Morgunblaðið - 18.08.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1948, Blaðsíða 12
yEÐURUTLITTÐ (Faxaflól)? SUÐ-AUSTAN kaldi og rign- Ing. —_______________ 193. tbl. — Miðvikudagur 18. ágúst 1948. í kvöld klukkan 6 verður fjelagið til fegrunar bæjarins stofnað AFMÆLISDAGUR Reykjavíkurbæjar er \ dag, og eins og skýrt hefur verið frá verður haldinn framhaldsstofnfundur fjelagsins, scm stofnað var til að fegra bæinn 17. júní s.l. Fundurinn verð- ur í Tripólí-bíó og hefst kl. 6 siðd. — í kvöld fara svo fram skemmtanir í fjórum kvikmyndahúsum bæjarins og í skemmti- garðinum í Tivolí, ennfremur verða seld merki dagsins. Ágóð- anum verður varið til framkvæmda við sjóbaðstaðinn í Naut- hólsvík og útivistarsvæðisins í Öskjuhlíð. Flufaingamir til Berlínar Ekki annað hús að fá. Það reyndist ógerningur að fá húsnæði á betri stað, þar sem öll helstu samkomuhúsin 1 miðbænum eru í viðgerð. — Varð því miður einnig að breyta hinum auglýsta tíma, þar sem skemtun hefst í Trípólibíó kl. 9.15. Þess cr fastlega vænst, að sem alira flestir bæjarbúa mæti á fundinum, þar sem lög fjelagsins, nafn þess og stjórn verða ákveðin. Stofnendaskírteini seld til miðnættis. í dag eru þannig síðustu for- vöð fyrir menn að gerast stofn- endur þessa fjelags, en stofn- endaskírteini verða seld til mið nættis. Það er sómi Reykjavík- ur, að sem flestir íbúar henn- ar sýni áhuga sinn fyrir útliti borgarinnar með því að gerast aðilar að þesum samtökum, og það er styrkur samtakanna, að þau verði sem almennust. Á vinnustöðum. Það er ómögulegt að segja til um það að svo stöddu, hvað margir hafi þegar gengið í fjélagið, þar sem listar liggja frammi á fjölmörgum stöðum, en margir menn hafa síðustu daga gerst fulltrúar fjelagsins á vinnustöðvum sínum og safna áskriftum þar. Hafa undirtekt- ir aimennt verið mjög góðar. 19. ágúst verður birtur listi yf- ir þá starfsmannahópa, sem hafa gengið í fjelagið, og einn- ig yfir þau fjelög og fyrirtæki, sem gerðust stofnendur. Sjerstök deild íjeiag'a og fyrirtækja Það er ætlunin, að sú deild innan fjelagsins, sem einvörð- tingu verður skipuð fjelögum og fyrirtækjum, ákveði sjálf lög sín og stjórn, og viðvíkjandi árs- gjaldinu er rjett að taka það fram, að það verður að sjálf- sögðu deildarinnar sjálfrar að ákveða það í framtíðinni. Þessi deild á að vera eín meginstoð f jelagsins, og það er því mikils- vert, að sem flest fjelög og fvr- irtæki standi að stofnun hennar. Þess má geta, að Sveinafjelag skipasmiða varð fyrst allra fje- laga að ganga í þessa fjelags- deild. Hafa og mörg þegar til- kynt þátttöku sína, en ennþá er dagur til steínu, og símar fje- lagsins í dag eru 4177 og 7765. TakiS þátt í hátíðahöldunum Með því að taka þátt í hátíða- höldunum í kvöld styrkja menn fyrsta aðalverkefni fjelagsins, þvi að ágóðinn rennur allur til hins fyrirhugaða skemmtigarðs í Öskjuhlíðinni og sjóbaðstaðar- ins í Fossvogi, en það er mikið hagsmunamál allra Reykvík- inga. Á GATOW-FLUGVELLINUM í Berlín, sem Bretar og Bandaríkja- menn ráða yfir. Breskar ílutningaflugvjelar sjást á myndinni og birgðir, sem þær hafa flutt til borgarinnar. Samsæli fyrir dr. Th. Thorláksson ÞJÓÐRÆKNISFJELAG íslend- inga hjelt dr. Th. Thorlaksson frá Winnipeg, konu hans og dótt ur kvöldverðarboð að Hótel Borg í gærkvöldi, þar sem mætt var stjórn fjelagsins og fulltrúa- ráð. Ófeigur Ófeigsson, framkv,- stjóri fjelagsins, bauð gesti vel- komna, en Sigurgeir Sigurðsson biskup flutti aðalræðuna fyrir minni dr. Thorláksson. Einnig tóku til máls sr. Friðrik Hall- grímsson, Jónas Jónsson og að lokum þakkaði dr. Thorláksson vingjarnlegar móttökur á ís- landi og mælti á enska og ís- lenska tungu. Þau hjónin og dóttir þeirra fara í dag flugleiðis norður á land, en þau ætla að heimsækja æskustöðvar forfeðra dr. Thor- láksson að Stóru-Tjörn í Ljósa- vatnsskarði. Yngsta listakona íslands komin heim ÞórimR Jóhamwdólfir heldur hjer píanéhljómlelka VNGSTA listakona íslands, Þórunn litla Jóhannsdóttir, var vænt- anleg hingað til Reykjavíkur í nótt með síðustu flugvjelinni, sem kemur með íslensku gestina, sem voru á Ólympiuleikunum. Er Þórunn í fylgd með föður sinum, Jóhann Tryggvasyni. Þessi litla stúlka hefur eignast marga aðdáendur hjer heima, er hún hefur leikið hjer, og nú mun Islendingum enn gefast kostur á að hlusta t leik'hennar. Síldarmerkin fundusl Raufarhöfn, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum. ÞEGAR síðasta síldin var brædd hjer í verksmiðjunni, voru síldarmerki sett í kviðar- hol fimm síldar og brennt í pressum, til að fá vitneskju um hvort merkin findust aft- ur. Við vinnslu síldarinnar komu tvö merkjanna á rafsegul, sem ætlaður er til að taka járna- rusl úr síldarmaukinu, áður en það fer í kvarnirnar til mjöl- unnar. Talið er að þetta sje góð út- koma og vjelstjórar búast við að fleiri merki finnist, þegar vjelarnar verða hreinsaðar á hausti komanda. — Einar. Aðeins níu ára. • Þótt Þórunn sje aðeins níu ára á hún merkilegan og glæsi- legan námsferil að baki. Hún stundar nú nám við Royal Aca- demy of Music í London, en notar skólafríið sitt til þess að koma hingað heim og halda hjer hljómleika. Nýtur mikilla vinsælda. Þórunn er yngsti nemandinn í hinu konunglega Academy of Music og nýtur þar mikilla vinsælda, enda stundar hún nám sitt af mikilli kostgæfni og hefur tekið miklum fram- förum. Hún hefur leikið á hljómleikum skólans og hlotið mjög lofsamlega dóma. Opin- bera hljómleika getur hún aft- ur á móti ekki haldið í Eng- landi, þar sem bannað er að börn komi þar þannig opinber- lega fram. Bjóðum hana velkomna. Þórunn litla er falleg og blíð stúlka og vinnur hugi allra sem kynnast henni. Það er unun að horfa á hana, þegar hún situr fyrir framan píanóið og leikur, hvað þá að hlusta á það. Við bjóðum hana vel- komna heim til Islands. Það þarf ekki að efa að hjer fær hún þær móttökur, sem henni ber. KA vann bæði meislaraflokk karla og kvenna Akureyri, mánudag- HANDKNATTLEIKSMÓT Norðurlands fór hjer fram um síðustu helgi i meistaraflokki karla og kvenna. Aðeins þrjú fjelög kepptu, Tindastóll frá Sauðárkróki og KA og Þór frá Akureyri. KA vann Tindastól með 7 mörkum gegn 3 og Þór vann Tmdastól með 4:2 í meistara- flokki kvenna. tJrslitaleikinn vann KA með 3:2. I meistaraflokki karla vann KA Þór með 14:7. Á sunnudagskvöldið var hald inn dansleikur að Hótel Norð- urland fyrir íþróttafólkið, og voru verðlaun afhent þar. — I karlaflokki var keppt um IR- bikarinn í fyrsta skipti og hlaut KA hann. — KA vann einnig handknattleiksbikar Norðurlands í kvenflokki, gef- inn af Jóni Egils kaupmanni á Akureyri. Vann KA hann nú í fjórða sinn. Þór hefur unnið hann tvisvar og Völsungar á Húsavík einu sinni. KA sá um mót þetta. — H. Vald. ATBURÐIRNIR í rússnesku ræðismannsskrifstofunni. —i B!ls. 7. íslensku íþrólla- mennirnir sigur- sælir í Bergen ISLENSKU íþróttamennirn-i ir kepptu í Bergen á mánudag- inn og í gær. Um úrslitin á ’ mánudaginn er blaðinu ekki i kunnugt, en í gær urðu þeir : fyrstir í f jórum greinum. Örn Clausen vann 110 m. grindahlaup á 15,4 sek., Sigfús Sigurðsson vann kúluvarp með 14,63 m., Haukur Clausen vann 200 m. á 22,3 og Óskar Jónsson 1500 m., en um tím- ann er ekki kunnugt (sennil. 3,58,0). Torfi Bryngeirsson varð 'annar i stangarstökki, stökk 3,91 m. Kaas vann á 4 metrum. Keflavíkurflugvöllur er næsfi áfangi þrýsliloflsflugvjel- anna BRESKU þrýstiloftsflugvjel- arnar eru nú á leið til Eng- lands frá Bandaríkjunum og amerísku þrýstiloftsflugvjelarn ar, sem verið hafa að æfingum i Þýskalandi, eru á leið vestur yfir til Bandaríkjanna. Bresku flugvjelarnar fóru kl. 6,20 í gærkvöldi frá Goosebay flugvelli í Labrador áleiðis til flugvallarins Blue West 1 við Narsasuak í Grænlandi, en þangað voru þær væntanlegar kl. rúmlega hálf níu í gærkv. Næsti áfangi þeirra á leið sinm til Bretlands, verður Keflavík- urflugvöllur, en ókunnugt er blaðinu um hvenær þeirra er von þangað. Amerísku þrýstiloftsflugvjel arnar „Shuting Stars“ fóru frá flugvellinum. við Odeham í Suður-Englandi kl. 5,15 í gær og var flogið .til Stormoway- flugvallar, en þar lentu þær kl. rúmlega 6,30 í gærkvöldi. —- Næsti áfangi þeirra er Kefla-i víkurflugvöllur og bíða þar nú! byrjar í Stormoway. writuP- ; •• ©3^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.