Morgunblaðið - 09.09.1948, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.09.1948, Qupperneq 1
16 síður 15. árgangui 212. tbl. — Fimmtudagur 9. septomber 1948. PrentsmiðJ* MorgunblaðsífUI ■* Júlíssia sver hollustueiðlnn Mynd af hinni hátíðlegu stund í Nieuwe Kerk í Amsterdam s.l. mánudag er Júlíana drottning sór hollustueið að stjórnarskrá lands síns. Við hlið drottningarinnar er Bernhard prins, eigin- rr.aður drottningarinnar. Rússar rifja upp Tftó-málið li! þess að aðvara Póiverja Moskva í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. YFIRLÝSING var gefin út í dag í Rússlandi varðandi óhlýðni Tito við Kominform. Er yfirlýsing þessi mjög harðorð. Tito nefndur þar svikari og sagt, að hann kúgi meirihluta júgó- slavneska kommúnistaflokksins til hlýðni við sig. Auðvaldssinni. I yfirlýsingunni segir, að Tító sje stöðugt að nálgast heimsveldis og auðvaldsstefn- ur ríkjanna fyrir vestan og að hann sje orðinn andvígur þjóð- nýtingu. Hafi hann í flestu svik ið hinn kommúnistiska mál- stað. Júgóslövum ber að losa sig við Tito. Þá segír áfram í yfirlýsing- unni, að Tito og fylgismenn hans sjeu í miklum minnihluta í júgóslðvneska kommúnista- flokknum en hafi svælt öll völd undir sig með ofbeldi. Með því, segir áfram, hefur Tító sagt allri júgóslavnesku þjóðinni stríð á hendur og henni ber að losa sig við hann. Aðvörun. Stjórnmálafrjettaritarar telja að Rússar hafi gefið yfirlýsingu þessa út til þess að vara Gomul ka fyrrum ritara kommúnista- flokksins pólska við að fara sömu leiðir og Tító. Gomulka var vikið úr pólska kommún- istaflokknum fyrir skömmu. æður | úmks xljalílar- K.höfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ danska gaf í dag út tilkynn- ingu um að skjaldarmerki Dan- ‘merkur skuli breytt. Verður ís- lenski fálkinn tekinn út. «|jar mm HERLOGREGLA Gyðinga gerði aðfatanótt þriðjudags árás á hernaðafbækistöðvar Stern flokksins, nálægt Tel Av- iv og handtók 15 háttsetta með- limi Stern flokksins, sumir telja þá yfirforingja flokksins. — í kvöld var gefin út tilkynning frá skrifstofu Stern flokksins í Tel Aviv, þar sem sagt var, að mótmæli hefðu verið lögð fram við forsætisráðherra Gyðinga- ríkisins, David Ben Gurien. ÁtSlee að komast á fætur London í gærkvöldi. ATTLEE, forsætisráðherra Bretlands, sem undanfarið hef- ur legið rúmfastur á sjúkra- húsi, vegna veikinda í fótum er nú að batna eftir fótaað- gerðina og mun hann taka ti! starfa snemma í næstu viku. Loforð svikið — 19 lög- reglumenn handteknir Berlín í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter, ENGINN frekari árangur hefur náðst í viðræðum foringja hernámsveldanna í Berlín. Er talið að nokkru valdi aðgerðir Rússa, þegar þeir tóku nýlega fasta 19 lögreglumenn frá her- námssvæðum Vesturveldanna, sem voru á leið frá ráðhúsi borg- arinnar til franska hernámshlutans. Hernámsstjórar Vesturveld- anna hafa sent skýrslu um viðræðurnar til ríkisstjórna sinna og er ekki vitað enn, hvort reynt verði að halda viðræðunum áfram í Berlín, eða hvort aftur skuli taka upp viðræður í Moskva. preisgjufiugrjelar London í gær. SCOTLAND YARD, breska leynilögreglan rannsakar nú dularfullt hvarf fjögurra breskra Beaufighter sprengju- flugvjela. Flugvjelar þessar voru gamlar höfðu verið not- aðar í styrjöldinni og voru seld ar bresku flugvjelafjelagi, sem síðar séldi þær ókunnum mönn um ,sem kváðust vera fulltrúar bandarísks kvikmyndafjelags. Eftir það er ekkert vitað um flugvjelar þessar en getgátur eru uppi um að mennirnir hafi verið Gyðingar, sem síðan hafi flogið þeim til Palestínu. Scot- land Yard á samvinnu við leyni lögreglur landanna á megin- landinu í þessu máli. — Reuter. Erfitt um mvndnní stjóruur Verður elni lil nýrra kosninga! París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ILLA GENGUR með stjórnarmyndun í Frakklandi síðan þriggja daga ráðuneyti Schumans sagði af sjer. Virðist ólíklegt að nokkur grundvöllur fáist til stjórnarsamvinnu milli kaþólska flokksins og sósíalista. Auriel forseti fór í dag fram á það við Herriot forseta þingsins að hann reyndi stjórnarmyndun. en Herriot treysti sjer ekki til þess. Finnst hann of gamalh "^iíússar stuðluðu að skríislátunum. Það sem einna mestu hefur valdið, að lítill árangur hefur náðst í viðræðunum undan- farið má rekja til atburða síð- ustu daga, þegar flokkur komm únista hefur óhindrað getað komið í veg fyrir fundi borg- arstjórnar og rússneskir lög- reglumenn jafnvel hjálpað til við skrílslætin við ráðhús borg- arinnar. Rússar svíkja gefin loforð. Handtóku Rússar í gær 19 þýska lögreglumenn, sem höfðu haf- ist við í ráðhúsinu, en voru á ^ leiðinni til franska hernáms- jsvæðisins, samkvæmt sjerstöku loforði Rússa um að þeir skyldu fá frjálsa yfirferð um rússneska hernámssvæðið. Hafa Rú.ssar þannig svikið gefin loforð. Franska hernámsstjórnin áleit í fyrstu, að handtaka þessarra lögreglumanna hefði verið af misgáningi, en þegar leið fram á daginn kom það í ljós, að það var samkvæmt fyrirskipun rússneskra hernámsvalda. Þeg- ar það vitnaðist ákvað franska hernámsstjórnin þegar að senda kröftug mótmæli til Rússa út af handtökunum og hinum sviknu loforðum. Vilja fleiri fundi í Moskva Moskva í gær. Búist er við því, að sendi- herrar Vesturveldanna fari fram á það við rússneska ut- anríkisráðuneytið á morgun, að þeir fái að eiga viðræður við Molotov einhvem næstu daga um Berlínarvaldamálið. —Reuter. Herriot sagðist ekki treysta sjer til stjórnarmyndunar sök- um aldurs, en hann er hátt á áttræðisaldri. Einnig sagðist hann þurfa að sitja í forsæti þingsins, ef svo skyldi fara að til þingrofa kæmi. Seint í dag bað Frakklands- forseti einn af foringjum radí- kalaflokksins að reyna stjórn- armyndun og f jellst hann á það. Skyldi honum takast stjórnar- myndunin er gert ráð fyrir, að meginverkefni þeirrar stjórnar verði að fá þingið rofið og efna til nýrra kosninga i landinu. SHANGHAI — Kínverska stjórnin. fyrirskipaði fyrir skömmu, a8 kaup skyldi hækka um 95%. Verkamenn. sögðu þetta of litla hækkun, og vinnuveitendur óttuðust, að þeir gætu ekki fengið nógu mikið af seðlum í bönkum, til þess að greiða starfs- fólkinu kaup. Á svarta markaðinum er einn bandarískur doliar keyptm fyrir 11,500,000 kínverska dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.