Morgunblaðið - 31.07.1948, Page 6
e
MOJt G 11 NBLAÐ 10
Laugardagur 31. júlí 1948-
IIUnpgiutMtofrÍb
Útg.: H.f. Axvakur, Reykjavlk.
Framkvjrtj.: Sigfúa Jónsson. j7'
Rltstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsaos. - -
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla; *
Austurstræti 8. — Sími 1600,
Askriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands,
f iausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lcsbók.
kr. 12,00 utanlands.
Húsnæðismál
höfuðborgarbúa
í FRUMRÆÐU sinni á bæjarstjómarfundinum á miðviku-
daginn um hinar 32 bæjaribúðir í Lönguhlíð, benti Gunnar
Thoroddsen borgarst jóri sjerstaklega á nauðsyn þess að tekin
yrði upp flokkun á íbúðum eftir gæðum.
Þær mörgu íbúðir, sem byggðar hafa verið hjer í Reykja-
vík á síðustu árum eru mjög misjafnlega vandaðar, margar
fyrsta flokks íbúðir, traustar og varanlegar með öllum þæg-
indum, aðrar Ijelegar, lekar og óvandaðar.
Þegar íbúðir þessar ganga kaupum og sölum er kaupverð
þeirra oftast miðað við herbergjafjölda eða rúmmetra án
tillits til þess, hversu vel þær eru gerðar.
Með þessu eru kaupendur íbúða oft blekktir til að kaupa
hið ljelegasta húsnæði við okurverði.
Borgarstjóri benti á nauðsyn þess að koma á fastri flokk-
un og mati á íbúðum eftir ákveðnum reglum fagmanna, en
slíkt tíðkast víða erlendis. Hjer fara slík möt helst fram í
sambandi við veðdeildarlán Landsbankans og hafa þá oft
jafnstórar íbúðir, byggðar á sama tíma, verið metnar við
mjög ólíku verði. En þau möt eru aðeins til afnota fyrir
bankann, en ekki almenningi kunn.
Með því að taka upp slíka flokkun eða gæðamat eins og
borgarstjóri benti á, gætu kaupendur íbúða jafnan átt að-
gang að því og væru þar með tryggðir gegn því að vera
blektir með óvönduðum og sviknum íbúðum.
Borgarstjóri ræddi á þessum sama bæjarstjórnarfundi um
hinn mikla byggingarkostnað þessara nýju bæjarhúsa, sem
mörgum yxi mjög í augum, sem vonlegt væri. Hann skýrði
frá því að húsameistari bæjarins mundi bráðlega birta
skýrslu um allan gang bygginganna og kostnað við þær. Er
það vel farið eftir allan þær ósvífnu getsakir, sem bæði
Tíminn og Þjóðviljinn hafa haldið uppi út úr þessu máli.
En borgarstjóri benti á tvö atriði í því, sem þegar á þessu
stigi málsins væri rjett að hafa í huga þegar dæmt væri um
byggingarkostnaðinn. Annað er það að Lönguhlíðarhúsin eru
óvenjulega vönduð að öllum frágangi og þægindum. En í
öðru lagi væri athugandi að þótt hjer væri talað um tveggja
og þriggja herbergja íbúðir, þá væru þær ekki sambærilegar
við íbúðir með sömu herbergjatölu, t .d. í verkamannabú-
stöðunum. Þriggja herbergja íbúð í verkamannabústöðun-
um nýju væri 69 fermetrar, en tveggja herbergja íbúð i bæj-
arhúsunum væru 84 fermetrar.
En þrátt fyrir þetta er auðvitað ljóst að þessar íbúðar-
byggingar bæjarins eru of dýrar og of lengi í smíðum tiJ
þess að veruleg bót verði ráðin á hinum miklu húsnæðis-
vandræðum með framhaldsbyggingu slíkra. íbúða.
Borgarstjóri taldi því að grípa yrði til annara ráða og
skýrði frá því að hann hefði að undanförnu haft til athug-
unar aðra leið í þessu máli, þar sem sameinuð væri annars ■
yegar forganga og framlög bæjarins og hinsvegar framtak
og vinna einstaklinganna. Um þetta kvaðst borgarstjóri hafa
haft samráð við sjerfróða menn og vænti hann þess að geta
áður en mjög langt liði skýrt frá þessum tillögum opinber-
lega.
Þegar litið er á byggingarframkvæmdir hjer í bænum
síðustu árin, verður það Ijóst að iangsamlega mestur hluti
hinna nýju íbúða er reistur af borgurunum sjálfum. Til lausn
ar á húsnæðisvandamálunum hefur framtak einstaklingsins
yerið langsamlega drýgsta átakið. Vitanlega er nauðsynlegt
að svo verði áfram og að sem best sje hlynnt að einstaklings-
framtakinu í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins.
En kommúnistar voru ekki myrkir í máli á síðasta bæj-
arstjómarfundi um sína stefnu í þessum málum. Þeir kröfð-
.ust þess að einstaklingum væri bannað að byggja íbúðir.
Sjgfús Annes sagði: Einkaframtakið verður að víkja!
Steinþór Guðmundsson bætti við: Framkvæmdirnar verða
áð takast úr höndum einstaklinganna!
Þe$si stefna þeirra fjelaga væri dálagleg lausn á húsnæð-
isvandræðunum ef hún væri framkvæmd.
\Jikuerji Áripar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Samkomuhús og skólar
FYRIR nokkru var að því vikið
hjer í þessum dálkum, hvort
ekki væri heppilegra i sveitum
landsins, að byggja saman skóla
og samkomuhús, en að byggja
tvær byggingar sjerstaklega í
sömu sveit.
Vinur minn úr Kjósinni, sem
vel er kunnugur þessum málum
fullyrðir við mig, að þessi uppá-
stunga sje bygð á herfilegum
misskilningi.
Kjósaringurinn, vinur minn,
hefur sagt mjer frá reynslunni
af þessum málum í sinni sveit.
Þar hafa innanhjeraðsmenn
komið upp myndarlegu sam-
komuhúsi, sem þeir nefna „Fje
lagsgarð“, sem er til sóma fyrir
hjeraðið, en skóli er í byggingu.
Er fróðlegt að heyra hvernig
þeim Kjósaringum hefur tekist
að koma sjer upp samkomuhúsi.
Um það segir hann á þessa leið:
•
Bygging’ Fjelagsgarðs
FORSAGA málsins er löng. —
Fyrir 14 árum var kosin 10
manna nefnd innan U. M. F.
Drengur, til þess að undirbúa og
afla fjár til byggingar fjelags-
heimilis í Kjósinni. Var þá með-
al annars rætt um að byggja
sameiginlega samkomuhús og
skóla, og öllum var Ijóst, að
hvorttveggja var nauðsynlegt,
ef fullnægja ætti kröfum og
þörfum fólksins, og til þess að
fólkið þyrfti ekki af þeim sök-
um að flýja sveitina. Var leitað
til margra aðila, sem byggt
höfðu og notað slíkar sambygg-
ingar, og bar öllum saman um,
að það væri mjög óheppilegt,
það tvent þyrfti að vera alger-
lega sundurskilið.
•
Fjelagsheimili
sveitarinnar
VAR því horfið frá því ráði, og
hafist handa um byggingu sam-
komuhúss, sem skyldi vera fje-
lagsheimili fyrir alla sveitina,
fyrir hverskonar íþróttir og f je
lagsstarfsemi alla. Ungmenna-
fjelagið átti þá í byggingarsjóði
20 þúsund krónur, en nóg aí
áhuga, þreki og bjartsýni, og
vísan stuðning allra hreppsbúa.
og það voru sterkar stoðir, sem
dugðu vel.
•
Sameiginleg átök
ÞEGAR byrjunarsjóður var
þrotinn, þá var leitað til fje-
lagsmanna og hreppsbúa allra,
hvað þeir vildu eða gætu lagt af
mörkum í peningum. Söfnuðust
þá þegar 30 þúsund krónur. —
Kvenfjelag sveitarinnar kom
með 10 þús. kr. og hreppsfje-
lagið 10 þús. kr. Þegar þetta
fje þraut, þá voru boðin út
skuldabrjef, 60 þús. kr., og seld-
ust þau þegar innan sveitar.
(Ca. 3 hektara lands gáfu Egg-
ert Kristjánsson og Egill Vil-
hjálmsson undir hús og aðrar
framkvæmdir). Loks fengust 15
þús. kr. úr íþróttasjóði rikisins.
Einnig hafa Ungmennaf jelaginu
og fjelagsheimilinu borist fje til
ýmissa sjóðmyndana um 40 þús.
kr. (t.d. skrúðgarðssjóðs og
hljóðfærasjóðs o. fl.). Hefur það
fje verið notað að mestu til
byggingarinnar sem lán. Auk
þessa var mikið unnið í sjálf-
boðavinnu.
Skólinn
er næsta sporið
HÚSIÐ hefur til þessa kostað
250 þús. kr., en eftir er að múr-
húða það að utan, ásamt nokkru
fleiru, og er áætlað, að það muni
kosta um 300 þúsund kr. fuli-
frágengið. Er ætlunin að fram-
kvæma það í sumar. Á húsinu
hvíla um 75 þús. kr. Öll vinna,
néma rafmagnslagning og mið-
. stöðvar, var framkvæmd af inn-
' ansveitarmönnum, þar á meðal
i teikning. Ýmsar framkvæmdir
j eru hafnar í sambandi við fje-
! lagsheimilið, til nota og prýði,
jt. d. íþróttavallagerð og skrúð-.
-garðs, og sundlaug er takmark,
sem vonandi er ekki langt und-
an. Næsta sporið í þráðum menn
ingarmálum er þegar stigið að
nokkru, með skólabyggingu.
Því takmarkið er öll alþýðu-
menntun, fjelagslíf og skemmt-
anir innan hjeraðs. Það er df júgt
spor í þá átt að gera íslenskar
sveitir byggilegar.“
Myndarlegt átak
ÞAÐ DYLST engum, sem þessar
línur Kjósaringsins lesa, að þeir
Kjósar-menn hafa gert hj.er
myndarlegt átak. Það er ljóst,
að sveitirnar þurfa að hafa fje-
lagsleg þægindi eins og frekast
eru tök á til að halda fólkinu
við landbúnaðinn.
Er gott til þess að vita, að
viða í sveitum landsins eru á-
hugamenn, sem leggja fram
vinnu og tíma ti lað stuðla að
þessu, eins og þeir Kjósaringar
hafa nú gert.
Röng þýðing
ENGLENDINGURINN, sem
grein var birt eftir í einu dag-
blaði bæjarins og sem bar yfir-
skriftina: að Reykjavík væri ó-
þrifalegasti bær í heimi segir
mjer að orðið, sem hann notaði
hafi verið rangt þýtt. Hann
hefði í grein, sinni sagt, að
Reykjavík væri ,,untidy“, en þao
er vitanlega ekki hægt að leggja
út óþrifalegur, heldur óreglu-
legur, eða skeytingarlaus um út-
lit sitt.
Það hlaut líka að vera.
MEÐAL ANNARA ORÐA
Góður árangur peningaskiftanna í Vestur-Þýskalandi.
Eftir KEITH GARNER,
frjettaritara Reuters.
Diisseldorf í júlí.
VESTUR ÞYSKALAND hef-
ur á rúmlega einum mánuði
tekið geysimiklum umskiftum.
Þessf hluti af Þýskalandi hefur
á um 30 dögum breyst úr hálf-
sveltu fjárhagslegu fátækra-
hverfi, sem bygði tilveru sína
að mestu leyti á svörtum mark-
aði, 1 land, þar sem lífsafkoma
borgaranna er næstum því
sambærileg lífsafkomu Eng-
lendinga.
Þessi breyting, sem þegar
kom í ljós fyrsta daginn eftir
að Bretar og Bandaríkjamenn
gengust fyrir peningaskiftum
í Vestur-Þýskalandi verð-
ur greinilegri með hverj-
um deginum, sem líður. Ruhr
og Rínarlönd eru því nær ó-
þekkjanleg frá því sem þau
voru fyrir mánuði síðan.
• •
TVÖ ÞÚSUND
HJTAEININGAR
Fyrir mánuði lifðu íbúarnir
í Ruhr á matarskamti, sem nam
mestur um 2,000 hitaeiningum
á dag. Engin matvæli fengust
án skömtunarseðla — og enda
þótt menn hefðu seðla milli
handanna, var það engin trygg
ing fyrir því að matvæli værí
að fá í verslunum.
Mánuðum saman hafði kjöt
verið ófáanlegt. Feitmetisskamt
urinn var sama og enginn og að
eins sáralítið grænmeti var á
markaðnum. Egg og ávextir sá
ust aldrei, nema fólk þá.legði
það á sig að fara upp í sveit
og reyna að fá bændurna til
að selja sjer ögn af þessari dýr
mætu vöru.
• •
ENGAR VÖRUR
FÁANLEGAR
Bændurnir, sem vissu að
peningaskifti áttu að fara fram,
höfðu vikum saman neitað að
láta af hendi afurðir nema í
boði væri gull og silfurskart-
gripir. Því nær ömögulegt var
einnig að fá klæðnað, búsáhöld
og varahluti í bifreiðar, rit-
vjelar eða reiðhjól, nema fyrir
ótrúlega hátt svarta markaðs
verð. Ein föt kostuðu 8000 rík-
ismörk (þá um 200 sterlings-
pund), og eitt einasta bíldekk
kostaði ekki minna en 2000
mörk.
Eftir að peningaskiftin höfðu
farið fram, birtust allar þess-
ar vörur skyndilega í verslun-
unum
• •
MIKIL BREYT-
ING.
Nú er hægt að kaupa græn-
meti sköndunarlaust og fyrir
aðeins lítið eitt hærra verð en
fyrir stríð. Egg er vandalaust
að fá fyrir um 15 pfenniga
stykkið.
Samkvæmt skipun yfirvald-
ana eru algengustu matvæla-
tegundir ennþá skamtaðar, en
enginn verslunarmaður virðist
hirða um að taka skömtunar-
seðla fyrir kartöflur og sagt er
að brauð sje fáanlegt skömtun-
arseðlalaust fyrir aðeins lítið
eitt hærra verð en ef seðlar eru
látnir fyrir það.
Fatnaður, sem fyrir peninga-
skiftin var aðeins hægt að fá
með sjerstöku leyfi yfirvald-
anna — og ekki einu sinni alltaf
enda þótt leyfið væri fyrir
hendi — er nú til sýnis og sölu
í verslunum gegn skömtunar-
seðlum.
• •
RÍNARVÍN
Rínarvín, sem fyrir peninga
skiftin kostuðu að minsta kosti
100 ríkismörk á svörtum mark-
aði, er nú til sölu í verslunum
fyrir fimm til sex ríkismörk, og
þýskt kampavín, með sama
vörumerkinu og var á kampa-
víninu, sem von Ribbentrop
einu sinni seldi, kostar sjö rík-
ismörk.
Af ofangreindu má sjá, að
peningaskiftin í Vestur-Þýska-
landi hafa þegar borið þann ár-
angur, sem vesturveldin höfðu
gert sjer vonir um. Peninga-
skiftin kunna að vísu um skeið
að hafa nokkuð atvinnuleysi í
för með sjer, en flestum kemur
Framh. á bls. 8.