Morgunblaðið - 09.09.1948, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.09.1948, Qupperneq 8
MORGVNBLAÐIÐ r 8 Út*.: H.J. Arvakor, Reykjavík. Fraxakvjití.' Bisíúa Jónssca. Ritatjðrf: Valtýr Stefánsson (ábyrfSíJm). ITrj ettaritstj ðri: ívar Guðmundaio®. Auglýsíngar: Aml GsrBar Kristiaapca^ Ritstjóm, auglýíingar og afgreiSzia: AusturrtrirU 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 10,00 á mánuði, lnaaoBlanda, 1 lauaaxolu 80 aura eintakið. 75 aura me9 Lcsbók. kr. 1100 utanlanda. Vertíðarlokin nálgast SAMKVÆMT síðustu skýrslu Fiskifjelags íslands um afla síldveiðiskipanna í sumar var bræðslusíldaraflinn um síðustu helgi tæpir 412 þúsund hektólítrar og um 837 þús- und hektólítrum minni en á sama tíma í fyrra. Sídarsöltunin nam hinsvegar rúmum 111 þúsund tunnum og var 50 þúsund tunnum meiri en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt skýrslu Fiskifjelagsins hafa 91 af hinum 240 síldveiðjskipum aflað frá 1000 til 2000 mál og tunnur, 49 skip hafa aflað frá 2000—3000 mál og tunnur, 28 skip með 3000 og þar yfir og loks hafa 43 skip aflað frá 500—1000 mál og tunnur. Um 30 slcip hafa þannig ekki náð 500 mála afla. Síðan þessar upplýsingar voru gefnar um aflabrögð síld- veiðiskipanna hefur ekki verið veiðiveður á síldarmiðunum fyrir Norðurlandi. S.l. föstudag hleypti þar á norðan stormi, sem stóð með kulda og jafnvel hríðarveðri þangað til í gær að ljetta tók til. En um það bil helmingur veiðiskipanna er nú hættur veiðum eða rjettara sagt hinni stöðugu leit að síld. Hinn helmingurinn bíður í þöfnum norðanlands eftir því að norðangarðinum ljetti í von um að síldar kunni þá að verða vart. Er það síðasta vonin um nýja síldargöngu upp að ströndum Norðurlandsins á þessu sumri. Af tölunum, sem sjást í aflaskýrslu Fiskifjelagsins má ráða, hvernig afkoma bátaútvegsins muni vera. Hún er eins hrapaleg og verða má. Að öllum líkindum hefur ekki einn tíundi hluti flotans aflað fyrir lágmarkskauptryggingu sjó- mannanna. Þess er þó að gæta að í sumar hafa fleiri skip en nokkru sinni fyrr stundað veiðar með hringnót. Skipti á þeim bátum, sem flestir eru með 10 eða 11 manna skips- höfn, eru töluvert hagstæðari og hlutir hærri en á herpi- r.ótaskipunum, sem eru með 16—20 manna skipshöfn. Sam- tals munu um 70 skip hafa stundað veiðar með hringnót í sumar. Hafa sum þeirra aflað all sæmilega miðað við afla- brögðin almennt. Ríkisstjórnin hefur nú skipað nefnd til þess að athuga cfkomu bátaútvegsins og gera tillögur um, hvernig greitt verði úr vandræðum hans. Mun hún safna gögnum um rekst ur og afkomu einstakra skipa og útgerðarfyrirtækja og síð- an leggja skýrslu sína fyrir ríkisstjórnina. Það verður síðan hlutverk hennar og Alþingis, sem kemur saman hinn 11. næsta mánaðar, að finna leiðir til stuðnings og viðreisnar vjelbátaútveginum eftir fjögur aflaleysissumur. Síðasta Alþingi, sem einnig stóð frammi fyrir þeirri stað- reynd að mikill hluti bátaútvegsins kom báglega staddur út úr síldveiðunum samþykkti á s.l. hausti, í hinum almennu lögum um dýrtíðarráðstafanir, lagaákvæði um aðstoðarlán til útvegsmanna. Samkvæmt þeim var á annað hundrað skipum 90 útgerðarfyrirtækja heitið aðstoðarláni vegna afla fcrestsins og hinum 5 milljónum króna, sem Alþingi heimil- aði ríkisstjórninni að taka að láni í þessu skyni, skipt á milli þeirra. Vel má svo fara að nauðsynlegt þyki að stofna til nýrra síldarkreppulána vegna aflabrestsins í swmar. En á það má þó benda að slík kreppulán ár eftir ár til aðalatvinnuvegar þjóðarinnar eru þýðingarlítil. Hitt er miklu þýðingarmeira að reynt verði að skapa honum skilyrði til þess að byggja sjáífur upp hag sinn. Þær ráðstafanir, sem verður að gera nú til viðreisnar vjelbátaútgerðinni eru þess vegna tvenns- konar. Það þarf að koma í veg fyrir efnahagslegt hrun hennar af völdum fjögra síldarleysissumra, með fjárhagslegri bráða- birgðaaðstoð. í öðru lagi þarf að gera ráðstafanir til þess að útgerðin verði rekin með hagnaði fyrir eigendur framleiðslutækj- anna og að þeim verði heimilað að nota allan arð þeirra til þess að losa sig úr skuldum og afskrifa hin rándýru skip sín áður en þeir eru krafðir um einn eyri í skatta til ríkissjóðs. Það er óumflýjahlégt að gera sl'íkár ráðstafanir. Ef áð at- vinnutæki, sem rekin eru með jafnmikílli áhættu og íslenski vjélbátaflotinn, fá aldrei að nota góðu árin til þess að treysta hag sinn og safna varasjóðum, þá hlýtur ríkissjóður að vera siðferðislega skuldbundinn til þess að hlaupa undir bagga með þeim þegar illa árar. Fímmtudagur 9. sept. 1948. 'ar: werji ábripa TJR DAGLEGA LÍFINU Heimilin — besti skólinn. MÖRGUM HRÝS hugur við aeim lýsingum, sem gefnar eru af framferði ungs fólks á þess um síðustu og verstu tímum. Talað hefir verið um, að koma þurfi upp æskilýðshöll til þess, að unga fólkið hafi einhvern sama stað, þar sem það getur iðkað hollar og góðar skemt- anir í andrúmslofti, sem hæfir unglingum, sem eru að þrosk- ast. Flestir eru sammála um, að það skemtanalíf, sem er á boð- stólum í landinu sje óheilbrigt og leiði^til allskonar spilling- ar. —' Enn aðrir eru þeirrar skoð- unar, að æskulýðshallir sjeu til lítils gagns og að gamla að- ferðin sje best, en það sje að auke. heimilislífið, sem nú er svo. að segja horfið, að minsta kosti hjer í höfuðstaðnum. — Heimilið sje enn besti skólinn. • Ástundun og iðjusemi. Á ÞEIRRI skoðun er „J“, sem skrifar brjef um þessi vandamál, sem steðja að í sam- bandi v.ið upprennandi æsku landsins, „Væri ekki reynandi að benda foreldrum á þær skyldur, sem þau hafa við börn sín“, segir brjefinu. Og síðar: „Móðir, sem kennir dætrum sínum að vinna heimilisstörf og heimilísiðnað. Dætur hennar þurfa ekki á neinni æskulýðs- höll að halda og þeim er síður hætt en öðrum að lenda í ó- reglu“. • • Ábyrgðartilfinning. „OG SVO þarf, að láta ungl- ingana _fá ábyrgðartilfinningu nógu snemma. Benda þeim á hverjar skyldur þau hafa við meðborgara sína og sjálfa sig. „Það er hægt með ýmsu móti, að vekja slíkar ábyrgðartilfinn ingu hjá unglingum, en það kostar nokkra fyrirhöfn“. Og loks segir í brjefinu: „Það er tilgangslaust að stofna æskulýðshöll fyrir illa uppalda unglinga. Uppeldið verður að koma á heimilun- um“. Þó þetta brjef sje eins og smá kenslustund í uppeldis- fræði, þá er ábyggilega satt og rjett, sem þar stendur. Heimilin eru, eins og þau hafa verið, besti skólinn. • Ekkert efni til götu- lýsingar. GÖTULÝSINGIN kemst ekki í lag í vetur eins og forystu- menn Rafveitunnar myndu helst kjósa sjer að hafa hana, og áætlað var. En reynt verð- ur að gera það, sem hægt er til að halda henni við. Eitthvað á þessa leið sagði Hjörleifur Hjörleifsson, fulltrúi í skrifstofu Rafmagnsveitunnar, er hann talaði við mig um nuddið hjer í dálkunum út af ónógri götulýsingu í mörgum hverfum bæjarins. Ttafmagnsveitunni er ljóst, að það vantar nokkuð á að alt sje í lagi og eins og það á að vera. En það hefir ekki tek- ist að útvega nauðsynlegt efni til að halda götulýsingunni við. Fyrir nokkru fjekk Rafveitan leyfi fyrir ljósaperum í götu- ljóein. En það er ekki meira en svo, að það nægir einu sinni í allar götuluktir borgarinnar og það verður að duga fram í mars n. k. Verður að taka því. SKORTURINN á efni til götu lýsingar stafar vitanlega af síldarleysi og gjaldeyrisskorti, eins og svo margt annað og það er ekki annað að gera en að taka þeim erfiðleikum, eins og öðrum, með ró og vonast til að úr rætist. En það er annað en spaug ef strákar iðka þann leik, sem oft hefir verið leikinn, að brjóta ljósaperur í götuljósukerum og ökumenn verða að gæta sín að aka ekki upp eftir lugtar- staurum, eins og oft hefir kom ið fyrir. Það er mörg búmannsraunin, þegar síldin bregst. Þrjóskan borgaði sig ekki. — ÞÚ VARST að tala um það á dögunum, sagði kunn- ingi minn við mig í gær, hve ökumenn geti verið óliðlegir á vegum úti og sýnt þrjósku og óbilgirni hver við annan. Jeg skal segja þjer sögu um það. Einu sinni í sumar voru nokkrir bílar á ferð norður við Mývatn. Þeir munu hafa ver- ið um 10 í hóp og voru með erlenda frímúrara á ferðalagi. Þegar komið var í traðirnar við Reykjahlíð, hittist svoleiðis á, að bíll úr Reykjavík, sem í voru ungir piltar, kom jafn- snemma í traðirnar heiman að frá. Strákarnir töldu sig víst eiga rjettinn í tröðunum, því þeir óku út í miðjar traðir. En það kom upp úr kafinu að það borgaði sig ekki fyrir þá. " • Fóru að lesa í blaði. PILTARNIR tóku lífinu með ró. Tóku upp blað og fóru að lesa. eins og til að gefa til kynna, að ekkert lagi þeim á og -best væri fyrir hina 10 bíla, að aka aftur á bak og gefa þeim traðirnar. En það fór á annan veg. Frí- múrarnir sögðu: Það er svo stutt heim að bænum. Við skulum bara ganga og skilja eftir bílana okkar hjer í tröð- unum, úr því við komumst ekki lengra. Það gerðu þeir. En piltarnir urðu að dúsa í bíl sínum í tvær klukkustund- ir á meðan ferðafólkið var að borða. MEÐAL ANNARA ORÐA 15 Erliðleikar þýshra háskólastúderrta Eftir JACK SMYTH, frjettaritara Reuters. BERLÍN ÞÝSKU háskólarnir, sem allt frá stríðslokum hafa átt við mikla erfiðleika að etja, hafa nú fengið nýtt vandamál að glíma vjð: fátækt stúdentanna. í stríðslok var það megin- vandamal skólanna að reyna að sjá 'öllum þeim fyrir skóla- vist, sem orðið höfðu að hætta námi af ýmsum styrjaldará- stæðum. I dag er svo komið, að- háskólarnir horfast í augu við þaS>, að ýmsir stúdentar verði 'að hætta skólanámi, vegna •rýrnunar sparifjár þeirra §ftir peningaskiptin. • • 40 PRÓSENT Lauslega er áætlað, að um 40% stúdenta í háskólum á hernámssvæðum vesturveld- anna sjeu varla færir um að greiða skólagjöld sín. Þeir ein- ir, sem get.a reitt sig á hjálp foreldra sinna, hafa að mestu losnað við áhrif peningaskípt- arina. Hmir horfast í aúgu við mikla erfiðleika, og ýmsir, sem öfluðu sjer fjár til skólagöng- unnar með því að vinna í tóm- stundum sínum, eiga nú erfitt með að fá vinnu. Ástandið í þessum efnum er því talsvert alvarlegt. • • AÐSTOÐ Áður en peningaskiptin fóru fram, var undirbúningur Tiaf- inn að því að hjálpa háskóla- stúdenttinum fyrstu mánuðina eftir að nýi gjaldmiðillinn gekk í gildi. Tillögur komu jafnvel fram um það, að stúd- entar fengju að greiða skóla- gjöld sín fram í tímann með gamla gjaldmiðlinum. Þessari tillögu var þó hafnað. • • RÍKISIIJÁLP Enda þótt auðsjeð sje orðið, að háskólarnir þýsku geti ekki sigrast á núverandi erfiðleikum án hjálpar frá ríkinu, óttast þó ýmsir forystumenn á sviði menntamála afleiðingarnar af slíkri aðstoð. Þeir benda á, að eins og ástandið er núna í Þýskalandi, sje hætt við því, að stjórnarvöldin Ijetu freist- ast til að krefjast þess að fá að hafá hönd í fcagga með val þeirra stúdénta, sem þau á annað borð styrktu til náms. En brátt fyrir þetta, játa flest- ir, að vart verði komist hj því, að skólarnir þiggi ríkis- aðstoð, en í því sambandi hef- ur verið stungið upp á því, að hjálp þessi komi fram í pen- ingalánum til háskólanna. • • VINNUMIÐLUNAR- SKRIFSTOFUR Eins og málunum er nú kom ið, eru háskólarnir sjálfir lítið betur staddir en stúdentarnir, og fjárhagslegrar aðstoðar því varla að vænta úr þeirri átt. Skólarnir hafa því margir gripið til þess ráðs að reyna að minnsta kosti að útvega stúdentum sínum frístunda- vinnu. Og víða hefur sjálfstæð- um skrifstofum verið komið á fót með þetta markmið fyrir augum. í Hamborg hefur þannig ver ið opnuð vinnumiðlunarskrif- stofa stúldenta, sem hefur* nána samvinnu við hina opin- beru vinnumiðlunarskrifstofu og atvinnufyrirtæki borgar- innar. Þessum aðilum hefur þegar tekist að útvega ýmsum stúdentum vinnu og kvenstúd éntar hafa þannig þegar tekið til stárfa í niðursuðuverksmiðj um ög sem hréingerningar- stúlkur. En betur má, ef duga Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.