Morgunblaðið - 18.08.1948, Page 8

Morgunblaðið - 18.08.1948, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. ágúst 1948. Rússnesku kennararnir Frarrih. af bls. 7. skýringu á því, að kenslu- konan stekkur út um glugga á ræðismannsskrif- stofunni, lýsir því yfir að hún hafi verið fangi hans og segist hafa óttast um líf sitt, ef hún yrði send heim til Rússlands? 2. Ef það er rjett hjá Loma- kin ræðismanni, að Sam- arin og fjölskyldu hans sje haldið með valdi í Bandaríkjunum, hvernig fær hann þá skýrt það, að Samarin og fjölskylda . hafa neitað að notfæra sjer þá yfirlýsingu Bandar'íkja- stjórnar, að þeim sje frjálst að hverfa heim til Rússlands þegar í stað, — ef þau kjósa það sjálf? 3. Hvernig stendur á því, að starfsmenn rússnesku ræð- ismannsskrifstofunnar reyndu að koma í veg fyr- ir það, að frú Kosenkina yrði flutt í sjúkrahús og virtust jafnvel mótfallnir því, að læknir fengi að vitja hennar? 4. Og hver er ástæðan fyrir því, að Samarin hefur rit- að stórblaðinu New York Times brjef, þar sem hann heldur því fram, að jafn- vel börn sín þrjú sjeu nú ofsótt sem „óvinir Sovjet- ríkjanna" ? Brjef þetta hefur verið birt opinber- lega. ÞAU ÁTTU AÐ HVERFA MÁL kennaranna, sem nú er augljóst, að stendur í sambandi við uppljóstranir um starfsemi rússneskra njósnahringa í Banda ríkjunum, hefur þegar vakið óhemjumikla athygli. Rússnesku kennarana átti að senda heim, sökum þess að óttast var að dvöl þeirra 'i Bandaríkjunum hefði breytt skoðunum þeirra á dýrð kommúnistaríkisins í austri, og því ekki talið með öllu hættu- laust, að þeir mundu fúsir til að skýra frá moldvörpustarfi þeirra manna, sem hafa sett sjer það takmark að sigrast á lýð- ræðinu í Bandaríkjunum og þeim löndum öðrum, sem enn eiga við lýðræði að búa. Það átti að láta þessi mikilvægu vitni hverfa, en þegar það mis- tókst, var gripið til þess bjarg- ráðs að semja 19. aldar reyfara um eitt af samsærum kommún- ista 20. aldarinnar. Hvaða álit lýðræðisblöðin hafa á þessari starfsemi einræðisherrans aust- an járntjaldsins, má meðal ann- ars sjá af eftirfarandi umsögn- um nokkurra Bandaríkjablaða: Chicago Sun-Times: Þegar frú Konsenkina hætti lífi sínu til þess að flýja sína eigin landsmenn, lagði hún fram öflugra ákæruskjal á hendur hinu kommúnistiska lögregluríki en fram hefur kom ! ið í þeim tugþúsundum orða, ! sem þeir, er einnig hafa kosið frelsið, hafa ritað. New York Times: „Glæpur“ frú Kosenkinu og Samarinfjölskyldunnar er sá, að þau hafa kosið frelsið. En eins og utanríkisráðuneytið hef- ur fullvissað þau um, mun þessi „glæpur“ ekki hafa í för með sjer brottrekstur þeirra frá Bandaríkjunum. Þau hafa þvert á móti áunnið sjer virðingu Bandaríkjamanna. New York Herald Tribune: Það gefur mönnum góða hug mynd um hina rússnesku Paradís, að þessir tveir kenn- arar skyldu leggja sig í slíka hættu til þess að verða útlag- ar það sem eftir er ævinnar. Og þó verður þessi mynd ennþá áþreifanlegri, þegar litið er á þær miskunnarlausu aðferðir, sem ræðismannsskrifstofan not aði til þess að ná kennurunum aftur á sitt vald. Hvarf konunnar frá Arnarholfi SÍÐDEGIS sunnudaginn 8 þ. m. skýrði Gísli Jónsson for- stjóri mjer frá því, að kven mannslík hefði þá fundist hátt upp í Esju í svonefndu Vallár giH, og taldi Iklegt, að það væri af Önnu Guðjónsdóttur sjúkling, sem hafði horfið frá Arnarholti og óskaði eftir að jeg kæmi á staðinn með hon um, sem jeg kvaðst myndi gjöra og gerði. Lagt var af stað um kvöld- ið kl. 8.30 og haldið upp Vall- árgil og voru 14 menn með í förinni, þar á meðal Árni Pjet- ursson læknir og venslamenn Önnu sál. Um kl. 9.40 fannst Hkið, og reyndist það vera af Önnu Guðjónsdóttur. Virtist sem Anna sál. hefði fallið og fengið högg mikið og látist sam stundis. Er þarna í gljúfrinu lausa urð, klettar stórir og hál stein- klöpp, sem vatn sitrar um og gerir umferð slæma. Anna sál fannst nær efst upp í árgljúfrinu á þeim stað, sem illt var að festa auga á, nema að komið sje nær alveg á stað- inn. — Vilhelm Sigurðsson, Njáls götu 75, Rvík og kona hans voru stödd á Vallá og fóru ásamt drengjum sínum tveim ur, sem dveljast í sumar á Vallá upp í Vallárgil, og var ætlun þeirra að fara alla leið upp að klettunum og sjá foss, sem þar er, og voru þá svo lánsöm að finna hina týndu konu. Eru allir þakklátir þeim hjón unum og drengjunum fyrir fund þeirra. Mjög mikil leit hafði verið gerð að konunni og kvöldið áður var allt Skraut hóla- og Esjubergsfjall leitað til Mógilsár. Áður var leitað allt Brautarholts- og Arnar holtslönd, þar sem menn röð uðu sjer á svæði með stuttu millibili. Var ákveðið að halda slíkri leit áfram. Áður höfðu einnig skátar og menn frá Rvík og úr sveitinni leitað allt næsta nágrenni. Ekkj er verið að nefna þetta með tilliti til launa eða ann ars, heldur einungis til að skýra rjett frá, svo að enginn mis skilningur geti komist að. Brautarholti 16. ág. 1948. Ólafur Bjamason. Ádræðisafmæli 80 ÁRA verður miðvikudag- inn 18. þ. m., Ólafía Hannes- dóttir, Hólvangi, Akranesi, ekkja Guðmundar Sigurðsson- ar sjómanns og verkamanns. Á Sólvang bjuggu þau Ólafía og Guðmundur um mörg ár, og eignuðust þrjár dætur, sem all- ar eru á lífi, og einn son, sem ljest ungur að aldri. Mann sinn misti Ólafía fyrir nær 20 árum síðan. Er Guðmundur maður Ólafíu minnisstæður öllum sem hann þekktu, vegna mannkosta sinna, enda var hann eftirsóttur fjelagi og liðsmaður bæði á sjó og landi, sökum verkhæfni sinn ar og gleðivekjandi framkomu. Ólafía Hannesdóttir er hin mesta myndarkona, velþekt og vinsæl í sínu byggðarlagi. Hin síðustu árin hefur heilsu henn- ar farið hnignandi, þó hefur hún enn fótavist flesta daga og getur notið þess að ganga um og gleðjast við heimsókn kunn- ingja og vina á þeim kæra stað þar sem hún hefur átt svo lengi heima, en á Sólvangi býr Ólafía nú í hlýju skjóli dætra sinna og tengdasonar. Og þannig munu nú á þessum merkisdegi í æfi hennar, streyma til henn- ar góðar óskir og kveðjur frá vinum nær og fjær. K. Ó. Úfsvör á Akranesi Á AKRANESI e nú lokið nið urjöfnun útsvara. Alls er jafn- að niður kr. 2.397.750 á 812 gjaldendur. Sami útsvarsstigi var við- hafður og í Reykjavík, að við- bættum 5%, í stað 10% á s. 1. ári. Nemur því lækkun útsvara 5% á sömu tekjur og í fyrra. Á fjárhagsáætlun Akraneskaup staðar var gert ráð fyrir að út- svarsgreiðslur bæjarbúa myndu nema kr. 2.250.750. í fyrra var jafnað niður kr. 1.841.800 á alls 794 gjaldendur. Það sem veldur hækkaðri heildarupphæð útsvaranna er að tekjur almennings eru mun hærri í ár en í fyrra. Hæstu útsvarsgreiðendur á Akranesi eru: Haraldur Böðv arsson & Co. kr. 120.450, Sigur fari s.f. kr. 48.705, Fiskimjöls- verksmiðjan kr. 38.010, Bæjar útgerð Akraness kr. 36.940, Olíuverslun íslands kr. 22.765, Akraness Apótek kr. 21.490, Ásmundur h.f. kr. 17.480 og Axel Sveinbjarnarson h.f. kr 11.280. Ljelu ekki sann- færasf Berlín í gærkveldi. FJÓRIR rússneskir blaða- menn, sem nýkomnir eru hing- að frá Ludwigshafen, þar sem þeir hafa verið að rannsaka or- sakir sprengingarinnar miklu, er varð þar fyrir hálfum mán- uði, sögðu her í dag að þeir væru sannfærðir um, að spreng ingin hefði orsakast af ólög- legri framleiðslu á vopnum. — Bæði Þjóðverjar og Frakkar, en Ludwigshafen er á hernáms svæði þeirra, hafa neitað því, að nokkur fótur sje fyrir þess- um fregnum hinna rússnesku blaðamanna, en þeim var boðið til Ludwigshafen af Frökkum, til þess að þeir gætu sannfærst af eigin raun um það, að eng- in ólögleg vopnaframleiðsla ætti sjer stað þar. Bersýnilega hafa þeir ekki látið sannfær- ast. — — Reuter. f Komin heim JON SIGTRYGGSSON tannlæknir. — Meðal annara orða Framh. af bls. 6. ir í umferð, en hinir voru gerð ir upptækir, áður en framleið- endur þeirra gátu komið þeim frá sjer. • • NOTUÐU FLUGVJELAR Stærsti glæpaflokkurinn, sem grunaður var um dollarafram- leiðslu, náðist eftir víðtæka rannsókn í Georgia og Florida Einn lögbrjótanna átti einka flugvjel og lögreglan varð að nota flugvjelar til þess að fylgj ! ast með ferðum hans. Þegar 1 grafist hafði verið nægilega vel fyrir starfsemi þessa glæpa- hrings, handtók lögreglan níu meðlimi hans og gerði upptæka 60,000 falsaða dollara, sem þeir höfðu í fórum sínum. I sam- bandi við handtökur þessar kom og í ljós, að glæpamennirnir Ijetu sjer ekki aðeins nægja dollarafölsun, heldur gerðu einnig mikið af því að stela bif- reiðum og selja þær. Auglýsendur afhugiS! «8 tsafold og Vörður er vinsælasta og fjölbreytt- urta blaðið ( ■veitum lanaa tna. Kemur út einu dnni i viku — 18 tiður. -*»■■■■■ MniuBauiVKianaa ■ ■ ■ ■altfc** «M • JMUi ■■ ■ ■ ■aúuounnc. Fjelagið til fegrunar bæjarins Stofnfundur í Trípoli-bíó í kvöld kl. 6. Stofnskírteini seld í aðgöngumiðasöl- unm. í búð Stór 2ja herbergja íbúð 1 til leigu í haust. Fyrir- | framgreiðsla eða lán. Til- | boð sendist afgr. Mbl. fyr | ir föstudagskvöld, merkt: | „Ný íbúð — 673“: HIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Mll III1111111111111111- Reknet { línustampar og lagnings- | apparat til sölu. Uppl. á § Þverveg 14, Skerjafirði. = lllllllltlllllltlllllMIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIMIMIIIIMIIIMI “ | Mótorhjól | Mótorhjól óskast. Þarf að 1 | vera 3V2—5 ha. Tilboð | 1 sendist á afgr. Mbl. fyrir | í fimtudagskvöld, merkt: | | „Mótorhjól ■— 668“. | Drif eða kambhjól óskast í Austin 7 | Uppl. á Raftækjavinnu- £ 5 stofú Lúðvíks Guðmunds- | sonar, Laugáveg 48B. 1 Vörupallur | nvr, smíðaður úr járni, á- | samt vökvasturtum, til | sölu á Laugaveg 71. •— I Sími 1849. = Góð stór 3ja herbergja | fbúð | til leigu. Tilboð sendist ; afgr. Mbl. merkt: „1384 I — 674“. ! llllillMMflllMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMII - j Bifreiðaviðgerðar- mann É viljum vjer ráða á verk- Í stæði okkar nú þegar. Bifreiðastöð Steindórs. Fordson | sendiferðabíll til sölu. — | Bíllinn er mjög vel með- | farinn, með ísettum sæt- | um og rúðum. Til sýnis á | Óðinstorgi frá kl. 1—6. íbúð | Sá, sem getur útvegað | 30 þús. kr. lán, gegn góðri Í tryggingu, getur fengið 1 leigða 3ja herbergja íbúð Í í nýju húsi í haust. Til- i boð merkt: „30 þús. — i 671“ sendist afgr. Mbl. Í fvrir föstudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.