Morgunblaðið - 05.09.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1948, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐiÐ Sunnudagur 5. sept. 1948. f fi * i j i Út*.: BJL Arvakur, Eeykjavík. fwjakr Sigfúa Jónssea ítttortsori: Valtýr Stefánsson (ábyr**5»ysa,). #ij*tt«ritstjóri: ívar Guðmundjpaa. AT;£Íý*!.t).gar: Ami Garðar Kristmas**. iiiUfjím, fiu^lýsingar og afgreiÖsU Austurotrwti 8. — Sími 1600 AAkriftfirrJaid kr. 10,00 á mánuði, lmumanda, 1 Uusaaelu 08 «ur& elntakið. 75 aur« m*4 Wiik. kr. 12,00 utenlanda. Þrengingar íjórða lýðveldisins ÞRENGINGAR fjórða franska lýðveldisins virðast nú vera að ná hámarki sínu. 1 rúma viku hefur ekki reynst kleift að mynda stjórn í landinu, sem tekið gæti við af stjórn Marie, er sagði af sjer laugardaginn 28. ágúst. Ramadier gafst upp við stjórnarmyndun, Schuman fjekk traustsyfirlýsingu hjá þinginu en varð síðan að gefast upp, flokksbróðir hans, Robert Lecourt fyrrverandi dómsmálaráðherra, neitaði að reyna stjómarmyndun. Hvað tekur við í stjórnmálum Frakklands? Er lýðræði hins fjórða franska lýðveldis, sem stofnað var upp úr nið- urlægingu Frakklands í síðustu heimsstyrjöld, að ganga sjer til húðar? Síðan að hernámi Frakklands lauk eftir síðustu styrjöld hafa 10 rikisstjórnir setið að völdum í landinu. Meðalaldur þeirra hefur verið 4 y2 mánuður. Svo gjörsamlegt los hefur ríkt í stjórnmálum þessa móðurlands lýðræðisins. öngþveitið, sem nú ríkir í stjórnmálum Frakklands, hefur skapast á eins óhentugum tíma og frekast má verða bæði með tilliti til l.agsmuna landsins sjálfs og öryggis Evrópu í efnaíegum og pólitískum efnum. I fyrsta lagi standa nú yfir stórpólitískar umræður í Moskva milli Vesturveldanna og stjórnar Sovjet Rússlands. Fulltrúi Frakklands hlýtur að standa höllum fæti í þeim umræðum meðan að engin ábyrg stjórn er til í landi hans. 1 öðru lagi á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að koma saman í París eftir hálfan mánuð. 1 þriðja lagi stendur Frakkland nú á „glötunarbarmi í fjármálum og efnahagsmálum“ svo vitnað sje til orða Paul Reynaud, fyrrverandi fjármálaráðherra. Þrátt fyrir þessar staðreyndir geta hinir þrír flokkar, sem staðið hafa að flestum stjórnarmyndunum í landinu undan- farið, Jafnaðarmenn, Þjóðlegi lýðveldisflokkurinn og Radi- calir, ekki komið sjer saman um nýja samsteypustjórn. Sam- vinnu við kommúnista hafa þessir flokkar ákveðið að komi ekki til mála, enda engar líkur til þess að hún gæti borið nokkurn árangur. Hver er meginorsök þessa öngþveitis og glundroða í frönsk um stjórnmálum. Frumorsök þeirra örðugleika, sem nú eru á myndun þingræðisstjórnar í Frakklandi eru hin miklu vandamál, sem við er að etja í efnahags- og verðlagsmálum landsins. 1 Frakklandi eins og flestum öðrum löndum Evrópu hefur kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags verið í full- um gangi. Stjórn Marie var mynduð til þess að stöðva það, treysta gengi fransks gjaldn iðils og efnahag landsins inn á við og út á við. Paul Reynaud fjekk viðtækar heimildir til þess að gera ráðstafanir í þessa átt. Hann lagði síðan fram tillögur sínar, sem kröfðust nokkurra fórna af öllum borg- urum þjóðfjelagsins. En þá hófust deilurnar um skiptingu þeirra byrða á ný af fullum krafti. Sú stefna ríkisstjórnar- innar að stöðva launahækkanii varð að lúta í lægra haldi. Verkföll hófust og kauphæklmnaralda reis. Verðlag á land- búnaðarafurðum íók ao hækka og Reynaud stóð uppi með tillögur sínar en brast fylgi til þess að framkvæma þær. Verkalýðssamtökin beittu þingflokki kommúnista fyrir sig og þá áttu jafnaðarmenn erfitt um vik með að fylgja Reyn- aud. Verkalýðssamtök þau, sem þeir rjeðu yfir lýstu að lok- um yfir fullurn fjandskap við tiilögur hans. Þar með hafði Reynaud tapað tafli sínu við ver .bólguna. Stjórn Marie var fallin og endurreisnartillögurnar komnar í ruslakörfuna. Hinir þrír frönsku milliflokkar virðast í bili vera úrræða- lausir með öllu um lausn þessarar stjórnarkreppu, sem er ein hin hættulegasta, sem um getur \ frönskum stjórnmálum. En þeir og cjórða franska lýoveldiö eru milli tveggja elda. Á vinstri hönd brennur rauöur logi nins kommúnistiska ein- ræðis en á hina hægri^er „hreyfing" de Gaulle, reiðubúin til þess að leggja grundvöll að nýrri stjórnskipan Frakklands. Sú stjórnskipan myndi að öllum líkindum byggjast á einræði de Gaulle, sem í augum margra Frakka er hinn sterki mað- ur Frakklands eftir hina glæsilegu forystu hans í síðustu heimsstyrjöld. ÚR DAGLEGA LÍFINU Máttlausi maðurinn ÞAÐ var eitt kvöldið undir mið- nættið núna í vikunni cem leið, að talsverður hópur manna hafði safnast saman við eitt sam komuhús bæjarins. Mannsöfnuð- urinn við samkomuhúsin er að vísu eklcert nýnæmi um það leyti, sem verið er að loka sam- komuhúsúnum. En í þetta skifti var lögreglubíll á staðnum. Á tröppunum fyrir framan inngang samkomuhússins lá maður. Hann var vita máttlaus og lá eins og dauður þarna við götuna. — Lögregluþjónn tók manninn og setti hann upp í bíl- inn, en beiö svo átekta á meðan fjelagar hans tveir fóru inn í samkomuhúsið, vafalaust í emb- ættiserindum. • Frásögn lögregluþjónsins LÖGREGLUÞJÓNNINN, sem beið við bílinn var viðkunnan- legur maður. Jeg gaf mig á tal við hann og spurði hvort það væri mikið um ölvun í bænum þessa dagana. „Þetta er altaf svona,“ sagði hann. „Verst hvað kjallarinn er orðinn lítill. Það þyrfti að hafa miklu stærri geymslu. Þá væri hægt að hreinsa göturnar á kvöldin og þá bæri minna á drukknu mönnunum. Þeir eru ekki svo margir, en þeir setja sinn svip á göturnar í ekki stærri bæ, en Reykjavík er. En hvað á að gera?“ bætti lögreglu- þjónninn við. • „Alt vitlaust“ „EN hvernig væri að fara með þessa menn heim. Þetta virðast ekki vera hinir svokallaðir rón- ar?“ spurði jeg. „Það er ekki til neins. Þá verð ur alt vitlaust," sagði lögreglu- þjónninn. „Það er svo misjafnt hvernig aðstandendur taka við drukknum mönnum og oftast erum við skammaðir fyrir að koma með ölvaða menn heim, þessvegna gerum við það helst ekki. Og svo rekum við okkur oft á, að þessir ölvuðu menn sleppa sjer er þeir koma heim til sín, brjóta alt og bramla og jafn- vel ráðast á fólkið sitt. Þá er kallað á okkur á ný.“ Já, ekki er nú ástandið gott. * „Gerir ekki flugu mein“ FÓLKINU, sem var þarna ná- lægt og sá máttlausa manninn fanst víst heldur lítið púður í því, sem þarna var að gerast. Það var aðeins einn maður af öllum hópnum, sem virtist hafa einhvem áhuga fyrir afdrifum máttlausa mannsins. „Þetta er mesta meinleysis- grey. Hann gerir aldrei flugu mein,“ sagði þessi maður, sem sjálfur var slompaður. „Hann drekkur sig bara útúr fullan og svo er það búið,“ bætti hann við. En er það ekki einmitt þessi hugsunarháttur, sem veldur þvi, að menn leyfa sjer að drekka sig útúr fulla og liggja í rennu- steinunum fyrir hunda og manna fótum. Þeir vita, sem er, að það verður litið á þá sem bestu grey, sem „bara drekka sig fulla.“ Hjá siðuðu fólki er það á borð við glæp, að menn láti sjá sig þannig á sig komna eins og þessi maður var. Bar sig borginmannlega OG nú komu lögregluþjónarnir tveir með ungan mann á millí sín. Það var þokkalegasti pilt- ur að sjá og ekki ýkja ölvað- ur. Hann var með nokkur skegg hár á efri vörinni og var auð- sjeð, að það hafði tekið hann langan tíma og þolinmæði, að safna þessari yfirskeggsmynd. En hvort það var nú skeggið, eða hvað, þá bar hann sig borg- inmannlega, manaði lögreglu- þjónana til að fara með sig á „stöðina" „bf þeir bara þyrðu.“ Lögreglumennirnir voru kurt- eisin sjálf og vildu augsýnilega ekki fara í hart við þennan unga skegg. „Ef þú ferð þegjandi heim, strax,“ sögðu þeir, „þa getur þú það, annars förum við með þig í kjallarann." Pilturinn ögraði þeim enn. En hvort það nú var, að þröngt var orðið í kjallaranum, eða hitt, að lögreglan bjóst við að fá aðra viðskiftavini, sem þyrffu frekar á kjallaraplássi að halda, veit jeg ekki, en viðskiftum þeirra og piltsins lauk með því, að ann- ar unglingu. kom að og lofaði að taka ábyrgð á þeim með yf- irskeggið. • Býst við að það versni „EKKI er ástandið gott,“ varð mjer að orði er jeg bjóst til að kveðja kunningja minn, lög- regluþjóninn. „O, blessaður vertu. Þetta á eftir að versna enn,“ sagði hann. „Það versnar altaf með haust- inu og það má mikið vera, ef ekki fjölgar innbrotunum a næstunni." Þar með kvöddumst við. En jeg hafði fengið nóg, af þessu litla atviki þarna við samkomu- húsið og þótti nóg um, ef lög- regluþjónninn skyldi reynast sannspár um, að ástandið ætti enn eftir að versna. • Kvikmyndir HVERNIG ætli það væri að nota tillöguna hans Jónasar og taka nokkrar kvikmyndir af þessum nokkru drukknu mönnum, sem eyðileggja skemtanir fyrir fólki og spilla götulífinu. Það .mættt sýna slíkar myndir, sem auka- myndir í kvikmyndahúsunum. Kanski það kendi mönnum, að ganga hægar um gleðinnar dyr? iiMiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiminniiiiniMMMMMMMMHMMMMMMMMMMMMUuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiMuiHrifijiiiiiitaiiiiiiifi2iin.iriiiiiuiiii(iiu?fii(tiM«i MEÐAL AN.NARA ORÐA .... ! iniiiiiiiii 19. flokksþing rússneskra kommúnisla. MENN hallast nú stöðugt meir að því, að rússneski komm únistaflokkurinn, sem, eins og allir vita, er einráður í Rúss- landi, muni í janúarmánuði næstkomandi halda 19. flokks- þing sitt. Fari svo, verður vænt anlega boðað til þessa flokks- þings núna í haust. Enn er þó óákveðið, á hvern hátt með- limir Kominform taki þátt í þinginu, en sagt er, að beim verði að minsta kosti boðið að senda áheyrnarfulltrúa. • • LF.NGI VERIÐ í RÁÐI Langt er síðan að lofað var að 19. flokksþingið yrði hald- ið. Upprunalega var það ætl- unin að halda þingið þegar að styrjöldinni lokinni. Þetta átti að vera einskonar sigurhátíð, en af ei'nhverjum ástæðum, sem forráðamenn flokksins hafa ekki kosið að skýra frá, var fallið frá þessu. • • IIREINSUN FYRST Auðvitað er óhætt að telja, að sá langi tími, sem liðið hef- ur á milli flokksþinga — 18. þingið var haldið 1939 — sje fyrst og fremst stríðinu að kenna. En fleiri ástæðum er þó til að dreifa. Flokksleiðtog- arnir munu þannig óttast, að um talsverðan ágreining sje að ræða innan flokksins með til- liti til þeirra vandamála, sem stungið hafa upp höfðinu eftir styrjöldina. Þykir hafa borið á því, að sumir smærri leið- toga hins kommúnistiska ein- ræðisflokks æski eftir auknum áhrifum í „kjördæmum‘‘ sín- um. Þetta hefur svo aftur haft það í för með sjer, að ráða- mönnunum í Kreml þykir á- stæða til að framkvæma ein- hverskonar hreinsun, áður en flokksþingið kemur saman. • • MIKILSVERT Nítjánda flokksþingið verð- ru ef til vill það mikilsverð- asta, sem kommúnistaflokkur- inn rússneski hefur haldið. Um ræðurnar munu að sjálfsögðu fara fram fyrir luktum dyr- um, en margar af ræðum leið- toganna, og þá fyrst og fremst Stalins, verða fluttar opin- berlega og birtar í blöðum og útvarpi. Talið er líklegt, að á hinu fyriyhugaða flokksþingi verði einnig teknar ákvarðanir um mannaskipti í ýmsum mikil- vægum embættum innan flokks ins og þá um leið ríkisins. Mun þetta að líkindum einna helst bitna á gömlum byltingarfje- lögum Stalins, sem nú hafa fallið í cnáð. • • EFTIRMAÐUR STALINS Enginn einn maður hefur ennbá verið tilgreindur sem líklegur eftirmaður Stalins, þ. e. sem einræðisherra Rúss- lands og æðsti leiðtogi komm- únista allstaðar í heiminum. Ymsir eru þó þeirrar skoðun- ar, að þar sem Sdanoff er fall- inn frá, komi vart aðrir til greina en Molotov eða Malen- kof Sá síðarnefndi er þó ef til vill líklegri, þar sem hann gegnir mikilvægum opinber- um embættum og hefur mjög sterka aðstöðu innan flokks- ins. Hann er aðstoðar „forsæt- isráðherra“ og aðstoðar-aðal- ritari kommúnistaflokksins. Enginn skyldi þó ætla, að Molotov geri ekki allt hvað hann getur til að erfa ríki Stalins, og engum skyldi koma það á óvart, þótt „leiðtogar öreiganna“ yrðu að lokum al- gjörlega ósammála um, hver eigi pð verða valdamesti mað- urinn í voldugasta einræðis- ríki veraldarinnar. Og fari svo, kann að draga til stórtíðinda í Rússlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.