Morgunblaðið - 03.09.1948, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxanói:
MEN N'K ANDInorðan átt. —
Víðast ljettskýjað._______
RUSSNESKA flóttastúlkatí
Makarova í Stokkhólmi. —*
Grein á bls. 9.
207. tbl. — Föstudagur 3. september 1948.
Bæjarstjórn ræðir
vandamál áfengis-
sjúklinga
Sjerfrcðir ntenn eru ekki sam-
mála um hvað gera beri.
TALSVERÐAR umræður urðu
é fundi bæjarstjórnar i gær, um
nauðsyn þess ,að komið verði
upp hæli fyrir ofdrykkjumenn
lijer í bænum.
Umræðurnar hófust er Gunn-
ar Tlioroddsen borgarstj. gerði
grein fyrir margítrekuðum sam
þ-ykktum bæjarráðs, um að
Franska spítalanum yrði í ná-
inní framtíð ekki ráðstafað til
annars en skólahalds. En sem
kunnugt er, hafði áfengisvarnar-
nefnd óskað eftir því að fá hús-
ið til afnota sem hæli fyrir
drykkjumenn.
í upphafi máls síns vakti borg
arstjóri athygli á því, að það
væri ekki í fyrsía skipti, sem
þessu mikla vandamáli væri
hreyft.
Híeiia í Kutnbaravogi
og Kaldaðaraesi
Svo sem kunnugt er, sagði
borgarstjóri hafa verið gerðar
tilraunir með hæli fyrir of-
dryltkjumer.n, fyrst að Kumb-
aravogi og síðan að Kaldaðar-
nesi. Reynsla varð sú, að ár-
angurinn gaf ekki góða raun.
Ýmsar orsakir eru taldar vera
til þess. í fyrsta lagi, ad ekki
er talíð heppilegt að hafa í sama
hæli ólæknar.di áfengissjúklinga
og þá sem ekki eru eins langt
leíddir og viíja læknast. Til þess
að árangur náist, er talið að að-
greina þurfi þessa sjúklinga.
Corgairstjóri
ræðir við sjerfróða menn
Þá skýrði borgarstjóri frá því,
aV? í desember s.l. hefði hann
kvatt til fundar við sig sjer-
fróða menn í þessum málum,
stórtemplar, sakadómara, lög-
reglustjóra, yfirlögregluþjón,
formann áfengisvarnarnefndar
kvenna o. fl. til að ræða við þá
hvaða ráðstafanir væri hægt að
gera til að ráða bót á þessu
vandamáli og hvernig f jarlægja
ætti oídrykkjumenn úr bænum.
Nefnd falið málið
Borgarstjóri átti marga fundi
með þessum mönnum og voru
málin rædd mjög ýtarlega. Síð-
ar átti borgarstjóri einnig við-
ræður við menntarnálaráðherra
um mál þessi, en hann hafði fal-
ið þeim landlækni, Helga Tómas
syni yfírlækni og Pjetri Sigurðs
syni erindreka að gera tillögur
um þessi mál.
Það hefur komið í ljós, að
hinir fróðustu menn virðast
ekJti vera á einu máli um hvaða
leið beri að fara til úrlausn-
ar. Rætt hsfur verið um stofn-
un hælis, sem ríki og bær
legðu sameiginlega fram stofn
kostnað að. Hafa ýmsir staðir
verið athugaðir í þessu skyni
Lísf vel á.
og bænum borist tilboð um
kaup á jörðum til þessara
nota.
I rúmlega hálft ár hafa sjer-
fræðingar og áhugamenn rætt
þessi mál. — Áfengisvarnar-
nefnd hefur sýnt mikinn á-
huga. Hún hefur nú bent á
einn stað, sem því miður ekki
verður hægt að afhenda nefnd
inni afnot af. Jeg hefi beðið
nefndina að athuga annað hús-
næði, sem nota mæíti fyrir
drykkjumannahæli.
Svipaður árangur í
Svíþjóð.
Sigfús Sigurhjartarson sagði
að árangurinn af rekstri
drykkjumannahælanna í
Kumbaravogi og Kaldaðarnesi,
myndi vera svipaður og hann
væri af hliðstæðum Stofnun-
um í Svíþjóð. En samkvæmt
opinberum heimildum munu ,
aðeins fjórir af hverjum 100 j
áfengissjúklingum hafa náð
bata þar í landi. Sigfús vjek og j
nokkrum orðum að tillögum
Alfreðs Gíslasonar læknis, er j
leggur til, að reist verði tvö !
hæli fyrir áfengissjúklinga og
að sjerstakri deild yrði komið
upp fyrir sjúklinga í sambandi
við Kleppsspítala. Taldi Sig-
fús, að borgarstjóra bæri að
leysa þetta mál í samráði við
áíengisvarnarnefnd á grund-
velli tillagna Alfreðs Gíslason-
ar. —
30—40 sjúklingar.
Helgi Sæmundsson taldi að
upptökuhelmili fyrir drykkju-
menn, eins og t. d. Franski
spítalinn, væri alveg óhæfur
fyrir slíka sofnun. Það bæri
að leggja höfuðáherslu á, að
fjarlægja úr bænum þá 30—40
áfengisjúklinga, sem hjer eru.
Frsmtíðarskipun þessara mála
er að komið verði upp einu
eða fleiri drykkjumannahæl-
um, sagði Helgi.
Hvað veldur töfinni
I
á mjólkurstöðinni?
Fyrirspuin irá Sigurði Sigurðssyni
berklayfirlækni.
John Foster Dulles, sjerfræðing-
nr og ráðgjafi republikanaflokks-
ins í Bandaríkjunum um utan-
ríkismál. Talið er víst að hann
verði utanríkisráðherra ef Dewey
hlýtur kosningu. Hann er nýkom
inn til Ameríku eftir ferðalag um
Evrópu cg hefur látið svo um-
mælt, að sjer lítist vel á ástand
ið í heimsmáium og hann hafi
ekki trú á því að til styrjaldar
dragi í bráð.
Vörubílstjóraí1
seyja ekki upp
samningum
I GÆRKVÖLDI lauk cllsherj-(
aratkvæðagreiðslu innan Vöru
bílstjórafjelagsins Þróttur, um
uppsögn samninga og boðun
vinnustöðvunnar. Atkvæðin
fjellu þannig, að samþykkt var
að segja samningunum ekki
upp. ’
Atkvæðagreiðsla hófst í fyrra'
dag og var lokið í gærkvöldi.
Alls greiddu 196 bilstjórar at-j
kvæði. Þau skiptast þannig, að
á móti uppsögn samninganna
greiddu atkvæði 112. Með upp
sögn samninganna greiddu 82.
Tveir seðlar voru ógildir. Alls
voru á kjörskrá 347.
í frjálsum íjsréfiam
!
MEISTARAMÓT Hafnarfjarð
ar í frjálsum íþróttum verður
haldið laugardaginn 18. og
sunnudaginn 19. sept. n.k.
Keppt vefður alls í 11 íþrótta
greinum, 100 m. hlaupi, 200
m. lilaupi, hástökki, langstökki.
þristökki, stangarstökki, kúlu-
varpi, kringlukasti, spjótkasfi,
sleggjukasti og fimmtarþraut
Stjóm íþróttabandalags Hafn
arfjarðar sjer um mótið.
ar víð Reykjahiíð-
Á FUNDI bæjarstjórnar í gær,
skýrði borgarstjóri frá því, að
framkvæmdir við Reykjahlíð-
ar-hitaveitu, væru hafnar.
Nú þegar er búið að leggja
veg meðfram væntanlegri aðal-
æð frá Reykjahlíð að Skamma-
dalsskarði. Einnig er byrjáð á
að hlaða undirstöðu fyrir stokk
inn, sem aðalæðin verður í.
Borgarstjóri gat þess að lok-
um, að enn sem -komið er, væri
ekki unnt að spá nokkru um
hvenær hægt yrði að hagnýta
vatnið frá Reykjahlíð, en þar
hefur bærinn nú til umráða
milli 60 og 70 sekúndulítra af
vatni.
Ekki sá fyrsti.
DUBLIN — . Sendiherra
Tjekkóslóvakíu í írlandi, majór
Paul Ruzicka, sagði af sjer em-
bætti á miðvikudaginn.
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í
gær flutti Sigurður Sigurðs-
son berklayfirlæknir svohlj'óð-
andi tillögu t.il ályktunar, er
samþykt var með samhljóða
atkvæðum:
Bæjarstjórn ályktar að
fcla borgarstjóra að leita
sem nákvæmastra upplýs-
inga um hvað líði útvegun
og uppsetningu vjela hinnar
nýju mjólkurstöðvar.
Ennfremur hverjar sjeu
orsakir þess, að gerilsneydd
mjólk fáist eigi afgreidd
beint til néytenda í tillukt-
um ílátum og hvenær vænta
megi að úr slíku fáist bætt.
I ræðu er hann flutti um
tillögu þessa, komst hann að
orði á þessa leið:
— Jeg hefi um nokkurt
skeið verið fjarverandi úr bæn
um. Áður en jeg fór var fjarri
því að mjólkurmálin væri í
því lagi, sem vera ber, og hefi
jeg ekki orðið var við, að nokk
uð hafi breyst til bóta á síð-
asta ári. Jeg veit ekki betur
en það hafi átt að vera búið
að ljúka við hina nýju Mjólk-
urstöð fyrir nokkrum árum
síðan. — En sú stöð er ekki
tekin til starfa enn. — Allt er
látið dankast eins og áður.
Jeg geri ráð fyrir því, að
gerilsneiðing mjólkurinnar sje
í lagi. Eftirlitsmaður á að
gæta þess, að svo sje, og hefir
ekkert frá honum heyrst.
En afgreiðsla mjólkurinnar
frá stöðinni er ekki í Iagi og
veit jeg ekki hvað veldur.
Á öndverðu árinu 1946 átti
jeg tal um það við forstjóra
Samsölunnar hvenær mjólkur-
stöðin myndi taka til starfa.
Hann taldi miklar líkur til
þess, að svo yrði í lok þessa
árs, eða í síðasta lagi á fyrra
árshelming 1947.
Enn mun þó vera allt við
það sama. Jeg þykist vita, að
einhverjir sjerstakir erfiðleik-
ar valdi þessu, en finn ástæðu
til, að bæjarbúum sje gefinn
kostur á, að fá að vita, hverj-
ir þeir eru.
Jeg þykist vita, að bæjar-
fulltrúum öllum sje það ljóst,
að til lítils er að gerilsneyða
mjólk, sem síðan er seld í ótil-
luktum ílátum. Jafnvel þó við-
hafður sje þrifnaður í hverri
búð, er altaf hægt að búast
við, að á því ferðalagi mjólk-
urinnar geti hún mengast, ekki
aðeins af ryki og óhreinind-
um, heldur beinlínis af sýkl-
um. —
Þessi meðferð á dreifingu
mjólkurinnar er því hættuleg.
Hjer þarf skjótra og góðra um
bóta.
Borgarstjóri skýrði frá, að
; hann hefði nýlega gert rwupn-
| lega fyrirspurn um það, hve-
nær stöðin tæki til starfa, og
hafði hann fengið þau svör,
að hugsanlegt væri að þetta
gæti orðið fyrir næstu áramót.
En hann kvaðst eftir samþykt
þessarar tillögu leita ítarlegri
og ákveðnari svara.
109 skip liggja á
Raufarhöfn vegna
veðurs
SlLDVEIÐIFLOTINN fyrir
Norðurlandi lá allur í vari í
gær vegna slæms veðurs.- Var
norðan bræla á miðum í dag og
gátu skipin ekkert aðhafst við
sildveiðar.
Frjettaritari MorgunblaðsinS
í Raufarhöfn símar í gærkveldi
að sjómenn telji að talsverð sílcí
sje úti fyrir, ef veður batnaú
bráðlega.
Um 100 skip lágu í liöfn í
Raufarhöfn í gær vegna veðurs,
Um 4000 tmrnur voru saltaðaií
í Siglufirði í gær og í fyrradag
en um 800 annarsstaðar á land
inu.
París í gær.
ÞRIÐJA allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna mun hefjast j
París 21. september og hafa núí
þrjú viðfangsefni bætst við upp
runalegan málefnalista, svo að
ekki þykir líklegt, að þinginp
^júki fyrr en í miðjum desem-
ber. — Alls eru málin, sem fyr-
ir allsherjarþinginu liggja þá
51. — Reuter.