Morgunblaðið - 13.07.1948, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLA&IB
Þriðjudagur 13. júlí J948.
KENJA KONA
CftU
A
UÁ/Í
icuni
126. dagur
Honum þótti gott að fá þenn
an frest. Honum fannst nú, þeg
ar komið var að því, að hann
ætti að hafa mikla ánægju af
því að rifja upp gamlar endur-
minningar og horfa á umhverf-
ið, þar sem hann þekkti allt svo
vel. Honum þótti jafnvel á-
nægia af að lesa auglýsingarn-
ar í „Wing and Courier“. ■—
Hann las einnig greinar úr Suð
urríkja-blöðunum, þar sem
sagt var, að Norðurríkin væru
að stofna til ófriðar og hann
las yfirlýsingu Beauergards um
að herir Norðurríkja-manna
mundu ráðast inn yfir Suðurrík
in og leggja alt undir sig, helga
dóma sem annað. Þegar söng-
flokkur ungmennafjelagsins í
Gangor hjelt skemtun, sem
stjórnað var af William Wild-
er, fór Dan til að hlusta á Beth
syngja. Hann fullyrti við hana
á eftir, að hún hefði fegurri
söngrödd en nokkur annar.
Þegar birt var grein í „Demo-
kratanum“, þar sem stóð, að 40
þúsund demókratar í Maine
væru mótfallnir stríði, sagði
hann föður sínum að Marcellus
Emery væri lygari og rjettast
væri að stinga honum ofan í
tjörupott og fiðurhrúgu á eftir.
En hann varð rólegri, þegar
,,Demokratinn‘‘ rjeðist næsta
dag á „Tribune“ í New York,
vegna þess að þar hafði verið
sagt, að þetta væri stríð fyrir
tilstilli stjórnmálamannanna.
Áður en Dan fór frá Bangor,
kom brjef frá Will.
„Kæra mamma, pabbi og
Dan“, skrifaði hann.
„Jæja, stríðið er búið að koll
varpa öllum mínum áformum.
Jeg get ekki hugsað um neitt
annað, svo jeg er búinn að láta
skrásetja mig í herinn. Hjer
hef jeg nóg að gera, en mjer
er lítið borgað. Enda þótt það
verði góð uppskera í ár og fólk
vilji fara að borga mjer, verð
jeg ekki hjer lengur. Hjeðan
fer jeg með fyrstu herdeild-
inni. Jeg ætla að reyna að kom
ast að í skurðlæknadeild hers-
ins. Jeg er ekkert á móti að
menn berjist svona sín á milli,
tuski hvern annan dálítið ræki-
lega til. En þegar út í það er
komið að skjóta og cfrepa, kýs
jeg heldur að lækna, ef jeg get.
Jeg vil samt eiga einhvern þátt
1 því að koma á aftur friði og
spekt í þessu þjóðfjelagi okk-
ar. Ef til vill væri rjettast fyr-
ir mig að vera hjer kyrr, því
hjer get jeg gert eitthvert gagn.
En bað er svo mikill æsingur
í fólkinu að jeg held að jeg
mundi ekki hafa nokkra ró í
mínum beinum. Norðurríkja-
búar halda fram rjettum mál-
stað og þeim verður að takast
að lumbra á Suðurríkjabúun-
um og binda enda á þessar deil
ur. Mig langar til að eiga minn
þátt í því.
Skrifið þið mjer, strax og
þið fáið þetta brjef, svo að ieg
fái *það áður en jeg fer. Mig
langar til að fá brjef frá ykk-
ur öllum. Segið mjer hverjir
eru helstu herforingjarnir
þarna megin. Mjer leiðist þetta
stríð og jeg vil hjálpa til að
láta það taka enda sem fyrst.
Yðar elskandi sonur og bróð
Ir, Will.
John las brjefið upphátt við
kvöldverðarborðið. Þegar hann
| hafði lokið við að lesa það, tók
" Jenny það og las það aftur og
aftur. Dan skrifaði Will strax
um kvöldið til að segja honum,
að hann hefði einnig gengið í
herinn o gað hann mundi bráð-
lega yfirgefa Bangor og fara
ásamt herdeild sinni út á víg-
stöðvarnar.
Jenny skrifaði syni sínum
ekki þennan sama dag nje held
ur þann næsta. En að kvöldi
þriðja dagsins sagði hún:
„Dan, jeg er búinn að skrifa
Will brjef. Jeg ætla að lesa það
fyrir þig eftir kvöldverðinn, af
því að jeg vil segja það sama
við þig“.
Það var eitthvað uggvænlegt
í rödd hennar, sem gerði það
að verkum, að það fór hrollur
um Dan. Hann sá að faðir hans
hafði einnig tekið eftir því.
Þetta vor hafði þeim oft fund-
ist vera eins og niðurbældur
sársauki í framkomu og rödd
Jennyar.' Dan hafði spurt hana
einu sinni eða tvisvar, hvort
hún væri alveg frísk, en hún
svaraði altaf kæruleysislega:
„Mjer er bara dálítið illt í bak-
inu. Það líður hjá“.
Spenningurinn, sem var í
kring um kosningabaráttuna og
kosningu Lincolns og óttinn um
yfirvofandi stríð allan vetur-
inn, hafði leitt huga Jennyar
frá sorgum hennar sjálfrar, svo
hún hafði verið ánægðari í
skapi þennan tíma.
En þetta kvöld fannst Dan
einhver breyting vera á henni.
Hann nærri því gat sjer þess
til, hvað hún hafði skrifað Will.
Hún_,byrjaði að lesa brjefið ró-
lega og greinilega. Enginn var
viðstaddur nema Dan og faðir
hans.
„Kæri Will,
Það gleður mig, að þú ætlir
að taka upp vopn til að tortíma
grimmúðugum mannskepnum,
sem hafa árum saman kvalið og
pínt miljónir sálufjelaga sinna.
Jeg vona, að jeg eigi eftir að
sjá Suðurríkin sigruð og jeg
vona að hver sá maður sem
hefur haft þræla í þjónustu
sinni, eigi sjálfur eftir að verða
þræll, sem píndur er til að
vinna erfiðisvinnu í steikjandi
sólarhita með vöndinn yfir
höfði sjer, ef hann hvílir sig
nokkra stund. Og megi eigin-
konur og dætur þrælahaldar-
anna spillast og detta í skítinn,
eins og þær hafa fellt og hrint
í skítinn eiginkonum og dætr-
um negranna. Og megi synir
þeirra fæðast í þrælkun og
megi þeir aldrei kynnast öðru
en þrælavinnu. Um þetta bið
jeg guð“.
Dan vissi nú að ágiskun hans
var rjett. Hann leit á föður
sinn og sá að hann vissi líka
hvað var í vændum.
Jenny hjelt áfram lágri og
þrunginni röddu:
„Jeg er hreykinn af því, að
þú og Dan, einu sönnu synir
mínir, ætlið að styðja að því
að bessum ófriði ljúki. Dan
ætlar að berjast. Jeg veit ekki,
hvort þú ætlar að skjóta eða
lækna sár. Ef þú ætlar að
skjóta, dreptu þá og dreptu og
dreptu. Ef þú ætlar að lækna,
bjargaðu þá lífi okkar manna,
þar sem þú getur.
En Will, jeg ætla að biðja
þig einnar bónar. Gefðu ekki
andstæðing þínum svo mikið
sem vatn að drekka, ef hann
er særður, svo að hann geti dá-
ið, emjandi af sársauka og
þorsta“.
Hún þagnaði augnablik og
leit í augu Dans, eins og til að
biðja hann, að taka nú vel eft-
ir því sem hún læsi.
„Það eru tveir ungir menn
frá Bangor, tveir ungir menn,
sem þú þekkir, sem kusu að
fara til þrælaríkjanna og
blanda* blóði við þrælahaldara
og gleyma fæðingarstað og upp
eldi. Enginn veit, hvað kann að
ske í þessum ófriði. En það
gæti skeð, ef þú ert í fremstu
víglínu, að þú þekkir , aftur
þessa tvo svikara. Ef svo verð-
ur, ^miðaðu þá beint, Will.
Dreptu hann. Það.gæti einnig
skeð, þegar herir okkar fara
að leggja undir sig Suðurríkin,
að þú komir að húsi, þar sem
anar þessara svikara hefur bú
ið í. Brenndu það til ösku.
Eyðilegðu landið í kring um
það. Hlífðu engu, sem var
þeirra eign, nema vesalings
þrælunum þeirra, sem þeir hafa
skilið eftir hjálparvana. Eða
segjum svo, að þú verðir lækn-
ir og þjer berist upp í hend-
urnar annarhvor þessara
manna, láttu þá þá drepast eða
nuddaðu salti í sárin þeirrá.
Gerðu þetta fyrir mig“.
Hún leit aftur í augu Dans,
eins og til að undirstrika orð
sín. Hún leit einnig viðvarandi
augnaráði á John. Hann mátti
ekki grípa fram í fyrir henni.
„aÞð gæti verið, að þjer
fyndist óeðlilegt að jeg talaði
svona sem móðir. En það er
satt, að jeg er móðir óheilla
og fjandsamlegra sona, sem
hafa svikið okkur öll. Jeg hef
útilokað þá frá lífi mínu og
hjarta. Og jeg vildi óska þess
núna, að jeg hefði fætt þá and-
vana. Dreptu þá, Will. Dreptu
þá, ef þú getur. Þú og Dan er-
uð einu synir mínir.
Þín elskandi móðir“.
Hún las brjefið allt án nokk-
urra svipbreytinga. Orðin sjálf
töluðu sínu máli. Dan horfði á
föður sinn, meðan hún las. En
John horfði niður fyrir sig og
studdi höndum á hnje sjer.
Hapn langaði allt í einu til að
grípa um sterklega hönd föð-
ur síns til að leita styrks frá
föstu handtaki hans. Honum
fannst móðir sín ekki vera af
þessum heimi, meðan hún las
brjefið. Hún var verri en nokk_
urt dýr, sem guð hafði nokk
urn tíma skapað. Svitadropar
spru.ttu fram af enni hans, og
runnu niður kinnar hans. Hon-
um varð óglatt, svo hann lang-
aði til að kasta upp. Hann skalf
af geðshræringu. Hann langaði
mest til að leggja á flótta und
an orðum hennar og hlaupa eins
langt og hann mögulega gæti.
Loksins var hún búin að lesa
brjefið. Hún talaði til hans og
þvingaði hann til að líta á sig.
„Jæja, Dan. Hlustaðir þú á
mig?“ Dan gaf ffá sjer eitthvert
undarlegt hljóð, sem enginn
vissi. hvað átti að þýða. „Jeg
bið þig þessa sama. Það getur
vel verið, að tækifærin komi
aldrei. Það getur eins verið að
þeir drepi ykkur með einhverj-
um sviksamlegum ráðum áður
en bið getið tortímt þeim. Jeg
veit, að þeir gera' það ef þeir
geta Slíkt er siður svikara og
morðingja. En ef þú getur,
1111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini
Vanur
heyskapamiaður
óskast að Stekkum í Flóa.
Uppl. gefur
Guðm. Hannesson
Stekkum (sími um Sel-
foss).
Nýr hálfsíður
(meðalstærð), til sölu á.
= | .Njálsgötu 62.
| ^táíha
| óskast strax til starfa við
| gróðurhús. Uppl. í síma
I 5818.
í fjarveni minni j
gegnir hr. læknir Axel |
Blöndal störíum mínum. |
Viðtalstími hans er frá kl. f
1.30—3 í Hafnarstræti 8. 1
Sími 2030.
Olafur Jóhannsson f
læknir. =
umiiiininii
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Pillur
l
verslunarskólagenginn, |
sem hefur minna bílpróf, f
óskar eftir einhverskonar =
atvinnu. Tilboð merkt: „20 í
ára ■— 308“ sendist afgr. |
Mbl.
§
I
iiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiil
Frenskt sjal
óskast keypt. Uppl. í |
síma 229-7.
iiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimu
Kenni
f frönsku, ensku og þýsku.
| Bý undir hverskonar próf.
I Til viðtals daglega kl. 6
I —8.
1 Dr. Melitta Urbantshitsch,
f Hverfisg. 35, neðri bjalla.
i I
óskast í sveit í lYz mán- f
uð. Má hafa með sjer stálp |
að barn. Uppl. á skrifstofu |
i
Skógræktar ríkisins
Borgartúni 7, kl. 10—12. |
uiKtiiiiiiiiiiimiiiiiiiitsiiiim
| 3jn herbergja íbúð !
■ ■
■ ■
j í rishæð við Bragagötu til sölu. — Upplýsingar gefur ■
■ ■'
j STEINN JÓNSSON, lögfræðingur
Tjarnargötu 10, III. hæð. — Sími 4951.
Chevrolet
einkabifreið, 2 tlyra, model ’4I Du Lux, í góðu
standi er til sölu. — Til sýnis í kvöld við Leifsstytt-
una kl. 8—10.
; Hraðfryst lambalifur
■
■
j er ein hin eftirsóttarverðasta fæðutegund sem til er.
■ I heildsölu hjá
■
FRYSTIHtJSINU HERÐUBREIÐ
; Sími 2678.
j HREÐAVATNSSKÁU j
■ ■
■ ■
■ er hjer um bil miðja vega milli Reykjavíkur og Blöndu- ;
; óss eða Kinnastaða. :
■ ■
Þar stansa ferðamenn almennt, sem eru frjálsir ferða j
j sinna — til þess að fá sjer hressingu hjá Yigfúji og ;
■ bensín á bílinn. ;