Morgunblaðið - 09.09.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. sept. 1948. Fijtnbjörn varð ís- iándsmeisiari i KR vann 4x100 og 4x400 ffl. boðhlayp SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór fram keppni í fimmtarþraut mt istaramótsins i frjálsum i- þróttum. íslandsmeistari 1948 varð Finnbjörn Þorvaldsson iR Hahn hlaut 2957 stig, sem er aðeins einu stigi ljelegri árang- ur ;en Islandsmetið, sem hann setti í þeirri grein 1946. Annar í þrautinni var Sveinn Bjöinsson, KR, ineð 2455 stig, 3 punnar Sigurðsson, KR, með 2443 stig og 4. PjetUr Einarsson lR,; með 2421 stig. A frek Finnhjörns í einstök- un> greinum þrautarinnar voru ser^ hjer segir: Langstökk 6,90, spjötkast 51,04, 200. m. hlaup 22,Í7, kringlukast 28,36 og 1500 m„'hlaup 5.05,8. t’innbjörn náði bestum ár- angri í þremur greinum, lang- töl>ki, 200 m. hl. og spjótkasti, er.ú kringlukasti kastaði Gunn ar (Sigurðsson lengst, 40,82 m., og í 1500 m. hlaupi varð Pjetur Einarsson fyrstur á 4.21,2- Á laugardaginn fór fram ktppni í 4x100 m. og 4x400 m. boðhlaupi. KR. varð Islands- meistari i þeim báðum. 4x100 m. vann A-sveit fjelagsins á 43,6 sek. Sveit Ármanns var önnur á 44,2, lR þriðja á 44,4 og B-sveit KR 4. á 46,7. Islands meístarar KR eru: Ásmundur Bjarnason, Sigurður Bjömsson, Magnús Jónsson og Trausti Eyj ólfsson. 4x400 m. vann KR á 2.27,4 sek., sem er aðeins 8/10 sek. frá Islandsmeti því er ÍR setti í fyrra. ÍR átti aðra sveit á 3.30,4 min- B-sveit KR varð þriðja á 3.33,4 og sveit Ármanns 4. á 3.43,6. — Islandsmeistarar KR eru: Páll Halldórsson, Sigurður Björnsson, Sveinn Björnsson og Magnús Jónsson. — Sigurður Bjömsson, sem ennþá er „drengur“, var með þessum sigrum þrefaldur Islandsmeist ar| þá er aðeins eftir að keppa i tvéimur greinum meistaramóts in:, tugþraut og 4x1500 m. boð hl< upi. N irSmenn unnu Finna í knatt- spyrnu 2:0 Sí 5ASTLIÐINN sunnudag fór ín m landskeppni í knáttspyrnu mi li Finna og Norðmanna í Os ó. Norðmenn báru sigur úr bý Um með 2:0. Yöllurinn var mjög blautur ogfvont að leika og rigning var m<þri hluta síðara hálfleiks. — Áliprfendur voru 26 þúsund. lforðmennirnir áttu mun meira í leiknum, en ljeku þó alls ekki vel. Samleikurinn varj ónákvæmur og skotin frekar ljeleg. Wang-Sörénsen, sem Ijek mið- framherj'a, \setti bæði mörkin. Það fyrra er 2 mín. voru aí fyrra hálfleik, e!n hið síðára í byrjun síðari hálfleiks. — G.A. Siprvegarinn í Maraþonhlaupinu. Argentínumaðurinn Cabrora (233) sigurvegarinn í Marabonhlaupi Ólympíuleikanna, fer fram úr Belgíumanninum Gailly, sem kom fvrstur inn á Wembley-leikvanginn, en var þá svo máttfarinn að hann mátti sig vart .hræra. Bretinn Richard fór einnig frarn úr Gailly, sem kom þriðji í mark. 210 nemendur hjá Axel Andrjessyni á ísafirði AXEL ANDRJESSON, sendi kennari ISI, er fyrir nokkru kominn frá Isafirði, þar sem hann dvaldi rúman mánuð og kendi knattspyrnu og hand- knattleik. Axel lætur mjög vel yfir verunni á ísafirði og kvað áhuga hafa þar verið mjög mik- inn. Alls voru nemendur hans 210, þar af 78 stúlkur í hand- knattleik. Kenndi hann þar kerfi sitt og voru nemendur hans allt frá 5 ára aldri. Á meðan Axel dvaldi á Isa- firði fóru þar fram ýmsir kapp- leikir og sýningar á Axelskerf- inu. Meistaraflokkur Víkings fór þangað og keppti tvo leikí. Vann Víkingur annan méð 3:2, en Is- firðingar hinn með 3:1. Knattspyrnumót Vestfjarða í III. flokk fór fram 23.—25. júlí. Þátttakendur voru Hörður og Vestri á ísafirði og íþróttafjel. Höfrungur, Þingeyri. Hörður vann Vestra með 5:1, Vestri vann Höfrung með 4:0. Hörð- ur vann Höfrung með 9:0 og varð því Vestfjarðameistari 1948. Þá fóru flokkar frá ísafirði og kepptu við ýms önnur f jelög á Vestf jörðum og m. a. fór Axel með 65 yngstu nemendur sína til Súgandafjarðar í mjög á- nægjulega ferð. Einnig sýndu nemendur hans kerfi hans á ísafirði við mik- inn fögnuð áhorfenda. Er eng- unnið íþróttalífinu á Isafirði inn vafi á því að Axel hefir mikið gagn. iþróltakeppni Aftur- eldingar og Drengs UM síðustu helgi fór fram hið árlega iþróttamót Aftureiding- ar og Drengs. Afturelding bar sigur úr býtum með 56 stigum gegn 10. 100 m hlaup vann Halldór Lárusson á 11,4 sek., en ann- av var Tómas Lárusson á sama tima. Langstökk vann Halldór, stökk 6,58 m og einnig hástökk, þar sem hann setti nýtt hjeraðs met, .1,75 m. Ásbjörn Sigurjónsson vann kúluvarp með 12,88, Halld. Lár usson kringlukast með 31,40, Magnús Lárussön spjótkast með 41,95 og Ásgeir Bjarnason 3000 m hlaup á 10.56,0. Stigahæsti maður mótsins var Halldór Lárusson. Hann hlaut 20 stig og vann 61 eignar bikar, sem Ólafur Thors hafði gefið 61 kepni í þessu móti. — Tómas Lárusson var næststiga- hæstur með 12 s6g. Kynna sjer árangur Marshaliaðstoð- arinnar Washington. TVEIR bandarískir þingmenn lögðu síðastliðinn sunnudag af stað til Evrópu, til þess að kynna sjer árangur Marshall- aðstoðarinnar í álfunni. Þing- menn þessir eru báðir úr flokki republikana og munu meðal annars ferðast um Þýskaland, Austurríki, Ítalíu, Belgíu, Hol- land, Frakklánd og England. Als munu þeir verða um fjór ar vikur í þessu ferðalagi. —Reuter. KAGNAK JÓNSSGN bac-starjettarlögmaður. \ Laugavegi 3. Sími 7753. \ Logfræðistörf eisrna- \ w . «msýsl«- Verður Sandskeppsii við Finna ALÞJÓÐAÞINGI handknatt leikssambar.dsins er nýlokið Þingið var haldið í París. Full trúar voru mættir frá öllum Norðurlöndum nema íslandi og Finnlandi. Á þinginu var ákveð ið að heimsmeistarakeppni í útihandknattleik skuli fara fram annað hvert ár (einu sinni á milli hverra Olympíu- leika og svo á leikunum sjálf- um. Gjald til Alþjóðasambands- ins var hækkað úr 2 sterlings- pundum upp í 4 pund. Aukaþing í París. Ákveðið var að kalla saman aukaþing sem á að koma sam- an í París 2. og 3. okt. Fyrir þinginu liggur A) Að ákveða Heimsmeistarakeppni kvenna í úti-handknattleik. B) Að á- kveða heimsrneistarakeppni í innanhússhandknattleik karla. Einnig liggur fyrir beiðni frá Noregi að mega keppa milli- ríkjaleik með 7 manna liði utan húss. Finnlandi hefur áður ver ið veitt slíkt leyfi. ísland mun einnig fara fram á að fá slíkt leyfi, þar sem ekkert húsnæði er hjer til nógu stórt fyrir slíka keppni. Landskeppni við Finna. Síðastliðið sumar fóru fram brjefaskriftir milli Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur og Hand knattleikssambands Finnlands. og var ákveðið að milliríkja- keppni skyldi fara fram hjer í Reykjavík um miðjan maí s.l. og annar leikur í Helsingíors um 'miðjan júní. Vegna sam- gönguörðugleika gat ekki orð- ið af þessum leikjum, en í vet- ur mun verða unnið að því að képpnin geti farið fram að vori. — Svíþjóð hefur boðist til að halda heimsmeistarakeppni í innanhússhandknattleik 1949 og mún þingið í París (2 og 3ja okt) taka afstöðu til boðs Sví- þjóðar. 17. þjóðir í Alþjóðasanibandinu Þjóðir þær sem eru í Alþjóða sambandinu eru þessar: Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland Holland, ísland, Luxemburg, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Svíþjóð, Sviss, Spánn, Tjekkóslóvakía, Ung- verjaland, Austurriki, Beiðni Þýskalands um upp- töku í Alþjóðasambandið var vísað frá með þeim forsendum að bíða bæri eftir að friðar- samningarnir yrðu undirritað- ir. Svíar heimsmeistarar. í heimsmeistarakeppninni í úti-handknattleik karla, varð Svíþjóð nr. 1, Danmörk nr. 2 og Sviss nr. 3. Svíar unnu Finna 26:0, Pól- land 19:4, Sviss 8:4 og Dan- mörku 11:4. Danir unnu Holland 15:5, Frakkland 17:4 og töpuðu fyrir Svíum 4:11. Sviss vann Austurríkj 12:10, Frakkland'21:4 og tapaði fyrir Svíum 4:8. Danmörk vann Norðurlanda keppnina x handknattleik kvenna, sigraoi Svía í úrslita- leiknum, 2:1. Svíþjóð varð nr. 2, Noregur 3 og Finnland 4. Nýr srtiábaruaskóEi í Laugarneshverfi í RÁÐI er, að nýr smábarna- skóli starfi hjer í Laugarnes-' hverfinu í vetur á vegum ung- frú Ásu Jónsdóttur, uppeldis- ( fræðings. Kemur það sjer vel,^ því að skortur hefur jafnan ver-; ið tilfinnanlegur á slíkum stofn-. unum hjer sem víðar. Þess má einnig vænta, að ung( frú Ása sje færari um að hafa þessi störf með höndum en al- mennt gerist, þar sem hún hefur. notið meiri menntunar en títt er meðal kennara. Hún hefur, að loknu námi í Kennaraskólanum, stundað nám í uppeldisvísindum og sálarfræði í Bandar'ikjunum í fjögur ár og lokið magister-,' prófi í þeim greinum. Það má. einnig teljast til nýmæla, að, ungfrúin mun gera nákvæmar athuganir á námshæfn! barn- anna og greindarþroska, og mun það geta orðið bæði foreldrum og kennurum að liði síðar meir, er í barnaskólana kemur. Við, sem í barnaskólunum störfum, hyggjum gott til byrj- endaskólanna, með því að við þekkjum vel muninn á því að fá börnin vel undirbúin í skól- ana og hinu, að þau komi með öllu ólæs. Að vísu er það svo, að sum heimili eru þess um- komin að búa börnin undir barnaskólana og gera það, en hin munu miklu fleiri, sem ekki hafa ástæður til þess ,og er þá mikið undir því komið, að smá- barnaskólarnir sjeu sem viðast og færir um að leysa kennsluna sem best af höndum. Ber því að fagna því,. er nýir og svo vel menntir liðsmenn bætast í þann hóp. Skólinn verður í rúmgóðu og hentugu húsnæði á Laugateig 39 og tnun starfa á báðum dags- helmingum, en það kemur mörg- um heimilum betur. Gunnar Guðmundsson. Þingmannaráðslefna breska heims- veldisins London í gær. TALIÐ er nú líklegt, að þing- mannaráðstefna breska heims- veldisins komi saman í London 11. október n. k. Ráðstefnuna munu meðal annara sitja for- sætisráðherrar Kanada, Nýja Sjálands, Indlands, Pakistan og Ceylon. Ráðstefnan á að fjalla um horvarnir og •efnahagsmál bresku heimsveldislandanna. —Reuter. IIIIIMIIII >MIIIlillIIIII<1II111f IIM1111111111111II1111ll<I(llllll j Sriíyrf kauS cg snili- | | ur, veislufflaíur | SÍLD CG FISKUR I ■ IIIIIIIIIIIMIM..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.