Morgunblaðið - 09.09.1948, Síða 5

Morgunblaðið - 09.09.1948, Síða 5
MOR'GUlSBLAÐiÐ 5 Fimmtudagur 9. sept. 1948. i —------------------- Samkema Fjelags Vestur-ísíendinga FJELAG Vestur-íslendinga hafði boð s. 1. þriðjudagskvöld $ Oddfellowhúsinu fyrir skáld- konuna Jakobínu Johnson og aðra Vestur-íslendinga, er staddir eru hjer í bænum. Komu eftirtaldir heiðursgest ír: Jakobína Johnson, frá Seattle. Frú Kristrún Sigmunds son, frá Virginia. Frú Beatrice Gíslason, Boynton,' frá Marchell ‘Michigan. Dr. Hans Boynton frá Marchell, Michigan. Hr. Guð- mundur Hjartarson, frá Steep Boch, Manitoba. Frú Guðlaug Jóhannesson, frá Winnipeg. Frú Jóhanna Lárusson, frá Van- couver. Hr. John Swanholm Magnússon, frá New Jersey. Frú Kristrún Sigmundsson, frá Virginia. Frú Guðrún Camp, frá New York. Frú Sigurlína ÍCjart ansson, frá Winnipeg. Frú Kristín Björnsson, frá New York. Frú Grettir Eggertsson, frá Winnipeg. Hr. Grettir Egg- ertsson, frá Winnipeg. Frú Arn dís Olafsson, frá Winnipeg. Fr. Sigríður Sæmundsson, frá Sel- kirk, Manitoba. Hr. Jón Hafliða son, frá Dacoma. Auk boðsgestanna mætti stjórn Þjóðræknisfjelagsins, Jónas Jónsson alþingismaður og margir fleiri góðir gestir. Yfir borðum hjeldu ræður, auk form. fjelagsins Hálfdáns Eiríkssonar, er kynnti gestina og bauð þá velkomna, biskup- inn, hr. Sigurgeir Sigurðsson og Jónas Jónsson, alþingismað- ur. Frú Ástríður Eggertsdóttir og Kjartan Ólafsson skáld fluttu stutt ávörp til heiðursgestanna og lásu upp kvæði. Vestur-ís- lenski tenorsöngvarinn Birgir Halldórsson söng einsöng með undirleik hr. Lanzky-Otto. Söng Birgir meðal annars tvö lög samin af Steingrími Hall í i Winnipeg við íslensk ljóð, þýdd j á ensku af frú Jakobínu Jonn-| , I son. Fyrir hcnd Vestur-islensku gestanna töluðu þau frú Jakob- ína Johnson og Grettir Eggerts- son og þökkuðu hjartanlega við tökur hjer heima og skáldkon- an las að lokum frumorkt kvæði og hið fagra ljóð þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinssonar ,,Svanasöngur á heiði“, er hún hafði þýtt á ensku. Gat hún þess jafnframt, að þessi þýðing hefði verið tekin í kennslubæk- ur í amerískum skólum. Að loknu borðhaldi skemmtu menn sjer góða stund við sam- ræður, dans og söng. Hóf þetta sóttu á annað hundrað manns. Brdsr krafjasl fisllra bófa London í gær. BRESKA stjórnin hefir sent orðsendingu til rúmensku stjórnarinnar, þar sem hún mót mælir upptöku á eignum breskra ríkisborgara í Rúm- eníu. Krefst breska stjórnin þess, að Rúmenar greiði fullar foætur fyrir eignir þessar. — Reuter. Flugvellir endurbaet'ir. LONDON: — Flugvellir í Ankara, íistanbul og Adana munu senn verða fer.durbættir af bandarískum fjelög- Úm, samkvæmt samningi, sem þau gerðu nýlega við tyrknesku stjórnina. Fjölsóttur hjeraðsmólufundur ustur-Barðastrandusýslu LAUGARDAGINN 21. ágúst sl. var haldinn almennur hjer- aðsmálafundur i Austur-Barða strandarsýslu að Bjarkarlundi í Re,ykhólasveit. Fundarstjóri var Júlíus Björnsson oddviti að Garpsdal og fiuidarritarar dr. Jón Gunnlaugsson hjerðaslækn ir og síra Þórarinn Þór. Fund- urinn var mjög vel sóttur og stóð yfir í fullar 10 klukku- stundir. Alþingismaður kjör- dremisins, herra Gísli Jónsson, var mættur á fundinum- Fund urinn gerði eftirfarandi álykt- anir: Símamál. „Fundurinn skorar á stjórn póst- og símamála að láta hið fyrsta er möguleikar leyfa. framkvæma lagningu allra þeirra síma í Austur-Barða- strandarsýslu, er beiðnir liggja fvrir um, enda er það frum- skilyrði fyrir því, að unnt sje að halda þessum hýlum í bvggð um í framtíðinni. Enníremur leggur fundurinn áherslu á, að óbreytt fyrirkomulag verði með símanotkun hjeraðsins, þe. sam band við simstöðina í Króks- fjarðarnesi. Verði einhverjir bæir afskiptir vegna fjarlægð- ar eða annars, leggur fundur- inn áherslu á, að þeim verði gefinn kostur á talstöðvum. Fel ur fundurinn þingmanni kjör- dæmisins að framfylgja þessum málurn." Vegamál. „Fundurinn skorar á þing- mann kjördæmisins að beita sjer fyrir því, að þær fjörutíu þúsund krónur (40.000,00), sem áætlaðar eru til Reykhóla vegar á þessa árs fjárlögum, verði notaðar til þess að grafa skurð með væntanlegum vegi milli Reykhóla og Staðar á Reykjanesi, en að endurbætur á vegi til Reykhóla verði tekið af viðhaldsfje á þessu ári. Enn fremur skorar fundurinn á Al- þingi að veita á fjárlögum 1949, fjárframlag til eftirtal- inna vega í Austur-Barðastrand arsýslu: 1. Reykhólavegar, að Stað ci Rej kjanesi, ekki minni upphæð en að unnt sje að ljúka vegar- skurði að Stað. 2. Gufudalsvegar, frá Þorskafjarðará um Gufudals- sveit áleiðis til Barðastrandar, minnsta kosti að Skálanesi. 3. Gautsdalsvegar, frá vega mótum við Svarfhól, sunnan Geiradalsár um Bakka, Vals- liamar að Gautsdal. 4. Lögð verði sjerstök áhersla á fullnægjandi árlegt viðhald þjóðveganna í Austur-Barða- strandarsýslu meðal annars með aukinni notkun vjela, eink um veghefils. 5. Að i sambandi við vega- gerð um Gufudalssveit verði byggðar brýr á eftirtaldar ár: Mvilakotsá, Hjallaá, Djúpadals á, Gufudalsá. Reýkhólamál. „Fundurinn skorar a rikis- stjórnina að skipuð verði nú þegar nefnd, sem fari með skipulagsmál Reykhóla og legg Margar ályktanir gerðar um hjeraðsmál ur til að í nefndinni eigi sæti’ landnámsstjóri, fulltrúi frá fræðslumálastjórn, skipulags-i stjóri og alþingismaður kjör- dæmisins á hverjum tima og sje hann jafnframt formaður ntfndarinnar, ennfremur að maður búsettur að Reykhólum kosinn af íbúum þar á staðn- um, hafi rjett til að sitja fundi nefndarinnar þegar þurfa þyk ir, og hafi hann þá tillögu- og atkvæðisrjett sem aðrir nefnd- armenn. Sami fundur ályktar ennfrem ur að skora á Alþingi og ríkis- stjórn að veita á fjárlögnm árið 1949, framlag til eftirfarandi framkvæmda að Reykhólum: að lagðir verði aðalvegir um staðinn samkvæmt skipulags- uppdrætti- að láta rannsaka á hvern hátt jarðhitinn vei'ði best og ódýrast nýttur til upphitunar íbúðar- og gróðurhúsa og til rafmagnsframleiðslu. að veittar verði tíu þúsund krónur (10.000,00) til niður- rifs og jöfnunar gamalla húsa rústa á staðnum“. T ryggingarmál. „Fundurinn álítur, að þar sem komið hafa fram almenn av raddir um breytingar á AI- mannatryggingarlögunnm frá árinu 1946, þá beri mæsta Al þingi að yerða við þeim óskuny og vill fundurinn i því sam- bandi benda á eftirfarandi atv- iði: Fundurinn telur að trygg- ingargjöldin sjeu i heild svo há að nauðsyn berí til að fá þau lækkuð, sjerstaklega framlög sveitarsjóðanna, þar sem si fellt er verið að rýra tekji.- stofna sveitarfjelaganna (út- svörin) með álögum til ríkis- sjóðs. Fundurinn telur að taka beri meira tillit til tekna manna og eigna við ákvörðun bótanna en gert er í gildandi löggjöf, bæði hvað snertir cllilífev'ri og fjöl skyldubætur, þar sem trygging argjöldin eru að verulegu leyti framlög rikissjóðs og sveitarfje laga. Þá vill fundurimi sjerstak- lega bc-nda á, að atvinnutrygg ingargjaldið skv. 112. gr., er til finnanlegur baggi á bændum og með tilliti til hinnar tiltölulega litlu slysahættu við landbúnað inn, þá skorar fund'jrinn á næsta Alþingi að lækka þetta gjald að miklum mun. F,nnfremur vill fundurinn beina því til ríkisstjórnar og A1 þingis, að láta fara fram athug un á því hvort ekki sje hægt að hafa sjerstakt fjárhald fyrir I. og II. verðlagssvæði og miða svo persónugjöldin og framlög sveitasjóðanna til Almanna- j trygginganna við þarfir Irvors svæðis fyrir sig“. Laíknisliússmál og vatnsveitumál. ,Fundurinn skorar á þing- mann kjördæmisins, að beita sjer fyrir því, að næstkomandi Aiþingi veiti nægilegt fje til lagningar fullnægjandi vatns- veitu, rafveitu og hitaveitu fyr ir þær bj’ggingar, sem nú eru að risa upp á Reykhólum og ráðgeiðar eru þar á næstunni, og að læknisbústaðnum sje jafn framt tryggður afnotarjettur af mannvirkjum þessum eftir því sem hann þarf“. Skólamál. „Fundurinn skorar á þing- mann kjördæmisins að vinna að því að lögákveðinn styrkur fáist á næsta ári til byggingar heimavistarskóla á Reykhólum er fullnægi austur hreppum Rarðastrandarsýslu. Ennfrem- ur að fjárfestingarleyfi verði veitt þegar á þessu ári fyrir umræddri byggingu11. Samgöngumál á sjó. „Fundurinn saraþykkir eftir farandi tillögur um samgöngu mál hjeraðsins: 1. Haldið verði uppi ferðum á sjó milli Reykjavíkur, Stykk ishóhns og hafnanna við norð anverðan Breiðafjörð með m.b. Baldri og m.s. Skjaldbreið hálfs mánaðarlega, sjerstaklega yfir vetrarmánuðina, og auk þess verði m.b. Baldri gert að fara til Staðar á RejFjanesi eina ferð að haustinu. 2. m.b. Konráð verði látinn halda uppi ferðum milli Flat- eyjar, Hofstaða og annara staða við fjörðinn á svipaðan hátt og verið hefur, meðan þær sam- göngur eru ekki levstar á heppi legri hátt, og sjeð verði fyrir flutningi á fólki og farangri þess milli Bjarkarlundar og Hofstaða i sambandi við ferðir bátsins og áætlunarbifreiðar- innar. 3. Athugað verði nú þegar, hvort ekki er hægt á viðráðan legan hátt að gera þær lending arbætur í Krókfjarðarnesi að m.s. Skjaldbreið geti lagst þar við bryggju um flóð. 4. Athugað verði um mögu leika til lendingarstaða fyrir flugvjelar og flugvallargerðar í Austur-Barðastrandarsýslu". Sauöf járvcikivarnarmál. „Fundurinn telur að mjög brýna nauðsyn heri til að halda upp fullkomnu viðhaldi og full kominni vörslu við varnarlinu milli Beruljarðar og Steingríms fiarðar næstu ár, uns fullvíst er talið, að mæðiveikin hafi ekki leynst á fjárskiptasvæðinu- Einnig telur fundurinn sjálf- sagt að gera tvöfalda girðingu milli Bitru og Gilsfjarðar og halda uppi vörslu þar. Fundurinn ber fram þessar Frh. á bls. 12. Brjeh Hr. ritstjóri: VEGNA ummæla þeirra, sem höíð eru eítir fulltrúa Slysa- varnafjelags íslands, Jóni Gdd- geir Jónssyni, í blaði yðar í dag, að nefnd hafi verið skipuð „fyrir tveim árum síðan til að gera tillögur um öryggismál verkafólks í landinu almennt“ og muni „hún skila áliti þegar næsta þing kemur saman“, vildi jeg bioja heiðrað blað yðar um að birta eftirfarandi leiðrjett- ingu: Samkvæmt ályktun alþingis skipaði samgöngumálaráðherra 14. nóv. s. 1. fimm manna nefnd til að endurskoða gildandi lög og reglugerðir um eftirlit með verksmiðjum og vjejum. Hefur nefndin því enn eigi starfað nema tæpa tíu mánuði. Hún hefur nú að mestu lokið við að semja frumvarp til laga um öryggisráðstafanir á vinnustöð- um, og standa vonir til, að hægt verði að skila því ásarot greinargerð til ráðherra áður en þing kemur saman 1. okt. n. k. Með þökk fyrir birtinguna. Rvík, 7. sept. 1948. f. h. Öryggismálanefndar .Tón E. Vestdal. f Horrænir hljómiisl- ardagar í Oslo DAGANA 29. sept. til 6. okt. n. k. verður haldið hljómlist- armót á vegum Tónskáldaráðs Norðurlanda í Oslo. Verður mót þetta nefnt Norrænir hljcmlist- ardagar og verða flutt verk eft- ir tónskáld frá öllum Norður- löndunum fimm. Verk verða flutt eftir þessi íslensk tónskáld: Árna Björns- son, Hallgrím Helgason. Pál ísólfsson. Jón Leifs, Helga Páis- son, Karl O. Runólfsson og Jón Þórarinsson. Tónskáldaráð Norðurlanda var stofnað 1946 í þeim tilgangi að auka hljómlistarkynni meðal Norðurlandanna. Var ákveðið' að halda norræna hljómlistar- daga annáðhvert ár til skiftis í höfuðborgum Norðurlanda og varð Oslo fyrir valinu fyrst. Á norrænu hljómlistardögun. um í Oslo verða þrír symfóníu- hljómleikar, tveir kammer- musik konsertar, einn romanse og kórkonsert ásamt orgeltón- leikum og einn kirkjukonsei’t. Auk þess verður hin nýja Mjóm list Haralds Sæverruds við Pjet ur Gaut flutt. Fleiri þýsklr flóltamern sendir heim K.höfn í gær. FRAKKAR hafa fallist á aS leyfa 15,000 þýskum ílótta- mönnum heimferð til franska hernámssvæðisins í Þýsþalandi. Þá er eítir að semja um heitn- ferð 5000 þýskra flóttamanna í Danmörku. Kvikmynd mn Qorgia-ættiua. RÖM — 1 kvikmymlinni ..Prino' of Foxes“, sem yerið er oð take biei* um þessar mundir, mun Orscn Wtll es leika hlutverk Cesare Bcrgia, Ty- rone Povyer mun fara með hlutvetk Orsini greifa og aðalkvenhlutvtt.kið hefir Wunda Hendrix með hönduin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.