Morgunblaðið - 31.07.1948, Síða 2
2
MORGVNBL4Ð1B
Laugardagui'
31. júlí 1948.]
i nrm-*
Eítirtektarverð vinarerð milli íslendinga og Dana
Forsætisráðherrar þjóðanna um sam
starf í nútíð og framtíð
Á fimtudagskvöldið efndi
Stefán Jóhann Saefánsson for-
sætisráðherra til kvöldfagnaðar
á Hótel Borg fyrir Hans Hed-
toft forsætisráðherra Dana. Þar
voru meðfcl gestanna þeir ís-
lensku. ráðherrar. sem staddir
eru í bænum, C. A. C. Brun,
sendiherra Dana o. fl.
Forsætisráðherrfcnn hjelt ræðu
við þetta tækifæri, þar sem
hann fagnaði hinum danska
forsætisrácherra. Hann komst
meðal annars að orði á þessa
leið:
★
— Alls munu það vera þrír
danskir forsætisráðherrar, sem
hafa komið hingað til lands.
Fyrstur þeirra var J. C. Christ-
ensen, er hingað koma sumarið
1907 í fylgd með Friðrik VIII
konungi. I þessari ferð hingað
til lands flutti Friðrik konung-
ur ræðu þá á Kolviðarhóli, sein
mjög snerti hjörtu Islendinga,
þegar hann talaði um bæði ríki
sín. Sagt var að Christensen
íorsætisráðherra hafi bent kon-
ungi á, að hvað sem þjóðunum
liði, þá væri ríkið eitt.
Næsti forsætisráðherra Dana,
sem hingað kom, var Th. Staun-
ing árið 1924. Þá var samband
Dana og íslendinga með öðr-
íim hætti en áður hafði verið
síðan sambandssáttmálinn var
gerður 1918 til 25 ára. Það var
vitað, að Stauning forsætisráð-
herra hefði frá öndverðu gert
sjer það ljóst, að í raun og veru
væru ríkin tvö, hvað sem stjórn
:nálasambandinu leið.
★
Th Stauning forsætisáðherra
kom hingað í síðasta sinn árið
1930. Þá var í fylgd með honum
'rlans Hedtoft, er nýlega hafði
tekið við formensku jafnaðar-
:.nannaflokksins danska.
Th Stauning bar innilega
vináttu til íslensku þjóðarinnar.
Hann skildi til fulls þjóðar-
sál íslendinga. — Hinn mikli
stjórnmálamaður og leiðtogi,
hafði valið sjer eftirmann sinn,
Hans Hedtoft. Og það var ósk
hans, að samhugurinn til ís-
lensku þjóðarinnar gengi að
erfðum til eftirmanns hans. —
Þetta tókst, því jeg efast um,
að Islandi eigi nú betri og ein-
lægari vin meðal dönsku þjóð-
arinnar heldur en forsætisráð-
herrann, Hans Hedtoft, sem
staddur er hjer meðal vor.
Síðar í ræðu sinni komst Ste-
fán Jóhann Stefánsson að orði
á þessa leið:
Enda þótt stjórnmálasam-
band sje ekki lengur milli Dan-
merkur og Islands, þá eru þjóð-
ir þessar ennþá tengdar þeim
böndum, sem -vonandi aldreí
rofna, og enginn Islendingur
óskar eftir að nokkurn tíma
slitni. Þetta eru tengsl vináttu,
skyldleika — þetla eru hin nor-
rænu ættartengsl. Hin fámenna
þjóð okkar getur ekki lifað
sjálfstæðu lífi, án þess að njóta
samvinnu og samstarfs við aðr-
ar þjóðir, en kærust er íslend-
íngum samvinna við frændþjóð
irnar á Norðurlöndum.
Islenska þjóðin getur
lítið í samfjelagi heimsþjóða.
En vjer munum ávalt leitast
við að halda uppi sambandi við
menningu Dana, sem nátengd
er menningu vcrri, enda var
Kaupmannahöfn öldum saman
andlegur höfuðstaður íslands.
Að endingu þakkaði forsætis-
ráðherrann Hans Hedtof og
þjóð hans alla vináttu og ósk-
aði Dönum heilja í framtíðinni.
Hann kvaðst óska þess, að Dan-
ir og íslendingar mættu ávallt
skoða sig sem bræðraþjóðir.
Síðar tók Hans Hedtoft for-
sætisráðherra til máls og komst
að orði á þessa leið:
Fyrir níu árum kom jeg í
fyrsta sinn til íslands. Þá sá jeg
landið í sumarskrúða með græn •
um, blómguðum fjallahlíðum.
En jöklarnir risu hátt gegn
himinbláma. Jeg sá græna, frjó-
sama skógi prýdda dali og hafið
blátt, en á þvi verða margir
landsmenn að lifa mikinn hluta
af lífi sínu. Jeg vissi að sjórinn
var oft ægiþrunginn, en í þetta
skipti var hann spegilsljettur.
Um nætur ljómaði Esjan í öll-
um litum. Þetta var svo fögur
sjón, að slíkt mun fásjeð um
gjörvallan heim. Þessu gleymi
jeg áldrei.
Jeg lærði líka að þekkja þjóð-
ina, bæði í byggð og bæ. Jeg
eignaðist vini og komst að raun
um, að það er satt, sem sagt er,
að sá sem nær vináttu íslendings
á hana til æviloka.
Jeg lærði að skilja hve aðdá-
anlegur þróttur býr með þessari
þjóð, sem barist hefur áfram
gegnum aldirnar og tekist hefur
að varðveita sjerkenni sín og
sjerstöðu sem sjálfstæð menning
arþjóð.
Jeg hlakkaði til þess að koma
hingað aftur, bjóst við að það
gæti orðið innan skamms, þar
sem jeg var kosinn í ráðgjafa-
nefndina. En þetta fór á annan
veg. Sjö ár liðu, uns jeg fjekk
þessa ósk mína uppfyllta. En nú
hef jeg líka getað fengið að
koma hingað þrjú sumur í röð.
★
Margt hefur breyst frá þvi
árið fyrir heimsstyrjöldina. —
Hraðar framfarir hafa verið ein
kenni íslensks þjóðlífs síðustu
hálfa öld. Þjóðin er í eðli sínu
framfaraþjóð. En hraðastar
hafa framfarirnar orðið á síð-
ustu árum. Vera kann að teflt
hafi verið stundum á tæpt vað.
En ekki er hægt að komast hjá
að dást að hve mikið hefur hjer
verið byggt bæði frá hendi hins
opinbera og einstaklinga, tog-
urunum nýju, farþega- og flutn-
ingaskipunum, fiskistöðvunum
og síðast en ekki síst loftflotan-
um, sem notaður er bæði í inn-
anlands og utanlandsflug. Það
er dásamlegt hvað 130 þúsund
þjóð getur komið í framkvæmd,
★
Umbætur hafa orðið á öðr-
um sviðum, er einnig snerta
Danmörku beinlínis. Stjórnmála
sambandið er úti milli þjóð-
anna — ísland er orðið sjálf-
stætt lýðveldi. Þarflaust mun
það yera fyrir mig að taka fram
að endaþótt margir Danir
mundu hafa viljað, að samband-
ið við ísland hjeldist, mun varla
nokkur Dani hafa óskað eftir
því, að það stæði stundinni leng-
ur, eftir að íslendingar álitu að
það væri gagnstætt hagsmunum
sinum að halda því áfram.
Annað mál er svo það, eins
og hver maður veit, að við Dan-
ir hefðum kosið fremur, að ís-
lendingar hefðu talið sjer fært,
að stíga Iokaskrefið á öðrum
tíma og undir öðrum kringum-
stæðum en það var gert. En við
vitum líka, að þið skiljið til-
finningar okkar á þessu sviði
og að íslenska þjóðin ætlaði ekki
að sýna Dönum neina óvináttu.
en beinlínis lýsti því yfir að
þeim fjelli miður, hvernig á-
statt var þegar sambandið var
slitið. En þeir álitu að kringum-
stæðurnar væru þannig að ekki
væri hægt að draga sambands-
slitin lengur.
Á hinn bóginn ætti þetta mál
að vera úr sögunni frá okkar
hendi með tilliti til skeytis þess,
sem Kristján konungur sendi til
lýðveldishátíðarinnar á Þing-
völlum.
Þau ár, sem samgöngur voru
rofnar milli landanna, frjettum
við Danir lítið frá íslandi og af-
stöðu íslands til Norðurlanda að
undanteknum skilnaðarmálinu.
— En þegar frjettasambandið
hófst að nýju, fengum við að
vita, hvernig hugir íslendinga
hefðu verið til Dana og Norð-
manna á þrengingarárum okk-
ar. Og þið Ijetuð ekki staðar
numið við hugrenningar einar,
heldur sýnduð hug ykkar í verki
með hinni sannaarlega höfðing-
legu gjöf, er íslendingar sendu
aðþrengdum Dönum sumarið
1945. Jeg vil nota tækifærið tit
að þakka hana hjer. Við skul
um ekki gleyma henni, hvorki
gjöfinni sjálfri, eða þeim bróð-
urhug er hún sýndi. Við skulum
ekki heldur gleyma, hvernig þið
tókuð þátt í gleöi okkar, er þjóð
okkar varð frjáls 1945. Af því,
sem jeg hef heyrt um það, skii
jeg, að gleðin hefði naumast
orðið innilegri, þó um hefði ver-
ið að ræða frelsun ykkar eigin
þjóðar. Slíkur vináttuvottur hit-
ar manni um hjartaræturnar. —
Jeg vil 'i þessu sambandi líka
þakka íslendingum fyrir hlut-
tekningu við fráfall okkar gamla
konungs og þann heiður sem
forseti íslands sýndi minningu
hans.
★
Þegar nú ísland hefur fengið
fullt sjálfstæði, er skapaður
grundvöllur til þess, að innileg
vinátta haldist milli þessara
tveggja þjóða. Ekkert ætti oftar
að geta komið af stað misskiln-
ingi eða óánægju.
Að vísu eru ekki enn öll vanda
mál leyst. íslendingar hafa bor-
ið fram óskir til Dana, með til
liti til hinna fornu handrita. —
Við Danir vitum, að hjer er um
að ræða mikið tilfinningamál af
hendi íslendinga. En jeg held
einnig að þið skiljið, að hjer er
um að ræða óvenjulegt mál, þar
sem engin fordæmi eru fyrir. —
Þetta útilokar í sjálfu sjer ekki
að óvenjulegar kringumstæður
i jettlæti óvenjulega lausn. En
málefnið verður að rannsaka og
yfirvega niður í kjölinn, áður en
hægt er að leysa það. Eins og
þið allir munu vita, skipaði þá-
verandi forsætisráðherra Knud
Kristensen nefnd manna í fyrra
samkvæmt tillögu minni, til að
vinna að lausn málsins. I nefnd-
inni eru vísindamenn og stjórn-
málamenn. Nefndin á ekki að
kveða upp úrskurð í málinu, en
hún á að koma fram með álit
og gera tillögur til stjórnarinn-
ar. Áður en nefnd þessi hefur
lokið störfum, er ómögulegt að
vita um úrslit þessa máls. En
það er von mín og trú, að það
muni verða leyst á þann hátt.
sem báðir aðilar viðurkenna, að
sje rjettlátur og sanngjarn.
★
Milli Danmerkur og íslands
ætti ekki að vera neitt deilu-
mál, sem eigi væri hægt að
leysa í sált og samlyndi, eins
og siður er með norrænum
þjóðum.1 Jeg segi norrænum
þjóðum, því eitt af því, sem
Borgarstjóri þakkaði hinum
danska forsætisráðherra fyrir
heimsókn hans til Islands og
höfuðborgar þess og alla þá góð
vild, sem jafnan hefði mótað
framkomu hans gagnvart ís-
lendingum.
Mjer þykir vænt um þetta
land.
Forsætisráðherra þakkaði hin
vinsamlegu ummæli borgar-
stjóra í sinn garð, Hann kvaðst
enga dul draga á það, að sjer
þætti vænt um ísland og ís-
lensku þjóðina. Hann hefði
eignast hjer marga vini í öll-
um stjórnmálaflokkum.
Hann kvað mælikvarða á
ættjarðarást einstaklinga og
þjóða, hvort þær gætu unt öðr-
um þjóðum rjettlætis og sjálf-
stæðis. Sú ættjarðarást, er væri
í því einu fólgin að krefjast
rjettar sinnar éigin þjóðar, en
skella skolleyrum við rjetti
allra annara væri á villigötum.
En hjer á íslandi kvaðst hann
fyrst og fremst hafa orðið var
hinnar sönnu ættjarðarástar og
þjóðernismetnaðar, trúnaðarins
við Island og velvildar gagn-
hefur vakið mesta eftirtekii
mína hjer þau þrjú skifti, semi
jeg hef komið hingað, er hinn;
norræni andi, er hjer ríkir,
þrátt fyrir fimm ára aðskilnað,
frá öðrum Norðurlandaþjóðum.
Um það leyti sem Island varð
sjálfstætt lýðveldi, var nokkun
uggur meðal Norðurlandaþjóðsí
um það, að íslenska þjóðin
mundi fjarlægjast. hið norræna
menningarsamstarf. Þessi ótti
hefur sýnt sig að vera ástæðu-
laus. Og eftirtektarvert er það,
að besti vinur norrænnar sam-
vinnu á Islandi, íormaður Nor-
ræna fjelagsins, er forsætisráð-
herra íslands í dag.
Að vísu eru íslendingar lítil
þjóð. En við erum ekki heldur
stórir á heimsmælikvarða. Gildi
íslensku þjóðarinnar fer ekkl
eftir höfðatölu, heldur eftir
verðleikum. Þið hafið verið mik
ill þáttur í norrænni menningu
og eruð enn í dag, svo án ykk-
ar yrðu Norðurlandaþjóðirnah
fátækari.
★
Jeg beini þakklæti Danmerk-
ur vináttu íslendinga til þín,
Stefán Jóhann Stefánsson. Jeg
bið þig að taka á móti okkar
innilegu óskum um heill og
frama Isiands og íslensku
þjóðarinnar.
vart öðrum þjóðum. Og jeg
virði hana og hylli, sagði for-
sætisráðherrann.
Jeg mundi hafa verið stoltup
af því, að konungur Danmerk-
ur hefði jafnframt verið kon-
ungur íslands. En jeg óska hinu,
unga íslenska lýðveldi innilega
til hamingju. Blóðböndin munu
tengja íslensku og dönsku þjóð-
til gagns fyrir menningu og
ina stöðugt traustari böndum
til gagns fyrir menningu og
gagnkvæman skilning meðal
hinna norrænu þjóða.
Kveðja frá danska flotanum.
Vedel, vice-aðmíráll danska(
flotans flutti því næst stuttai
ræðu og mintist starfa dansku
flotans við strendur íslands og
þakkaði ísiendingum þá aðstoð
og samvinnu, sem þeir hefðu
átt við hann.
Bjarni Benediktsson utanríy
is- og dómmálaráðherra þakk-
aði aðmírálnum fyrir ræðu
hans og bað hann að ílytja
danska flotanum þakkir og
kveðjur Islendinga fyrir þar?
störf, er hann hefði unnið við!
ísland. j
Mjer þykir vænt um
Island og íslensku
þjóðina
- segir Hans Hedtsfl forsælisráSherra.
í MIÐDEGISVERÐI, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hjelt Hans
Hedtoft forsætisráðherra Dana að Hótel Borg í gær komst Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóri m. a. þannig að orði að meðan acji
ísland ætti jafn áhrifaríka vini í Danmörku og Christmas Möller
hefði verið og Hans Hedtoft væri nú og mundi verða,
óhætt að treysta því að sambúð þessara tveggja frændþjóðai
myndi verða góð og fara batnandi.