Morgunblaðið - 31.07.1948, Page 1
55 árgangur
179. tbl. — Laugardagur 31. júlí 1948.
PrentsmiSJa MorgunblaSsLsS
Danskar sundmeyjar á 0!ppíuleikununt.
Dönsku sundmeyjarnar, sem taka þátt í Olympíul eikunum, sjást hjer á myndinni. Á myndinni eru
talið frá vinstri: Ing-e Beekenj Birthe Christofersen, Elvi Svendsen, Fritze Nathansen, Jytte Hansen.
Greta Ondersen, Karen Margrethe Iíarup og Gunnvor Kraft.
hurchill segir Attlee
uð skommast sín
Vill að Bretar stilli til
friðar milli Hyderabad
og Hindu^tan
London í gær.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
í DAG varð mikil orðasenna milli Attlee forsætisráðherra Bret-
lands og Winston Churchill. Var rætt um deilur ríkisins Hydera-
bad á Indlandsskaga og Hindustan ríkis. Þetta var síðasta málið,
sem rætt var af breska þinginu áður en þingmenn fóru 'i sumar-
frí. Churchill hóf árás á stjórnina fyrir að líða það, að Hindustan
gæti sett á samskonar samgöngubann á ríkið Hyderabad og Rúss-
ar hafa sett á Berlín. Attlee tók næstur til máls og sagði, að
Churchill gerði ekkert nema að rifast út í aðgerðir stjórnar-
innar, en legði ekkert raunhæft til málanna. Reis Churchill þá
upp og sagði, að Attlee ætti að skammast sín fyrir að segja
þetta. Aldrei frá því stjórn verkamannaflokksins kom til valda
hafa umræður verið með svo miklum persónulegum ásökunum.
Ólympíuleikarnir:
setti nýtt met í 800 m. hlmipi
Haukur komst í milliriðil,
en annars gekk okkar
mönnum illa fyrsta
daginn
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti frá frjettaritara Morgunbl.
Þorbirni Guðmundssyni.
ÓGURLEGUR hiti var í London í dag og án efa háði það kepp-
endum okkar Islendinga mikið. Fyrsti Islendingurinn sem keppti
íyrir Islands hönd á þessum Olympíuleikum var Finnbjörn í 100
m. hlaupi. Hann náði mjög sæmilegu viðbragði, en auðsjeð var
að hann gekk ekki heill til leiks, meiðslið í hnjenu frá því í vetur
er langt frá þvi að vera gróið. Hann varð fimmti í sínum riðli
á 11,1 sek.
Bretar senda gull til
Bandaríkjanna.
LONDON. — Bretar hafa undan-
farið neyðst til að selja allmikið gull
til Bandaríkjanna. Stundum hafa
sendingarnar numið 13 miljón ster-
lingspunda virði af gulli á viku.
Haukur annar í undanrás.
í.sjqtta riðli mættust gaml-
ir keppendur frá því í Reykja-
vík í vor, þeir Haukur og
Bailey. Bailey vann þennan rið
il auðveldlega, hljóp á 10,5 ann
ar varð svo Haukur á 11,0 sek.
Þar með var Haukur búinn að
vjnna sig upp í að hlaupa í
milliriðli. Þar lenti hann með
engum smákörlum, eða þeim
LeBeach, Treloar og Cacoan,
ebda urðu þeir allir á undan
Hauk, sem náði mjög slæmu
viðbragði og er hann þar með
úr leik í 100 m. hlaupinu.
Oskar setur nýtt
ísl. met í 100 m. hlaupi.
Óskar^hljóp 800 m. í þriðja
riðli og varð þar fimmti á sama
tíma og fjórði maður sem
komst í úrslit, en Óskar ekki.
Tími Óskars er nýtt ísl. met
1.55,4 sek., sem er afbragðs-
góður árangur, þótt að hann
dygði ekki í þetta sinn til sig-
urs. Gamla metið var 1.55,7
sek. sett af honum sjálfum fyr
ir hálfum mánuði síðan.
Orn spjarar sig.
Þegar Örn var tilkyntur sem
keppandi í 100 m. hlaupi, var
það ekki gert vegna þess að
búist var við að hann kæm-
ist lengra en í undanrás. Þarna
Framh. á bls. 8.
Nýlt met í loft-
tlutningum
Frankfurt í gær.
BANDARÍSKI flugherinn sló
enn met sitt í loftflutningum
til Berlínar. Flutti hann í dag
1918 smálestir varnings til borg
arinnar. Var það bæði matvæli,
kol og aðrar nauðsynjar. Sam-
tals voru ferðirnar í dag 323.
—Reuter.
Vonað að Dónárstefn-
an gefi gott fordæmi
Ellefu þjoSlr !ab þátt í henni.
Belgrad í gær.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
DÓNÁRRÁÐSTEFNA var opnuð í dag í Belgrad af utanríkis-
ráðherra Júgóslava Simic. Ellefu þjóðir taka þátt í henni, meðal
annars Rússar, sem senda Vishinsky, varautanríkisráðherra,
þangað. Anna Pauker, utanríkisráðherra Rúmeníu situr fyrir
hönd Rúmena og utanrikisráðherrar Ungverjalands og Tjekkó-
slóvakíu eru og viðstaddir. Vesturveldin, Bretland, Frakkland
c-g Bandaríkin sendu aftur á móti aðeins sjerfræðinganefndir,
sem ekki hafa óskorað vald. Þykir för utanríkisráðherra komm-
únistaríkjanna til Belgrad vera vottur um, að ef til vill sje í
undirbúningi sættir við Tító. Blaðamenn, sem voru viðstaddir
komu Vishinsky til borgarinnar segja og, að hann og Simic
utanríkisráðherra Júgóslavíu hafi verið hinir kumpánlegustu hvor
við annan.
Ekki leitað á Vishinsky.
Ráðstefnan er haldin í bygg-
ingu Belgradháskóla og þegar
fundurinn hófst. var flaggað
fyrir framan háskólabygging-
una með fánum allra þjóða, sem
ráðstefnuna sækja. Auk þess
var lögregluliði raðað fyrir
framan innganginn og leitað
að vopnum á öllum fundar-
Framii. á bls. 8.
*Hindustan beitir ofbeldi
og yfirgangi.
Churchill sagði í ræðu sinni,
að Hindustan reyndi með of-
beldi að ná yfirráðum bæði
yfir Hyderabad og Kasmir. Nú
síðast hefðu þeir sett á sam-
göngubann við Hyderabad, en
Hindustan á land alt kringum
svo að þeir geta svelt íbúa Hy-
derabad.. Þetta eru samskonar
aðfarir eins og aðgerðir Rússa
við Berlín, sagði Churchill. Þá
benti hann á, að Hindustan hef
ir auk þessa sent herlið inn á
landssvæði Hyderabad, þar
sem það hefði farið rænandi
og ruplandi og brent niður heil
þorp. Churchill sagði, að Bret-
ar urðu að skeirast í leikinn og
sjá til þess, að slíkt ofbeldi við-
gengist ekki í Indlandi.
Attlee segir, að Indverjar vilji
ekki afskifti Breta.
Næstur tók til máls Attlee
forsætisráðherra. Sagði hann
að þegar hefði verið ákveðið,
að halda þjóðaratkvæðagréiðslu
í Hyderbad um það, hvort þjóð
in vildi sameinast Hindustan
eða ekki. Deilan stæði aðeins
um það, hvort Indverjar sjálfir
eða Sameinuðu þjóðirnar sæju
um atkvæðagreiðsluna, og
hvorugur aðilinn myndi vilja,
að Bretar skiftu sjer af því.
Síðan hóf Attlee þungar ásak-
anir á Churchill og sagði að
hann gerði ekkert annað en
gagnrýna gerðir stjórnarinnar
i stað þess að hann hefði átt
að henda á raunhæfa lausn í
málinu.
Þá stóð Churchill upp og
sagði, að Attleee ætti að skamm
ast sín fyrir þessi ummæli.
Þarna hlýtur vitfirringur
að ganga laus.
LONDON. — Slökkviliðið í Essex
var i síðasta mánuði kallað út 148
sinnum. Það var alltaf gabb.