Morgunblaðið - 05.09.1948, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1948, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. sept. 1948. MORGUNBLAÐIÐ l Laugardagur 4, sepfcmber Lenging fræðslu- skyldunnar. Barnaskólar kaupstaðanna eru að hefjast. Hjer í Reykja- vík hefur verið ákveðið að gagn fræðadeildir verði starfræktar við barnaskólana fyrir þau börn, sem luku fullnaðarprófi s. 1. vor. En samkvæmt hinum nýju fræðslulögum eiga þau eft ir tvö ár fræðsluskyldunnar. Er gert ráð fyrir að börnin ljúki fullnaðarprófi í barnaskól unum 13 ára en stundi síðan tveggja ára framhaldsnám. Hafa hin nýju fræðslu’ög þannig lengt skyldunámið um 1 ár. Um það er ekki nerna gott eitt að segja að öllum ungling- um sje gefinn kostur á fram- haldsnámi í tvö ár. En veruleg- um hóp unglinga kemur hún að engu gagni. Þeim er lenging námstímans þvert á móti þján- ing, sem dreifir huga þeirra og gerir þá áhugalausa fyrir öll- um störfum, bóklegum og verk- legum. Niðurstaðan af skólavist þeirra er sú að þeir spilla skóla vistinni fyrir öðrum ungling- um, torvelda kennslustörfin og koma áhugalausir slæpingjar út úr skólanum. Þó að ekki sje fengin mikil reynsla af hinum nýju fræðslu- lögum, sem í aðalatriðum stefna í rjetta átt, er þessi fulyrðir.g þó ekki út í bláinn. Það er frá- leitt að ætla sjer að kúga alla unglinga undantekningarlaust til tveggja ára framhaldsnáms. Það er eins mikil vitleysa eins og að láta sig framhaldsnám unglinga engu máli skipta yf- irleitt. Skólar og atvinnulíf. Hin nýja skólalöggjöf okkar íslendinga er merkilegur áfangi í baráttu þessarar þjóðar, í senn fyrir fullkominni alþýðumennt- un og æðri menntun. En á fram kvæmd hennar er gat við gat. Það er ekki hægt að komast á snið við þá staðreynd að ís- lenskir skólar beina almennt hugum nemenda sinna burtu frá þeim störfum, sem þjóðinni eru nauðsynlegust, þ. e. fram- leiðslustörfum til lands og sjáv- ar. Afleiðing þessara áhrifa skólanna er hið gífurlega jafn- vægisleysi, sem einkennt hefur íslenskt þjóðlíf síðasta áratug- inn. En það er ekki nóg að hafa fengið fullkomna fræðslulög- gjöf, jafnvel þó hún veki at- hygli meðal frænda okkar á Norðurlöndum, eins og nýlega var sagt frá í íslenskum blöð- um. Úr íslenskum skólum verð- ur að koma fólk, sem vill vinna nauðsynleg störf í þjóðfjelag- inu. Ekkert þjóðfjelag, ekki einu sinni hið íslenska getur til lengdar haldið uppi fullkomnu skólakerfi, ef æska þess verður að skólagöngunni lokinni ófær til þess að vinna líkamlega yinnu í sveit eða við sjó. Það er ósanngjarnt að kenna skólunum algerlega þann flótta frá framleiðslustörfum, sem átt hefur sjer stað hjer á landi undanfarin ár. En það andrúms Joft, sem ríkir í mörgum þeirra, á þó sannarlega sinn þátt í hon- um. Ðanskan og mentaskólarnir. Fyrst minnst er á skólamál kemst jeg ekki hjá að drepa á dönskukennsluna og mennta- skólana. Að því er jeg veit best er danskan ennþá kennd í öll- um bekkjum þeirra. Stúdentar munú þannig fá 6—8 ára kennslu í þessu tungumáli en hinsvegar er þeim kennd franska í tvö ár en þýska í 3—4. Ensku læra-þeir í 6 ár. Nú er það sjálfsagt að íslend- ingar læri eitt Norðurlanda- mál til hlýtar og er ekki óeðli- legt að það sje danska þótt norska eða sænska kæmi að alveg eins góðu haldi. En hvað á það að þýða að vera að kenna þetta tungumál í allan þennan árafjölda? Það vita raunar all- ir, sem lokið hafa stúdentsprófi og margir fleiri, að varla nokk- ur nemandi lærir orð í dönsku að loknu gagnfræðaprófi. En danskan heldur samt áfram að standa á stundaskránni næstu 3 ár, tvisvar eða þrisvar í viku. Það á að breyta þessu. Það á að draga úr dönsku kennslunni og auka kennslu t. d. í frönsku, þannig að fólk með stúdents- menntun geti bjargað sjer sæmi lega á því máli. Þessari tillögu er hjermeð varpað fram til skjótrar athugunar. „Eitt síldarleysis- sumar“. Alþýðublaðið ræddi fyrir nokkru örðugleika útgerðarinn- ar vegna aflabrests undanfar- inna síldarvertíða, jafnframt benti blaðið á nauðsyfi þess að ríkisstjórnin gerði ráðstafanir til þess að koma útvegsmönn- um til hjálpar. I tilefni af þess- ari grein kemst Tíminn þannig að orði: „Hjer er vissulega hreyft máli, sem ríkisstjórnin má ekki sýna tómlæti. En vel sýnir það afleiðingarnar af óstjórn und- anfarinna ára, að hagur útgerð- arinnar skuli ekki vera betri en svo eftir hið mikla góðæri, sem hún hefur búið við um skeið að henni skuli þannig reynast eitt síldarleysissumar um megn“. Sennilega hefur Tíminn með þessum ummælum sínum sleg- ið öll sín fyrri met í fíflalátum. Öll þjóðin hefur undanfarnar vikur beðið milli vonar og ótta eftir úrslitum síldarvertíðarinn ar. Þegar líkur benda til að hún bregðist fjórða sumarið í röð og menn taka að ræða, hvernig skuli snúast við afleiðingum þeirrar válegu staðreyndar er þetta framlag Tímans til þeirra umræðna. Hann hefur ekki ennþá frjett um það að síldarvertíðin hefur brugðist fjögur ár í röð!! Hann heldur því blákalt fram að bátaútvegurinn hafi undan- farið búið við góðæri. Erfiðleik- ar hans eftir „eitt síldarleysis- sumar“ sjeu hinsvegar „óstjórn undanfarinna ára“ að kenna!! Það er mikið álitamál, hvort það er ómaksins vert að ræða þjóðmál við menn eins og rit- höfunda Tímans, menn sem svo gjörsamlega er freðið fyrir vit- in á að þeir skynja ekki örlaga- ríkustu atburði þjóðlífsins. Útgorðarmenn og sjómenn, hvert mannsbarn á íslandi, sem vaxið er til vits og ára, veit að sumarið í sumar er fjórða sum- arið í röð, sem síldarvertíðin bregst. Það fer þessvegna svo fjarri því að bátaútvegurinn, sem í mörgum veiðistöðvTirh byggir afkomu sína að mestu leyti á síldveiðunum, hafi búið við góðæri s. 1. fjögur ár. Hon- um hefur þvert á móti verið fleytt áfram með hallærislánum og útgerðarmenn og sjómenn hafa átt við einstæða örðug- leika að etja. T. d. um þýðingu aflabrestsins þessi fjögur sum- ur fyrir bátaútveginn, má nefna að talið er að tvö útgerðarfyrir tæki á Isafirði, sem eiga hag sinn mjög undir síldveiðinni kominn, hafi á þessu tímabili beðið allt að 20 miljón króna óbeint tjón af síldarleysinu mið að við að aflast hefði í meðal- lagi. Þannig mætti nefna dæmi um beint og óbeint tjón útgerð- arfyrirtækja í fleirj veiðistöðv- um. En þetta veit Tíminn ekkert um. Hann man bara eftir einu síldarleysissumri, sumrinu, sem er að líða. Orsakir gleymskunnar. Hverjar skyldu vera orsakir þessarar gleymsku? Það væri gaman að vita. En það þarf ekki að grafa djúpt eftir þeim. Tíminn man fyrst og fremst eitt. Hann veit að hann hefir fyrst og fremst eitt hlutverk. Það er ekki að taka af viti þátt í umræðum um ráðstafanir til bjargar bátaútveginum eftir fjögur síldarleysissumur. Það er alt annað. Hlutverk Timans er miklu háleitara. Það er að kenna pólitískum andstæðing- um um vandkvæði útvegsins, skella skuldinni á fyrverandi ríkisstjórn, Ólaf Thors og Sjálf stæðisflokkinn. Þessu gleymir Tíminn aldrei, að hversu átak- anlegu flóni, sem hann gerir sig með málflutningi sínum. Hvers þarfnast útgerðin? Bátaútvegurinn kemur í haust báglegar staddur út úr síldarvertíðinni en nokkru sinni fyrr. A mörgum útgerðarfyrir- tækjum hvíla auk hárra stofn- lána vegna bátakaupa, eitt eða fleiri síldarkreppulán vegna undanfarinna aflaleysissumra. Við þetta bætist gífurlegur tap- rekstur þess sumars, sem nú er að líða. Það er engin furða þótt farið sje að tala um að bátaútvegur- inn þarfnist skuldaskila. Hag þessarar atvinnugreinar er svo komið að hún rís ekki undir skuldum sínum. Gjaldþrot mik- ils hluta vjelbátaútvegsins væri hinsvegar áfall, sem hafa mundi ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyr ir atvinnulíf landsmanna í heild. En það væri ekki nóg þótt vjelbátaútgerðinni yrðu veitt skuldaskil eða gjaldfrestur á skuldum sínum. Það, sem út- gerðin þarfnast er tóm til þess ' Svo mörg eru þau orð. Hvern að byggja sjálf upp efnahag þarf að undra þótt „fjeiaga" sinn. Útgerðarmeftn verða Þórodd varðaði lítið um „al- framvegis að fá að borga tap- þjóðarhag“ eftir að hafa heyrt skuldir sinar og afskrifa hin þessa „trúarjátningu“, sem rándýru skip sín áður en þeir Moskvaskóli kommúnista kenn- eru krafðir um einn eyri í skatta til ríkissjóðs. Breyting ir nemendum sínum? Það, sem athyglisverðast er skattalaga í þessa átt myndi vjg ,,trúarjátninguna“ er það að hafa varanlegri áhrif til hags- eiðstafurinn er fyrst cg frernst bóta fyrir vjelbátaútveginn en stíiaður upp á hollustu við skuldaskil eftir einstök afla- Rússland og hagsmuni þess. Þar leysistímabil. Löggjafinn verð- sem minst er á .föreigaiJa« j ur að gera sjer þaó ljóst að á henni er ekki átt vjð „ÖTeigií meðan skattheimtu er þannig ' allra landa-, heldur hjna ráð_ háttað í landinu að þegar at- j andi kliku, sem stjórnar R,úss- vinnurekstrinum gengur sæmi- landj Það er sá ,)öreiga>. ]ýCur> lega þá sje svo að segja hver sem kommúnistar allra landa eyrir af honum tekinn, hljóta eru látnir £Verja hollustueiða skakkaföllin að raska rekstrar- , eing 0g sjest at annari máls- möguleikum hans um leið og j grein játningarinnar. þau skella á. Atvinnufyrirtæk- ' Þannig hníga öll rök í þá átt að sanna algera undirgefni kommúnista, hvar sem þeir eru , _ , * í heiminum, undir Moskvavald þær að rikissioður verður að , . , - , .... .......... io og hagsmum þess. Islenska in hafa þá ekki til neinna vara- | sjóða að grípa. Afleiðingar; þessa fyrirkomulags eru svo' gangast fyrir bjargráðaráðstöf- unum þegar skakkaföllin dynja yfir. Það má segja að það þýði lítt að sakast um skattalög nú. En hjá því verður ekki komist að benda á, á hversu tæpt vað það þjóðfjelag teflir, sem hefir þá meginstefnu í skattamálum að koma í veg fyrir að atvinnu- fyrirtæki þess safni varasjóð- um til þess að standast skakka- föll misjafns árferðis. Með slíkri stefnu tekur ríkissjóður kommúnista varðar þessvegna ekkert um það, hvort atvinnu- leysi og vandræði steðja að ís— lenskum verkalýð. Sarnkvæmt eiðstaf foringja þeirra eru þeir fyrst og fremst skyldir til að berjast fyrir „hagsmunum Sov jetríkjanna og sigri heimsbylt- ingarinnar“. Eduard B'enes. Eduard Benes er látinn. Með honum er fallinn frá einn merk beinlínis á sig siðferðilega skuld ^ asti og ágætasti baráttumaður bindingu um að hlaupa undir lýðfrelsis og mannr'jettinda á bagga þegar illa árar. j 20. öld. Benes hóf merki hinn- Þess verður þessvegna að ar tjekknesku sjáifstæðisbar- vænta að hið opinbera mæti ^ áttu gegn hrörnandi veidi FJabs vandkvæðum íslensku vjelbáta borgara. Það varð hlutskifti útgerðarinnar vegna fjögra síld hans að fara með utanríkismál arleysissumra með skilningi og Tjekka fyrstu ár sjálfstæðis að þessum grundvallaratvinnu- þeirra undir forystu Masaryks vegi þjóðarinnar verði veitt hins eldra. Að honum látnum nauðsynleg aðstoð til þess að varð Benes forseti landsins. En komast yfir örðugleikana. En fyrir nokkrum mánuðum hrakti fyrst og fremst þarfnast hann ofbeldisstjórn kommúnista þó tóms til þess að mega byggja þennan frelsisfrömuð Tjekka sig upp sjálfur. frá völdum farinn að heilSu. í svipaðan mund andaðist Masa- ryk hinn yngri, nánasti sam- starfsmaður hans. Yar að flestra áliti ekki alt raeð feldu I skóla þeim, sem rússneski um dauða hans Þannjg enj þpir kommúnistaflokkurinn rekur í báðirj Masaryk og BeneS) horfn Moskvu fyrir flugumenn sína, jr af stjórnmálasviði Tjekkó- frá ýmsum löndum kendur slóvakíu. í röðum stjórnmála- Trúarjátning kommúnista. er við Lenin gangast „nemend- urnir“ undir trúarjátningu, sem manna Evrópu hefir orðið mik- ið skarð íyrir skildi. Þjóð þeirra þeir síðan verða að lifa eftir í Benes Qg Masaryks hefir mist hvívetna. Trúarjátning þessi er ástsæ]ustu ]eiðtoga sina. M4 mikið vera ef henni er það ínum að heyra Gottwald og klíku hans flytja ræður við líkbörur hinna látnu leiðtoga. svohljóðandi: „Jeg lofa að vera hermaður (huggun 7'söknuði byltingarinnar og talsmaður hinnar skefjalausu stjettabar- áttu jnnan allra fjöldasamtaka verkalýðsins og á vinnustöðv- um hans. Jeg lofa að berjast æfinlega fyrir hagsmunum Sovjet ríkj- anna og sigri heimsbyltingar- innar. SkoðanaköraHm í Bretland. Áreiðanlegt breskt blað hefir fyrir skömmu efnt til skoðana- sem nauðsynlegar eru í barátt- unni fyrir hagsmunum öreig- anna. Jeg lofa að undirgangast af ^ konnunar j Bretlandi um styrH- lífi og sál í járnhörðum sjálfs- leika hlutfoll hinna pólitísku aga öll boð og baráttuaðferðir, flokka - landinu Niðurstoður skoðanakönnunarinnar, sem framkvæmd var með hinni svo- kölluðu Gallup aðferð sýndu að Jeg geri mjer ljóst að jeg verkamannaflokkurinn hefir muni sæta hinni þyngstu refs- j tapað verulega af fylgi slnn ingu byltingadómstólsins og sjðan að hann vann stórsigur dýpstu fyrirlitningu öreiganna ( sjnn á íhald£flokknum sumar_ ef jeg svík hina Rauðu fylk-^ið 194ð mgu Framli. á bls. &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.