r,'- I>eir hlógu* allir, því engum fanst það geta komið til greina. En Jenny hló ekki. „Þetta minnir mig á þegar Wcþster gamli læknir ætlaði að ná kartöfluþjófunum uppfrá Old Town“, sagði John. „tfann bað John Rollins um að bj*Mpa"'sjer,‘ og' Jöhn" ætlaði áð gera það: Jóhn átti gamlan riff- •4. Hann tóku-þeir- með- sjer út • • kartÖflugarðinn um kvöldið og púður og högl. Kartöflu- garðurinn var við hliðina á Tcmpel, en hinum megin tók við víðáttumikil mýri meðfram éhni. Webster og John sátu í •niðjum garðinum og biðu á- tekta. Um miðnætti heyrðu þeir þrusk". Einhver' var að ■klifra J,f!r girðinguna“. Dan sá, að faðir hans var að reyna að láta móður þeirra gJeyma .. rósamissinum. En Jc;my virtist ekki hlusta á fcann. Hún starðr ofan á’ disk-' énn. eins og hugur hennar væri laáigt í burtu. „Þeir heyrðu, að það voru mareir á ferðinni". hielt John áfram. „Þeir höfðu hátt, töl- liðu saman og páfu frá sjer ýms íindarleg hljóð. Þá hvíslaði ^Vebster. „Ja, drottinn minn, við ráðum ekki við svona marga. Okkur er best að leggja é flótta". En Rollins sagði hon- um- að vera óhræddur. „Þeir tvístrast, þegar þeir heyra skot in“, sagði hann. Og þegar hóp- urinn kom nær, kallaði hann: „Hæ, nú gríp jeg ykkur glóð- volga, jeg skal láta ykkur -kenna á því“. Hann miðaði rifl inum og hleypti af“. John hló og Dan og bræður hans fóru að brosa. „Jæja, skot ið kom bara aldrei“, hjelt hann áfram. „Rollins hafði safnað saman vinum sínum til að gabba Webster gamla og hann sá um það, að það kom ekkert skot úr byssunni. En hinir voru líka með byssur og byrjuðu að skjóta út í loftið og Rollins kallaði: „Við verður að flýja. Hlauptu eins hart og þú getur“. Svo Webster tók til fótanna og lenti í mýrinni. Þar lenti hann í ótal ógöngum og var svo illa leikinn, þegar hann komst upp úr mýrinni aftur, að hann þorði ekki að fara heim til sín fyr en næsta kvöld, þegar var orðið nógu dimmt“. Dan og bræðrum hans fanst þetta afskaplega skringilegt og þeir hlógu allir. En Jenny stökk ekki bros. Sólin var kom in svo lágt á loft, dð geislarnir fjellu beint framan í hana. Hún stóð upp á meðan þeir hlógu og dró gluggatjöldin fyrir. „Mamma, hvers vegna baðstu mig ekki um að gera þetta?“, spurði Dan. „Það er svo sem sama“. „Jeg ér vön að bjarga mjer sjálf“. Hún kom aftur að borðinu. „Tom ... mjer datt í hug, þeg- ar faðir þinn minntist á það ... tókst þú rósirnar?“ Rödd henn- ar var ísköld, en þó stillt. Dan horfði undrandi á hana. Þeir höfðu vitað það, síðan þeir voru börn, að þeir máttu ekki snérta blómin hennar. En hann var enn meira undrandi, þegar Tom svaraði ekki strax. „Jeg man eftir því, að þú spurðir mig um daginn, hvort þú mætt ir fá rósavönd handa einhverri vinkonu þinni“, sagði hún. „Já, og þú sagðir, að jeg mætti það ekki“, sagði Tom. „Alveg rjett. Tom ... gerðir þú .bað?“ Það varð dauðaþögn í stof- unni Allir biðu fullir ótta og eftirvæntningar. John stóð á fætur og flutti sig nær Tom, eins og til að vernda hann. „ Já“, sagði Tom loksins. „Jeg tók rósirnar“. '■* „Þú stalst þeim“j'sagði móð- ir hans. Tom kinkaði kolli. „Ef þú vilt heldur orða það þannig, já, jeg stal þeim, Jeg tók þær í gær- dæg og færði Bétzy Thatcher þær. Hvers vegna skyldi ekki einhver fá að njóta þeirra, í staðinn fyrir að láta þær fölna og deyja í garðinum?“ Rödd hans var þrjóskufull. Jenny leit á son sinn, og á mann sinn við hlið hans. „Þú ert eins og faðir þinn, Tom“, sagði hún rólega. „Þú er lygari og bjófur. En jeg býst ekki við því, að jeg geti komist undan því að umgangast ykkur, hvorki þig eða hann“. Tom svaraði ekki, en augu hans voru jafn köld og hörð og hennar. Hún stóð upp og gekk út. Þeir stóðu allir grafkyrrir í nokkur augnablik eftir að hún hafðj lokað hurðinni á eftir sjer. Svo klappaði John vin- gjarnlega á öxlina á Tom og fór út á eftir Jenny. Þeir heyrðu hann ganga upp stig- ann. „Hún skal aldrei fá tækifæri til að segja þetta við mig aft- ur“, sagði Tom. Honum var mikið niðri fyrir. Dan lagði handlegginn um axlir hans. „Láttu þjer standa á sama“, sagði Mat. ,,Hún æsir sig altaf upp út af smámun- um“. ___ „Manstu, hvernig Ruth ljet altaf við Pat, Tom“, sagði Will spekingslega. „Altaf gerði hún líka úlfalda úr mýflugu". Tom virtist vera á báðum áttum. „Jeg veit, já“, sagði hann. „Komdu, Tom“, sagði Dan. „Við skulum koma út og spjalla saman. Það verður svo lítið úr smámununum, þegar maður spjallar um þá“. Tom vildi það. Þeir fóru allir út og gengu í áttina til Old Town. Þeir gengu lengi án þess að segja nokkurt orð. Tom rauf þögnina. „Það, sem mjer gremst mest“, sagði hann, „er, að við burfum að taka öllu með þögn og þolin mæði, sem henni dettur í hug að gera eða segja. Hún fer með okkur eins og hunda. Eigend- urnir lemja hundana sína al- veg eins og þá lystir, og hund- arnir koma altaf jafn auðmjúk- ir til baka. Hún er kuldaleg og óvingjarnleg við okkur og við beygjum okkur og biðjum fyr- irgefningar fyrir ekki neitt. Strax og hún er komin í gott skap aftur erum við reiðubúnir til að hlæja með henni og gleyma öllum illindum“. .. „Það er af því, að okkur þyk ir vænt um hana“, sagði Will. „Heldur þú að jeg viti það ekkiý. sagði Tom. „Og hún veit það líka og notfærir sjer það“. Mat var sammála Tom. „Hún notar sjer af því, að okkur þyk ir vænt um hana og lætur. okk- ur dansa eftir sinni pípu. Mjer er svo sem sama, hvernig hún hagar sjer gagnvart mjer, en mjer þykir verst að sjá, hvern- ig hún fer með pabba og hvern- ig hún talar um hann við okk- ur“. „Jeg held, að allar konur sjeu harðstjórar við eiginmenn sína“, sagði Will. „Konur eru veikgeðja, og þeim finst þær þurfa að breiða yfir það með því að tuska, karlmennina til. Þær geta fleygt okkur niður í skítinn, og ef þær brosa á eft- ir, gleymum við öllu sem á und an er gengið, og brosum á móti. .Ef konur eru ekki sterkari, þá eru bær að minsta kosti slótt- ugri en karlmenn". „Jeg held að þær langi ekki beinlínis til að stjórna“, sagði Tom. „Jeg held, að þær langi bara til að gera menn óham- ingiusama. Jeg held, að mömmu þyki gaman að sjá okk ur óhamingjusama, alveg eins og henni þótti gaman að flengja okkur, þegar við vorum litlir. Jeg held, að það sje einhver nautn hjá henni að vera eins andstyggileg við okkur og hún ! getur. Auðvitað veit hún, hvað okkur þykir vænt um pabba, svo hún notar sjer það og kvelur okkur með því að kvelja pabba“. Gömul saga frá Afríku. rf 4. Hann kallaði helstu ráðgjafa sína á fund,- en þegar hann lagði málið fyrir þá, gengu nokkrir elstu og vísustu rnenn- irnir fram fyrir hann og sögðu: Surtur, mikli konungur varaðu þig á því að flytja . líka vanskapninga inn í landið. Við óttumst, að slíkt kunni að leiða ógæfu yfir landið. Ófreskjur þessar koma frá hafinu og þó að hafið sje blessað vegna þess, að það dregur sólina til sín á hverju kvöldi og gefur okkur hana aftur á hverj- um morgni, þá eiga stormarnir og eldamir og þrumur regntímans einnig upptök sín þar. Varaðu þig konungur á þessum ófreskjum, sem hafið hefur skolað á land. Þetta sögðu hinir elstu og vitrustu af ráðgjöfum kóngs- ins, en þeir yngri, sem voru forvitnir eins og kóngurinn sögðu: Miklum konungi sæmir ekki annað en að rannsaka allt nýtt, sem kemur í ljós, til þess að geta dæmt um, hvort það er gagnlegt eða skaðlegt fyrir ríki hans og þegna. Fyrst og fremst þarf að athuga, hvort þessar verur eru mann- legar eða ekki. Eins og svo oft í Evrópu fór það hjer, að það var kona, sem rjeði úrslitum. Surtur kóngur sagði konu sinni allt, sem hafði gerst í ráðinu og hún varð gripin forvitni og löngun til að sjá hafskepnurnar. Og nú fór hún að nauða á og biðja kónginn um að hún fengi að sjá að minnsta kosti eina þessarra ófreskja. Surtur kóngur gat ekki neitað henni umb þetta, svo að hann sendi flokk sinna bestu hermanna til þess að bjóða þessum sonum hafsins í heimsókn til Akim ríkis svo fram- erlega, sem þeir hefðu mannlegt vit. Ef það kæmi aftur á móti í ljós, að þetta væri skynlausar skepnur áttu hermenn- irnir að handsama eitt og færa það heim með sjer. Svo vildi til, að Evrópumennirnir, sem flokkurinn hitti á voru Hollendingar, sem voru að stofna kaupstað á strönd- inni, vegna þess, að þeir álitu að þeir gætu hagnast á versl- un við þá innfæddu. Þeir tóku því fegins hendi boði negra- höfðingja inni í landi, sem vildi eiga skiptj við þá. Þeim — Nei, ekki nú, en jeg fekk einn 15 punda í gær. — Veistu hver jeg er, spurði hinn. — Nei, svaraði veiðimaðurinn — Jeg er eftirlitsmaðurinn hjer, og það er baniíið að veiða hjer. Veiðimaðurinn var hinn ró- legasti og spurði: — Veistu hver jeg er? — Nei.' — Jeg .er mesti lygarinn í landinu. ★ Málverkið, sepi aldrei tókst að ljúka við. * Framkvæmdastjórinn kall- aði skrifstofumanninn fyrir sig og sagði við hann: „Þú hefur nú unnið í fimm ár hjá okkur, Smith. Til þess að sýna þjer þakklæti mitt, mun jeg hjeðan í frá nefna þig herra Smith?“ ★ — Konan mín heldur, að jeg sje fullkominn. — Já, jeg vissi það. — Vissurðu það? Hvenær fjekkstu að vita það? — Það var þegar hún kall- aði þig fullkominn aulabárð. * Farþegi að stíga upp í flug- vjel: „Hef jeg tíma til að kveðja konuna mfna?“ Flugmaðurinn: „Jeg veit nú ekki, h vað hafið þjer verið lengi giftur?“ ★ Dómarinn: „Þjer eruð ákærð fyrir að hafa ráðist á eiginmann yðar og slegið regnhlíf svo fast í höfuð hans, að hún brotnaði.“ Ákærða: „Já, jeg gerði það í ógáti“. Dómarinn: „Hvað meinið þjer með ógáti. Ætluðuð þjer ekki að lemja hann? Ákærða: „Jú, en jeg ætlaði ekki að brjóta regnhlífina." ♦ Veiðimaður var að draga í fljóti einu, þegar reiðilegur maður nálgaðist. — Hefur nokkuð bitið á hjá þjer, spurði sá aðkomni? — Hvernig líkar þjer að vera giftur? — Jeg veit það nú ekki vel, jeg er búinn að týna heimils- fangi konunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.