Morgunblaðið - 18.08.1948, Qupperneq 2
2
MORGUKBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. ágúst 1948«
HJER ER ALLT SVO STÓRT OG FÍNT
JEG ætlaði varla að trúa því
að jeg væri kominn til íslands.
Hjer er allt svo stórt og fínt,
húsin, garðarnir, bílarnir og
suður á Bessastöðum er heyrið
þurkað inn í hlöðu. Það er eins
og að koma á hollenskt fyrir-
myndarstórbýli.
Hvaðan hafið þið fengið pen-
inga til þess að gera þetta allt
saman?
Þannig fórust íslenska bónd-
anum Eðvald Bóassyni, sem
dvalið hefur ' 35 ár við búskap
úti í Noregi, orð, þegar jeg
drakk með honum morgunkaffi
heima hjá Stefáni A. Pálssyni í
gærmorgun.
Eðvald var að leggja af stað
austur í Reyðarfjörð þar, sem
h*ann er fæddur og uþpalinn.
Hann kom hingað fyrir nokkr-
um dögum ásamt Signe konu
sinni og Snorra, elsta syni
þeirra.
Enda þótt þessi íslenski bóndi
sem búið hefur allan sinn bú-
skap erlendis vildi helst tala
við mig um framtíð íslensks
landbúnaðar og það, sem hann
sá fyrir tveimur dögum aust-
ur í Ölfusi, hafði jeg upp úr
honum ýmsar frjettir um líf
hans og starf úti í Noregi s. 1.
30 ár. En þar hefur á ^msu
gengið fyrir honum. Hann hef-
ur verið þar ýmist fátækur smá
bóndi, fjesterkur og umsvifa-
nrikill búhöldur, fangi í þýsk-
um fangabúðum eða frjáls og
óháður stórbóndí.
En nú er hann kominn heim
til Islands aftur og gleðst inni-
lega yfir þeim miklu framför-
um, sem borið hafa fyrir augu
hans hjer.
Dreymdi um háskólamenntun
í búfræðí.
Þjer eruð Austfirðingur að
ætt?
Já, jeg er sonur Bóasar Bóas-
sottar frá Stuðlum í Reyðar-
firði. Jeg stundaði búfræðinám
á Hvanneyri, hjá Halldóri Vil-
hjálmssyni árið 1911—1913 en
fór þaðan tvítugur að aldri til
Noregs til þess að kvnna mjer
sauðfjárrækt. Mig hafði satt að
segja lengi dreymt um að kom-
ast þar á búnaðarháskóla en
hafði ekki þorað að segja nein-
um frá því. En það fór samt
svo að mjer tókst að komast á
slíkan skóla þar og útskrifaðist
af honum árið 1917. En þá stóð
yfír' heimsstyrjöld svo að erfitt
var að komast heim. Það varð
því úr að jeg fjekk ráðunauts-
stoðu upp í Guðbrandsdal og
starfaði þar í eitt ár. Síðan var|
jeg í eitt og hálft ár framkvæmd j
arstjóri fjelags, sem stofnað var
til framleiðslu landbúnaðaraf-
urða, það var nokkurskonar
stríðsfyrirbrigði, sem hætti
störfum um leið og stríðinu
lauk. Þá gerðist jeg búnaðar-
ráðunautur í Valdres í Suður
Noregi og hjelt því starfi til
ársins 1926. Þá voru erfiðir tím
ar og voru margar stöður lagð-
ar niður, þeirra.á meðal mín.
Þá ákvað jeg að byrja búskap
sjálfur.
Dal í Nittedal.
Það var árið 1926, sem jeg
keypti jörðina Dal í Nittedal,
sem er rjett hjá Oslo. Þar höf-
um við búið síðan.
Rabbað vlð Eðvald Bóasson. íslenska bóndann, er hefur dvalið
35 ár í Koregi, geymdi útvarpstæki í borðfæfi og sa! í Grini-
fangcisi
Hvernig var aðkoman þar?
Hún var heldur ömurleg.
Húsakynni voru þar svo hrör-
leg að við urðum oft að flýja
úr einum atað í bænum til ann-
ars með vöggu drengjanna okk-
ar vegna leka. Jcrðin var líka
í órækt.
Síðan hafa verið grafnir þar
framræsluskuðir, sem eru um
5 þús. lengdarmetrar. Fyrsta
búskaparárið-okkar var umsetn
ing búsins 12 þús. kr. en síðasta
árið fýrir stríð, 1939, var hún
170 þús. kr.
Hvaða bústofn höfðuð þið þá?
18 nautgripi, 2 hesta á 3ja
hundrað svín yfir eitt þúsund
hænsni og seldum um 10 þús.
kjúklinga.
En hvernig var umhorfs eft-
ir stríðið?
Þá voru aðeins eftir 15 hæn-
ur, 2 kýr og þrjú horuð svín.
Jörðin var þá líka niðurnídd af
áburðarskorti.
Vildu ekki framleiða
fyrir Þjóðverja.
A stríðsárunum afhentu
Þjóðverjar norskum bændum
lista yfir það, sem við áttum
að skila þeim af landbúnaðar-
afurðum. En þar sem við feng-
um ekki nægilegt fóður handa
búpeningnum urðum við að
skera stofninn niður. Við vild-
um heldur ekki framleiða fyrir
Þjóðverja.
Þegar bústofninn hafði verið
skorinn niður fórum við að
höggva brenni og rækta kart-
öfiur. Þær afurðir gátum við í
lengstu lög hagnýtt fyrir okk-
ar eigið fólk. En þetta voru
erfiðir tímar. Verst var þó vor-
ið 1942. Þá áttu bændurnir í
nágrenni Oslóar svo til ekkert
útsæði. Þjóðverjar höfðu þá tek
ið allar kartöflur, sem þeir náðu
í og ætluðu að senda þær til
Þýskalands. En mikið af þeim
fraus í höndunum á þeim og
varð ónýtt en við stóðum uppi
útsæðislausir. Það lá við borð
að hungursneyð yrði í landinu.
Jeg gat náð í kartöflur til út-
sæðis ofan úr landi og yfirleitt
varð uppskera alls jarðargróð-
urs góð þá um sumarið. Það
bjargaði miklu. Fólk lifði að
mestu leyti á kartöflum. Jeg
fjekk það ár um 1000 tunnur
upp úr mínum görðum.
Geymdi útvarpstæki
í borðfæti.
Ykkur var bannað að hlýða
á útlendar frjettir?
Já, en við sniðgengum það
bann Þjóðverja eins og við gát-
um. Snorri sonur minn er út-
varpsvirki og við komum út-
varpstæki, sem við áttum og
náði erlendum útvarpsstöðvum,
fyrir í borðfæti í stofunni okk-
ar. En einhverjir Quislingar
hafa grunað okkur um græsku
því þann 13. nóv. 1944 fengum
við heimsókn 30 Gestapomanna
og hermanna. Þeir báru það á
okkur að við hefðum móttöku-
tæki og hófu leit um allan bæ-
inn. Þeir tóku Snorra og yfir-.
Eðvald Bóasson
heyrðu hann, sögðu að hann
hefði sendistöð. Vissu að hann
vann á útvarpsverkstæði í
Oslo. En hann neitaði öllu. Og
þeir fundu ekki neitt. Utvarps-
tækið, sem við hlustuðum á
London með var svo vel falið
í borðfætinum.
En Þjóðverjarnir sættU sig
ekki við þessi málalok. Þeir
tóku mig, Snorra og einn vin
drengjanna minna og fóru með
okkur í Grini fangelsið. Þar
máttum við dúsa til 1. maí árið
1945 eða þangað til rjett áður
en stríðinu lauk og Þjóðverj-
ar sáu að allt var tapað. Þá
slepptu þeir fjölda fanga.
Hvernig var vistin þar?
Hún var daufleg, matur-
inn ljelegur, stundum var
manni gefið utan undir fyrir
smámuni. Þjóðverjarnir voru
samt verstir við pólsku og rússn
eska fanga. Jeg horfði einu
sinni á að þeir Ijetu um það
bil 100 Pólverja liggja í 3 klst.
á maganum í snjó og bleytu fyr
ir utan fangabúðirnar, bara til
þess að tyfta þá. Það var ljóta
svínaríið. En það var ekki hægt
að segja annað en að við slypp-
um vel. En þeir börðu prest-
inn okkar, sem líka hafði ver-
ið settur í þessar fangabúðir.
Fjeltk 25 aura fyrir rjúpuna.
En það er ástæðulaust að tala!
í honum. Þá fengum við líka
25 aura fyrir rjúpuna en 15
aura ef blóðblettur sást á fiðri
hennar. Það er ekki von að je.g
skilji verðlagið hjer heima
núna. Þegar jeg var á Hvann-
eyri borguðu skólapiltar 35 kr.
yfir veturinn fyrir ræstingu,
matartilbúning og þjónustu.
Fyrir sjálfan matinn greiddum
við 47 aura á dag.
Bjartsýnn á framtíðina.
En það er dásamlegt að vera
kominn heim, þó ekki sje nema
í stutta heimsókn. Við hjónin
stóðum niður við Austurvöll í
gær, mikið var fallegt þar, jeg
hefi varla sjeð fallegri blett í
Oslo. Það var líka gaman að
koma austur í Ölfus og sveit-
irnar fyrir austan fjall, og að
Soginu. Það er fallegt land, sem
þar blasir við. Landbúnaðurinn
hlýtur að eiga hjer mikla fram-
tíð. Jeg hafði heldur aldrei sjeð
súgþurkun, heyið þurkað inni%
hlöðu eins og á Bessastöðum.
Þar er mikilj myndarbragur á
búskapnum.
Jeg skil varla, hvað framfar-
irnar hafa verið örar hjer og
hvaðan þið hafið getað fengið
peninga til þess að gera allt
þetta með á ekki lengri tíma.
En nú þarf bóndinn í Dal að
komast af stað norður til Akur-
eyrar og austur í Reyðarfjörð.
Hann fer landleiðina í einum
af þessum fallegu nýju bifreið-
um og kona hans frú Signe, sem
kemur hingað í fyrsta skiptí
nú, er vongóð um að æskustöðv
ar manns hennar taki vel a
móti þeim.
Svo leggur þessi íslensk-
norska fjölskylda glöð og fagn-
andi af stað út í sveitina, þag
sem einu sinni bjó ungur dreng-
ur, sem átti þann dyaum æðst-
an að komast á norskan búnað-
arháskóla en þorði engum að
segja frá því. Það var gott að
sá draumur skyldi rætast.
S. Bj„
Fundin ösp i
Fúskrúðsfirði
Ingéifur DavíSsson (ann Irjátegrnd |iessa í
birkikjarri
INGÓLFUR Davíðsson mag-
ster er nýkominn heim úr grasa
fræðileiðangri til Austfjarða.
í Fáskrúðsfirði fann hann
blæösp úti á víðavangi fjarri
bæjum í birkikjarri.
Öspin vex í Geststaðahlíð.
Nokkurt svæði þar í hlíðinni
heitir frá fornu fari Viðahraun.
Þar var lengi frameftir öldum
all stórvaxinn birkiskógur og
var höggvinn fram um síðustu
aldamót. Þar er nú beitikjarr
um metri að hæð.
Bóndinn á Geststöðum, Eirík
ur Stefánsson, hafði orð á því
svona mikið um mig og dvöl vig Ing61f> að á vissum stað j
mma t Noregi segir bóndinnxj^a^n" yxu sjerkennilegir
Dal i Nittedal. Það, sem jeg kyistir Dfitt honum þó naum.
vildi segja er það, að Islend-
ingar og Norðmenn verða að
auka viðskipti sín. íslendingar
eru afar vel sjeðir í Noregi nú
og er tekið opnum örmum, hvar
sem þeir koma.
Yður líst vel á yður hjer
heima eftir útivistina?
Já, jeg get varla sagt að jeg
hafi áttað mig á því að jeg sje
kominn heim til íslands. Reykja
vík er 10 sinnum stærri en þeg-
ar jeg fór. Og svo allir bílarn-
ir. í Noregi erum við að basla
með bíla frá 1917 og bifreiðar
frá 1934 þykja sama sem nýj-
ar.
En hjer sjer maður varla
nema spánýja bíla, hvílík
ósköp. Eða verðið á hlutunum
hjer. Nú er verðið á kjötkíló-
inu auglýst 21 kr. en 1905 feng-
um við 15 aura fyrir pundið
fyrir austan og 1913 slátraði
jeg þar mórauðum lambhrút
og fjekk 58 aura fyrir kílóið
ast í hug, að um aðra trjáteg-
und væri að ræða en birki.
Þar sem Ingólfur kom að ösp
inni, vex hún víðsvegar innan-
um kjarrið á svæði, sem er um
hektari að stærð. Svo ekki er
um að ræða, að því er Ingólfur
segir, að þarna sje um aspar-
gróður að ræða, sem kominn
sje af einni og sömu rót. Telur
hann tvímælalaust, að þangað
hafi öspin ekki borist af manna
völdum.
Öldruð kona á Geststöðum,
sem kunnug er þar um slóðir,
sagði Ingólfi, er hún sá aspar-
kvisti hans, að hún hefði sjeð
samskonar kvisti vaxa víðar um
Geststaðahlíðina. Hafði Ingólf-
ur ekki tækifæri til þess, að
þessu sinni, að athuga það nán-
ar.
Geststaðir eru að norðanverðu
í dalnum, sem gengur inn af
Fáskrúðsfirði. Er bær um 3
km. fyrir innan Búðakauptún-
ið.
Þar sem asparteinungarnir
eru hæstir í birkikjarrinu, errt
þeir um hálfan metri á hæð. Em
enginn mælikvarði er það, hvo
há ösp þessi gæti orðið, ef hútí
yrði friðuð. Því vitað er, að
fjenaður sækir meira í aspar-
laufið en birkilauf, og er ösp-
in því meira bitin en björkið.
Ösp fannst hjer á landi f
fyrsta sinn fyrir 37 árum, ná-
lægt Garði í Fnjóskadal. Var
það eini fundarstaðurinn, þang
að til að ösp fannst í Geststaða-
hlíð. Meðan fundarstaðurinn
var aðeins einn, var hægt að
efast um, að öspin hefði komið
i Fnjóskadalinn, án tilverkn-
aðar manna. En nú, þegar húnj
er fundin þarna líka, og á stacS
sem er ennþá ólíklegra að um
gróðursetningu hafi verið að
ræða, eða flutning af manna-
völdum, þá falla niður allap
grunsemdir og getsakir um það
að Fnjóskadalsöspin sje að-
flutt. En aftur á móti styrkist
tilgátan um það, að örnefni, svo
sem Espihóll, muni vera af því
sprottinn, að þar hafi vaxið öspi
til forna.
London i gær<
GLUB PASHA, yfirmaður hers-
ins í Transjordan, er nú á leið-
inni frá Amman til London. —.
Glub, sem er breskur, er meí|
f jölskyldu sína með sjer, en ekk*
ert hefur verið látið uppi um,
hvað erindi hans sje til Bret-
lands. — Reuter. .__’