Morgunblaðið - 31.07.1948, Síða 8

Morgunblaðið - 31.07.1948, Síða 8
8 MORGUTSBLAÐIB Barátta gegn kom- jmúnislum í Burma Rangoon í gær. THAKIN NU forsætisráðh. Burma hefur tilkynt, að stjórn Burma ráðgeri að hefja alls- herjarherferð gegn óaldarflokk um kommúnista í landinu. — Sagði hann, að nauðsynlegt væri að koma á ró og reglu í Burma. — Reuter. — Meðal annara orða Framh. af bls. 6. þó saman um ,að allir sjeu á- nægðir nema þeir, sem lifðu á verslun á svörtum markaði, og svo ef til vill bændurnir, sem nú geta ekki lagt nær því eins mikið á vöiur sínar og áður. I Nýr | PHILLIP8 | radíógrammófónn, til sölu. | Uppl. í dag kl. 2—3 í síma i 6037. — s Prenfaraverkfall í Birmingham London í gær. PRENTARAR við Manchester- útgáfu ýmsra Lundúnablaða hafa krafist 20 shillinga kaup- hækkunar á viku, og þar sem ekki hefur verið fallist á kröfu þeirra byrjuðu þeir verkfall í Express, Daily Mail, Sunday Express, Daily Mail, Sundey Dispatch, Daily Herald og News Chronicle munu því ekki koma út í Norður-Englandi á morg- un, en þetta mun ekkert hindra útkomu blaða í London. Svíar (ramleiða brýstiloftsflugvjelar FYRSTU þrýstiloftsflugvjelarn- ar, sem Svíar framleiða eru senn tilbúnar til reynsluflugs. Eru það svonefndar Saab-29 orustu- flugvjelar, smíðaðar hjá Saab flugvjelaverksmiðjunum í Lin- köping. Flughraði þessara vjela á að verða rúmlega 1000 km. á klst. og í þeim eru ýmsar nýungar, svo sem tæki, sem gera þeim kleift að lenda á tiltölulega litl um flugvöllum. - Dónárráðstefnan Framh. af bls. 1 mönnum, nema Vishinsky, sem kom þjótandi í einkabíl sínum á síðustu stundu. Dóná verði samgönguleið friðarins. Simic utanríkisráðherra Jú- góslafíu hjelt setningarræðu og skoraði hann í henni á Austur- Evrópuríkin með Rússlandi í broddi fylkingar að stuðla að því, að Dóná yrði samgöngu- leið friðarins þar sem allar þjóðir gætu flutt vörur sínar til og frá sjálfum sjer og öðr- um til blessunar. — Júgóslavar, sagði hann, vona, að árangur þessarar ráðstefnu sýni, að hægt er að komast að samkomu- lagi á alþjóðaráðstefnum. Ellefu lönd þátttakendur. Þessi lönd taka þátt í ráð- stefnunni: Bretiand, Frakk- land, Rússland, Bandaríkin, Júgóslafía, Rúmenía, Ukraíná, Ungverjaland, Tjekkóslóvakía, Búlgaría og Austurríki, sem að eins fær að hafa áheyrnarfull- trúa. Sprenglng í kola- námu í Alabama Birmingham, Alabama í gær. MIKIL sprenging varð hjer í dag í Edgewater kolanámu nærri Birmingham í Alabama, Suður-Bandaríkjunum. Talið var, að þrjátíu og tveir manns hefðu farist. — Reute'r. Þakjárn og timbur eftirstöðvar af húsinu nr. 70 við Bergstaðastræti til sölu og niðurrifs. Selst alt í einu lagi. — Tilboð óskast. — Upplýsingar á staðnum kl. 4—6 í dag. D A G S K R \ i verslunarmanna, Laugardaginn 31. / TlVOLI (Á LEIKSVIÐIIW): Kl. 17,00 Hátíðahöldin sett (Baldur Pálmason) — 17,20 Óperettulög (Svanhvít Egilsdóttir og Kristján Kristjánsson) — 17,40 Upplestur (Lárus Pálsson) — 21,30 Harmoníkuleikur (Jan Moravek) — 21,50 Flækingarnir (Spaugilegur trúðleikarar) — 22,50 Hawaii-kvartett og Öskubuskur — 23,10 Kabaret í 3 atriðum (Red Barbakoff o. fl.) / TÍVOLI (VEITINGAHÍISINU): — 15,00 Sígild hljómlist — 22,00—2 Dansleikur (5 manna hljómsveit J. Moravek’s) Strætisvagnaferðir frá Lækjartorgi. — Skerjafjarðarvagn á heilum og hálfum tímum. — Tívoli-vagn á korterunum. Ailir I Tívoli um helgina Laugardagur 31. julí 1948. — ■ M — — ulympíuleikarnir Framh. af bls. 1 fjekk Orn kærkomið tækifæri til að þjálfa sig undir keppn- ina í tugþraut, hann stóð sig ágætlega, varð 4 í sínum riðli, en tíminn var raunar ekki neitt sjerstakur eða 11,0 sek. Sundfólkið óupp'iagt. Sundfólkið okkar virtist ekki vera upplagt að þessu sinni. Ari byrjaði og varð fimmti í sínum riðli. Synti vegalengd- ina 100 m. á 61,6 sek. sem í sjálfu sjer er ágætur tími, en nægði ekki í þetta sinn. Anna varð áttunda í sínum riðli, synti 200 m. 3.19,9 mín. Þór- dís einnig áttunda í sínum riðli á 3,28,1 mín. Tímar þeirra eru mjög slæmir og var auðsjeð að þær voru miður sín af tauga æsing. Hörð keppni og spennandi. Um þær íþróttagreinar sem búið er að keppa í má segja að keppni hafi verið ákaflega hörð og spennandi. Almennt er nú búist við að Patton verði eini hvíti maðurinn, sem komi til með að halda eitthvað í við blökkumennina á 100 m. sprett inum. 10 km. hlaupið er eitt allra skemmtilegasta hlaup sem jeg hefi sjeð. Styrkur Zapotek er ótrúlegur og bar hann höf- uð og herðar yfir alla keppi- nauta sina. Franska stúlkan sem vann kringlukastið kom öllum á óvart og ríkti óhemju gleði í herbúðum Frakka langt fram á kvöld vegna þessa ó- vænta sigurs. Zapotek malaði eins og vjel. 10 km. hlaupið: I þessu hlaupi fengu áhorf- endur að sjá Zapotek frá Tjekkóslóvakíu hlaupa keppi- nauta sína sundur og saman, eins og það er orðað. Hlaupnir eru 25 hringir á leikvanginum, fyrst framan af reyndu Sví- arnir Albertsson og Heimström og Finninn Heino, sem á heims metið í þessari vegalengd, að fylga Zapotek eftir, en hraðinn var of mikill fyrir þá og þegar leiðin var rúmlega hálfnuð, lenMist bilið á milli hlaupar- anna og stórhlauparinn Heino hætti algjörlega þegar 9 hring ar voru eftir. Tími Zapoteks er nýtt Olympiskt met. Þeir sem horfðu á þetta hlaup telja það vera eitt það skemtileg- asta 10.000 metra hlaup, sem nokru sinni hefur verið hlaup- ið á Olympíuleikum. Zapotek var eins og vjel, sem malar hring eftir hring, áreynslu- laust. Úrslit: mín. Zapotek, Tjekkóslóvakíu 29.59,6 Mimoun, Frakkland 30.47,4 Albertson, Svíþjóð 30.53,6 Dennolf, Svíþjóð Stokken, Noregi Evereckt, Belgíu Paulsen, góðkunningi hjer á landi, kom mest á óvart. Hástökk: Hástökkið kom öllum að ó- vörum. Almennt var reiknað með að Bandaríkjamenn myndu sigra í þessari íþróttagrein, en Astralíumaðurinn Winter gerði sjer lítið fyrir og vann. Það sem kom þó mest á óvart var annað sæti kunningja okk- ar, Paulsen frá Noregi, sem keppti hjer í landskeppninni í sumar. Úrslit: Winter, Ástralíu 1,98 m. Paulsen, Noregi 1,95 — Stanich, Bandar. 1,95 — Edleman, Bandar. Damitio, Frakkl. Jackes, Kanada. Kringlukast, konur: Úrslit: Ostermeyer, Frakkl. 41,92 m. Gentile, Ítalíu 41.07 — Mazcas, Frakklandi 40.19 —• Marciniewicz, Póllandi Haidegger, Ástralíu Panhorst-Niebink, Hollandi. 3 Olympíusigurvegarar á fyrsta degi. Á fyrsta degi keppninnar var ekki keppt í fleiri íþróttagrein um til úrslita, hvorki í frjáls- um íþróttum eða sundi. Undanrásir fóru og fram í dag í 3 hlaupum, eins og sagt er frá annarsstaðar í blaðinu og verður keppt til úrslita í tveimur þeirra, en í einni ekkí fyrr en á mánudag. 70 keppendur í 100 m. hlaupi. í 100 m. hlaupi voru kepp- endur um 70, skipað niður í 12 riðla. Tveir fyrstu menn komust í milliriðil, sem einn- ig var hlaupinn í dag, en þrem fyrstu mönnum úr þessum milliriðlum verður skipað 1 svokallaðan semifinal, eða und- anúrslitariðla og þrír fyrstu menn úr hvorum þeirra loks í úrslitin. í undanúrslitariðlá voru: LaBeach, Panama, Trelö ar, Ástralíu, Chacon, Kuba, Ewell, Bandaríkjunum, Bailey, Englandi, Curotta, Ástralíu, Patton, Bandaríkjunum og Dill ard, Bandaríkjunum. í 800 m. hlaupinu komast í milliriðla m. a. þeir Holst-Sörensen, Dan mörku, Vade, Noregi, Bengt- son, Svíþjóð, Chambers, Banda ríkjunum, ^ Parlett, Englandi, Ramsay, Ástralíu, Whitefield, Bandaríkjunum og Hansenne, Frakklandi. Milliriðillinn í 800 m. hlaupinu fer fram á morg- un en úrslitin ekki fyrr en á mánudag. 4 Olympíumet sett. í 400 m; grindahlaupi setti Svíinn Larsson nýtt Olympiskt met í fyrri milliriðlinum, í seinni milliriðlinum hljóp Bandaríkjmaðurinn Cochrane vegalengdina á sama tíma. — Olympíumetið er því nú 51,9 sek. — Þeir sem komast í úrslit í þessu hlaupi eru þeir Larson og Cochrane, ásamt Ault., Bandáríkjunum, White, Ceyl- on, Cros, Frakklandi og Miss- oni, Ítalíu. Van Vliet, Hollandi, setti nýtt Olympíumet í 200 m. bringu- sundi á 2.57,4 mín. Þá synti Bandaríkjamaðurinn W. Ris 100 m. frjáls aðferð á 57,4 sek. Mest á óvart kom það þegar Frakkinn Jany, sem talin er hafa mestar sigurvonir á þess- ari _vegalengd, varð annar í milliriðlinum á eftir Banda- ríkjamanninum Reith. Á morg un verður skemtilegur keppn- isdagur, sjerstaklega er áhugi mikill fyrir úrslitum í 400 m. grindahlaupi og 100 m. sundi frjálsri aðferð. ----------------^ Rannscknarnefnd til Haiti 1 NEW YORK: — SameinuðU Þjóðirnar hafa ákveðið að senda nefnd manna til Haiti, til þess að rannsaka hvernig hægt sje að bæta efnahagsástandið í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.