Morgunblaðið - 31.07.1948, Side 10
10
MORGVW9LA91&
Laugardagur 31. júlí 1948.
KENJA KONA
(Cftir ÍJen ÚJitlia má
142. dagur
ERFÐASKRÁ FRÚ EVERED
Jeg undirrituð, Jenny Hager
Poster Evered, í borginni Bang
or í Penobscot fylki í Maine-
ríki, lýsi því hjer með yfir alls
gáð og með fullri skynsemi, að
þetta er erfðaskrá mín og sein-
asti vilji:
1. Manninn minn, John Eve-
red, arfleiði jeg að silfurbúnu
reyrpriki, sem geymt er í drag
kistu í herberginu mínu. Þetta
reyrprik er gjöf til mín frá Ep-
hraim Poster, sem jeg hjelt við,
syni fyrra mannsins míns og
einkavini John Evereds. Jeg
brást Ephraim til þess að gift-
ast John Evered og hann var
svo heimskur að hann vildi
ekki leggja neinn trúnað á að-
varanir Ephraims.
2. Son minn, Dan Evered,
arfleiði jeg að málverkinu, sem
Mr. Hardy máláði af mjer, svo
að hann geti gleymt því hvern-
ig jeg var útlits seinustu daga
ævinnar.
3. Annan son minn, William
Evered, arfleiði jeg að einum
dolar, til þess að rifja það upp
fyrir honum, að hann neitaði
að verða við seinustu bóninni,
sem jeg bað hann, að drepa
svikahrappana bræður sína, ef
hann ætti þess kost.
4. Synir mínir, Thomas og
Matthew, sem sviku mig og
land sitt, fá ekkert, nema
fullvissu um það að jeg hat-
aði bá fram í dauðann.
5. Levi Spree arfleiði jeg að
fimm þúsund dollurum og skal
hann þá ekki framar eiga neina
kröfu í bú mitt.
6. Andrew Lebbeus arfleiði
jeg að fimm þúsund dollurum
í viðurkenningarskyni fyrir
það að birta síðasta vilja minn
opinberlega í blaði sínu ,,Star“.
7 Altar aðrar eigur mínar,
fastar og lausar, þar á meðal
húsið þar sem jeg hefi leyft
manni mínum og sonum að
vera, allar aðrar fasteignir,
skip og hlutabrjef, svo og pen-
inga og útistandandi skuídir,
og hvað sem nöfnum tjáir að
nefna og jeg hefi átt, gef jeg
dóttur minni Molly, sem fædd-
ist flóðanóttina 1846 í vændis-
kvennahúsi Lenu Tempest, þar
sem faðir hennar, sjera Lin-
coln Pittridge, gekkst við fað-
erni hennar fáum stundum eft-
ir að hún fæddist, en hann
hafði verið elskhugi minn í
heilt ár. Molly á ennþá heima
í þessu húsi. Fyrir þessari srf-
leiðslu set jeg ekki annað skil-
yrði en það, að Molly leggi
fram fje til Veglegs minnis-
varða yfir mig, þegar hinum
góðu borgurum í Bangor þyk-
ir tími til kominn að reisa
hann.
8. Jeg fel Levi Spree að sjá
um að öllum skilyrðum í þess-
ari arfleiðsluskrá minni verði
fullnægt. Og jeg fel honum að
sjá um að arfleiðsluskráin sje
birt á áberandi stað í blaðinu
„Star“ eins fljótt og hægt er
eftir jarðarför mína.
Undir þetta rita jeg nafn mitt
eigin hendi í viðurvist votta og
set innsigli mitt þar undir.
Jenny Hager Poster Evered.
Dan stóð aftan við föður sinn
á meðan hann las þetta, studdi
höndinni á öxl hans og las líka.
Hvorugur hreyfði sig langa
lengi eins og þeir væru að lesa
skjalið hvað eftir annað. Að
lokum gekk Dan til sætis síns
og svo hjeldu þeir áfram að
borða. En þeir borðuðu með
hægð og semingi.
Þegar máltíðinni var lokið
þögðu þeir enn um hríð, en litu
svo hver á annan. John sagði:
„Dan, við verðum að fara til
borgarinnar“.
„Við skulum verða samferða
og ganga“, sagði Dan. „Góða
veðrið mun hressa okkur“.
Svo lögðu þeir af stað, hinn
stóri maður og sonur hans, sem
var enn stærri. Dan hugsaði
meira um föður sinn heldur en
um húsið, sem þeir voru nú að
skilja við. Ha*nn hugsaði meira
um föður sinn en sjálfan sig
og langaði til að geta sagt eitt-
hvað honum til huggunar.
Þegar þeir komu út á veginn
sneri John sjer við og leit heim
að húsinu. Dan staðnæmdist
líka og horfði á föður sinn.
John mælti lágt:
„Þetta hefir verið heimili
þitt Dan frá barnæsku. Þú
hefir aldrei átt annað heim-
ili“.
Dan skildi undir eins hvað
faðir hans átti við. Hann tók
um handlegg hans og mælti:
„Pabbi, þeta hús var í raun-
inni aldrei heimili okkar
drengjanna. Heimili okkar —
já, það var aðeins þú, og verð-
ur altaf“.
John hóf upp höfuðið og leit
á son sinn og brosti barnalega
af innilegum feginleik.
Þeir litu ekki framar á hús-
ið, en hjeldu niður Main Street
í áttina til miðborgarinnar.
Veðrið var yndislegt og þeir
voru að tala um það. Og þeir
töluðu um hvernig stríðið
drógst á langinn og hvort Grant
hershöfðingja mundi takast að
vinna fullnaðarsigur á þessu
sumri. Og svo töluðu þeir' um
seinasta brjefið frá Will. Hann
hafði skrifað þeim 22. mars og
var þá staddur í herbúðum
skammt frá Culpeper. Hann
sagði að Grant hershöfðingi
væri væntanlegur þangað dag-
inn eftir og ætlaði að hafa her
búðir sínar þar. Þá var kalt,
sagði hann, og mikill snjór yf-
ir alt. Hann hafði þá ekki enn
fengið brjefið frá Dan, þar sem
honum var skýrt frá því að
móðir þeirra hefði samþykt að
þeir Tom og Mat mætti koma
heim. Þeir mintust á þetta, og
John sagði:
„Ef Will kemst í kynni við
Grant hreshöfðingja, þá er jeg
viss um að hann fær heimfar-
arleyfi fyrir drengina. Mig
langar til að sjá þá“.
A miðri leið mættu þeir
Veazie hershöfðingja. Hann
kom akandi í vagni. Þegar
hann sá þá skipaði hann öku-
manni að nema staðar. Svo
steig hann út úr vagninum,
gekk til þeirra feðga og heils-
aði.þeim með handabandi. Svo
ræskti hann sig.
„Gott veður í dag“, sagði
hann.
„Já, ágætt“, svaraði John.
„Það hefði árað bærilega fyr
ir skógarhöggið núna, nógur
snjór í vetur og svo þetta góða
veður — ef við hefðum haft
nokkrum mönnum á að skipa“.
„Já, það er enginn efi á því“,
sagði John.
Hershöfðinginn snýtti sjer.
„Heyrið þið — akið með
mjer til borgarinnar“, sagði
hann, „Dan, þú mátt ekki reyna
svona mikið á fótinn“. Svo kall-
aði hann til ekilsins: „Snúðu
vagnium við“.
John hikaði við og svo þáði
hann boðið. Og svo komu þeir
akandi inn í borgina í vagni
hershöfðingjans, og það var
eins og sigurför. Hvað eftir ánn
að urðu þeir að nema staðar
vegna manna, sem vildu tala
við þá. Það var Georg Thatc-
her, Amos Aoberts, einn af
stóru kaupsýslumönnunum,
sjera Enoch Pond prófessor í
guðfræði, Brown læknir og
George Pickering bankastjóri,
kaupsýslumaður, skipaeigandi
og einn af stofnendum Ham-
mond Street kirkjunnar. Það
var sjerstök samúð í kveðjum
þeirra allra og allir tóku þeir
fast og innilega í hendur þeirra
feðganna. Allir töluðu þeir um
góða. veðrið, verslunarhorfur
og stríðið. Allir drógu þeir tal-
ið á langinn, án þess að segja
neitt markvert, en það var eins
og þeim fyndist að þeir gæti
ekki skilið við þá feðga. Dan
komst við og hugsaði sem svo:
Þeim þykir öllum sómi að því
að láta sjá sig með okkur. Guð
blessi þá.
3
\
Trjesmiðir og
f verkamenn
óskast strax.
I
Þorsteinn F. Einarsson 5
ÍHoltsgötu 37. Sími 2163 i
\
....................... ■■
| FORD
| Tilboð óskast í Ford
1 1936. Til sýnis í dag kl.
1 5—7 á Vitatorgi.
£
i
nniiiwiiiiiiiiiMiiiHuiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiimiiiiiiiiiniai
«nraiSIIIIIMIMIIIIIMMIimiMIMIIIIIIIMIIIMIIItllllMMIIira
i I
Tökum bækur til hand-
gyllingar.
ARNARFELL H.F.
£ Bókbandsstofa Borgartúni 8 i
i_______________________í
Svört og hvít
Austurlenskt ævintýrL
20.
Hún spurði hann hversvegna hann hefði komið til Ðo-
mora og hann sagði henni frá föður sínum og bræðrum og
að hann hefði farið út í víða veröld til að leita að örinni, sem
fcann hefði skotið. Hún hlustaði með athygli á hann og
þegar hann hafði lokið máli sínu sagði hún:
Jæja, þannig hefur þú þá komið til Sigurrósar systur
minnar. Jeg gæti nú, — ef jeg vildi, — látið varpa bjer í
fangelsi. En ekki get jeg látið drepa þig, því að það getur
aðeins einn. Og þó jeg ljeti þig í fangelsi, myndi Sigurrós
sleppa þjer úr fangelsinu á morgun, og hversvegna ætti jeg
þá að vera að kvelja þig til einskis gagns. Nei, en jeg vil
aðvara þig.
Akmeð var í vandræðum. Hann fann hve göfugmannlega
Fagurrós kom fram við hann og hvað það yrði illa gert
af honum að drepa besta vin hennar, en þá hugsaði hann
aftur til Sigurrósar og yndisleik hennar, svo að hann fann, að
hann gæti aldrei annað en hlýðnast fyrirskipun hennar og
gert allt, sem hún bæði hann um. Það virtist svo sem svarta
drottningin finndi, um hvað hann væri að hugsa, því að hún
spurði:
Veistu, hver er sá eini, sem hefur vald til að drepa þig?
Nei, svaraði Akmeð.
Það er bróðír þinn, — Fírus. En jeg mun aldrei leyfa, að
hann leggi hendur á þig. Hinsvegar veit jeg, að Sigurrós
hefur heimtað af þjer, að þú drepir vin minn. En veistu,
hver sá vinur minn er? Það hefur hún ekki sagt þjer. Besti
vinur minn, sem þú átt að drepa er enginn annar en Fírus.
Það er Fírus, bróðir þinn, sem þú átt að drepa.
Akmeð var sem þrumu lostinn og gat ekki mælt orð af
vörum, en Fagurrós tók vingjarnlega í hönd hans og mælti::
Ó, það eru hin illu örlög, sem hafa tengt hamingju ykkar
bræðranna eða óhamingju, deilunni milli okkar systranna.
Nú er jeg hrygg, vegna þess, að Fírus hefur horfið þrátt
fyrir hjálpina, sem jeg gat veitt honum. Jeg veit ekkert hvar
hann er nú. En jeg veit, að þegar Sigurrós systir mín hefur
skipað þjer að drepa besta vin minn, þá er það hann, sem hún
meinar. En ef hún kemst að því, að þú veist, að það er
bróðir þinn, sem þú átt að myrða, þá mun mikil ógæfa *
Skoti kom inn í apótek í Ab-
erdeen og sagðist vilja fá eina
tóma flösku.
Apótekarinn rjetti honum
flöskuna og sagði, að þetta kost
aði þrjú pence, en, bætti hann
við. Ef þú kaupir eitthvað í
flöskuna, þá færðu flöskuna ó-
keypis.
— Jæja, sagði Skotinn, kann
ski jeg fái þá tappa í hana.
★
Jón hafði veríð rekinn og
hann fór til framkvæmdastjór-
ans til að mótmæla þe'ssu.
— Hversvegna er jeg rek-
inn? Jeg veit ekki til þess, að
jeg hafi nokkuð gert.
— Það er einmitt þessvegna,
sem þú ert rekinn.
★
Nýi vjelamaðurinn, sem
svissneskur uppfinriingamaður
gerði nýlega, er sagður gera
alt, sem honum er skipað að
gera.
Talið er að giftir menn áliti
þetta enga nýutig.
★
Skrifstofustjórinn: Ætlið
þjeT nokkuð að gera á isunnu-
dagskvöld ungfrú Aðalbjörg?
Hún (býst við að hann ætli
að bjóða sjer út): Neinei.
Hann: Jeg vona þá, að þjer
getið mætt tímanlega á mánu-
dagsmorgun. 1
w»
é h
i I*
★
Búðarmaðurinn bendir á röð
af kjúklingum: Viljið þjer
þennan kjúkling?
Frúin: Nei.
Búðarmaðurinn: En þennan?
Frúin: Nei.
Búðarmaðurinn: En þessi
þarna?
Frúin: Nei.
Búðarmaðurinn: Viljið þjer
ekki segja mjer, hvenær jeg er
heitur og hvenær jeg er kaldur.
★
Þegar prestirrinn kom í
heimsókn til Jones á sunnudegi
einum kom Villi litli til dyra.
— Pabbi er ekki heima,
sagði drengurinn. Hann fór yf-
ir í golfklúbbinn.
Brúnin á prestinum þyngd-
ist við þetta, svo að Villi flýtti
sjer að útskýra:
— Nei, nei. Hann ætlaði
ekki að spila golf á sunnudegi.
Hann fór aðeins til að fá sjer
sopa og spila póker.
★
Rakarinn: Hvaða álit hafið
þje'r á barnaránunum i Grikk-
landi?
Sá sem er verið að raka:
Sömu skoðun óg þjer.
— En hvernig vitið þjer,
hvaða skoðun jeg hef?
— Jeg veit það ekki. En þjer
eruð með rakhnífinn.