Morgunblaðið - 13.07.1948, Síða 1
Þrýstiloffsflugyjelamar á Keflavíkurflugvelli.
i
Cjósm. mbl: dl. k. magnússdn.
Bresku þrýstiloí'tsflug'vjelarnar á Keflavikurvelli. — Á efri myndinni sjest ein flugvjelanna, en á
þeirri neðri allar sex.
kemur til New York
Gefur Öryggisráðinu
skýrslur um aðgerðir
Breskir stúdentar að-
sínar
a áfram í Palestínu.
New York í gær.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
BERNADOTTE greifi kom í dag til New York, en þar mun bann
gefa Öryggisráðinu skýrslu um aðgerðir sínar í Palestínumálinu.
Þegar í stað eftir komu hans vildu fulltrúar Bandaríkjar.na í
Öryggisráði kalla ráðið saman á fund og sýndust þeir jafnvel
ekkert hafa á móti, að halda næturfund, en fvo mikið fennst
þeim liggja við. Meðan þessu fer fram, er enn barist í Palestínu
og veitir Gyðingum betur. Tóku þeir í dag bæinn Lydda, austur
af Tel Aviv.
Heldur ál'ram friðar- €
utnleitunum.
Þegar Bernadotte steig út úr j
flugvjelinni í New York áttu
blaðamenn stutt viðtal við
hann. Hann sagði m a., að
skýrsla hans til öryggisráðsins
myndi sýna persónulega skoð-
un hans á Pa lestínurní 1 unurn. |
Hann kvaðst ekki hafa lolcið
starfi sínu, ]ivi að bæði Arabar
og Gyðingar licfðu beðið hann
um að halda áfram samninga-
tilraunum.
Bernadoffe sagði að lokum:
Skýrslu mína mun jeg gefa á
morgun, en á föstudag sný jeg
aftur til Rhodos og held áfram
að reyna að koma friði á í land
inu helga.
Vilja fund þegar í slað.
Þegar í stað við komu Berna-
Framli. á bls. 7.
MEÐAL farþega með m.s.Esju
s.l. laugardag, voru sex stúdent-
ar frá háskólanum í Newcastle,
þar af tvær stúlkur.
Hjer munu stúdentarnir að-
stoða Jón Eyþórsson veðurfræð
ing, við jöklarannsóknir, þær er
hann hefur unnið að í sumar. í
þessu skyni fara stúdentarnir
ásamt Jóni á Mýrdalsjökul og
munu þeir leggja af stað í dag
eða á morgun.
Hinir bresku stúdentar leggja
flestir stund á landafræði, einn-
ig er einn veðuríræðingur.
Hjer munu stúdentarnir dvelja
í 8—9 vikur. Þeir hafa mikinn
áhuga fyrir samstarfinu við Jón
Eyþórsson og kváðu það von
sína að geta lært mikið i þessari
ferð undir leiðsögu Jóns.
Mænuveikin \crður seint
sigruð til fulls
NEW York: — Prófessor Her-
bert Seddon, sagði í dag á lækna-
þingi að engar líkur bentu til að
vísindin mundu á næstunni kom-
ast fyrir eða sigra mænuveikina
til fulls.
Þrýstilofts-flugvjelarn-
ar voru klst. frá
Bretlandseyjum
Flisp ylir Reykjavík í gærdag. ;
SEX BRESKAR þrýstiloftsflugvjelar af „Vampire" gerð lentu á
Keflavíkurflugvelli um 1 leytið í gærdag. Þar með hefur, í fyrsta
sinni, verið flogið yfir Atlantshaf í þrýstiloftsflugvjelum. Vjel-
arnar voru 2 klst. og 36 mínútur á leiðinni til Keflavíkur frá
Stornoway á Hebredeseyjum og er það án efa íljótasta ferð, sem
farin hefur verið milli Bretlands og íslands.
■—--------------------——-<»
II met á Olympíu-
sundmótinu
Á OLYMPÍUSUNDMÓTINU,
sem fram fór í Sundhöllinni í
gærkvöldi, voru sett hvorki
meira nje minna en átta ný
Islandsmet. Er hjer um að ræða
mjög góðan árangur. Konur
áttu fimm af þesum metum.
Þrjú met í einu sundi.
Anna Ólafsdóttir Á., vann
200 m. eftir mjög tvísýna og
skemtilega keppni við Þórdísi
Árnadóttir, en Anna synti vega-
lengdina á 3:08,2 mín., en Þór-
dís á 3:08,7 mín. Gamla metið
átti Anna sjálf 3:09,6 mín. —
Fyrstu 50 m. voru þær Þórdís
og Anna jafnar og syntu þær
á nýju íslensku meti: 42 sek.
— Gamla metið var 43,3 sek.
og átti Þórdís það. Þórdís var
á undan 100 metr. og setti hún
nú enn eitt met. — Tími henn-
ar var 1:29,4 mín. — Gamla
metið átti Anna Ólafsdóttir á
1:30,7 mín.
400 m. skriðsund.
Ari Guðmundsson synti 400
m. skriðsund einn og setti nýtt
íslenskt met á 5:04,7. — Gamla
í :ctið átti hann sjálfur, en það
var 5:09,6 mín. Þrjú hundruð
m. synti hann á nýjum met-
tíma og var tími hans 3:47,5
mín. — Hann átti sjálfur gamla
metið, sem var 3:47,6 mín.
Nýtt met í baksundi.
Guðmundur Ingólfsson tók í
þessu móti að ryðja úr vegi
hinu nýju ára gamla meti Jón-
asar Halldórssonar, í 100 m.
baksundi. — Guðmundur synti
vegalengdina á 1:15,7 mín. en
tími Jónasar var 1:16,2 mín.
200 m. bringusund karla.
Sigurður Jónasson HSÞ gat
ekki mætt' til keppni, vegna
lasleika, en nafni hans úr KR
synti á persónulegu meti og
var tími hans 2:46,9 mín. og
Atli Steinarsson synti einnig á
persónulegu meti, á 2:53,5 sek.
— F.
Þrýstiloftsflugvjelarnar
hefðu þó getað farið þessa
leið á enn skemmri tíma, því
þær flugu ekki nema með
hálfum hraða til þess að
spara eldsneyti. Flughraði
þeirra var . 00 mílur á klst.,
en hámarksnraði þeirra er að
minnsta kosti 535 milur á
klukkustund.
e
Höfðu beðið veðurs í 12 daga
Vampire-flugvjelarnar höfðu
beðið eftir veðri í Stornoway frá
1. júlí. Eins og kunnugt er fara
ílugvjelar þessar á sýningu, sem
iialdin verður í Montreal 18. ág.
og fljúga þær um Grænland og
Labrador til Montreal.
í gærmorgun gerði skyndilega
og óvænt hagstætt flugveður til
þessa flugs. Lögðu Vampire-
vjelarnar upp írá Stomaway kl.
10,20 í gærmorgun og voru brátt
komnar upp í 25.000 feta hæð,
en síðari hluta leiðarinnar var
flogið í 30.000 feta hæð. Fyrsta
flugvjelin lenti á Keflavíkur-
flugvelli klukkan 12,56, en sú
síðasta 6 mínúium síðar eða kl.
13,02.
í fylgd með Vampire-vjelun-
um voru tvær Mosquito-orustu-
flugvjelar og nokkru síðar komu
tvær York-vjeiar. Er önnur
þeirra útbúin sem björgunarflug
vjel, en hin flytur varahluti og
viðgerðarmenn.
Ferðin gekk að óskum .
Foringi Vampire-flugsveitar-
innar, en í henni eru 6 flugvjel-
ar, heitir Oxspring flugsveitar-
foringi. Hann er frægur breskur
crustuflugmaður, sem tók þátt
í orustunni um Bretland 1940
og hefur hlotíð mörg heiðurs-
merki fyrir flugafrek sin.
Hann sagði frjettaritara Mbl.
i Kefiavík, að íerðin hefði geng
ið mjög að óskum. Mótvindur
var nokkur og jókst er á leið
ferðina.
Á flugi yfir Reykjavik
Fjórar Vampire-þrýstilofts-
flugvjelar sáust á flugi yfir
Reykjavík á sjötta tímanum í
gær. Bæjarbúar þustu út á göt-
urnar til að sjá vjelarnar á lofti
og víða mátti sjá fólk á húsþök-
um og úti í gluggum.
Þótti mönnum þær fara hratt
Framh. á bls. 7,