Morgunblaðið - 03.09.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. sept. 1948. LEKKING og ÞEKKiniG r eftir próf. NBELS DUNGAL Bók, sem aliir verða að iesa. Kosfar innb. kr. 85.00 Sendum gegn pósfkröfu hverf á land sem er (jdpfcll Aðalsfræti 18 Sími 1653 |.HH>HWMUMHM»IMIHHUMIIIIUUItmiMH Q6B gleraugu eru fjrír j ÖIlu. Alírriðum flest gleraugxui r« ept og gerum við glar- »ugu. » Ai gun þjer hvtliB með gleraugum £r& TÝLI H.F. Austurstræti 20. Herbergi | Ivær stúlkur vantar j heíbergi nú þegar eða 1. j okt. Vilja sitja hjá börn- j uri 2—3 í viku eða hreinsa j stiga. Uppl. í síma 7473 I miTli kl. 5—8 í kvöld. 1 Meisfaramólið: Jóel Sigurðsson setti Islandsmet í spjót- kasti — 65,49 m. Sfefán Sörensson stökk 14,88 melra í þrísfökki. Á MEISTARAMÓTI íslands í frjálsum 'iþróttum, sem hófst í gærkvöldi, setti Jóel Sigurðsson, ÍR, nýtt íslandsmet í spjót- kasti. Hann kastaði 65.49 m., sem er nær 4 m. lengra en metið, sem hann setti fyrr í sumar. Jóel var mjög öruggur og átti þrjú köst yfir fyrra met sitt. — í þrístökki stökk Stefán Sörensson, ÍR, 14,88 m., sem er 17 cm. lengra en íslandsmet hans, en vafasamt er, að þessi árangur hans fáist staðfestur sem íslandsmet, þar sem meðvindur var yfir tvö vindstig. Úr ýmsum átíum Stefán stökk aðeins þetta eina stökk í þrístökkinu, þar sem hann er enn ekki orðinn góður af meiðsli sínu í hælnum, en trygði sjer örugglega meist- aratitilinn með því. Annar var Kári Sólmundarson frá Borg- arnesi, en drengjameistarinn, Kristleifur Magnússon, þriðji. Lítil þátttaka. Annars var þáttaka í mótinu í gær sorglega lítil. í tveimur greinum, 200 m og 110 metra grindahl. voru aðeins 3 kepp- endur og ein grein, 5000 m hlaup, fjell niður vegna þátt- tökuleysis. Mest keptu 6 menn í einni grein, þrístökki og kúlu varpi. Er það sinnuleysi, sem íþróttamenn virðast hafa á þessu móti, alveg óskiljanlegt. Þetta mót ætti að vera fjöl- mennasta frjálsíþróttakeppni landsins. Fjölmennið á drengja meistaramótinu gefur þó vonir um að þessi deyfð taki fljótt enda. Annars fór mótið ágæt- lega fram og keppnin gekk vel og greiðlega. Trausti vann 200 metrana. Trausti Eyjólfsson, KR, vann 200 m hlaupið í f jarveru Hauks Clausen, en Ásmundur Bjarna- son varð annar. Báðir hlupu innan við 23 sek. Friðrili Guðmundsson kúlu- varpsmeistari. Úrslitin í kúluvarpinu komu nokkuð á óvart. Friðrik Guð- mundsson, KR, vann þá kepni með 14,47 m., en Vilhjálmur Vilmundarson varð annar með 14,03. Friðrik var öruggasti maður keppninnar og átti mörg köst yfir 14 m. Þriðji var Þing- eyingur, Hallgrímur Jónsson, með 13,55 m. Hörð hásíökkskeppni. I hástökkinu var hörð keppni á milli Hafnfirðinganna, Sig- urðar Friðfinssonar og Þóris Bergssonar og Halldórs Lárus- sonar, UMSK. Þeir stukku allir sömu hæð, 1,70, en Halldór fór yfir í fyrsta stökki og meist- aratiíillinn fjell því í hans skaut. 800 m hlaupið skemtilegt. Kepnin í 800 m var skemti- leg. Pjetur Einarsson, ÍR, tók forystuna eftir 200 m og hjelt henni þar til einn hringur (400 m) var eftir, að Hörður Haf- liðason hleypur fram úr og er fyrstur þar til um 250 m eru eftir. Þá fer Pjetur aftur fram úr honum og nú fylgir Magnús Jónsson, KR, honum eftir, en Pjetur er sterkari og kemur um 8—9 m á undan í mark. Á síðustu m tekst Stefáni Gunn arssyni, Á, að „pressa“ sig fram úr Herði og ná þriðja sæti. Rcynir vann 400 m grindahlaup Reynir Sigurðsson, IR, vann 400 m grindahlaupið ljett. Hann hljóp án nokkurrar fyrirhafnar á 59,0 sek. Ingi Þorsteinsson, KR, sem hljóp á 60,9, getur auð veldlega farið niður fyrir mín- útuna í góðu veðri. Helstu úrslit í gær urðu þessi; 200 m. hlaup: — Isl.m.: Trausti Eyjólfsson, KR, 22,9 sek., 2. Ásmund ur Bjamason, KR, 22,9 og 3 Sigurð ur Björnsson, KR, 23,8 sek. Kúluvarp: — Isl.m.: Friðrik Guð mundsson, ICR, 14,47 m., 2. Vilhj. Vilmundarson, KR, 14.03 m., 3. Hall grímur Jónsson, HSÞ, 13,55 og 4. Ástvaldur Jónsson, Á, 12.45 m. Hástökk: — ísl.m.: Halldór Lár usson, UMSK, t,70 m., 2. Sigurður Friðfinnsson, FH, 1,70 m., 3. Þórir Bergsson, FH, 1,70 m. og 4. Her- mann Magnússon, KR, 1.65 m. 800 m. hlaup: — ísl.m : Pjetur Einarsson, ÍR, 2.04,2 mín., 2. Magn ús Jónsson, KR, 2.05,4 min.. 3. Stefón Gunnarsson, Á, 2.06,2 og 4. Hörður Hafliðason, Á, 2.06,3 mín. Spjótka.Ht: — tsljn.: Jóel Sigurðs son, IR, 65,49 m. (nýtt Lsl. met), 2. Adolf Óskarsson, IBV, 56,29 m., 3. Hjálmar Torfason, HSÞ, 54,27 m. og 4. Gísli Kristjánsson, ÍR, 51,93 m. Þristökk: — Ísl.m.: Stefán Sörens son. lR, 14,88 m. (betra en ísl. met) 2. Kári Sólmundarson, Sk., 13,83 m., 3. Kristleifur Magnússon, IBV, 13,69 m. og 4. Sigurður F’riðfinnsson, FH, 13,28 m. 400 m. grindahlaup: — Isl.m.; Reynir Sigurðsson, IR, 59J) sek., 2. Ingi Þorsteinsson, KR, 60,9 sek. og 3. Pjetur Einarsson, lR, 67,4 sek. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 7 og verður þá keppt í 100 m. hlaupi, stangarstökki, kringlukasti, 400 m. hluupi, langstökki, sleggjukasti, 1500 m. hlaupi og 110 m. grindahlaupi. — Þorbjörn. Vörusýning í Kaup mannahöfn BRESK vörusýning verður opn- uð í Kaupmannahöfn 8. sept- ember. Er fjöldi breskra full- trúa kominn til borgarinnar og ei vonað, að sýning þessi verði til að glæða viðskiftin milli Bret lands og Ðanmerkur. — Reuter. Framleiðsla og mannfjölgun. Svo mun vera talið, að síð- asta áratuginn hafi mannkyn- inu fjölgað um alt að 200 milj. Því miður hefur framleiðslan á matvælum í heiminum svo sem korni, mjólk, kjöti, ekki vaxið að sama skapi. Þvert á móti er talið að hún hafi minnkað um 25—30% á þessum sama tíma. Þessvegna hungra nú miljón- irnar í flestum álfum heims. Þessar ömurlegu staðreyndir eru alvöru- og áminningarorð til manna um að stunda land- búnað — framleiðslu á hollum og næringarríkum matvælum — í stað þess að flýja á mölina og gera þaðan háværar kröfur tun kjöt, mjólk og aðrar bú- vörur eftir þörfum. Manni get- ur runnið til rifja, þegar mað- ur heyrir að bændur selji jarð- ir sínar og bústofn og fá fyrir það altsaman brot af þeirri upp hæð, sem þeir verða að borga fyrir að „komast inn“ í Reykja vlk. Hvað hugsar þetta fólk, að kasta frá sjer öllum slíkum verðmætum fyrir hluta af verði einnar íbúðar? Það má mikið vera, ef það sjer ekki einhvern- tíma eftir þeim skiptum. Geðvonska og áburður. Mikið skelfing hljóta það að vera geðillir menn, sem skrifa í Tímann. Það er eins og þeir spýti galli í hverjum penna- drætti. Þeir kunna ekki að taka neinu gamni. I stað þess að brosa og láta liggja vel á sjer, geta þeir rokið upp með vonsku og vandlætingu út af smámun- um. Fyrir nokkru var gert góð- látlegt grín að því, að einn blaða maður Tímans hafði tekið mynd af mykjuvagni í Mývatnssveit og birt í blaði sínu. Þótti þetta líkast því að sækja vatn yfir ána, því að sjálfsagt hefði blað- ið getað fengið langtum betri myndamót ókeypis hjá Orku eða Sambandinu. En Tíminn svar- ar með miklum þjósti: Haldið þið að mjer þyki skömm að mykju og öðrum búfjáráburði? Hver yrði eftirtekjan af bú- skapnum ef enginn áburður fengist? Munið þið ekki áburð- arskortinn í vor? Við þessum mykjuhugleiðingum Tímans er ekkert að segja. En alveg er það óráðin gáta hvernig mynd hans af mykjuvagni þeirra Mývetn- inga getur bætt úr áburðar- skorti íslensks landbúnaðar. Fósíur launin. Nú er lokið samskiptum Norðmanna og íslendinga í sam bandi við líkneskin af Snorra, sem reist hafa verið í Reyk- holti og Björgvin. Er þar með niðurlögð Snorranefndin svo- kallaða. Með henni mun Jónasi Jónssyni horfinn síðasti glaðn- ingurinn, sem hann hefir hlot- ið á vegum flokks síns — Fram sóknar. Svo gjörsamlega hefur núverandi formaður Framsókn- arflokksins rúið þennan forvera sinn í embættinu og pólitíska fóstra að öllum völdum og veg- tyllum á landsmálasviðinu. Mun mörgum þykja Hermann grey- lega gjalda fósturlaunin. Svo sem eðlilegt er, um. mann með skaplyndi Jónasar, falla honum þessar aðfarir miður vel. Má berlega sjá af öllum skrifum hans, hve bólginn hann er af gremju út í ,,fóstursynina“ báða, þá fjelaga Eystein og Her mann, því að varla stingur hann svo niður penna nú orð- ið, að hann finni þeim eigi eitt- hvað til foráttu. En þess er að vænta, Jónasar vegna, að fljót- lega yfirvinni hann beyskju sína í garð þeirra kunnpána og komist að raun um það, að „bersnöggur flótti betri er en bræðralag órjettinda í selskap synda“. Tímaviska. Nú segir Tíminn: Haldið þið að það hefði nú ekki verið nær að byggja áburðarverksmiðju, sementsverksmiðju, rafstöðvar o. s. frv. fyrir stríðsgróðann í stað þess að kasta honum í síld arbræðslur, sem standa svo auð ar og einskisnýtar í síldarleys- inu. En ef síldin hefði veiðst en engar bræðslur reistar, þá hefði Tíminn sagt: Nú væri munur að geta brætt síldina, selt afurð- irnar fyrir of fjár og keypt ó- dýran áburð, sement o. fl., í staðinn fyrir að framleiða það hjer heima í dýrtíðinni. Já, Tími sæll, það er auðvelt að vera vitur eftir á. Hagalagðar. Vishinski, hinn orðprúði sendimaður Stalins, hefur sagt, að ameríska auðvaldið sje bara að veita Marshallhjálpina til að forðast kreppu heima fyrir! Já, sjer er nú hver fúlmennskan! Þeir eru að hjálpa öðrum til að bjarga sjálfum sjer. —o— Hvað er að frjetta af 130 miljónunum, sem Hermann sagði í Hornafirði, sællar minn- ingar, að fundnar væru vestur jí Ameríku? Skyldi ekki kapp- j inn reyna að ná í eitthvað af íþessu fje svo að hægt sje að j nota það til að borga með tap- ið af síldveiðunum. —O— Blað Rússa á íslandi segir að j Kasenkina hafi kastað sjer út um gluggann hjá ræðismanni Rússlands í New York vegna þess að hana hafi langað svo heim til Stalins. Ekki eru komm únistar hjer heppnari í skýring um sínum á þessum atburði heldur en trúbræður þeirra vest an hafs. Tvær bækur efiir Gunnar Gunnarsson I DAG sendi Helgafell tvær bækur á markaðinn eftir Gunn ar Gunnarsson skáld í Skriðu- klaustri. Eru það skáldsögur hans Vikivaki og Blindhús í ejnu bindi, en það er sjötta bindið af ritverkum Gunnars Gunnarssonar. Hefir Halldór Kiljan Laxness rithöfundur þýtt báðar þessar skáldsögur. Bókin er fallega bundin í skinn prentuo hjá pventsmiðju Helga ! falls. Hin bókin cr ársrit Gunnars Gunnarssonar, sem hann nefn ir Árbók 1946—47. Efni árbók- arinnar er mjög fjölbreytt, skáldsögur, ritgerðir og fleira. Allt efni ritsins er eftir Gunn- ar sjáifan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.